Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 67

Frjáls verslun - 01.04.1998, Side 67
Á landinu eru 18 kaupfélög í rekstri í dag. Rekstur flestra gengur þokkalega vel og sumra mjög vel. Fullyrða má að best gengi sé hjá þeim félögum sem hafa tekið reksturinn í gegn, fækkað einingum og einbeitt sér að eflingu annarra rekstrarþátta. Kaupfélög voru flest rúmlega fimmtíu þegar best lét. Ekki er að fullu sanngjarnt að bera þær tölur saman við tölur í dag vegna þess að viða voru sér kaupfélög í kaupstöðum og kauptúnum sem liggja nálægt hvert öðru. Fækkun kaupfélaga þarf ekki að þýða hnignun heldur eflingu eins og dæmi sanna. Af starfandi kaupfélögum er KEA langstærst með um 8 þús- und félagsmenn en Kaupfélag Bitruijarðar minnst með liðlega 30 félags- menn. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi Stofnað 4. 5.1904 Kfstj: Þórir Páll Guðjónsson; lætur af störfum í endaðan ágúst. Kaupfélag Króksfjarðar, Króksflarðarnesi Stofnað 20. 4.1911 Kfstj. Sigurður R. Bjarnason Útibú: Skálanesi og Reykhólum Kaupfélag Arnesinga, Selfossi Stofnað 1.11.1930 Frkvstj. Þorsteinn Pálsson Útibú: Hveragerði, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn, Vík, Hvols- velli, Rauðilæk, Kirkjubæjarklaustri, VesUnannaeyjum og Laugarvatni Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavik Stofnað 28.12.1898 Kfstj. Jón E. Alireðsson Útibú: Drangsnesi Kaupfélag Bitruflarðar, Ospakseyri Stofnað 19.3.1942 Kfstj. Sigrún Magnúsdóttír Kaupfélag Hrútfirðinga, Borðeyri Stofnað 1899 Kfstj. Máni Laxdal Útíbú: Brú Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga Stofnað 29. 3.1909 Kfstj. Gunnar V. Sigurðsson Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Stofnað 16.12.1895 Kfstj. Guðsteinn Einarsson Útíbú: Skagaströnd Sölufélag Austur-Húnveúiinga,. Blönduósi Stofnað 27. 2.1908 (sjá Kaupfélag Húnvetninga) Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki Stofnað 23. 4.1889 Kfstj. Þórólfúr Gíslason Útíbú: Varmahlíð, Hofsósi og Ketílási Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Stofnað: 19.6.1886 Kfstj. Eirikur S. Jóhannsson Útíbú: Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey, Grenivík og Grímsey. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík Stofnað 20.2.1882 Kfstj. Þorgeir B. Hlöðversson Útibú: Fosshóli og Laugum Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kfstj. Ingi Már Aðalsteinsson Verslanir: Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Borgarf. eystra og Eskif. f Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði Stofnað 16.12.1918 Kfstj. Ólafur K Sigmarsson Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsiirði Stofnað 6.8.1933 Kfstj. Gisli Jónatansson Kaupfélag Stöðfirðinga, Stöðvarfirði > Stofnað 14. 6.1931 Kfstj. Friðrik Karlsson / Útíbú: Breiðdalsvík Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Hornafirði Stofnað 12.1.1920 Kfstj. Pálmi Guðmundsson Útibú: Fagurhólsmýri, Skaftafelli og Djúpavogi Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík Stofnað 13.8.1945 Kfstj. Guðjón Stefánsson Útibú: Ytri-Njarðvík, Sandgerði, Hafnarfirði og ísafirði héraði. Kaupfélagið á í nýsköpunarfyrirtæki sem heitir Element hf. sem er rafeinda- og tölvufyrirtæki sem hefur verið í útflutningi á skynjurum. Það má nefna að í orkugeiranum verða miklar breytingar á næstu árum og við teljum fulla ástæðu til að horfa á það sem raunhæfan möguleika til fyrirtækjareksturs.“ Kaupfélög landsins hafa þurft að breyta starfsháttum sínum miðað við aðrar aðstæður í þjóðfélaginu. Þórólfur er spurður um stöðu kaupfélaganna í dag og þá með tilliti til sam- keppni. „Ég held að þessi fyrirtæki sem önnur verði að fylgja þjóðfélagsbreytingum, vera þátt- takendur í þeim og nýta þau tækifæri sem skapast. Varðandi kaupfélögin er íramtíðar- spurningin um það form sem þau eru byggð á. Helstí annmarki samvinnuformsins í dag er að fjárfestar, sem eru lífeyrissjóðir og aðrir, sem fjármagnið hafa í þessu þjóðfélagi, geta ekki komið inn í þessi fyrirtæki. Því hafa kaupfélög ekki verið opin fyrir áhættuíjármagni til sóknar þar sem ný tækifæri skapast. Kaupfélög hljóta að athuga hvernig hægt sé að að- laga reksturinn til að gera hann samkeppnisfæran við hlutafélagsformið, annaðhvort með einhveijum afbrigðum af því eða hafa reksturinn í hlutafélagi þótt eignarhaldið geti verið blanda af samvinnufélagi og hlutafélagi. Þessi atriði hljóta að koma tíl skoðunar í nánustu íramtíð," segir Þórólfur. „Okkar áhersla hefur verið að hafa reksturinn tiltölulega flölbreyttan en nýta þau tæki- færi sem gefast hveiju sinni. í framtíðinni gætum við horft á það að landbúnaður og versl- un væri þriðjungur, sjávarútvegur þriðjungur og síðan væri ákjósanlegt að finna iðnað eða önnur störf sem skapast vegna tæknibyltingar að 1/3 hluta.“ Eitt af því, sem Þórólfur nefnir, er að Skagaijörður er einn af þeim valkostum sem iðn- aðarráðuneytið hefur skoðað fyrir stóriðju. „Ég held að allir geti verið sammála um að mikilvægt sé að hafa sterkt fyrirtæki í hér- aðinu, hvort sem það er kaupfélagið eða eitthvað annað. Sterkt og framsækið atvinnulíf er alls staðar nauðsynlegt." Aðspurður segist Þórólfur sjálfur vera ánægður á Sauðárkróki og sama sé að segja um eiginkonuna, Andreu Dögg Björnsdóttur. Hún starfar sem kennari á Sauðárkróki. „Hér er gott samfélag og Skagfirðingar llfsglaðir og duglegir. Þótt ég syngi hvorki í kór né haldi hesta hef ég samt komist vel af með héraðsbúum,“ segir Þórólfur Gíslason. S3 ÖFLUGT í SJÁVARÚTVEGI Kaupfélag Skagfiröinga á nokkur dótturfyrirtæki, eins og Hraðfrystihús Grundarfjarðar, Fiskiðju Sauðárkróks, Fiskiðjuna Skagfirðing og Djúphaf. Velta samstæðunnar er yfir 5 milijarðar króna. Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. (H^Ofnasiniðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.