Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 56

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkraþjálfun Styrkur Hópatafla 2001-2002 Mánudagur Þriðjudagur Fimmtudagur Föstudagur 10:00 Leikfimi fyrir konur Leikfimi fyrir konur 11:30 Hjartahópur Hjartahópur 12:00 Hádegispúl Hádegispúl 15:00 Vefjagigtarhóp. 1 Leikf. f. of þung börn Vefjagigtarhóp. 1 Leikf. f. of þung börn 16:00 Vefjagigtarhóp. 2 Vefjagigtarhóp. 2 17:15 Bakleikfimi 17.15 Bakleikfimi 17.15 18:30 Bakhóp. 18.30-19.40 Bakhóp. 18.30-19.40 Upplýsingar og skráning í síma 587 7750 eða í Stangarhyl 7, 110 Rvík Takmarkaður fjöldi er bókaður í hópana og vel er fylgst með hverjum og einum. Aðstaðan er góð, þjálfunarsalur og vel útbúinn tækjasalur en frjáls aðgangur er að tækjasal. Leiðbeinendur eru allir sjúkraþjálfarar sem hafa sérhæft sig á ýmsum sviðum. Hópastarfið hefst fimmudaginn 6. september. ÁRIN FJÖGUR síðan þriðja sóló- plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Homogenic, kom út hafa verið meira en lítið ævintýraleg fyrir Björk, sem þó ætti að vera vön ævintýralegu lífi. Nægir að nefna allt umstangið í kringum kvikmyndina Myrkradans- arann sem var í senn ólýsanlega hræðileg og frábærlega leikin með framúrskarandi tónlist, verðlauna- veitingar og tilnefningar og svo loka- punktinn á kvikmyndaferli Bjarkar, að því er hún sjálf segir, þegar hún kom fram sem svanur á Óskarsverð- launahátíðinni og verpti eggjum. Þótt tónlistin úr þeirri mynd hafi komið út á plötu var það ekki eig- inleg Bjarkarplata, því lögin hlutu að lúta framvindu myndarinnar. Á plöt- unni var þó eitt lag, Cvalda, sem gaf til kynna hvað væri í vændum, því hljóðaheimurinn sem þar var kynnt- ur stakk nokkuð í stúf við annað úr myndinni. Björk lét þau orð reyndar falla í viðtali fyrir skemmstu að síð- asta lag Homogenic, All is Full of Love, væri í raun fyrsta lagið á Vespertine. Myrkradansarinn gekk fyrir Vespertine varð aftur á móti að bíða því Myrkradansarinn og tónlist- in við þá mynd gekk fyrir. Um það leyti sem Björk var í miðjum tökum á Myrkradansaranum í Danmörku fór Valgeir Sigurðsson utan með tól og tæki. Eftir því sem stund gafst milli stríða unnu þau jöfnum höndum að tónlistinni fyrir myndina og einn- ig hugmyndir fyrir næstu plötu. Meðal annars segist Björk hafa tekið upp ýmis hljóð heima fyrir til að ná fram heimilisblænum og um tíma hugðist hún kalla plötuna Dom- estica, til að undirstrika enn frekar um hvað hún snerist, en þótti það síðan óþarfi, nóg væri að ná stemmn- ingunni í hljóðaheiminum á plötunni, hún þurfti ekki að vera fyrir hendi í titlinum líka. Nýi titillinn, Vespert- ine, sem vísar til aftansöngs, þótti henni síðan henta betur þegar á reyndi, enda voru lögin samin í ís- lensku vetrarmyrkri; vetrarplata, þar sem hún situr inni í eldhúsi ein með fartölvuna og hvíslar allan vet- urinn og inntak plötunnar það að búa sér til heim, paradís, innra með sér. Í viðtali sem birtist á vefmiðlinum CDNow segir hún að mestu skipti að hlusta á nýja tónlist, það sé kannski í lagi að hlusta á hundrað ára gamla tónlist einn dag á ári, en hina dagana eigi menn