Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LIÐLEGA fertug kona brenndi sig á fæti í hver á Reykjanesi á föstudag. Konan tilkynnti slysið til lögregl- unnar í Keflavík. Hún var á gangi á hverasvæði þegar grasið gaf sig und- an henni með þeim afleiðingum að hún lenti með hægri fótinn niður í sjóðandi heitan hver. Brenndi sig í hver Reykjanes SIGURÐUR Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, verður að- alræðumaður á skemmtun í Stapa í dag, verkalýðsdaginn. Verkalýðsfélögin í Reykjanesbæ halda sameiginlega upp á daginn. Húsið verður opnað klukkan 13.45 og þá leikur Guðmundur Her- mannsson létta tónlist. Ragnar Örn Pétursson, formaður Starfsmanna- félags Suðurnesja, setur hátíðina klukkan 14 og þá flytur Sigurður Bessason ræðu dagsins. Síðan verður Jóhannes Kristjáns- son með grín og gamanmál og Kvennakór Suðurnesja syngur. Kaffiveitingar verða í boði félaganna. Börnum er boðið á kvikmyndasýn- ingar í Nýja bíói klukkan 14. Sigurður Bessason aðalræðu- maður Reykjanesbær ÖRYGGISBELTAÁTAKI lögregl- unnar í Keflavík lauk í gær en það hafði staðið í viku. Um miðjan dag höfðu 36 ökumenn og 3 farþegar ver- ið teknir fyrir að nota ekki örygg- isbelti og verða þeir kærðir. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík er talsverður mun- ur á notkun öryggisbelta í þéttbýli og utan þess. Kemur það fram í könnunum sem lögreglan gerir reglulega. Í slíkri könnun í gær- morgun voru um 80% ökumanna í þéttbýli með öryggisbelti en 88% ökumanna sem litið var til utan þétt- býlis. Við fyrri kannanir hefur hlut- fall þeirra ökumanna í þéttbýli sem ekki nota öryggisbelti oft farið niður undir 70%. Fólk sem tekið er fyrir að nota ekki öryggisbelti þarf að greiða 4.000 kr. sekt. 39 teknir án öryggisbelta Reykjanesbær ÓVENJU mörg útköll voru hjá Brunavörnum Suðurnesja í síðustu viku, eða samtals 48. Þar af voru 40 vegna sjúkraflutninga og átta vegna tilkynninga um bruna. Í fjórum útköllum slökkviliðs reyndist um staðfestan eld að ræða. Önnur tengdust flest boðum frá brunaviðvörunarkerfum. Stærsta útkallið var vegna elds í húsi á Reykjanesi á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- mundi Eyþórssyni slökkviliðsstjóra var mikið um samtímaútköll sem svo eru kölluð, það er að segja útköll of- an í útköll. Þrír slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru á vakt á slökkvistöðinni og auk þess eru bak- vaktir til að tryggja útkallsstyrk liðsins. Að sögn Sigmundar veldur mannfæðin því að útkallsstyrkur slökkviliðsins er verulega skertur á fyrstu mínútum samtímaútkalla. 48 útköll hjá Brunavörnum Suðurnes TVÍLYFT íbúðarhús sem notað er sem verbúð við hausaþurrkunina Haustak, rétt norðan við Reykjanes- vita, brann til kaldra kola á laugar- dagskvöldið. Ein kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og slapp hún ómeidd. Brunavarnir Suðurnesja fengu til- kynningu um eldinn klukkan að verða hálf ellefu á laugardagskvöld. Fjórir starfsmenn Haustaks voru við störf í fiskþurrkuninni og sáu þeir eld á efri hæð íbúðarhússins sem þeir bjuggu í. Hlupu þeir til því þeir vissu af konu þar inni en í sama mund kom hún út úr húsinu. Húsið alelda Allt slökkvilið Brunavarna Suður- nesja var kallað út ásamt vatnsbíl frá Slökkviliði Grindavíkur. Samkvæmt upplýsingum Sigmundar Eyþórs- sonar slökkviliðsstjóra kom slökkvi- liðið á staðinn um tuttugu mínútum eftir að tilkynningin barst. Þá var húsið orðið aðelda og þakið fallið í miðjunni. Hann segir að lítið annað hafi verið að gera en að kanna ástand nærliggjandi bygginga, húsnæðis hausaþurrkunarinnar og áfasts geymsluhúsnæðis. Ekki hafi verið talin hætta á að eldurinn bærist í þau en þó verið gerðar viðeigandi ráð- stafanir til að verja húsin ef aðstæð- ur breyttust. Engu var bjargað úr hinu brenn- andi húsi. Slökkvistarfi lauk form- lega um klukkan hálf eitt um nóttina en slökkviliðið var á staðnum fram undir morgun. Útkallstími og