Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðjón Guðjóns-son fæddist 18.
júní 1908 í Stokks-
eyrarseli í Stokks-
eyrarhreppi í Flóa.
Hann lést hinn 27.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Guð-
jóns voru hjónin Guð-
jón Einarsson og
seinni kona hans
Helga Halldórsdótt-
ir. Hann fluttist 5 ára
með foreldrum sín-
um að Nýjabæ í
Sandvíkurhreppi og
ólst þar upp uns faðir
hans dó 1926. 1927 brá móðir hans
búi og fór hann þá að Laugardæl-
um í kaupavinnu til Eggerts Bene-
diktssonar. Guðjón var í vega-
vinnu þegar til féll og fleiri
störfum á þessum árum. Árið
1933 gekk hann að eiga Kristínu
Guðmundsdóttur, f.
13. október 1901, d.
10. mars 1988. Börn
þeirra eru Sigríður,
f. 1933, Helga, f.
1935, Gróa Steinunn,
f. 1936, og Ólafur, f.
1938. Fóstursonur
Guðjóns og Kristínar
er Bragi Antonson, f.
1949.
Árið 1934 fóru
Guðjón og Kristín í
húsmennsku að Hró-
arsholti en 1935 fékk
hann ábúð á jörðinni
Glóru í Hraungerðis-
hreppi. Þar bjuggu þau í eitt ár en
1936 fluttust þau að Bollastöðum í
Hraungerðishreppi og var Guðjón
þar samfellt í 65 ár.
Útför Guðjóns fer fram frá
Hraungerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Afi minn á Bollastöðum og ég
áttum sama afmælisdag, 18. júní.
Afi var alltaf árinu á eftir í tugnum
eins og við tókum til orða. Ég vissi
þannig alltaf hvað hann var gamall,
dró bara eitt ár frá og bætti við
tugunum. Afi var níutíu og þriggja
ára þegar hann dó og ég er núna
þrjátíu og fjögurra ára. Afi gerði
margt á langri ævi. Hann var bóndi
og líka gestgjafi því það var oft
mikill gestagangur á Bollastöðum
og er raunar enn. Síðast í haust
þegar réttarsúpan var í fjórum
pottum að kvöldi réttardags. Tæp-
um hálfum mánuði síðar var afi all-
ur.
Þegar ég var lítill var ég sendur í
sveit eins og fleiri krakkar. Ég fór
á Bollastaði þar sem margir höfðu
verið í sveit á undan mér hjá afa og
ömmu. Það segir sitt um atlætið
sem þetta sumarfólk fékk að flest
hélt það tengslum við Bollastaði og
gerir enn. Ég var stundum pínulítið
hræddur við afa enda gat hann ver-
ið hrjúfur. Það var þó bara á yf-
irborðinu og afa þótti vænt um allt
sem lífsandann dró. Lífsbaráttan
var líka oft hörð og hlutirnir komu
ekki af sjálfu sér. Mér fannst oft
gaman í sveitinni, sérstaklega að
reka kýrnar í rólegheitum í kvöld-
mjaltirnar, stundum með frænda
mínum Magnúsi. Ein af mínum
skýrustu minningum úr sveitadvöl-
inni á Bollastöðum var þegar ein
kýrin elti okkur frændurna yfir holt
og móa. Við komust naumlega und-
an.
Ég vinn við að skrifa fréttir og
vil fylgjast vel með. Það hef ég lík-
lega frá afa því hann fylgdist vel
með þjóðmálum allan sinn aldur og
hafði á þeim ákveðnar skoðanir.
Það þýddi lítið fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að leita eftir atkvæðum á
Bollastöðum. Ég var aldrei al-
mennilega viss um hvað afi kaus en
það var að minnsta kosti ekki D-
listinn! Sjálfstæðismenn voru þó
auðvitað velkomnir á Bollastaði eins
og aðrir enda þótti afa gaman að
tala um pólitík. Sumir af hans bestu
vinum voru líka sjálfstæðismenn.
