Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 73 Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið Heimsferðir bjóða nú viðbótarsæti til Costa del Sol þann 22. maí í 10 daga ferð á frábæru verði. Tryggðu þér síðustu sætin og njóttu fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við Miðjarðarhafið og á meðan á dvölinni stendur, nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Viðbótarsæti til Costa del Sol 22. maí frá 52.585 kr. Verð kr. 52.585 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 22. maí, 10 dagar/9 nætur. Flug, gisting á Santa Clara, skattar. Verð kr. 58.705 M.v. 2 stúdíó, Santa Clara, 10 dagar/9 nætur. flug, gisting, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Menningarlandið Stefnumótun í menningarmálum á landsbyggðinni Seyðisfirði 14. og 15. maí 2001 Ráðstefnustjóri Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður. Menntamálaráðuneyti, Byggðastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að ráðstefnunni. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af Skýrslu um menningarmál á landsbyggðinni, sem samstarfs- hópur ofangreindra aðila vann fyrir menntamálaráðherra og gefin var út af menntamálaráðuneyt- inu haustið 2000. Ráðstefnunni er ætlað að reifa stöðu og framtíðarhorfur í menningarmálum frá sjónarhóli þeirra er bera ábyrgð á og standa að menningarstarfi á landsbyggðinni. Mánudagur 14. maí 2001 Kl. 10:00 Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, setur ráðstefnuna með ávarpi. Kl. 10:10 Ávarp Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kl. 10:20 Ávarp Theodórs Bjarnasonar, forstjóra Byggðastofnunar. Kl. 10:30 Undirritun menningarsamnings við Austurland og ávarp formanns SSA. Kl. 11:00 Kaffihlé. Kl. 11:15 Stefnumótun í nágrannalöndum: Stephanie O’Callaghan og Cliodhna Shaffrey frá írska menningarráðinu og Kjell-Åke Aronsson frá „ETOUR“ rannsóknarstofnuninni í Norður-Svíþjóð. Kl. 12:30 Hádegisverður. Kl. 13:30 Stefnumótun á Íslandi: Menningarborgin og áhrif hennar: Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík, Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Menningarborgar og Inga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri jöklasýningar á Hornafirði. Þjóðmenningarstofnanir og samstarfsaðilar þeirra: Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og Elín S. Sigurðardóttir, formaður stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Menningarstarf í samvinnu ríkis og sveitarfélags: Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri, Sigurður R. Símonarson, skóla- og menn ingarfulltrúi, Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Kl. 15:00 Kaffihlé. Kl. 15:30 Stefnumótun á Íslandi: Stefnumótun í menningarmálum fyrir Austurland: Óðinn Gunnar Óðinsson, Þróunarstofu Austurlands, Egilsstöðum. Fræðasetur, menningarstofnanir og starfsemi háskólastigsins: Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, Reykjavík, Guðrún Helgadóttir, menningarráðgjafi, Hólum í Hjaltadal og Elín Erlingsdóttir, Kirkjubæjarklaustri/Kirkjubæjarstofu. Hvað dregur listamenn út á land: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur, Reykjavík og Keith Reed, Óperustúdíói Austurlands, Egilsstöðum. Kl. 17:30 Hlé. Kl. 18:30 Móttaka í boði heimamanna. Kl. 20:00 Kvöldverður. Þriðjudagur 15. maí 2001 Kl. 10:00 Starfsumhverfi menningarmála á landsbyggð: Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Fræðasetur: Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti. Menningarmálanefndir: Erla Sigurðardóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála, Húsavík. Rekstur menningarmiðstöðva: Davíð Baldursson, sóknarprestur, Eskifirði. Menningaruppeldi: Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Menningarstarf ungs fólks: Dóra Hlín Gísladóttir, starfsmaður Gamla Apóteksins, Ísafirði. Samstarf þjóðmenningarstofnana og landsbyggðar: Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands. Kl. 12:30 Hádegisverður. Kl. 13:30 Vinnuhópar fjalla um tillögur úr skýrslu Samstarfshóps um menningarmál á landsbyggðinni. Vinnuhópar skili tillögum um næstu skref skv. skýrslunni. Umræður um framkvæmd tillagnanna og hvað sé mikilvægast. Kl. 15:00 Niðurstöður vinnuhópa og ráðstefnuslit. Kl. 16:00 Skoðunarferð. Ráðstefnugjald er 4.000 kr. Innifalið í því verði eru hádegisverðir, kaffi og kvöldverður 14. maí, auk ráðstefnugagna. Skoðunarferð sem ráðgerð er 15. maí kostar 1.000 kr. aukalega. Skráningu á ráðstefnuna lýkur 7. maí 2001. Skráning á ráðstefnuna og bókanir í flug og gistingu fyrir þá sem þess óska er hjá Ferðaskrifstofu Austurlands, Hannibal Guðmundssyni, Egilsstöðum, sími 471 2000, netfang: falegs@isholf.is Í STYKKISHÓLMI var mjög fjöl- breytt og sérstakt trúarlíf þegar ég var að