byggingarefni Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík eru orsakir eldsins ekki ljósar en unnið er að rannsókn. Húsið er 15-20 ára gamalt, liðlega 200 fermetra stórt einingahús, byggt úr timbri, einangrað með glerull en ekki steinull og innveggir klæddir með spónaplötum. Að sögn Sig- mundar stuðlaði byggingarefnið og langur útkallstími slökkviliðsins að hraðri úbreiðslu eldsins í húsinu. Um 20 kílómetra leið er frá slökkvistöð- inni að Reykjanesvita. Brunavarnir Suðurnesja hafa tek- ið í notkun Tetra-fjarskiptakerfi. Slökkviliðsstjórinn segir að það hafi komið sér vel á brunastað því þar hefði ekki náðst í venjulegar tal- stöðvar og farsímasamband slæmt. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Íbúðarhús við Vitabraut, skammt norðan Reykjanesvita, brann til grunna á laugardagskvöld án þess að íbúar þess eða slökkvilið gætu bjargað nokkru. Eldur kom upp á athafnasvæði hausaþurrkunarinnar norðan Reykjanesvita Íbúðarhús eyðilagðist í eldi Reykjanes VERULEGUR vöxtur hefur verið í hvalaskoðun frá Keflavík und- anfarin ár. Bæði fyrirtækin sem þaðan gera út hafa nú fengið sér stærri báta auk þess sem aukning er í dagsferðum og er því útlit fyrir verulega aukningu í þessari starf- semi í sumar. Tvö hvalaskoðunarfyrirtæki gera út báta frá Keflavík og þriðji báturinn hefur verið gerður út frá Sandgerði hvað sem verður í sum- ar. Talið er að hátt í 12 þúsund manns hafi farið í hvalaskoðun með þessum bátum á síðasta ári. Tveir nýir bátar Helga Ingimundardóttir rekur Höfrung - hvalaskoðun sem nú er orðið elsta starfandi hvalaskoð- unarútgerð landsins. Helga keypti í vetur bát sem notaður var við hvalaskoðun frá Húsavík í nokkur ár og hefur gefið honum sitt fyrra nafn, Moby Dick. Tekur þessi bátur 94 farþega en Andrea sem Helga gerði áður út tók 55 farþega. Hvalstöðin fékk nýjan bát fyrir tveimur mánuðum, tvíbytnuna Haf- súluna, sem keyptur var frá Nor- egi. Tekur hann liðlega 150 far- þega en eldri bátur Hvalstöðvarinnar tók 38 manns. Guðmundur Gestsson sem á Hvalstöðina með konu sinni keypti Gest fyrir þremur árum og hóf þessa starfsemi. Hann segir að bát- urinn hafi verið stærri en þeir bátar sem þá voru fyrir og menn talið þetta mikla bjartsýni. Vöxt- urinn hafi verið svo mikill að í fyrra hafi báturinn verið orðinn allt of lítill og smærri bátarnir horfnir. Flutningsgetan hefur aukist verulega frá síðasta sumri við til- komu þessara tveggja nýju skipa. Helga Ingimundardóttir hefur gert út á Hvalaskoðun í átta ár og sífellt verið að stækka bátana. Hún segir að eftirspurnin eftir þessum ferðum hafi vaxið jafnt og þétt á þessum tíma. Telur hún að sam- keppnin fari nú mjög harðnandi. Nýr markaður Bæði fyrirtækin hófu útgerð um mánaðamótin mars-apríl í vor og þótt veðráttan hafi verið rysjótt hefur verið þónokkuð að gera. Mik- il aukning í dagsferðum frá Bret- landi hefur hleypt lífi í starfsemina, ekki síst stórir hópar sem koma um helgar á vegum Kynnisferða. Fyrsti hópurinn kom síðastliðinn laugardag, um 1.000 manns, og fóru liðlega 700 farþeganna í hvalaskoðun frá Keflavík. Fólkið sigldi út á Faxaflóa með Brimrúnu, báti sem Kynnisferðir gera út frá Ólafsvík, og Hafsúlunni. Guðmundur segir að nokkur strekkingur hafi verið í fyrstu ferð- inni og sumir farþeganna orðið sjó- veikir. Síðan hafi lyngt og betur hafi gengið með seinni hópana. „Þetta gekk ljómandi vel. Fólkið sá hrefnur og höfruna og líka mikið af fugli og virtist ánægt. Það kann vel að meta það að komast í hreint loft og sjá hreinan sjó,“ segir Guð- mundur. Báðar hvalaskoðunarútgerðirnar hafa stækkað báta sína umtalsvert Útlit fyrir aukningu í hvala- skoðun Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Tveir troðfullir hvalaskoðunarbátar af stærstu gerð fóru tvær og þrjár ferðir á laugardaginn með dagsferða- langa frá Bretlandi. Strekkingur var í fyrstu ferðinni en þá var þessi mynd tekin um borð í Hafsúlunni. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.