Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Síða 21

Frjáls verslun - 01.04.1999, Síða 21
Þessar myndir eru teknar í fyrstu Nóatúnsversluninni í Nóatúni 17 á gamlársdag 1965 þegar verslunin hefur verið oþin í tvo mánuði. I kjöt- borðinu standa feðgarnir Jón og Júlíus, elsti sonurinn, níu ára gamall, strax kominn í sloþþinn. Þriðja kynslóðin er í uppvexti en samtals eru barnabörn Jóns og Oddnýjar orðin 13 talsins. Best að kaupa nýja búð En hvernig hefur fyrirtækinu verið stjórnað? Hafa aldrei verið nein stjórnunarvandamál? „Það hafa aldrei komið upp nein vandamál sem ekki var hægt að leysa við matarborðið heima,“ segir Jón. „Við höfum alltaf haft mikil samskipti og skipt með okkur verk- um eftir þörfum en síðustu ár hefur verið reynt að halda alltaf fund í hádeginu á mánudögum eða þriðjudögum og leggja á ráðin um næstu verkefni. Síðustu árin hefðum við sjálfsagt þurft að hafa ákveðnari stjórnaríyrirkomulag en þetta hefur gengið vel,“ segir Júlíus. „Ef einhvern vantaði verkefni, þá var einfaldast að kaupa nýja búð,“ segir Júlíus. Hvað er Kaupás? 1. maí tók formlega til starfa félagið Kaupás, sem er keðja 33 verslana á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Þetta verður næst stærsta verslunarkeðja landsins með áætlaða 9 milljarða króna ársveltu og 880 starfsmenn í 500 stöðugildum. Þarna renna saman þrjú fýrirtæki. Eitt er Nóatún, sem rekið hef- ur níu verslanir á höfuðborgarsvæðinu undir nafni Nóatúns, ann- að er fyrirtækið sem rekið hefur tólf 11-11 verslanir og þriðja er verslunardeild Kaupfélags Arnesinga, sem rekur tólf verslanir á Selfossi, Hveragerði, Hellu. Hvolsvelli, Vík, Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. í þessari nýju samsteypu á Nóatúnsfjölskyldan 66% hlut; bræð- urnir sitja allir í stjórn fýrirtækisins og Einar Örn er stjórnarfor- maður. Eignarhaldsfélagið Saxhóll á hlut fjölskyldunnar í Kaupási en það hefur komið talsvert við sögu í umsvifum fiölskyldunnar undanfarin ár. Saxhóll hefur keypt hlutabréf í ýmsum fýrirtækjum, innlendum og erlendum. Það má segja að þessi sameining sé áframhald af umtalsverðu samstarfi þeirra þriggja fýrirtækja sem koma við þessa sögu. Nóa- tún og KÁ hafa frá 1995 gert sameiginleg innkaup gegnum BUR, innkaupafýrirtæki í eigu beggja, og hafa frá 1996 rekið saman verslanir undir nafhi 11-11. „Við höfum verið í talsverðri sókn með okkar búðir en við höf- um ekki bætt við okkur verslun síðan 1995, öfugt við suma af keppinautunum,“ segir Júlíus Jónsson þegar fjölskyldan ræðir þessi mál við Frjálsa verslun. Vanlr að hafa keppinautinn við hliðina Nóatúnsplskyldan hefur hug á að taka virkan þátt í þeirri gífurlegu uppbyggingu sem nú á sér stað í Smáranum í Kópavogi. Þar er fyrirhugað að rísi mikil verslunarmiðstöð, Smáralind, sem á að verða tilbúin haustið 2001. Saxhóll ehf. var einn fimm upphaflegra hluthafa í Smáralind, sem allir áttu jafnan hlut. Hinir voru Gunnar og Gylfi, verktakar, Olíu- félagið, BYKO og Valfellsfjölskyldan en nú síðast bættist Gaurnur, eignarhaldsfélag Bónusfeðga, í hópinn. Það er því ljóst að þegar Smáralind verður opnuð munu tvær stórar matvöruverslanir verða í húsinu. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.