Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 29
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 29
tjaldvagn fyrir ís lenskar aðstæður
SAMVINNUFERÐIR Land-
sýn hf. hafa ákveðið að fylgja í
kjölfar annarra ferðaskrifstofa
á Íslandi og hækka verð á öllum
utanlandsferðum félagsins.
Hækkunin nemur 5,5% og tek-
ur gildi frá og með 16. maí 2001.
Ástæða hækkunarinnar eru
miklar gengisbreytingar und-
anfarið en stór hluti kostnaðar
félagsins er greiddur í dollur-
um og evrum.
Þeim viðskiptavinum Sam-
vinnuferða Landsýnar hf., sem
hafa bókað ferðir á vegum
félagsins en ekki greitt þær að
fullu, gefst kostur á því að gera
full skil fyrir 16. maí nk. Þetta
gildir einnig um alla þá við-
skiptavini sem bóka og full-
greiða utanlandsferðir fyrir 16.
maí nk.
Hækkun á
utanlands-
ferðum
GSM-SÍMAEIGN landsmanna hef-
ur vaxið hröðum skrefum og að
sama skapi þarf fólk að bíða lengur
ef það fer með símann sinn í viðgerð.
Fyrirtækið Hátækni ehf. hefur þjón-
ustuumboð Nokia-símanna hér á
landi. Fyrirtækið er jafnframt eina
fyrirtækið hérlendis sem sér um við-
gerðir á slíkum símum. Viðskipta-
vinur sem hafði þurft að bíða á aðra
viku eftir Nokia-síma sínum úr við-
gerð hafði samband við Morgun-
blaðið og var að velta fyrir sér
hversvegna biðtíminn væri svona
langur
„Tölur yfir biðtíma eftir Nokia-
símum úr ábyrgðarviðgerð í mars
síðastliðnum sýna að hann var að
meðaltali 4,3 dagar,“ segir Bjarni
Halldór Kristjánsson, deildarstjóri
viðgerðadeildar Hátækni. „Þetta er
meðaltal allra daga sem líða frá því
sími berst til viðgerðar og þar til við-
gerð lýkur sem þýðir að ekki er tek-
ið tillit til frídaga og helga í þessari
tölu, þ.e., komi sími til viðgerðar á
föstudegi og sé afhentur næsta
mánudag telst viðgerðartíminn vera
þrír dagar.“
Skortur á varahlutum hefur
áhrif á lengd biðtíma
Aðspurður segir Bjarni Halldór
að ýmislegt hafi neikvæð áhrif á bið-
tíma, einkum og sér í lagi varahluta-
skortur. „Dragist afhending vara-
hluta til okkar er það vandi sem við
ráðum ekki við en sem betur fer er
ástandið betra í þeim málum nú og
batnar vonandi. Annað sem hefur
haft áhrif á lengd biðtíma er aukin
spurn eftir viðgerðarþjónustu. Ekki
svo að skilja að símar bili hlutfalls-
lega meira heldur hefur símaeign
landsmanna vaxið hraðar en áætl-
anir gerðu ráð fyrir og það þýðir ein-
faldlega aukið álag á okkur.
Þess má þó geta að við höfum allt-
af reynt að taka til þau verk sem
ljóst er að fljótlegt er að lagfæra og
afgreiða þau samdægurs,“ segir
hann og bætir við að hlutfall þannig
afgreiddra verka sé að jafnaði um
25–30% þeirra verka sem unnin eru í
viðgerðaþjónustunni á degi hverj-
um. „Þetta á að sjálfssögðu við um
alla framleiðendurna sem við þjón-
ustum, Ericsson, Motorola og
Nokia. Best væri að allar viðgerðir
væru einfaldar og fljótlegar en það
er því miður ekki svo.“
Að sögn Bjarna Halldórs fylgir
biðtími eftir viðgerð á Motorola- og
Ericsson-símum biðtíma á Nokia því
að þeir fara í sömu röð.
„Við viljum gjarnan stytta biðtíma
eftir þeirri þjónustu sem við veitum
og gera hana sem best úr garði og
róum að því öllum árum nú.“
Að sögn hans er ekki um neina
„hraðþjónustu“ að ræða því að beðið
er eftir niðurstöðum úr máli þess
efnis hvort heimilt sé að bjóða for-
gangsþjónustu á ábyrgðarviðgerð-
um gegn greiðslu sérstaks gjalds
fyrir forganginn.
Í viðgerðaþjónustunni er, að sögn
Bjarna Halldórs, hægt að leigja
síma sé sími settur í viðgerð en hann
segist jafnframt vita til þess að sum-
ir söluaðilar láni viðskiptavinum sín-
um síma þeim að kostnaðarlausu.
Viðgerðaþjónusta á GSM-símum tekur lengri tíma en áður
Biðtími lengist þar sem
símaeign vex hratt
MISSKILNINGS virðist gæta á því
hvað telst til öryggisbúnaðar og hvað
til leikfanga þegar börn og öryggis-
búnaður í sundi er annars vegar.
