Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 84

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. GENGISVÍSITALA íslensku krón- unnar hélt áfram að hækka í gær. Vísitalan var 131,34 stig í upphafi dags en endaði í 133,24 stigum, Hækkun gengisvísitölunnar þýðir að krónan lækkar í verði og lækkaði hún því um 1,4% í gær og hefur þá lækkað um 9,2% frá áramótum. Hæst fór gengisvísitala krónunn- ar í gær í 133,7 stig. Heildarvelta í viðskiptum með krónuna á milli- bankamarkaði voru um 16,3 millj- arðar og lokagengi Bandaríkjadals var 96,83 krónur. Viðskiptahalli og verðbólga þrýsta á Í Markaðsyfirliti viðskiptastofu Landsbanka Íslands í gær segir að erfitt sé að nefna sérstakar ástæður fyrir veikingu krónunnar. Undan- farið hafi mátt rekja breytingar á gengisvísitölunni til mismunandi mikils inn- og útflæðis á gjaldeyri. Viðskiptahalli og verðbólga og væntingar um þessar stærðir þrýsti að öðru óbreyttu á gengi krónunn- ar. Nýlega tilkomin umræða um hugsanlegan niðurskurð aflaheim- ilda á næsta fiskveiðiári kunni einn- ig að valda titringi og breyta vænt- ingum til umfangs gjaldeyrisinn- streymis í næstu framtíð. Útlit fyrir minna útstreymi fjármagns Í Morgunkorni Íslandsbanka- FBA í gær segir að samkvæmt yf- irliti Seðlabankans hafi hreint fjár- innstreymi vegna viðskipta er- lendra aðila með íslensk verðbréf numið um 1,8 milljörðum króna í mars samanborið við um 500 millj- ónir í mars í fyrra. Það sem af sé árinu nemi innstreymi vegna þess- ara viðskipta um 1,9 milljörðum en útstreymi vegna kaupa innlendra aðila á erlendum verðbréfum hafi numið á sama tímabili 4,6 milljörð- um króna. Þessar tölur gefi vonir um aukinn áhuga erlendra fjárfesta á innlendum verðbréfum. Útlit sé fyrir mun minna útstreymi fjár- magns á þessu ári en verið hafi á síðasta ári sem ætti að hafa jákvæð áhrif á gengið. Krónan lækkar um 9% frá áramótum #*+ #*, #*- #*. #-/ #-+ #-, #-- #-. ##/ ##+ ##, ##-       ) *..,.# -0#-..      TÓNLIST af óútkominni geisla- plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, sem nefnist „Vespertine“ og vænt- anleg er í ágúst, er komin í ólöglega dreifingu á Netinu. Um er að ræða stuttar kynningarútgáfur sem dreift var til útvalinna blaðamanna fyrr á árinu. Einar Örn Benedikts- son, ritstjóri Bjarkarvefjarins, sagði að blaðamaður úti í heimi hefði sett lögin á Netið, en Einar vildi ekki segja hvers lenskur hann væri. Hann sagði að þau lög sem væri að finna á Netinu væru ekki endilega endanlegar útgáfur laganna heldur einnar til tveggja mínútna lagabút- ar og því væri tjón af þessum völd- um óverulegt. „Það var blaðamaður úti í heimi sem stóð fyrir þessu og leiddist greinilega í vinnunni. Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt fyrir harða aðdáendur söngkonunnar sem eru að bíða eftir nýjum lögum frá henni. Það er hins vegar bót í máli að flestir þeirra vilja ekki hlaða lögunum af Netinu því þeir vilja bíða eftir endanlegri útgáfu frá listamanninum,“ segir Einar. Ný lög væntanleg á heimasíðu Bjarkar Hann sagði að málinu væri lokið af hálfu Bjarkar enda vissi fyrr- nefndur blaðamaður upp á sig skömmina. Þá er annað kynning- areintak með lögum Bjarkar til sölu á eBay-uppboðssíðunni, en Einar taldi að það mætti rekja til sömu uppsprettu. Fyrirhuguð geislaplata með Björk átti að koma út í maí en útgáfunni var seinkað fram í lok ágúst og kemur fyrsta smáskífulag- ið, sem nefnist „Hidden places“, út um það leyti. Spurður hvers vegna útgáfunni var frestað sagði Einar að ekki hefði tekist að ljúka við gerð myndbanda, umslags geisla- disksins og viðtala. „Björk var ósátt við að þurfa að fresta útgáfunni en aðdáendur hennar ættu hins vegar ekki að örvænta því gert er ráð fyr- ir því að nokkur lög, sem komust ekki á „Vespertine“, verði gefin út á heimasíðu Bjarkar á næstu vikum.