Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 22

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 22
22 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMKÖNNUN á viðhorf-um Íslendinga til klámsvar gerð í sumar af þeimHildi Fjólu Antonsdótturog Gunnhildi Kristjáns- dóttur sem báðar eru nemendur í félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknastofa í kvennafræðum er aðili að verkefninu sem hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og dómsmálaráðuneytinu en um- sjónarmenn eru þær Þorgerður Einarsdóttir lektor í kynjafræði og Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu í kvennafræðum. Kveikjan að verkefnavinnunni var meðal annars íslensk lög um klám, en samkvæmt þeim er birting, dreifing og sala kláms bönnuð hér á landi. Hugtakið klám er þó hvergi skilgreint í lögunum og merking þess virðist vera háð tíðarandanum hverju sinni. Vinna við verkefnið hófst um miðjan maí en þá kynntu Gunnhildur og Hildur Fjóla sér það klámefni sem er á boðstólum hér á landi, meðal annars hin svokölluðu herratímarit, myndbandsspólur sem eru seldar í erótískum versl- unum og þau myndbönd sem leigð eru undir borðið á sumum mynd- bandaleigunum. Þær skoðuðu skil- greiningar á klámi og einnig þau lagaákvæði sem taka til kláms og eftirlits með þeim. Að þessu loknu hófust þær handa við samningu spurningalista sem svo var lagður fyrir um 300 þátttakendur í 17 fyr- irtækjum, stofnunum og félagasam- tökum á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru valin af hentugleika en þó var reynt að ná sem mestri breidd í þátttakendahópnum með tilliti til kyns, aldurs, menntunar og launa. Vel var gætt að öllum aðstæðum þegar listinn var lagður fyrir og hann var vel forprófaður. Heimtur í könnuninni voru góðar, en 86% þátttakenda svöruðu spurningalist- unum. Í könnuninni var skoðað hvaða merkingu fólk leggur í hug- takið klám, en einnig viðhorf til mis- munandi skilgreininga á klámi, til- tekinna tímarita, þeirra laga sem fjalla um klám og eftirlits með klámi. Þá voru þátttakendum sýnd- ar myndir úr tímaritum og af mynd- bandshulstrum sem seld eru í ís- lenskum verslunum og þeir beðnir að taka afstöðu til myndanna. Gunnhildur og Hildur Fjóla telja mikilvægt að grafast fyrir um hvort fólki finnist þessi mál vera í góðum farvegi eða hvort það vilji aukið eft- irlit með þessu efni, enda sé erfitt fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða, veiti almenningur þeim ekki aðhald. Sterkust viðbrögð við mynd af stúlku er virtist barnung Könnunin tók einungis til efnis sem fæst á íslenskum markaði og það framboð sem er að finna á Net- inu var ekki rannsakað, enda hefði það útheimt annars konar aðferðir og krafist mun meira fjármagns. Gunnhildur bendir á að í könnun- inni spyrji þær líka hvort fólki finn- ist yfir höfuð mikilvægt að skil- greina klám og hvaða skilning það leggi í hugtök á borð við klám og erótík. Að undanförnu hafa þær Gunnhildur og Hildur Fjóla unnið við að túlka niðurstöður könnunar- innar og hafa þær hingað til sér- staklega skoðað spurningu sem snertir þá umræðu sem að undan- förnu hefur átt sér stað um barna- klám. Í könnuninni var þátttakend- um sýnd mynd af fáklæddri stúlku sem er, eða virðist vera, ókyn- þroska, en mynd þessi vakti lang- sterkust viðbrögð svarenda. Þátt- takendum var ekki tilkynnt hvaðan myndin væri, en hún er fengin úr tímaritinu Hustler. Á myndinni er auglýst símalína með textanum, „Kreistu pínulitlu brjóstin mín og leiktu með óspjölluðu píkuna mína.“ Í smáu letri neðst á myndinni kem- ur fram að allar fyrirsætur séu eldri en 18 ára, en af myndinni að dæma gæti stúlkan sem þar situr fyrir verið mun yngri. Þátttakendur voru beðnir um að merkja við allt sem þeir töldu eiga við af eftirfarandi sjö orðum: særir blygðunarkennd mína, klám, erótík, ofbeldi, kynferð- islega örvandi, niðurlægjandi og ólöglegt, en þeim var einnig gefinn kostur á að koma með aðrar athuga- semdir. Það er skemmst frá því að segja að myndin vakti sterk nei- kvæð viðbrögð meðal þátttakenda. Gunnhildur og Hildur Fjóla telja niðurstöðunar sýna fyrst og fremst að fólk er ekki sátt við myndir á borð við þessa. „Þó að þessi mynd sé ekki endilega lýsandi fyrir mynd- ir í þessu tiltekna tímariti er samt efni á markaðnum sem almenning- ur virðist telja að eigi að vera ólög- legt,“ segir Gunnhildur. Þær benda á að þótt myndin sé ekki dæmigerð séu myndir af unglingsstúlkum