Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 37 EVE Ensler skrifaði Píkusögur (The Vagina Monologues) upphaf- lega sem einleik og flutti verkið sjálf um víða veröld við miklar vinsældir. Verkið var frumflutt í New York 1996 og hlaut þá Obie-verðlaunin, sem eru eftirsótt bandarísk leiklistarverð- laun. Síðan hefur verkið verið tilnefnt til ýmissa fleiri verðlauna og var til að mynda verðlaunað á Leiklistarhátíð í Aspen í fyrra. Velgengni verksins varð upphaf að V-deginum, hreyfingu til þess að binda endi á valdbeitingu gegn konum, sem Ensler lýsir sem hugsjón, anda og byltingu sem vinn- ur gegn valdbeitingu (violence) en stefnir að sigri (victory). Hér er því um að ræða pólitískt baráttuverk enda lýsir höfundur sér sem baráttu- konu sem notar leikhúsið sem miðil til að koma baráttumálum sínum á framfæri. Verkið samdi Ensler upp úr við- tölum sem hún átti við yfir 200 konur á öllum aldri af ólíkum uppruna. Í við- tölunum reyndi Ensler að fá konurn- ar til að tala um viðhorf þeirra til lík- ama síns og kynlífs, um hugmyndir og ranghugmyndir þeirra sjálfra og annarra um þetta líffæri sem flest tungumál eiga ótal niðrandi orð um – sem og skrauthvörf að ýmsu tagi – og sem Freud skilgreindi sem vöntun eða skort (konan er gelt) og kallaði hina dökku (og ókönnuðu) heimsálfu. Einleikurinn sem Ensler samdi síðan upp úr þessum viðtölum snertir á flestu því sem tengist reynslu kvenna af því að vera kynverur – jafnt já- kvæðum sem neikvæðum hliðum: ást og ótta, umhyggju og misnotkun, nautn og ofbeldi, stolti og sjálfsfyr- irlitningu, svo fátt eitt sé nefnt. Verk- ið er skemmtilega uppbyggt, frábær- lega skrifað og spannar allt litróf tilfinninganna. Það er hrollvekjandi á sínum dekkstu stundum en stórkost- lega fyndið á öðrum. En umfram allt er það óður til kvenlíkamans og þeirrar fjölbreytilegu reynslu og til- finninga sem hann getur rúmað. Leikgerðin á Píkusögum sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir er út- setning Evu Ensler á verkinu fyrir þrjár leikkonur og segja þær Hall- dóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir sögurnar. Frammistaða hverrar og einnar er glæsileg, allar eiga þær sína hápunkta og samspil þeirra þriggja var í alla staði skemmtilegt og vel útfært. Frásögn Halldóru af „Píkusmiðjunni“, konunni sem skoð- ar á sér píkuna í fyrsta sinn, var frá- bær; Jóhanna Vigdís fór á kostum í hinum fjölbreytilegustu stunum; og Sóley fór afar vel með frásögnina af stúlkunni sem er „táldregin“ af ná- grannakonunni – svo eitthvað sé nefnt. Sigrún Edda Björnsdóttir þreytir hér frumraun sína sem leik- stjóri og getur hún verið stolt af sín- um hlut í frábærri sýningu. Axel Hallkell býr verkinu umgjörð og fer hann leið einfaldleika bæði í sviðs- mynd og búningum. Leikkonurnar sitja á háum stólum fyrir framan míkrafóna – líkt og tíðkast í svoköll- uðu „uppistandi“ – og eru þær allar smekklega klæddar svörtum flíkum. Hér er það greinilega textinn sjálfur og túlkun leikendanna á honum sem er í fyrirrúmi. Tónlist (Ólafur Örn Thoroddsen) og lýsing (Ögmundur Þór Jóhannesson) er notuð í hófi en auka blæbrigðum við sviðsetninguna. Ekki er hægt að ljúka þessari um- sögn án þess að minnast á hlut þýð- andans Ingunnar Ásdísardóttur. Það hefur varla verið létt verk að þýða þennan texta sem úir og grúir af orð- um og orðatiltækjum um þennan leynda stað á líkama kvenna. Textinn lýsir að mörgu leyti reynslu sem á sér enga „orðræðuhefð“, reynslu sem hefur verið „þögguð“ og bæld. Hér má til dæmis nefna lokasögu verksins sem lýsir fæðingu barns, eða lýsir öllu heldur því hvernig píkan um- breytist meðan á fæðingunni stendur og eftir að henni er lokið út frá sjón- arhorni þess sem horfir á fæðinguna (og tekur þátt í henni). Ég hef hvergi rekist á álíka texta og þennan sem Halldóra flutti á stórkostlegan hátt og hef ég þó rannsakað sérstaklega lýsingar á meðgöngu og fæðingu í bókmenntum. Þýðing Ingunnar er frábær í alla staði, hún er vönduð og blæbrigðarík og býr yfir fallegri hrynjandi og ljóðrænu. Enda er það textinn sjálfur sem er aðall sýning- arinnar – eins og áður sagði – og hér leggst allt á eitt með að koma honum til skila á sem áhrifaríkastan hátt. Og útkoman er mögnuð. ÓÐUR TIL KVENLÍKAMANS Frammistaða hverrar og einnar [leikkonu] er glæsileg, allar eiga þær sína hápunkta og samspil þeirra þriggja var í alla staði skemmtilegt og vel útfært, segir í umsögninni. LEIKLIST L e i k f é l a g R e y k j a v í k u r Höfundur: Eve Ensler. Íslensk þýð- ing: Ingunn Ásdísardóttir. Leik- stjóri: Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikendur: Halldóra Geirharðs- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Lýsing: Ögmund- ur Þór Jóhannesson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Borg- arleikhúsið, Baksvið, 29. apríl. PÍKUSÖGUR Soff ía Auður Birgisdótt ir BORGARSKJALASAFN Reykja- víkur opnar í dag sýningu undir heit- inu „Kliðmjúk ljóssins kröfuganga“. Á sýningunni eru skjöl og ljósmyndir tengdar verkalýðsbaráttunni í Reykjavík á fyrrihluta 20. aldar. Pét- ur Pétursson þulur hefur unnið að rannsóknum á ljósmyndunum. Hann mun halda erindi um fyrstu kröfu- gönguna á Íslandi 1. maí 1923 kl. 16. Sýningin er á 6. hæð Grófarhúss. Hún er opin mánudaga til fimmtu- daga kl. 10-20 og föstudaga til sunnudaga kl. 13-17 til 21. maí. Ljósmyndir frá 1. maí HRAFNHILDUR Hagalín Guð- mundsdóttir fjallar um leikritið Dag- ur vonar eftir Birgi Sigurðsson í for- sal Borgarleikhússins á morgun kl. 20. Þetta liður í dagskránni Leikrit aldarinnar, þar sem leikskáldum er gefinn kostur á að tilnefna eitt ís- lenskt leikrit 20. aldar sem hefur haft mikil áhrif á þeirra leikritun, sem þau telja merkilegt í leiklistarsögunni, eða eiga skilið að verða hampað af einhverri annarri ástæðu. LR frum- sýndi Dag vonar í Iðnó 1987. Fjallað um Dag vonar Þjóðarbókhlaða Sýningin Myndir af Maríusögu, útsaumaðar smámyndir eftir Elsu E. Guðjónsson, hefur verið framlengd til 8. maí. Sýning framlengd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.