Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 28

Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 28
RITARAR Lóa Bjarnadóttir, ritari Axels Gíslasonar, forstjóra VÍS, segir að starfið felist núna einkum í skipulagningu og undirbún- ingsvinnu. Mynd: Kristín Bogadóttir. bhmb itt starf er mjög fjölbreytt. Það felst meðal annars í I l'j I bréfaskriftum, umsjón með skjalasafni félagsins, undirbúningi og skipulagningu stjórnar- og aðal- funda og ýmissa funda, einnig í því að senda út ýmis gögn og fleira og fleira. Starfið hefur breyst mjög á síðustu árum, sérstaklega eftir að tölvunotkun varð almenn. Hér áður fyrr þurfti ég að skrifa öll bréf sem fóru frá forstjóra, ýmist eftir handriti eða „diktafóni". Nú eru allir orðnir svo sjálfstæðir að þeir skrifa sín bréf að mestu leyti sjálfir — með einhverjum undantekning- um þó. Eg er í miklum samskiptum við fólk, bæði í síma og móttöku. Enn- fremur við starfsfólk og viðskiptamenn félagsins,“ segir Lóa Bjarnadóttir, ritari Axels Gíslasonar, forstjóra VÍS, Vátryggingafélags íslands. Reynslan er besti skólinn Lóa starfar á forstjóraskrif- stofu VIS. A þeirri skrifstofu eru forstjóri, framkvæmda- stjórar fjármála- og stjórnunarsviðs, deildarstjóri endurtrygginga og ritari starfsmannastjóra. Eins og sjá má hér að ofan felst starf hennar einkum í skipulagningu og undirbúningsvinnu en samstarf ritara og forstjóra verður að hennar sögn að byggjast á trúnaði og trausti. Þagnarskylda er mjög áríð- andi því að í gegnum ritarann fara margvísleg trúnaðarmál; til að mynda er allur póstur tekinn upp á forstjóraskrifstofunni. j\xel Gíslason, forstjón VIS. Lóa segir að einkaritari verði að hafa íslensku- og enskukunnáttu og góða þjónustulund. Annars sé reynslan besti skólinn. Hún hóf störf hjá Samvinnu- tryggingum árið 1967 og vann þar í ýmsum deildum fram til 1983. Hún hefur verið ritari forstjóra frá árinu 1984 en þess má geta að Samvinnutryggingar og Brunabótafélag Islands voru sameinuð í VÍS árið 1989. 33 Lóa Bjarnadóttir, ritari Axels Gíslasonar, forstjóra VÍS, segir aö ritarastarfiö felist núna aö mestu í aö kalda utan um ákveöin mál og undirbúa fundi. Starfið trausli byggist Undirbúningur og skipulagning funda „Ritarastarfið Itjá VÍS felst meðal annars í bréfaskriftum, umsjón með skjalasafni félagsins, undirbúningi og skipu- lagningu stjórnar- og aðalfunda og ýmissa funda, útsendingu ýmissa gagna og fleira. Starfið hefur breyst mjög á síð- ustu árum, sérstaklega eftir að tölvunotkun varð almenn." 28

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.