mjög algengar og iðulega ýjað að því hversu ungar þær séu í mynda- texta, innskotum og annarri fram- setningu. Kynin sammála um að myndin væri ólögleg og niðurlægjandi Þorgerður bendir á að mjög at- hyglisvert sé að nánast enginn telur myndina erótíska eða kynferðislega örvandi. „Það gefur vísbendingu um að fólki sé misboðið með myndinni. Einnig vekur athygli að 50% svar- enda merkja við orðið klám, en 76% telja myndina vera ólöglega sem okkur finnst vera merki um að fólki finnist vanta sterkara orð en klám til að lýsa þessu vegna þess hve mjög myndin misbýður fólki,“ segir Þorgerður. Þær telja athyglisvert að kynin séu sammála um að myndin sé ólög- leg og að hún sé niðurlægjandi. Þó virðist konur almennt hafa lægri þröskuld en karlar, þær hafi til dæmis notað fleiri orð en karlarnir til að lýsa myndinni. Um 60% þátt- takenda töldu að myndin væri nið- urlægjandi og segja þær Gunnhild- ur, Hildur Fjóla og Þorgerður að það sé stór spurning hvort fólki finnist mynd á borð við þessa nið- urlægjandi fyrir konur, fyrirsætur sem taka þátt í þessu, eða fyrir karla. Þorgerður bendir á að margir karlmenn sem taka afdráttarlausa afstöðu á móti klámi, vændi og öðru slíku telji mynd eins og þessa nið- urlægjandi fyrir karlmenn og að þeir fyrirverði sig fyrir meðbræður sína sem hafi jákvæð viðhorf gagn- vart slíkum myndum. Myndin veki einnig upp stórar spurningar er varða skilgreiningu á barnaklámi. Gunnhildur og Hildur Fjóla fengu upplýsingar ríkissaksóknara um ís- lensk mál er varða barnaklám. Þar kemur fram að aldrei hafi leikið vafi á því að um börn sé að ræða í málum af þessu tagi hér á landi. „Myndin sem birtist í könnuninni telst hins vegar ekki barnaklám samkvæmt íslenskum lögum. Hún sýnir í raun vandann í hnotskurn og það af- mörkunarvandamál sem felst í því að meta aldurinn á stúlkum sem sitja fyrir á myndum sem þessum. Það eru greinilega mjög sterk nei- kvæð viðbrögð hjá almenningi við svona efni. Við erum auðvitað alls ekki að reyna að hengja eitthvert ákveðið tímarit með þessu, heldur bara að sýna hve óljós mörkin geta verið,“ segir Þorgerður. Ný löggjöf Norðmanna skilgreinir barnaklám á víðari hátt Hildur Fjóla bendir á misræmi sem sé að finna í dómskerfinu. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til breytinga á 210. gr almennu hegningarlaganna sé miðað við 16 ára aldur einstaklinga við skilgrein- ingu á barnaklámi, en í barnavernd- arlögum sé miðað við 18 ára aldur. „Fulltrúi ríkissaksóknara benti okkur á að í málum sem varða barnaklám og hugsanlega komi til kasta þeirra yrði stuðst við barna- verndarlög,“ segir Hildur. Að sögn Gunnhildar og Hildar Fjólu báru þær hina íslensku lög- gjöf varðandi klám saman við lög- gjöf hinna Norðurlandanna. Þær segja að norska löggjöfin sé sú eina sem taki á því vandamáli sem upp komi þegar myndin umrædda sé skoðuð, en í nýrri löggjöf Norð- manna sé skilgreining á barnaklámi ekki lengur bundin við ákveðinn aldur heldur framsetningu og áhrif myndefnis. Samkvæmt norsku lög- gjöfinni telst til barnakláms það klámefni sem sýnir raunveruleg börn, einstakling sem lítur út fyrir að vera barn eða er látinn líta út fyrir að vera barn. Yngra fólk sýndi sterkari viðbrögð en eldri þátttakendur Í ljós kom að fólk yngra en 40 ára sýndi almennt sterkari viðbrögð við myndinni en eldra fólk og tölfræði- lega marktækur munur var milli yngra og eldra fólks hvað varðar merkingar við fullyrðingarnar: ólöglegt, niðurlægjandi og ofbeldi. Morgunblaðið/Jim Smart Gunnhildur Kristjánsdóttir og Hildur Fjóla Antonsdóttir hafa unnið að könnun um viðhorf Íslendinga til kláms. Á milli þeirra er ann- ar leiðbeinandi þeirra við verkefnið, Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði. Hvað er barnaklám? Munur á afstöðu kynjanna til myndarinnar kom helst fram í því að fleiri konur en karlar töldu myndina særa blygðunarkennd sína og einnig skilgreindu fleiri konur en karlar myndina sem klám og ofbeldi.                    Klám er bannað á Íslandi, samkvæmt 210. grein almennu hegn- ingarlaganna en hugtakið klám er þó hvergi skilgreint í lögunum. Í sumar hafa háskólanemarnir Hildur Fjóla Antonsdóttir og Gunnhildur Kristjánsdóttir unnið að frumkönnun á viðhorfum fólks til kláms og meðal annars skoðað sérstaklega spurningu í henni sem snertir þá umræðu sem hefur átt sér stað um barnaklám Könnun á viðhorfi Íslendinga til kláms

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.