Frjáls verslun - 01.04.1999, Síða 59
FYRIRTÆKI
og suður. Með þessu er líka verið að
stækka hóp þeirra sem nota netið því flest-
ir treysta gamla góða símanum sínum bet-
ur en netinu. Með því að tengja þetta
tvennt erum við að virkja þetta traust sem
fólk hefur á símanum.
Við höfum verið bundnir ákveðnum
skilmálum hvað varðar upplýsingar um
verkefnið. Hvorki við né Ericsson vildum
draga athygli keppinautana að því sem við
værum að fást við. Með samstarfinu við
Ericsson fáum við í raun aðgang að heims-
markaði þar sem þeir eru griðarlega stór-
ir í samskiptatækni. Okkar markaður fyrir
þessa nýju samskiptatækni eru allir sem
nota Internetið, hvort sem það eru ein-
staklingar eða fýrirtæki. Á þessu sviði er
Ericsson þekkt og öflugt og því má líkja
þeim við okkar Trjóuhest sem við notum
til að komast inn á heimsmarkaðinn,"
sagði Skúli.
Harry Hákansson, yfirmaður sam-
starfsins af hálfu Ericsson, sagði að Erics-
son vænti sér mikils af samstarfinu við
OZ. Hann sagði að samstarfið hefði geng-
ið að óskum og samkvæmt þeim áætlun-
um sem hefðu verið lagðar i upphafi.
„Einn helsti keppinautur okkar á þessu
sviði er fýrirtæki sem heitir ICQ og var
nýlega keypt af America Online. Þeirra
samskiptabúnaður er þegar farinn að veita
símafýrirtækjum samkeppni en með iPul-
se munum við geta fært símafyrirtækjum
heimsins aðgang að netinu og betri sam-
keppnisstöðu á silfurfati," segir Guðjón.
Á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum
og Evrópu er mikill áhugi á ungum og
vaxandi fyrirtækjum sem tengjast Inter-
netinu og gengi þeirra hefur verið gríðar-
lega mikið undanfarið ár.
„Það sem við sjáum fýrir okkur er að um leið og OZ verður
skráð á markaðinn þá opnist margvislegir möguleikar á marg-
faldri stækkun fyrirtækisins með samruna og yfirtöku annarra
og smærri netfýrirtækja. Við höfum séð mörg íyrirtæki vaxa æv-
intýralega hratt og gengi þeirra hækka mjög verulega á mjög
skömmum tíma.
Það má eiginlega nota þá samlíkingu að starfstími OZ fram
að þessu hafi verið undirbúningur fýrir ballið sem byrjar þegar
við verðum skráðir á markaði," segir Guðjón.
„Þessar áætlanir byggjast á því að ná ákveðnu virði á mark-
aði og fá þannig í rauninni gjaldmiðil til þess að efla fyrirtæk-
ið. Við erum sérstaklega að horfa tíl fyrirtækja í Evrópu í
þessu tillití en þar vitum við um mörg fyrirtæki sem falla vel
að ffamtíðaráætlunum okkar.“
Nú er mikið talað um að Internetfyrirtæki séu alltof hátt
metín á markaðnum og þetta sé bóla sem getí ekki annað en
sprungið. Óttíst þið ekki að hún verði sprungin áður en þið
komist inn á markaðinn?
Margt ungtfólk vinnurhjá OZ.COm og andinn ífyrirtækinu mjög afslappaöur og frjálslegur.
Hérsitja alliryfirmenn hinnaýmsu sviða saman í einum sófa.
Frá hœgri í sófa: Guðjón Már Guðjónsson stjórnarformaður, Joanne Koo, sölu- og markaðs-
stjóri, og Kjartan Emilsson, rannsókna- og þróunarstjóri. Aftari röð frá hægri: Jón L. Árnason
fjármálastjóri, Skúli Mogensen forstjóri, Tómas Gíslason, framkvœmdastjóri hönnunarsviðs,
og Birgir Rafii Þráinsson, framkvœmdastjóri hugbúnaðarsviðs.
Rekstrartekjur
Rekstrargjöld
velía
02
mim
ara
1997
’ muni tvöfaldast
iy°ZaTennfyrirt*kisins
arlega nœstu þrjú
ann.
1999
seKÍa að tekjur
59