Herdís Storgaard, framkvæmda-
stjóri Árvekni, segir að armkútar séu
dæmi um öryggisbúnað í sundi en
miklar öryggiskröfur eru gerðar til
þeirra. Engu að síður þarf að gæta
þess að blása þá vel upp þannig að
þeir sitji traustir á upphandleggjum
barns. Armkútar hafa tvöfalt lofthólf
og ef það lekur úr öðru þeirra halda
þeir engu að síður barninu á floti.
Efri hluti líkama barnsins er því
ávallt fyrir ofan vatn,“ segir Herdís
og bætir við að sundjakkar séu einn-
ig öryggisbúnaður og þar þurfi að at-
huga sérstaklega vel að jakkinn falli
vel að líkama barnsins. „Fólk þarf þó
að átta sig á því að sundjakkar virka
öðruvísi en armkútar því börn í sund-
jökkum leggjast sjálfkrafa á magann
eða bakið þegar þau eru komin í
sundlaugina. Þetta eru mikil við-
brigði fyrir börn sem vön eru að nota
armkúta. Ég vil ráðleggja foreldrum
að nota armkúta fyrst þegar börn
þeirra eru að venjast vatninu og nota
sundjakka þegar börn eru farin að
læra að leggjast á magann og bakið.
Það er mikilvægt að fólk átti sig á
þessum flotmun. Ég hef fengið ófáar
símhringingar frá fólki sem hefur
keypt sundjakka og segir að þetta sé
stórhættulegur búnaður. Raunin er
þá yfirleitt sú að fólk hefur ekki
kynnt sér leiðbeiningar um sund-
jakkana sem skyldi.“
Aðspurð segir Herdís hringlaga
kúta vera varasama enda séu þeir
ekki öryggisbúnaður heldur einungis
leikfang. „Hringlaga kútar geta auð-
veldlega hvolfst. Fyrir nokkrum ár-
um gerðum við rannsókn á því hvern-
ig börn voru næstum því drukknuð
og eins hvernig þau drukknuðu. Þá
kom í ljós að þar sem börn voru hætt
komin í hringlaga kútum voru for-
eldrarnir nánast við hliðina á þeim en
voru þá t.d. að sinna öðrum börnum
eða höfðu athyglina á barninu og
þess vegna fór ekki illa. Eitt dæmi
var þannig að barnið lyfti upp hönd-
um og rann í gegn um kútinn.“
Hringlaga kútar eru einnig til með
áföstum buxum og þá segir Herdís að
vendipunktur barnsins verði of hár.
Þegar þau fara síðan að teygja sig
getur jafnvægið auðveldlega farið og
kúturinn þar með snúist snögglega
við. „Ef enginn verður var við þetta
helst barnið undir vatni vegna þess
að það er fast í buxunum og getur
ekki komið sér upp. Aðgætni for-
eldra öllum stundum er því mjög
mikilvæg.“
25% átta ára barna
eru synd
Að sögn Herdísar eru til öryggis-
reglur frá árinu 1994 sem snerta
rekstur sundlauga og kröfur til sund-
laugavarða. „Þessar öryggisreglur,
sem síðan hafa verið endurskoðaðar,
hafa gert það að verkum að drukkn-
unum hefur fækkað til muna. En ég
vil minna foreldra á , að það eru þeir
sem bera ábyrgð á börnunum sínum í
sundi. Margir gestir sundlauga
kvarta undan aðgæsluleysi foreldra
og forráðamanna barna í sundi. Að
vera með lítil börn í sundi og fylgjast
með þeim úr heita pottinum er ekki
gott. Þá getur fólk ekki alfarið reitt
sig á sundlaugarverðina þótt þeir eigi
auðvitað að fylgjast með öllum gest-
um, þeir eru ekki í barnagæslu.“
Aðspurð segir Herdís að börn
megi ekki fara ein í sund fyrr en þau
eru orðin átta ára og ef þau fari þá
ein í sund þá bera foreldrarnir
ábyrgð á þeim. „Það á enginn að
senda barn einsamalt í sund átta ára
gamalt nema það kunni að synda.
Raunin er sú að einungis 25% barna
á þessum aldri eru synd. Þrátt fyrir
að eftirlitskerfi sundlauga sé gott
koma oft sólríkir dagar þar sem
margir eru í laugunum og þá geta vá-
legir atburðir gerst þrátt fyrir góða
gæslu.“
Morgunblaðið/Þorkell
Armkútar eru dæmi um öryggisbúnað í sundi en miklar öryggis-
kröfur eru gerðar til þeirra. Þeir hafa tvöfalt lofthólf og ef það lekur
úr öðrum þeirra þá halda þeir engu að síður barninu á floti.
Hringlaga kútar
eru leikföng