Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 29

Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 29 VETTVANGSVERKEFNIÐ „Lista- maðurinn á horninu“ efnir til þrautar í Ellliðaárdalnum Breið- holtsmegin í dag. Þrautin felst í því að leita að verki Ingarafns Stein- arssonar. Um verkið segir lista- maðurinn: „Ég kem fyrir hlut í náttúrunni sem er samt inni í borg. Á slíkum stöðum eru oft hlutir sem hafa ekki augljósan tilgang, eru leifar eftir einhverjar fram- kvæmdir. Hálf blaðsíða úr 300 síðna bók. Þetta verk er tilraun til að líkja eftir þessum hlutum, eða til að verða einn slíkur.“ Sá sem fyrst- ur hringir með rétta svarið fær verðlaun, símanúmerið er 867 4011. Verk Ingarafns, sem leitað er að, er úr steinsteypu. Leit að listaverki HALDNIR verða tónleikar í Smára, sal Söngskólans í Reykjavík, í dag kl. 17. Flytjendur verða Þórhallur Barðason baríton og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari. Á efnis- skránni eru m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Halldórsson, Schubert, Beethoven og Verdi. Söngtónleikar í Smára GALDRAR nefnist myndlistarsýning sem opnuð verður í Listasafni Borg- arness í dag kl. 14. Þar sýnir Sigrid Østerby grafíklist og verk unnin með blandaðri tækni. Megininntak sýn- ingarinnar tengist kynnum lista- mannsins af Finnmörk og Sömum. Sýningin er opin virka daga kl. 13- 18 og þriðjudags- og fimmtudags- kvöld til kl. 20. Sýningin stendur til 2. nóvember. Galdrar í Borgarnesi OPIÐ hús verður hjá Heimilisiðnað- arfélagi Íslands í dag kl. 12-17. Starf félagsins og Heimilisiðnaðarskólans verður kynnt, sýnt handverk af ýms- um toga sem kennt er í skólanum, m.a. tóvinna, knipl, spjaldvefnaður og þjóðbúningagerð. Opið hús hjá HFÍ FRÍÐA S. Kristinsdóttir vefari opn- ar sýningu í Listasal Man, Skóla- vörðustíg 14, í dag kl. 15. Á sýning- unni eru ofin verk úr hör, pappír og vír og verk unnin með blandaðri tækni, til dæmis handgerðum papp- ír, kosotrefjum og geitarskinni. Sýningin er opin mánudaga til laugardaga kl. 10–18 og sunnudaga kl. 14–18. Listvefnaður í Man SÝNING á útskurðarverkum Siggu á Grund í Sjóminjasafni Íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sem ljúka átti 30. september, mun standa til sunnudags. Frá 1. október til 30. maí er safnið opið um helgar og eftir samkomulagi. Sýning framlengd SÝNING á vatnslitamyndum eftir Nikulás Friðrik Magnússon í Gallery Hár og list, Strandgötu 39, Hafnar- firði, verður opnuð í dag. Nikulás er fæddur í Reykjavík 1945. „Á sjöunda áratugnum hóf hann nám í Iðnskólanum í Reykjavík og þar kynntist hann Eggert Guðmunds- syni listmálara sem kenndi teiknun, þar kviknaði áhugi hans á myndlist fyrir alvöru og í kjölfarið sótti hann námskeið í Myndlistaskóla Íslands og hjá einkaaðilum,“ segir í kynningu. Þetta er önnur einkasýning Niku- lásar sem er opin á verslunartíma og um helgar frá kl. 14-17 og eru flestar myndirnar til sölu. Sýningin stendur til 22. október. Vatnslitir í Hár og list VERA Sörensen listamaður opnar málverkasýningu í sýningarsal Gall- erís Reykjavíkur í dag kl. 15. Vera er fædd og uppalin í borginni Gorsk í Lugansk-héraði í Úkraínu. Hún útskrifaðist úr Menningarhá- skóla í Rússlandi, stjórnaði dans- flokki og var aðstoðarleikstjóri í kvikmyndaveri áður en hún flutti til Íslands árið 1994. Vera Sörensen sýnir málverk ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ RÚSSNESK kvikmynd frá árinu 1934, Kátir félagar, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun kl. 15. Þetta er sögð vera fyrsta sov- éska söngvamyndin. Naut hún mik- illa vinsælda og hlaut fádæma mikla aðsókn í Sovétríkjunum á sínum tíma. Leikstjóri kvikmyndarinnar var Grígoríj Alexandrov, sem var einn af nánustu samstarfsmönnum Sergeis Eisenstein. Tónlistin er eftir Dúnajevskí. Myndatökumaðurinn bar norrænt nafn, hét V. Nielsen, en með helstu hlutverkin í kvikmynd- inni fara L. Útesov og Ljúbov Orl- ova, eiginkona leikstjórans. Kvik- myndin er sýnd án þýddra texta. Aðgangur er ókeypis. Söngvamynd sýnd í MÍR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.