alast upp þar. Enn þann dag í dag veit ég um Hólmara sem ekki þora að henda frá sér steinum eða hlutum á víðavangi af því að englar gætu orðið fyrir. Í þessum litla bæ var kaþólskur prestur, lúterskur prestur, og fullt af nunnum, og hvítasunnusöfnuðurinn var mjög áberandi í sínu starfi. Á Skúlagöt- unni var Fíladelfía (Fíló) og við leigðum í kjallaranum þar, pabbi, Erlingur Viggósson, kommúnistinn sjálfur, fékk leigt hjá þessu heilaga fólki. Í næstu götu, Tangagötunni, bjó kaþólski presturinn séra Úbax sem allir krakkar í hverfinu heim- sóttu oft í viku og kölluðu KATÓ, hjá honum voru lögð á ráðin um næsta bardaga við uppfrátíkurnar (við vorum tangatíkur). Við fengum að spila á orgelið hjá honum, reykja stóra vindla, renna okkur á bón- uðum gólfunum, og þau minnstu sveifluðu sér á hurðunum sem voru fulningahurðir, svo hægt var að standa á listanum, við sungum mik- ið og dönsuðum, á sumrin vorum við þarna í yfir og parís og oft var presturinn með, þarna var alltaf fullt af krökkum. Mitt á milli þess- ara tveggja gatna var Sankti Frans- iskusspítalinn þar sem öll yngri börn bæjarins voru í kaþólskra nunna pössun, með bænahaldi, söngvum, og MALÚ sem er fyrsta og merkilegasta teiknimynd allra tíma að okkar mati sem vorum í Spítalaskólanum. Þessi uppeldistími fylgir flestum sem þarna voru þótt þeir hugsi ekki út í það, og mörg okkar skilja franskar skammir, sem nunnurnar urðu að nota við okkur ef við vorum óþekk. Svo var það prest- urinn okkar, séra Sigurður Ó. Lár- usson, þangað fóru líka mörg börn í heimsókn, og við færðum honum glansmyndir og teikningar en stundum ekki neitt því hann gat verið geðstirður, en konan hans var engill, og sum okkar héldu að hún hefði vængi undir peysunni eins og hún Karólína matráðskona, sem all- ir vissu að hafði a.m.k. nokkrar fjaðrir. Allar stúlkur á vissum aldri fóru í saumatíma á spítalanum hjá systrunum tvisvar til þrisvar í viku (þess vegna eru þær svona flinkar í höndunum). Svo var það Fíló, þar sem margt gamalt fólk kom saman og söng fallega, við fórum alltaf á samkomur fyrir börnin sem voru mjög skemmtilegar, barnamessurn- ar á sunnudögum í kirkjunni voru ekki eins fjörugar, en við fengum jesúmyndir sem við höfðum sem skiptimynnt við ýmis tækifæri. Ég gleymi ekki hávaðanum sem við heyrðum stundum niður til okkar, þá var örugglega verið að frelsa ein- hverja sál í Fíló. Þegar ég var 6 ára ákvað ég að fara frekar með mömmu og pabba í vonda staðinn en með Sigga sól, Jóa í pakkhúsinu og Karólínu til himna, svona tekur fólk oft snemma ákvarðanir í lífinu, þótt aldrei sé of seint að skoða málið uppá nýtt. Bestu afmæliskveðjur til ykkar allra, Droplaug ’51. ANNA DROPLAUG ERLINGSDÓTTIR, Baugstjörn 4, Selfossi. Hugvekja í tilefni ársins 2001 Frá Önnu Droplaugu Erlingsdóttur: HR. sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen. Mig langar að koma á framfæri ábendingu varðandi kvótasetningu veiðiskipa. Báturinn hjá mér er 10,76 tonn og hefur verið kvótasettur síðan 1984. Þá var kvóti settur á veiðistofna til að hlífa þeim vegna ofveiði. Ef árangur yrði af vernduninni átti það að koma viðkomandi veiðiskipi til góða. Lítill hefur árangurinn þó orðið. Í upphafi kvótakerfisins var miðað við 10 tonna báta. Bátar undir því marki voru að miklu leyti frjálsir til veiða. Allir þekkja þá hörmungar sögu. Nú síðast var ákveðið að hafa báta undir 6 tonnum að mestu frjálsa. Staðreyndin er hinsvegar sú að 6 tonna bátur í dag er orðinn stærri en þessi 11 tonna bátur hjá mér og mun öflugri (þrefölduð vélarstærð). Vinsamlega berðu nú saman kvót- ann hjá mér og þessum öflugu 6 tonna bátum, eins og þeir kæmu út eftir kvótasetningu, samkvæmt nú- verandi lögum. Eins og allir vita eru þessir bátar búnir að éta útúr fyrsta kerfinu, stór- an kvóta og mættu vera sáttir við það. Nú er mælirinn fullur og ef enn verður gefið eftir eykst misræmið ennþá meira. Ég tel að jafnræði eigi að gilda milli allra stærða af veiðiskipum. Það er allt mælt uppá kíló hjá okkur en bátar undir 6 tn veiða samtals tugi þúsunda tonna framyfir úthlutaðan kvóta. Það hefur engin áhrif að þeirra sögn og margir alþingismenn eru þeim sammála. Ef þetta er jafnræði og sami dans- inn á að vera í gangi áfram, þá skal ég verða fyrstur manna til að fara í mál við ráðuneytið, vegna framkvæmda fiskveiðilaganna. Byggðaröskun á Vestfjörðum er allt annað mál og kemur jafnrétti til fiskveiða ekkert við. Við erum 2 eigendur að bátnum Sæbjörgu BA59 (sknr. 1188) og bú- um enn á Vestfjörðum þrátt fyrir þröngan kost. Við ætlum að láta sjá til enn um sinn áður en við pökkum saman og flytjum í sæluríkið við Faxaflóann. HALLDÓR ÁRNASON, Mýrum 8, Patreksfirði. Opið bréf Frá Halldóri Árnasyni: DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.