Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 22

Morgunblaðið - 01.05.2001, Page 22
LANDIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Breiðabólstað í Fljótshlíð - Björg- unarsveitarfólk er alla jafna sjálf- boðaliðar sem leggja hart að sér sumar sem vetur í þágu almanna- öryggis. Þeir sem hafa kynnst störfum þessara sveita og eiga þeim jafnvel líf að launa kunna þeim miklar og verðskuldaðar þakkir. En þeir eru færri sem átta sig á því hvaða vinnu þetta fólk leggur á sig til að halda sér í þjálf- un til að geta tekist á við erfiðar aðstæður þegar í raunir rekur. Þrátt fyrir vitneskju um störf björgunarsveita var ekki örgrannt um að fréttaritara Morgunblaðsins ræki í rogastans við að sjá fimm vörpulega menn úr Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík með föggur á baki þar sem m.a. mátti sjá skíði utan við Seljalandssundlaug í hvanngrænu umhverfi Eyjafjalla. Í ljós kom að þeir félagar voru að leggja í þriðja sinn til uppgöngu þennan sama dag á jökul. Fyrst á Hvannadalshnjúk í Vatnajökli og komust „ekki nema“ í 900 metra hæð þegar þeir þurftu að hverfa frá, næst á Eyjafjallajökul á stað sem þeir felldu sig ekki við vegna snjóflóðahættu og síðast á öðrum stað og stefndu að Goðasteini í Eyjafjallajökli. Morgunblaðið/Önundur Björnsson Flugbjörgunarsveitarmennirnir reiðubúnir til uppgöngu á Eyjafjallajökul. Talið frá vinstri Marteinn Sigurðs- son, Sigurfinnur Finnsson, Einar Steinarsson, Þórður Bergsson og Skúli Magnússon. Flugbjörgunarsveitarmenn við æfingar á Eyjafjallajökli Stykkishólmi - Einn aðalóvinur æðar- bænda í Breiða- fjarðareyjum er minkurinn. Hann leitar þangað þó að leiðin sé ekki greið. Á hverju vori fyrir varp er farið um all- ar eyjar í Snæfells- nessýslu og leitað að minki. Undanfarin ár hafa þeir feðgar Eiríkur Beck Páls- son og sonur hans annast leitina. Um síðustu helgi mættu þeir á svæðið með 4 hunda og fóru um eyjarnar og Stykk- ishólmslönd. Fréttaritari slóst í för með þeim þegar þeir leituðuðu í Elliðaey, Fagurey, Skjaldarey og Bílds- ey. Fannst minkur í Elliðaey og Bíldsey og voru það steggir í báðum tilfellum. Feðgarnir fundu fimm minka í fyrra Það er undarlegt að minkur skuli komast í Elliðaey en hún er fjarri öðrum eyjum. Sýnir það vel hvað dýrið er harðgert að það skuli komast á milli eyjanna á sundi og ekki eru sterkir straumar til að auðvelda því sundið. Í fyrra fundu þeir feðgar 5 minka í þessum eyjum svo að ástandið er betra nú en þá. Hundarnir gera það kleift að finna minkana. Án þeirra væri verkið nærri vonlaust. Eiríkur segir að veiðin hafi verið mun meiri fyrir nokkrum árum, en jafnari síðustu ár og vonast þeir til að þeir nái að halda stofninum í skefjum með sínu reglubundna eftirliti. Minkurinn læt- ur ekki eyja- sund aftra för Feðgarnir með karldýrið og hundarnir eru æstir í að ná í dýrið. Í baksýn er sumarhús- ið í Bíldsey. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason. Stykkishólmi - Aftanskin, félag eldri borgara í Stykkishólmi, hélt sitt árlega barnaball fyrir skömmu. Skemmtunin hefur hlotið þetta nafn þar sem félagarnir bjóða börn- um sínum og öðrum afkomendum til samkomu. Þar eru flutt fjölbreytt skemmti- atriði og boðið upp á veislukaffi og ball á eftir. Að venju var góð mæt- ing og voru gestir um 140. Meðal atriða var söngur kórs eldri borg- ara undir stjórn Jóhönnu Guð- mundsdóttur. Benedikt Lárusson mætti með sinn sítar og lék undir með kórnum. Sítar er ekki algengt undirleiks- hljóðfæri, en Benedikt keypti sít- arinn sinn fyrir 59 árum fyrir áhrif frá Svavari Benediktssyni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason. Kór eldri borgara í Stykkishólmi syngur á barnaballinu og Benedikt Lárusson leikur undir á sítar. Árlegt barnaball ÞÓRA Einars- dóttir óperu- söngkona og Jónas Ingimund- arson píanóleik- ari halda óperu- tónleika í Stykkishólms- kirkju nk. fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Fluttar verða aríur úr óperum eftir Mozart, Weber, Verdi og Johann Strauss. Einnig verða fluttir íslenskir og er- lendir söngvar. Þóra er nýlega fastráðin við Óp- eruna í Wiesbad- en í Þýskalandi og á tónleikun- um á fimmtudag getur að heyra ýmislegt af því sem hún syngur þar á næstunni. Þeir Gunnar Guðbjörnsson, Viðar Gunnars- son og Kristinn Sigmundsson voru allir fastráðnir við Óperuhúsið í Wiesbaden á sínum tíma og hófu þar sinn feril í útlöndum. Jónas Ingi- mundarson Þóra Einarsdóttir Óperutónleikar í Stykkishólmi Fjarðabyggð - Hulda Elma Ey- steinsdóttir, blakkona úr Þrótti Nes- kaupstað, og Guðni Þór Magnússon, frjálsíþrótta- og knattspyrnumaður í Austra Eskifirði, voru útnefnd Íþróttamenn ársins 2000 í Fjarða- byggð. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjarðabyggð útnefnir íþróttamenn ársins, en íþróttaráð Fjarðabyggðar verðlaunaði íþróttafólkið á dögunum. Íþróttafélögin í Fjarðabyggð máttu tilnefna karl og konu í hverri íþróttagrein sem stunduð er hjá viðkomandi félagi. Hulda Elma Eysteinsdóttir, Þrótti, var tilnefnd í blaki, Anna Katrín Svavarsdóttir, Val, og Guðni Þór Magnússon, Austra, í frjálsíþróttum, Þorbergur Ingi Jóns- son, Þrótti, í knattspyrnu og Karen Ragnarsdóttir, Þrótti, og Þórarinn Sigurbergsson, Þrótti, úr hópi skíða- fólks. Hulda Elma var einn af máttar- stólpum blakliðs Þróttar á árinu og varð Íslands-, bikar- og deildarmeist- ari í blaki með liði sínu auk þess sem hún var kjörin besti uppgjafarinn í riðli Íslands í C-keppni Evrópuþjóða. Guðni Þór Magnússon var út- nefndur vegna afreka í 400, 800 og 1.500 metra hlaupum. Fjarðabyggð átti fjórar stúlkur í blaklandsliðinu á árinu, en það eru Þróttararnir Hjálmdís Zoega, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Petrún Bj. Jónsdóttir og Þorbjörg Ólöf Jóns- dóttir. Fyrstu íþrótta- menn ársins í Fjarðabyggð Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hulda Elma Eysteinsdóttir, Norðfirði, og Guðni Þór Magnússon, Eski- firði, voru útnefnd Íþróttamenn ársins 2000 í Fjarðabyggð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.