“ Einar benti á að það væri ekki í fyrsta skipti sem talið væri að lög með Björk hefðu komist í ólöglega dreifingu á Netinu. „Á liðnu ári heyrðum við af lögum sem fámenn- ur hópur var að dreifa en síðar kom í ljós að það voru ekki lög með Björk. Þá hafa margir haldið að við höfum komið þessum kynning- arútgáfum sjálf á Netið til þess að koma umræðu um væntanlega geislaplötu af stað. Það er fjarri sanni enda er listamaðurinn fær um það sjálfur að kynna sig eins og kom í ljós á nýlegri Óskarsverðlaunaaf- hendingu.“ Óútkomin lög Bjarkar á Netið ELLIÐAÁ varð í gær vettvangur árlegrar keppni Kayakklúbbsins í flúðafimi. Jón Ragnar Magnússon þótti leiknastur í hinni göfugu íþrótt en hann varð hlutskarpastur af ellefu keppendum. Morgunblaðið/Golli Flúðafimir í straumvatni VERÐ á bensíni hækkar um tæp 7% frá og með deginum í dag og fer verð á 95 oktana bensíni nú í fyrsta skipti yfir 100 krónur lítrinn. Í frétt frá Ol- íufélaginu segir að vegna hækkunar á gengi dollars gagnvart íslensku krónunni og hækkunar á heims- markaðsverði eldsneytis hafi félagið ákveðið að hækka verð á bensínlítr- anum um 6,60 kr. og því hækkar verð á 95 oktana bensíni úr 96,30 krónum í 102,90 kr. lítrinn og 98 oktana bens- ín hækkar úr 101 krónu í 107,60 kr. lítrinn. Gasolíutegundir fyrir skip og bíla hækka um 3,90 kr. lítrinn og kostar nú lítri af gasolíu frá söludælu 50,60 kr. og flotaolía fyrir skip kostar 36,80 kr. lítrinn. Sams konar hækk- anir verði hjá Olís og í frétt frá fyr- irtækinu segir að bensínverð hafi verið hækkað um 6,60 kr. á lítrann og verð á gasolíutegundum hafi hækkað um 3,90 kr. á lítrann. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að ekki lægi endanlega fyrir hversu mikið verðið myndi hækka hjá Skeljungi en taldi þó öruggt að hækkunin yrði á bilinu 6,50 til 7 kr. á lítrann. Hann sagðist efast um að á seinni tímum hafi verið jafnmikil þörf á hækkun og þar vegi þyngst veiking krónunnar gagnvart dollar. Að sögn Kristins er mjög hart í ári hjá fyrirtæki eins og Skeljungi um þessar mundir og útlitið fram undan ekkert sérlega bjart. Kristinn sagðist hafa verið að koma af fundi með forstjórum Shell-félaganna í Evrópu og þar hafi menn ekki séð fyrir sér jákvæðar breytingar á þessu ári. Verð á bensínlítranum komið yfir 100 krónur SEINT í gærkvöldi voru tveir karl- menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 7. maí nk. vegna rannsóknar á skotárás við Skógarsel í Breiðholti á sunnudagskvöld. Margsinnis var skotið á tvær bif- reiðar. Enginn varð þó fyrir skoti en einn var fluttur á slysadeild með áverka af völdum barsmíða eða ann- ars konar ofbeldis. Lögreglan í Reykjavík handtók fimm menn á þrítugsaldri og lagði hald á eitt skotvopn. Lögreglan gef- ur ekki upplýsingur um hvernig vopni var beitt og vill ekki staðfesta að skotárásin hafi tengst uppgjöri vegna fíkniefnaviðskipta en orðróm- ur um það hefur verið á kreiki. Tveir í gæsluvarð- hald vegna skotárásar  Málið rannsakað/6 MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út fimmtudaginn 3. maí. GRÆNMETISNEFNDIN svokall- aða hefur sent landbúnaðarráðherra áfangatillögu varðandi lækkanir á tollum á grænmeti. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði að í áfangatillögunni til landbúnaðarráðherra fælust ábend- ingar um aðgerðir sem unnt væri að grípa til nú þegar sem vörðuðu tolla- lækkanir sem engin ástæða væri til að bíða með og tengdust ekki því að það þyrfti að vega og meta á móti til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að tryggja framleiðslumöguleika garð- yrkjunnar, eins og kveðið væri á um í erindisbréfi nefndarinnar. Samstaða í nefndinni Hann sagði aðspurður að sam- staða hefði verið um þetta í nefndinni og hún myndi áfram vinna að sínum lokatillögum. Mikil vinna væri eftir í þeim efnum og gert væri grein fyrir því í þessari áfangatillögu hvaða verkefni nefndin teldi nauðsynlegt að vinna. Aðspurður hvort laga- breytingar þyrfti til vegna þessarar tillögu sagði hann að það gæti verið að lagabreyting kæmi til álita. Tollar lækki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.