Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 46
IÞROTTIR OG UTILIF
tívist, íjallgöngur og íslensk
náttúra eru í tísku á Islandi. A
síðustu 6-8 árum hefur hópur
þeirra sem leita á vit óbyggðanna í frí-
stundum sínum margfaldast. Það er
liðin tíð að það séu einungis veður-
bitnir harðjaxlar í hnébuxum og
anorökkum sem klífa ijöll. I dag eru
útivist og útilegur fjölskyldusport,
heilu saumaklúbbarnir ganga
Laugaveginn svokallaða milli
Landmannalauga og Þórs-
merkur og sá er varla
maður með mönnum
sem ekki hefur
þrammað um
Hornstrandir
þverar og endi-
langar. Vinnustaða-
hópar klífa Hvanna-
dalshnúk eins og ekkert
sé og kynslóðirnar samein-
ast á Esjudeginum árlega.
Laugavegurinn, sem er vinsælast-
ur gönguleiða, hefur dregið tíl sín um
2000 manns árlega.
LÍFSSTÍLSBREYTINGAR
Fjallgöngur eru aðeins hluti af
þeirri lífsstílsbreytingu sem orðið hef-
ur. Líkamsrækt, gönguferðir, hjólreið-
ar, skokk og margvísleg önnur hugð-
arefni eru orðin ríkari þáttur í lífi fólks
en áður var. Gönguhópar, litlir ferða-
hópar og skokkhópar eru áreiðanlega
að verða hlutí af lífi flestra Islendinga.
Stöðugt fleiri tómstundir íjölskyld-
unnar fara í eitthvað sem tengist hreyf-
ingu, útivist eða íþróttum. Pabbi og
mamma eru saman í
golfi og skokkhóp. Þau
gengu bæði Laugaveg-
inn í fyrra, hann með
vinnufélögunum, hún
með saumaklúbbnum. Þau skiptast á
um að fara út með hundinn, stundum
gangandi, stundum á hjólinu. Börnin
æfa skíði og sund og foreldrarnir fara
með þeim á skíði á veturna. Pabbi fer á
svigskíði og mamma á gönguskíði. Öll
íjölskyldan fór saman á Esjudaginn í
fyrra og pabbi hefði farið í Esjuhlaupið
en gömlu fótboltameiðslin komu í veg
fyrir það.
Fyrir utan ákveðna vitundar-
vakningu sem orðið hefur í
þessum efiium eru fleiri
þættir sem stuðla að
stærri markaði fyrir
útivistarfólk.
Miklar tækni-
framfarir hafa
orðið í gerð fatnaðar
og hvers kyns búnaðar
með tilkomu öndunarefna
og sértækra gerviefna sem
hafa miðað að því að gera föt og
búnað léttari, meðfærilegri og skil-
virkari. Þetta fer einnig saman við
stóraukna jeppaeign íslendinga síð-
ustu ár og aukin ferðalög í kjölfarið.
Það hefur aftur leitt til þess að Islend-
ingar ferðast meira um sitt eigið land
og nota til þess lengri tíma af árinu en
áður þekktíst.
Sem dæmi um þessa þróun má
taka gönguskó. Fyrir um það bil 10
árum átti enginn gönguskó nema
harðsviruðustu íjallarefir. I dag eiga
allir gönguskó og þeir eru tískuvara
sem kemur með nýja línu árlega.
Þessi lífsstílsbreyting kemur einn-
ig fram í stóraukinni þátttöku í al-
menningshlaupum og
slíkum viðburðum þar
sem almenningi gefst
kostur á að njóta hreyf-
ingar og útivistar.
TEXTI:
Páll Ásgeir Ásgeirsson
TRIMMAÐ FYRIR TVO
Islendingar eyöa um 2.000 milljónum árlega í vörursem tengjast íþróttum,
í vexti og taka breytingum með nýjum
MYNDIR: GEIR 0LAFSS0N
46