að hlusta á eitthvað nýtt; mestu skipti að miða áfram. Frekari vinna fór síðan fram á Spáni og síðastliðið sumar kom Björk sér svo upp vinnubúðum í New York og fékk Zeenu Parkins meðal annarra til liðs við sig að vinna lögin frekar. Lokavinnsla fór síðan fram í Lundún- um. Upphaflega stóð til að gefa plötuna út í maí síðastliðnum, enda var hún þá tilbúin, en ým- islegt varð til að seinka útgáfu, meðal annars myndbandavinnsla og markaðsmál. Ýmsir samstarfsmenn Eins og jafnan áður kallaði Björk ýmsa tónlistarmenn til liðs við sig þegar kom að því að vinna plötuna, en meðal sam- starfsmanna eru þeir Andrew Daniel og Martin Schmidt sem skipa Matmos-tvíeyk- ið, Marius DeVries, slagverksleikar- inn hollenski sem áður hefur leikið með Björk, hörpuleikarinn Zeena Parkins, danski danstónlistarmaður- inn Thomas Knak og Guy Sigsworth, sem hefur komið við sögu á flestum plötum Bjarkar. Þeir listamenn sem hún vinnur með koma hver úr sinni áttinni. Thomas Knak er danskur eins og getið er, en Björk heyrði plötu hans Objects For An Ideal Home og hringdi í Knak þegar hún var stödd í Danmörku í kvikmyndastússi. Hann leggur til hljóð og hrynskipan í tveimur lögum, Undo og Cocoon. Zeena Parkins er með merkustu tónlistarmönnum í bandarískri ný- tónlist, en hún leikur á hörpu, píanó, harmonikku og hljóðsmala jöfnum höndum, hvort sem hún er að leika djass, nútímatónlist eða hreina fram- úrstefnu. Parkins kom meðal annars hingað til lands með Skeleton Crew Freds Friths á sínum tíma og von- andi muna einhverjir eftir þeim tón- leikum, en annars hefur hún unnið með Elliot Sharp, Anthony Braxton og kvennarokksveitinni Hole svo dæmi séu tekin. Þeir Matmos-félagar vöktu mikla athygli fyrir skífu sína Quasi- Objects sem kom út 1998, en á henni leika þeir sér með hljóðbúta úr ólík- legustu áttum. Sú plata þykir af- skaplega vel heppnuð, en á nýjustu breiðskífu þeirra félaga, A Chance to Cut Is a Chance to Cure, sem ekki hefur borist hingað til lands, beita þeir ýmsum hljóðum sem hljóðrituð eru á skurðstofum, til að mynda soghljóðið við fitusog, en báðir eru þeir Daniel og Schmidt læknasynir. Framúrskarandi dómar Þótt platan sé ekki enn komin út hafa þegar birst dómar um hana hjá mörgum helstu dagblöðum og tón- listartímaritum heims. Þar hefur Björk fengið frábæra dóma fyrir frumleika og innihaldsríka tónlist og gengur meðal annars svo langt að tónlistargagnrýnandi The Times lætur þau orð falla að Björk sé svo hæfileikarík að hún geri flestum dægurtónlistarmönnum skömm til. Aðrir leggja áherslu á að Vespertine sé besta plata Bjarkar hingað til og um leið persónulegasta verk hennar, sem sé á sama tíma nýstárlegt og að- gengilegt. