Frjáls verslun - 01.04.1999, Qupperneq 88
Hjördís Harðardóttir lærði við London School ofEconomics eins og rokksöngvarinn Mick Jagger. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Hjördís Harðardóttir, VIS
Qg hef unnið hjá VÍS
nær eingöngu það
sem af er mínum
starfsferli, ef eitt sumar er frá-
talið,“ segir Hjördís Harðar-
dóttir, framkvæmdastjóri
stjórnunarsviðs Vátrygginga-
félags Islands, VIS.
„Starfið felst í því að hafa
umsjón með rekstri þjónustu-
nets VÍS, en við rekum 19
svæðisskrifstofur um allt land
og erum með 41 umboðs-
mann. Undir sviðið fellur
einnig bókhaldsdeild, áætlana-
gerð og innri endurskoðun.
Þetta eru meginverkefhin
en síðan sinni ég nokkrum
þáttum sem ganga þvert á
deildaskiptingu. Það eru eink-
um verkefni sem tengjast sam-
ræmingu og samvinnu VIS og
tengdra fyrirtækja, endurgerð
verkferla og fræðslu og þekk-
ingu starfsmanna."
VIS tengist ýmsum öðrum
fyrirtækjum en VIS rekur Líf-
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
tryggingafélag íslands hf.
(Lífís) og á verðbréfafyrirtæk-
ið Fjárvang.
„Samræmingin felst eink-
um í því að hafa yfirsýn yfir
framgang og verkefni þessara
félaga. Sala lífeyris- og sparn-
aðartengdra trygginga og
rekstur verðbréfafyrirtækis
eru tiltölulega nýir þættir í
starfsemi VÍS en eru jafnframt
liðir í þeirri stefnu fyrirtækis-
ins að víkka út starfsemina.
VÍS vill geta boðið fjölþættari
fjármálaþjónustu en einungis
þá sem lýtur að tryggingum."
Hjördís hefur auk þessa
haft yfirumsjón með 2000
verkefni VIS, bæði eins og það
snýr gagnvart innra starfi fyr-
irtækisins og viðskiptavinun-
um, og hún hefur einnig haft
umsjón með heimasíðum VÍS,
aðstoðað forstjóra við sérverk-
efni og komið að verkefnum
sem tengjast endurmenntun
starfsmanna.
„Ég eyði oft allt að 50% af
vinnudeginum á fundum en ég
reyni að nýta tölvupóstinn og
hópvinnukerfi til að vinna með
fólki og deila upplýsingum.“
Lífeyristryggingar og líf-
eyrissöfnun einstaklinga er tíl-
tölulega nýtt fyrirbæri á ís-
lenskum tryggingamarkaði og
er enn sem komið er aðeins
um 5% af heildartrygginga-
markaði en er 50% í nágranna-
löndum okkar. Af því má ljóst
vera að sóknarfærin eru um-
talsverð.
„Við byijuðum 1997 með
kynningu á nýrri söfnunar-
tryggingu og höfum verið að
bæta við framboðið á þessu
sviði jafht og þétt síðan."
Segja má að aðeins þrjú
tryggingafélög séu ráðandi á
markaðnum í dag en talsvert
hefur verið um sameiningar
undanfarin ár. Hjördís segist
telja líklegt að jafnvægi sé náð.
iítii.rTTWiirnip—
Hjördís lærði lögffæði við
Háskóla Islands, lauk prófi
1989 og kom beint tíl starfa hjá
VIS að undanskildu einu
sumri þegar hún var hjá sýslu-
manni í Skagafirði.
Hún hélt síðan tíl útlanda í
framhaldsnám og lærði lög-
fræði og hagfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla en hélt
þaðan til London og lauk
mastersprófi í alþjóðlegum
viðskiptum frá London School
of Economics árið 1992.
Hjördís hefur gegnt núver-
andi starfi í rúmt ár eftir skipu-
lagsbreytingar. Hún er gift
Arnóri Halldórssyni, lögfræð-
ingi í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, og þau eiga eitt barn.
„Það hefur ekki gefist mik-
ill tími til þess að stunda
áhugamálin síðan barnið
fæddist en við eigum hesta og
sinnum því hestamennskunni
þegar tækifæri gefast.“ SD
88