Frjáls verslun - 01.07.1998, Síða 37
Göngin, sem kostuðu rúma 4,6 milljarða, greiðast upp á átján árum og verða vegatollar við
Hvalfjarðargöngin innheimtir þann tíma. Að því loknu gefur Sþölur íslenska ríkinu göngin.
SKAGAMENN FAGNA
„Mikill meirihluti bæjarbúa er
sannfærður um að Akranesbær hagnist á
göngunum.”
samningsverð þeirra var 4,6 milljarðar.
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar
ehf, segist reikna með að kostnaður við
þau verði um tíu prósentum hærri en
samningsverðið. Gísli segir þau eiga að
greiðast upp á átján árum. Þegar göngin
verða að fullu upp greidd mun Spölur ehf
færa íslenska ríkinu þau að gjöf. Að sögn
Gísla væri það ekki vel liðið ef vegatollarn-
ir yrðu áfram eftír að ríkið tekur við göng-
unum. „Það er okkar meining að tollurinn
falli niður. Fólk getur sætt sig við veggjald-
ið á meðan verið er að fjármagna fram-
kvæmdina en ekki þegar þau eru orðin
hluti af vegakerfi landsins,” segir Gísli. í
frétt í DV þann 18. ágúst síðastliðinn var
þvi haldið fram að ef umferðin yrði áfram
jafn mikil og tyrsta mánuðinn væri mögu-
legt að greiða göngin upp á sex árum. Gísli
segir þetta Ijarstæðu þar sem umferð um
göngin eigi eftír að detta niður og ekki sé
hægt að reikna meðaltalsumferð eingöngu
út frá sumarmánuði þegar umferð sé í há-
marki. Auk þess var frítt í göngin fyrstu tíu
dagana.
BYLTING í SAMGÖNGUHÁTTUM
I upphafi umræðnanna um Hvalfjarðar-
göng var gerð greinargerð á vegum
Byggðastofnunar um hugsanleg áhrif
ganganna á nágrenni þeirra. Sigurður
Guðmundsson, forstöðumaður þróun-
arsviðs, tók þátt í þeirri greinargerð auk
verkefna á vegum Akranesbæjar og
Borgarbyggðar. Hann hefur komið að
málinu úr mörgum áttum og hefur velt
fyrir sér bæði jákvæðum og neikvæð-
um áhrifum ganganna. Sigurður starfar
nú sem sérfræðingur hjá Þjóðhags-
stofnun. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, segir að bæjarstjórnin hafi
talsvert velt vöngum yfir því hver áhrif-
in yrðu á Akranes. Hann segir svæðið
norðan Hvalíjarðar verða talsvert
meira spennandi en áður. Það opni
möguleika fyrir smærri og stærri iðn-
að. Tilkoma álversins sé að hluta til
tengd Hvalfjarðargöngunum. Það var
ein af forsendunum fyrir því að álver-
inu var valinn þarna staður.
„Flæði vinnuafls verður meira í
báðar áttír og ljóst er að göngin geta
haft jákvæð áhrif á ýmsa þjónustu
hérna. Við horfum einnig tíl þess að skóla-
málin verði auðveldari. Ekki síst að íbúar á
Akranesi geta með auðveldari hættí en
áður sótt skóla á höfuðborgarsvæðinu.
Reyndin hefúr því miður oft verið sú að
fólk hefur flutt héðan tímabundið eða al-
veg,” segir Gísli.
Gísli segir að göngin ein og sér valdi
talsverðri byltingu í samgönguháttum. Fólk
ferðist áreiðanlega meira frá höfuðborgar-
svæðinu en áður og frá Akranesi og Borgar-
byggð tíl Reykjavíkur. Gísli segir að fyrst
eftír að göngin voru opnuð hafi gríðarlegur
straumur ferðamanna legið á Akranes og
nágrenni og hafi það skilað einhveijum tekj-
um til bæjarins. Hann segir að það sé samt
mjög erfitt að henda reiður á fjölda ferða-
mannanna. Spurningin sé hins vegar
hvernig framhaldið verði. Hann býst við að
ekki sjáist hvernig umferðardreifingin sé
fyrr en fer að vora. Á meðan er tíminn nýtt-
ur tíl hins ýtrasta og nýrra leiða leitað.
„Við reynum markvisst að fjölga því
sem dregur ferðamenn að. Við höfum
komið upp listasafiii og steinasafni auk
byggðasafnsins sem var hér fyrir. Einnig
er verið að byggja 18 holu golívöll. Það er
grundvallaratriði fyrir okkur ef við ætlum
að fá ferðamenn til okkar að hafa tíl
þess aðdráttarafl.
Akranes hefúr frekar
verið staður sem fólk
hefur farið í gegnum
en við ætlum að
breyta því. Þetta er
fyrst og fremst tæki-
færi sem mikilvægt er
að fólk nýtí sér. Það
verður best gert með
frumkvæði þeirra sem
búa á svæðinu.
Menn höfðu tíl að
byrja með áhyggjur af
því að verslunin hér
gætí lent í vandræðum.
Fyrstu áhrifin eru þau
að ekki sé ástæða tíl
þess að hafa áhyggjur af
því á meðan kaupmenn
grípa til aðgerða. Þeir
hafa brugðist við með
því að auglýsa vel. Menn
vonast auk þess til að ná
37