Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 43

Frjáls verslun - 01.04.1999, Side 43
SAGA-FILM hf. einu hvar það er niður komið. Svo má geta þess að við erum að ganga frá samningum við erlent íyrirtæki um kvikmynd sem á að taka á þessu ári. Ef af verður mun öll vinn- an við hana fara fram hérlendis og Islend- ingar verða í nær öllum verkum. Eg efast stórlega um að svona samning væri hægt að gera ef ekki væri fyrir þessa nýju lög. Þetta skiptir okkur gífurlega miklu máli til að hægt sé að byggja upp alvöru atvinnu- grein en ekki áhugamannakvikmyndagerð eins og hér hefur verið stunduð til margra ára.“ Ekki bara auglýsingar Starfsemi fyrirtæk- isins má skipta gróflega í fjóra þætti að sögn Jóns. Auglýsingagerð innlenda, aug- lýsingagerð erlenda, bæði í samvinnu við önnur fyrirtæki og svo alfarið á vegum SAGA-FILM, dagskrárgerð fyrir sjónvarp, en það er vaxandi þáttur, og síðast en ekki síst tækjaleigu. „Við eigum næstum allan búnað sem þarf til kvikmynda- og þáttagerðar og leigj- um þessi tæki út til annara fyrirtækja, hvort sem þau eru íslensk eða erlend. Það Aðsetur: Vatnagarðar 4, aðalstöðvar, upþtökusalur o.fl., Viðarhöfði 2 A, tœkjaleiga, Skipholt 33 A, skrifstof- ur o.fl. Eigandi: Jón Þór Hannesson. Meðstjórnendur: Gísli Baldur Garð- arsson lögmaður og Kristján Jó- hannsson lektor. Framkvæmdastjórar: Rúnar Hreins- son, Agnes Johansen og Hilmar Stefánsson. Svið: Kvikmyndagerð, auglýsingagerð, tœkjaleiga og dagskrárgerð. Velta: 352 milljónir árið 1998. Stofhað: Fyrirtækið varstofnað 1978. Fjöldi starfsmanna: 35 fastir starfs- menn og 10-15 lausamenn að jafn- aði í hverjum mánuði. er nauðsynlegt fyrir kvikmyndagerðina hér á landi að hafa þennan búnað til í land- inu í staðinn fyrir að flytja hann inn til landsins í hvert skipti,“ segir Jón. „Dag- skárgerð jókst tíl muna þegar Stöð 2 kom fyrst til sögunnar, enda breyttíst landslagið talsvert í greininni við það. Ekki má heldur markaðsmál gleyma framlagi einstakra framsýnna dag- skrárstjóra hjá RUV sem höföu þor og dug tíl að bjóða út innlenda dagskrágerð þrátt fyrir verulega andstöðu innanhúss." Óbundnar hendur við endurskipulagningu „Um þessar mundir vinnum við ýmsa þættí fyrir sjónvarp og hefur sjaldan verið jafn líf- legt í dagskrágerðinni og nú. Geta má þess að þátturinn Kolkrabbinn var tekinn upp hjá okkur og stóð leikmyndin uppi í allan vetur í studíói þar sem hann var á dagskrá daglega í beinni útsendingu. Það er mér því öllu óskiljanlegt hvers vegna Ríkisútvarpið ætlar út í þúsund millj- óna króna íjárfestingu í innréttíngum og tækjabúnaði þegar það getur fengið alla þjónustu útí á hinum frjálsa markaði. Það þættí mörgum það undarlegt ef Vegagerð ríkisins tæki upp á þvi að byggja upp á ný framleiðsludeild sína í staðinn fyrir útboð á frjálsum markaði,“ segir Jón Þór ákveðinn. Jón Þór segir árin upp úr 1990 hafa ver- ið heldur daufleg en þó hafi fyrirtækið alltaf skilað hagnaði. Það setti upp annað, sams konar fyrirtæki í Kaupmannahöfn, í Einfalt dæmi með SP-FJármögnun . Staðgrciðsluafstáttur . Tækið er hclsta trygg'nt,in . Skattalcgt hagræði . sveigjanleg greiðslubyrði . AUt að 100% fjármögnun SP-FfÁRMÖGNUN HF SP Fjármögnun - Vegmúla 3-108 Reykjavík • Sími S88 7200 - Fax 588 7250 & Skoðaðu vefinn okkar www.sp.is ::: 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.