Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.07.1998, Qupperneq 55
viðskiptavini, forstjóra og birgja: „Við- skipti eru striðsátök, ég hef enga trú á málamiðlunum. Eg hef trú á því að sigra!“ Hann sýndi líka og sannaði að það gat hann. 1983 varð hagnaður af rekstrinum 88 milljónir Bandaríkjadala. Síðar dró hann sig í hlé eftir slaginn því breytingarnar voru örar og hann átti við ofurefli að etja. Nú ávaxtar hann sitt pund en er hættur störf- um. Hann á aðeins eitt hús í stað fjögurra áður. Jack og kona hans búa í Monte Ser- eno í Kaliforníu og í bílskúrnum eru tveir bílar, báðir af gerðinni Rolls Royce — sem er munaður sem Jack Tramiel hefur verið veikur fyrir frá því hann komst í álnir. SH Qtnrlriir ry • . f/. oigi Ziemrig efnarannsóknir, þ.e. með efhi sem gat greint hvort lyfja eða hormóna hefði verið neytt. Hann tefldi djarft til að ná markmiði um ágóða, því fjármagn var af skornum skammti. Bragðið tókst og vel gekk. Honum og meðeiganda hans samdi ekki sem skyldi, svo Sigi keypti hans hlut og eiginkona hans gerðist meðeigandi og markaðsstjóri. Nú eru þau hjón með ijórtán hundruð manns í vinnu hjá fyrirtæki sínu, Diagnost- ic Products Corporation. Fyrirtækið selur talsvert af vöru erlendis og hafa þau hjónin meðal annars ferðast töluvert til Þýskalands. Jú hann segir erfltt að koma þangað aftur, en hann telur það þó enn erfiðara fyrir unga Þjóðveija sem hann hittir, þegar þeir átta sig á hvað hann hefúr gengið í gegnum. Eiginkona hans segir Sigi hugmyndaríkan og þolinmóðan í fyrir- tækjarekstrinum en hann taki áhættu þegar þörf sé á þvf. Sjálfur seg- ist hann vinnuhólisti, og veltir fyrir sér hvers vegna. Ef til vill hafi reynslan af helförinni þar sitt að segja: „Ef þú varst ekki vinnusamur þá var það gasklefinn!" BD Sigi Ziering var 11 ára þegar stríðið skall á. Hann kom ekki blásnauður til Bandaríkjanna. Hann auðgaðist meðal annars á efna- rannsóknum. Sigi Ziering, eins og hinir Gyðingarnir fjórir sem við höf- um heyrt um, fékk sinn skerf af erfiðleikum og harðræði á meðan seinni heimsstyijöldin stóð yfir. Sigi Ziering eða Sieg- fried, eins og hann heitir réttu nafni, bjó í Kassel í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni. Faðir hans var pólskur ríkisborgari, vefnaðarvörukaupmaður. Hann flúði til Bretlands 1939 og áttu kona hans og tveir synir, Sigi þá 11 ára og bróðir hans 12 ára að koma á eftir honum. Það varð ekki. Þau fengu ekki vegabréfsáritun til að komast úr landi. Mæðginin sultu nánast heilu hungri en 1941 var þeim, ásamt um eitt þúsund öðrum Gyðingum, smalað saman og þau flutt til Riga i Lettlandi þar sem þeim var komið fyrir í Gyðingahverfi. Sumir voru þó sendir beint í nærliggjandi útrýmingarbúðir. Reyndar gengu bræðurnir í skóla um tima í Riga, en móð- ir þeirra vildi að Þjóðveijar teldu þá gera gagn og lét þá fara að vinna. Sigi fékk vinnu á fiskmarkaði og tókst að smygla mat til síns fólks. Þegar hann var að laumast heim með fisk- inn sá hann stundum Gyðinga sem höfðu verið líflátnir fyrir að stela mat og hengdir upp úti á götum, öðrum til viðvörun- ar. Seinna voru mæðginin flutt í fangelsi í útjaðri Hamborgar. Vistin þar var heldur skárri. Vikulega voru þó átta til tíu Gyð- ingar settir á vagn, og farið með þá til Bergen-Belsen til að “út- rýma” þeim. „Verðirnir gerðu þetta af þýskri nákvæmni,“ seg- ir Sigi, og náðu aldrei að Z i stafrófinu. Reyndar heldur hann því iram að SS hafi reynt að halda lífi í einhveijum hluta Gyð- inganna til að nauðsyn væri að gæta þeirra. Þar með yrðu verðirnir ekki sendir í fremstu víglínu. Ziering-fjölskyldan var seinna flutt í aðrar útrýmingarbúðir en 1. maí 1945 flutti Rauði krossinn mæðginin til Svíþjóðar. Leiðin lá um Kaupmanna- höfn og þegar þangað var komið heyrði Sigi hrópað á einni lestarstöðinni: „Hitler er dauður!" Fjölskyldan sameinaðist á ný í Lundúnum. Sigi var þá 17 ára. Faðir hans var orðinn gimsteinasali og átti velgengni að fagna. Arið 1949 flutti fjölskyldan til Bandarikjanna. Sigi tók háskólapróf í efnafræði við Brooklyn háskóla og lauk fram- haldsnámi ffá Syracuse háskóla. Hann fór út í viðskipti, sumt gekk vel en annað miður. Seinna stofnaði hann fyrirtæki um ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ á öllum sviðum Nlá bjóða þér áskrift? 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.