Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 33

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 33 Fágun fagmennska Gullsmiðir KURAN Kompaní leikur í Hömrum á Ísafirði í dag, laugardag, kl. 17. Kuran Kompaní er skipað fiðluleik- aranum Szymon Kuran og rafgítar- leikaranum Hafdísi Bjarnadóttur. Dúettinn var stofnaður á síðasta ári og hefur síðan þá leikið víða. Á tónleikunum mun dúettinn leika frumsamda tónlist í bland við djass- standarda og frjálsan spuna. Tónlist kompanísins er blanda úr ýmsum áttum, m.a. djassi, klassík, rokki, þjóðlögum og ýmsu öðru. Kuran Kompaní hefur gefið út eina geisla- plötu með frumsömdu efni. Miðaverð á tónleikana er 1.200 kr. en ókeypis fyrir nemendur 20 ára og yngri. Kuran Kompaní: Hafdís Bjarna- dóttir rafgítarleikari og Szymon Kuran fiðluleikari. Kuran Kompaní í Hömrum ALEXANDER Steig opnar sýningu í sýningarrýminu garður – udhus – küche á morgun, sunnudag, kl. 4 á Ís- landi og kl. 2 í Danmörku og Þýska- landi. GUK er í garðinum við Ártún 3 á Selfossi, í skúr við Kirkebakken 1 í Lejre í Danmörku og í eldhúsinu í Callinstrasse 8 í Hannover. Steig er ungur þýskur myndlistar- maður sem lauk mastersnámi við myndlistarháskólann í Hannover árið 1998 og vinnur nú að doktorsverkefni við háskólann í Hildesheim. Í fréttatilkynningu segir að hann vinni gjarnan með myndbönd og sjón- vörp og tengsl þess við áhorfandann og hlutverk eftirlitsmyndavéla í sam- félaginu sé honum einnig hugleikið. Ennfremur segir: „Í verkinu Toky Sheetahs last employment sem Alex- ander hefur gert fyrir GUK hefur hann krufið hlutverk sjónvarpsins og skipt einu tæki á þrjá staði. Í skúrn- um í Lejre sjáum við sjónvarpsmynd- ina sem snjó án þess að ná nokkurri sjónvarpsstöð, í eldhúsinu í Hannover heyrist aðeins truflanahljóðið og í garðinum á Selfossi stendur sjón- varpstækið sjálft, eitt og yfirgefið, í snjónum og hefur lokið hlutverki sínu. Tækið var framleitt á sjöunda áratugnum í Japan, flutt til Þýska- lands og notað þar í áratugi. Það ferðast svo til Selfoss og lýkur þar sínu göfugu ævistarfi. Hægt er að sameina sjónvarpið á ný með því að fara á alla staðina þrjá.“ Slóðin: http://www.simnet.is/guk. Alexander Steig sýnir í GUK ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.