Frjáls verslun - 01.04.1998, Síða 90
....................................LhtirCí
Prír einleikir
Binleikurinn er leikform sem allir snjallir leikarar hljóta að
laðast að. Hvernig er hægt að sýna betur mátt sinn og meg-
in en verandi einn á sviðinu, án allrar hjálpar frá mótleikend-
um, án stuðnings af ytri íburði, leiktjöldum, tæknibrellum
og öðru þess háttar nema að því leyti sem þær kunna að þjóna
þeim skáldskap sem leikurinn miðlar? Frá því sjónarmiði er ein-
leikurinn eitt besta mótvægi sem hugsast getur gegn öfgum hins
tæknivædda leikstjórnarveldis, sem við búum við í dag og hefur
lagst eins og farg yfir leiklistina sjálfa. Sumir segja reyndar að það
sé komið langleiðina með að drepa hana og, hvort sem eitthvað er
hæft í því eða ekki, er eitt víst: þegar leikstjóri er tekinn að hugsa
meira um að halda fram sínum eigin tilbúnu stíleinkennum en
hjálpa leikendum að holdgera skáldlegar sýnir höfundarins - eins
og vinnubrögð Guðjóns Pedersen eru eitt skýrasta dæmi um hér
á landi - þá er eitthvað mikið að í leikhúsinu og skammt í þann
dauða þess, sem margir af fremstu leikhúsmönnum aldarinnar
hafa skorið upp herör gegn.
Einleikurinn er í sjálfu sér ekkert nýtt fyrirbæri. A miðöldum,
eftír að atvinnuleiklist hinnar klassísku fornaldar var liðin undir
lok og kirkjuleg stjórnvöld leyfðu aðeins áhugamannaleiksýning-
ar í þágu trúarinnar, urðu þeir, sem voru svo illa haldnir af leikþörf
að þeir gátu ekki hugs-
að sér neina aðra
lífsköllun, að ferðast um
á eigin vegum sem eins
konar allsherjarlista-
menn sviðsins, allt í
senn frásagnarmenn,
söngvarar og dansarar,
jafnvel fimleikamenn og
trúðar. Þegar atvinnu-
leiklist lifnaði við á tím-
um endurreisnarinnar,
var eðlilegt að leikend-
ur mynduðu flokka til
að geta flutt leikrit í
fullri lengd og stærð. A
okkar öld hafa leikhús-
menn hins vegar lagt
kapp á að endurlífga
listform fyrri tíðar í and-
stöðu við hið natúralíska raunsæi, sem 19. öldin lét í arf, og þar
hefur einleikurinn á ný fengið að njóta sín. Fjölmargir ágætír höf-
undar hafa skrifað einleiki, oft með tiltekna stórleikara í huga, og
jafnvel má finna þess dæmi, að leikari hafi kosið að hverfa úr hlýju
öryggi stofnananna í því skyni að rækta þetta form ótruflaður.
Þannig var um einn dáðasta leikara Svía, Allan Edwall, sem nú
er látínn fyrir fáeinum árum. Þegar hann var búinn að leika nægju
sína hjá sænska þjóðleikhúsinu, Dramaten, stofnaði hann eigið
leikhús í litlum en vistlegum kjallara í miðborg Stokkhólms og
stóð þar einn á sviðinu, gjarnan í eigin útgáfum af ýmsum klass-
inpiinm?........................................„
ískum verkum, ógleymanlegur þeim sem áttu þess kost að sjá
hann og heyra. En Allan var líka nógu ritfær til að geta sett sam-
an texta sína sjálfur og gat því sparað sér bæði leikstjóra og
dramatúrg. Ætli hann Arnar okkar Jónsson verði ekki á endan-
um að grípa til svipaðra ráða, eigi hann nokkurn tímann að fá að
njóta sinna miklu krafta? Mér var t.d. bent á það um daginn, að
hann hefði aldrei leikið Shakespeare nema í útvarpi. Okunnugir
myndu ætla, að það leikhús væri vel á vegi statt, sem gætí leyft sér
slíka sóun; við, sem búum við það, vitum að svo er ekki.
Guðspjall á Renniverkstæði
Markúsarguðspjallið hjá L.A. * *
Leikari: Aðalsteinn Bergdal
Leikstjóri: Trausti Ólafsson
Leikmynd: Manfred Lembke
Bn það er sem sagt einleikurinn sem hér er til urnræðu,
enda ærið tilefni: í síðasta mánuði voru hvorki meira né
minna en þrír slíkir frumsýndir, einn norður á Akureyri,
tveir í Reykjavik. L.A. hefur á þessu leikári mjög orðið að
huga að þörfum fjárhirslunnar og veðjað á verk líkleg til vin-
sælda; nú á greinilega að bæta um betur og sýna djörfung og
metnað. En það er eins gott að segja það strax: þó að tilgangur-
inn sé svo góður, að hann geti varla orðið miklu betri, að koma á
framfæri einu af sjálfum guðspjöllunum, þá hefði leikhússtjórnin
betur hugsað sig um
tvisvar, áður en hún
réðst í slíkt. Guðspjöll-
in ijögur í Nýja testa-
mentinu eru af mörg-
um ástæðum meðal
merkustu rita heims-
bókmenntanna; þau
búa ekki aðeins yfir
trúarlegu gildi, heldur
fluttu þau einnig mark-
verðar nýjungar í stíl
og framsetningu inn í
bókmenntasöguna.
Hins vegar eru þau
ekki dramatískar bók-
menntir, þó að þau Ijalli
um mesta drama í sögu
mannkyns: endurlausn
þess frá synd og dauða
í kraftí fórnardauða Jesú Krists. Hvað sem öllu öðru líður þá er
efniviður eitt, form annað.
Að öðru jöfiiu stefnir einleikurinn að nákvæmlega sama
marki og allt drama; að búa til eins konar sýndarveruleika ofar
tíma og rúmi, veruleika sem skapar sér eigin víddir óháðar
þeirri stund sem leikendur og áhorfendur eyða saman í návígi
leikhússins. Maður, sem segir öðrum sögu, sprengir ekki viðjar
tíma og rúms með því að látast vera einhver annar en hann er, á
öðrum stað og annarri stundu. Hann stígur kannski nokkur
skref í þá átt, en hann gerir það ekki til fulls. Þar sem frásagnar-
Aðaðsteinn Bergdal í Markúsarguðspjallinu.
Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar
90