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Aftansöngur Bjarkar Á morgun kemur út fjórða sólóskífa Bjarkar Guðmundsdóttur, Vespertine. Árni Matthíasson segir frá aðdragandanum að plötunni og plötunni sjálfri. Aðdáendur Bjarkar Guðmunds- dóttur hafa beðið lengi eftir nýja disknum Vespertine. Umslagið á Vespertine sem kemur út á morgun. ÞAÐ voru yfir 1000 spurningar sem bárust Björk „okkar“ Guð- mundsdóttur er hún tengdi sig inn á Netið til þess að svara spurn- ingum aðdáenda sinna á heima- síðu hins virta dagblaðs The Tim- es á föstudaginn. Þar var hún spurð spjörunum úr um hin ýmsu málefni sem brunnu á fing- urgómum netgesta. Þegar hún var spurð hvað henni finnist um það að plata hennar Vespertine, sem kemur út á mánudag, hafi verið fáanleg á Netinu í sex mánuði svaraði hún; „Hún lak út fyrr en ég kærði mig um en á endanum tel ég mig eiga það dyggan hlustendahóp að þeir hafi bara verið forvitnir að heyra nýja tóna eins fljótt og hægt var, og það er gott. Ég held líka að það skipti ekki máli hversu margir hafa vistað plötuna inn á tölvuna sína því meirihluti þeirra mun vilja eiga geisladisk- inn. Kannski er þetta barnalegt af mér, en ég held að fólk hafi ennþá gaman af því að halda á umslag- inu, skoða það og lesa textana yfir er þeir hlusta á lagið. Mér finnst gaman að gera það og vinum mín- um líka. Ef ég hefði getað stjórn- að því hvenær platan hefði farið á Netið, hefði það verið fyrir þrem- ur mánuðum en ekki sex.“ Ein spurning, sem hefur líklega heimsótt marga, er hvort svan- urinn sem söngkonan klæddist á Óskarsverðlaunahátíðinni og á plötuumslaginu nýja, hafi ein- hverja merkingu og þá hvaða. Að- spurð hafði hún þetta að segja um málið; „Ég lít á Vespertine sem tónlist- arlegt þróunarskref fyrir mig jafnt og sem fráhvarf frá fyrri verkum. Svanurinn er viðeigandi merki fyrir þetta framfaraskref.“ Tónleikaferð Bjarkar hófst í þar síðustu viku og hefur sú ákvörðun söngkonunnar að halda nokkra vel valda tónleika á litlum stöðum, þar sem fjöldi gesta er takmarkaður við 300, vakið mikla athygli. Tónleikarnir eru aðeins auglýstir samdægurs á heimasíðu hennar, www.bjork.is, og er bar- ist um miða með kjafti og klóm. Skiljanlega var Björk spurð að því hvort hún hefði engar áhyggjur af að valda þeim aðdáendum sem ekki ná í miða á þá tónleika, von- brigðum. „Ég er að reyna að tvinna sam- an tvo hluti með þessari tónleika- ferð. Í fyrsta lagi að koma fram á fallegustu , minnstu, nánustu stöð- unum þar sem ég get sungið án þess að styðjast við hljóðnema. Það er upplagðasta leiðin til þess að hlýða á tónlistina á Vespertine. Það er erfitt að koma til móts við miðaeftirspurnina. Ég er svo upp með mér að svona margir vilji koma á tónleikana mína og þess vegna kem ég líka fram í stærri leikhúsum, sölum og óperuhúsum. Stöðum sem hafa eins góðan hljómburð og kostur er á. Þess vegna er ég með stóra og litla tónleika. Vonandi, þegar tónlistin vex, geta tónleikastaðirnir vaxið líka, kannski í öðruvísi sýningu á næsta ári.“ Eins og sagði áðan var Björk spurð að alls kyns hlutum, allt frá því hvort hún væri hunda- eða kattamanneskja, upp í það hvort hún hefði áhuga á því að gera tónlist með Kate Bush. Áhugasöm- um er bent á útdrátt af netspjall- inu, þar sem fram koma valdar spurningar og svör á heimasíðu dagblaðsins, www.thetimes.co.uk. Vildi að platan hefði farið seinna á Netið Seinustu ár í lífi Bjarkar hafa verið ævintýraleg. biggi@mbl.is Björk í netspjalli á heimasíðu breska dagblaðsins The Times

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.