Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 8
Steinunn Bjarnadóttir, framkvœmdastjóri
SAS á Islandi.
meö áætlunarflug frá Kaupmannahöfn til
Keflavíkur sjö mánuði á ári, frá því í apríl
og út október. Augljóst er að nægur mark-
aður er fyrir tíðari flugferðir milli íslands
og Kaupmannahafnar, en rétt er að taka
fram að SAS er í samstarfi við Flugleiðir
um flug til Skandinavíu allt árið um kring."
Miklar breytingar hjá SAS Nýverið hefur
útlit SAS og ímynd breyst mikið.
Lokaskrefið í þessum breytingum var tekið
þegar allt starfsfólk SAS klæddist nýjum
búningum I byrjun maí. Að baki breyt-
ingunum lágu ítarlegar markaðsrannsóknir
sem fram fóru um allan heim - en þar voru
m.a. kannaðar óskir og þarfir farþega.
Flönnunarvinna hefur staðið yfir í nokkur ár
og snertir hún alla þætti starfseminnar.
Aðaltengiflugvöllur frá íslandi í Kaup-
mannahöfn „Eitt meginmarkmið SAS
skrifstofunnar á íslandi er að Kaupmanna-
höfn verði aðaltengiflugvöllur frá íslandi til
annarra landa. Frá Kaupmannahöfn liggja
leiðir um allan heim og íslendingar, sem
notfæra sér tengiflug SAS frá Kaup-
mannahöfn, geta ferðast þaðan til fjöl-
margra landa og staða í heiminum. Megin-
straumur ferðamanna er þó í fyrsta lagi til
hinna Norðurlandanna, og síðan til ann-
arra staða í Evrópu og þá ekki síst til Aust-
ur-Evrópu. Einnig liggja leiðir margra til
Asíu og jafnvel Suður-Ameríku," segir
Steinunn.
Um þessar mundir er mikið lagt upp úr
samvinnu milli flugfélaga alls staðar í
heiminum. SAS er aðili að bandalagi átta
SAS á íslandi þrjátíu ára
Nýtt útlit og ímynd hjá SAS.
rjátíu ár eru liðin frá því SAS
opnaði söluskrifstofu á ís-
landi og svo skemmtilega vill
nú til að um leið og minnst er þessara
tímamóta eiga sér stað einhverjar
mestu breytingar sem SAS flugfélagið
hefur gengið í gegnum í langan tíma.
Breytingarnar snúast að miklu leyti
um útlit og ímynd SAS og tilgangurinn
er að sjálfsögðu að bæta samkeppn-
isstöðu fyrirtækisins um allan heim.
„Starfsemi SAS á íslandi byggist að
mestu leyti á að selja ferðir á áætlunarneti
SAS út úr Skandinavíu," segir Steinunn
Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri SAS á ís-
landi, sem tók við starfi sínu í september í
fyrra. Tíu manns starfa nú á skrifstofunni
að Laugavegi 172.
„Á undanförnum árum hefur SAS verið
S4S
Scandinavian Airlines
v4>
STAR ALLIANCE
Laugavegi 172 • Reykjavík
Sími: 562 2211 • Fax: 562 2281
Merki félagsins hefur verið breytt úr því að
vera með hinum litríku skandinavísku fán-
um við hlið stafanna SAS í að nú standa
stafirnir á bláum fleti. Merkingar og litur
flugvéla SAS breytist einnig, bæði að utan
og innan. Þá verður fatnaður starfsmanna
léttari, sportlegri og fjölbreytilegri þannig
að hann ætti að falla betur að margbreyti-
legum smekk þeirra sem klæðast einkenn-
isbúningum SAS, sem og viðskiptavinanna
sem starfsfólkið þjónar. Loks má geta þess
að ýmsar breytingar verða á þjónustunni.
Til dæmis verður matseðlum breytt og á
viðskiptafarrými verður enn meira úrval en
áður hefur verið. Ennfremur verður þjón-
ustan sveigjanlegri og farþegar geta, svo
dæmi sé tekið, fengið ávexti og annað
álíka í stað þess að borða fullkomnar mál-
tíðir, eða neytt þeirra milli mála, óski þeir
þess.
Steinunn bendir á að þar sem SAS sé
skandinavískt flugfélag séu uppruni fé-
lagsins, saga og menning afgerandi þætt-
ir í hinni nýju hönnun. ímynd SAS byggist
á óformlegum, léttum og einföldum stíl þar
sem skandinavísk áhrif eru ráðandi í hönn-
uninni enda er skandinavísk hönnun þekkt
fyrir gæði og látleysi en um leið glæsi-
leika.
flugfélaga, Star Alliance, en í bandalaginu
eru Air Canada, Lufthansa, Thai
International, United Airlines, Varig,
Ansett Australia og Air New Zealand. í
október bætist svo All Nippon Airways f
þennan hóp. Félögin, sem eru að-
ilar að stjörnubandalaginu, vinna
markvisst að því að laga áætlun-
arkerfi sín hvert að öðru og gera
viðskiptavinum félaganna
þannig kleift að ferðast um
allan heim á einfaldan og
þægilegan máta. Markmið
samvinnunnar er að auka
þjónustu við viðskiptavin-
inn, einfalda ferðaferli hans
jafnframt því sem hagræð-
ing fæst í rekstri félaganna.
Star Alliance var stofnað
vorið 1997 og frá stofnun
hafa aðildarfélögin þjónað
400 milljónum farþega sem
ferðast á sameiginlegu
Starfsmenn SvlS komnir
í nýju búningana sem eru
liður í breyttri ímynd
flugfélagsins, og hafa
nú veríð teknir í
notkun um allan heim.
8