Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 24
Tilkoma innkaupafyrirtækja eins og Búrs og Aðfanga, sem eru
í eigu Baugs hf., er aðeins hluti af því breytta rekstrarumhverfi
sem matvörukaupmenn starfa nú í.
„Hér áður fyrr var alltaf slagur um að fá leyfi til að flytja inn
þetta og hitt. Silli og Valdi höíðu þann háttinn á að þeir vildu alltaf
kaupa allt eða ekkert af heildsölunum. Við fengum oft góða samn-
inga þegar ekki haföi gengið saman með þeim.
í dag má segja að ekkert sé til sem heitir einkaumboð á neinu
á íslandi. Það er hægt að flytja allt beint inn ef menn vilja.
Einu innílutningshöftin sem eru eftir eru í landbúnaðarvörum
þar sem verndartollar og girðingar hins opinbera koma í veg fyr-
ir þann innflutning sem í raun er leyföur.
Sem dæmi má nefna að verndartollurinn á svínakjöti er að lág-
marki 400 krónur á kíló sem er heldur hærra en það verð sem við
seljum á út úr búðinni. Af kjúklingunum, sem við höfum verið að
flytja inn og selja út á um 400 krónur kílóið, tók rikið í sinn hlut um
250 krónur.“
Þessi mynd af Oddnýju ogjóni vartekin í sjötugsafmæli Jóns íjanúar
1995.
þegar menn voru að vaða inn á markaðinn með ógurlegum látum
hér áður með miklum undirboðum og fóru svo á hausinn með allt
saman.“
Nú hefur Baugur hf. þegar verið skráður á markaði og ljóst að
fleiri matvörukeðjur fylgja í kjölfarið. Hvaða áhrif teljið þið að þetta
muni hafa á markaðinn?
„Það var merkur dagur
í sögu matvöruverslunar á
íslandi þegar Baugur var
gerður að almennings-
hlutafélagi. Með tilkomu
fleiri verslana, sem feta
munu í fótspor Baugs,
þar á meðal Kaupáss,
mun upplýsingaflæði
aukast, einnig auknar
kröfur hluthafa um arð
og síðast en ekki síst
mun þetta auka tiltrú
almennings á þessari
atvinnugrein og skapa
henni traustari grund-
völl. Þegar þessi fram-
tíðarsýn er borin sam-
an við gjaldþrotasög-
ur fyrri ára þá sér
maður skýrt að við
erum á réttri leið,“ segir Einar.
Þ^:z:::TuZm is:zsnum 1 mw* ** mt
Vfnlð kemur eins og mjólkin Menn eins og Jón í Nóatúni tóku
virkan þátt í því á sínum tíma að fá leyfi til að selja mjólk í matvöru-
búðum og það leiddi til þess að lokum að mjólkurbúðir lögðust af.
Mörgum þótti þetta ekki sjálfsagt mál. Mjólkurbúðir skipuðu sinn
sess í hugum almennings sem fannst framandi að sameina þær
venjulegum kjörbúðum. Mjög líklegt er að viðhorf almennings til
bjórsölu sé svipað í dag og það var áður gagnvart mjólkinni. Jón
átti sæti í mjólkurnefhd Kaupmannasamtakanna og þetta var
hatrömm barátta. Munum við sjá það í náinni framtíð að hinar
„mjólkurbúðirnar" leggist niður þegar leyft verður að selja áfengi
í matvöruverslunum?
„Það gerist á næstu tveimur árum, spái ég,“ svarar Einar Örn.
„Ég fékk ekki mjólkina inn í Nóatúnsbúðina fyrr en
ég var búinn að selja þeim pláss
undir hana,“ segir Jón þegar
hann riíjar upp þessa tíma.
„Ég held að það væri rétt að
leyfa kaupmönnum að selja létt
vín og bjór til að byrja með. Ég
held að það væri rétt skref. Fólk-
ið vill þetta og við verðum að
mæta því.“
Jón hefur tekið að sér ýmis
ábyrgðarstörf utan hins eiginlega
rekstrar og má nefna áralanga setu
hans í stjórn Kaupmannasamtak-
anna, einnig hefur hann verið
stjórnarformaður Sparisjóðs vél-
stjóra frá upphafi.
™nn með tvo skrokkafynr ÞáJúUus ogjón
Þór Hilmarsson. l]osm^arann og fjórði maðuríí l
Þor-
tnaðurinn er Óli
Ekkert til sem heitir einkaumboð á íslandi Nóatún stoftiaði, í
samvinnu við kaupfélögin og Olíufélagið, innkaupafyrirtækið Búr,
sem Júlíus segir að hafi verið gríðarlegt framfaraskref.
„Hér áður fyrr fór geysilega mikill tími í að semja við heildsala
og innflytjendur; útvega vörur og taka á móti þeim. Þetta er allt lið-
in tíð með tilkomu innkaupafyrirtækjanna.“
Nóatún verður alltaf mikilvægast
Nú hefur Nóatún haslað sér völl í
matvöruverslun eftir tæplega 35 ára
feril. Er það framtíðarsýn fyrirtækis-
ins að það að selja matvörur verði
áfram grunnurinn að starfseminni?
„Fjölskyldufyrirtækið Saxhóll og rekstur þess verður okkar
meginviðfangsefni í framtíðinni. Það fyrirtæki mun fást við marg-
vísleg eignaumsvif, fasteignarekstur og annað. Þar verður mat-
vöruverslun aðeins einn hlutinn og þar verður vörumerkið Nóa-
tún mikilvægasti hlutinn." 33
24