Ég og mín fjölskylda komum síð-
ast á Bollastaði í sumar til að smala
og rýja. Það var góður dagur og
gaman að hitta afa. Hann hafði orð
á því að samkvæmt síðustu skoð-
anakönnunum væri Sjálfstæðis-
flokkurinn að gefa eitthvað eftir og
talaði síðan um fleira sem tengdist
pólitík. Þannig var Guðjón Guðjóns-
son á Bollastöðum, alltaf með á nót-
unum, nánast til dauðadags. Og
þannig vildi hann líka hafa það.
Hann var maður með ríka réttlæt-
iskennd og hafði samúð með lít-
ilmagnanum. Það er gott veganesti
sem fjölmargir afkomendur afa
hafa fengið í arf.
Blessuð sé minning Guðjóns Guð-
jónssonar, bónda á Bollastöðum.
Hann fer nú til ömmu og áfram
heldur gestagangurinn eins og
amma orðaði það, bara á öðrum
stað.
Sveinn Helgason.
Fyrir u.þ.b. 30 árum kom að
Bollastöðum í fyrsta sinn ókunnug
stúlka úr Reykjavík og falaðist eftir
tamningu fyrir norðlenska folann
sinn. Það var auðsótt mál en það
sem fylgdi með í tamningunni og
hún átti ekki von á, var ævilöng
vinátta og umhyggja af hálfu þeirra
Bollastaðahjóna Guðjóns og Krist-
ínar, sem og barna þeirra Óla,
Gróu, Helgu og Siggu. Eftir góð
kynni vegna tamningarinnar var
stúlkan orðin ein af Bollastaða-
„stórfjölskyldunni“, en þeir, sem
fylltu þann hóp voru bæði fyrrver-
andi sumardvalarbörn, hestafólk og
ýmsir, sem vegna aðstæðna sinna
þáðu hjartagæsku og umhyggju
fjölskyldunnar á Bollastöðum.
Heimilið að Bollastöðum var alltaf
opið þessu fólki, hvort sem pláss
var eða ekki og alltaf var nóg til að
veita. Á Bollastöðum var og er al-
veg einstakt viðmót gagnvart gest-
um og gangandi, alltaf nógur tími
fyrir hvern og einn og ég veit að
fjölmargir voru þeir, sem þáðu
hlýju þeirra, gestrisni og húsaskjól
í gegnum tíðina.
Guðjón bóndi á Bollastöðum er
nú fallinn frá saddur lífdaga. Hann
varð aldrei stórbóndi í veraldlegri
merkingu þess orðs, en stórhjart-
aður mannvinur í alla staði og höfð-
ingi mikill í lund.
Guðjón var orðinn roskinn maður
þegar kynni okkar tókust en hreif
mig strax með sínum hrífandi, hlýja
persónuleika. Hann sýndi öllum
sama áhuga og var yfirleitt hrókur
alls fagnaðar við gestakomur að
Bollastöðum. Hann elskaði sveitina
sína og skepnurnar og undi glaður
við sitt. Honum líkaði vel áhugi
fólks á sveitalífinu og hrossunum og
var óspar á að uppörva og sam-
gleðjast. Ég sé hann fyrir mér sitj-
andi við eldhúsborðið á Bollastöð-
um, brosandi sínu sérstaka,
tannlausa brosi, augun ljómandi af
áhuga á mönnum og málefnum.
Hann var spurull um hætti og hagi
manna og kom oft með yndislegar
tilvitnanir með sinni ekta sunn-
lensku mállýsku. Hann vildi vita
hvað „blessaðir karlarnir væru að
sarga“ og líkaði illa ef gestir voru á
hraðferð og gáfu sér ekki tíma til
að þiggja veitingar og spjall. Ég
kvaddi hann fyrir 2 vikum en þá
mátti ætla að hverju stefndi. Hann
var þá lasburða og rúmliggjandi en
vel með á nótunum. Honum þótti
miður að komast ekki í Skeiðaréttir
en rifjaði upp 30 ára gamlan at-
burð, þar sem við riðum saman í
réttir og sagði: „Manstu þegar sá
brúni rauk með þig forðum á
Skeiðaveginum. Þá varð ég smeyk-
ur um þig, Guðlaug mín.“ Og hann
brosti sínu breiðasta og í augum
hans sá ég glampa frá fornri tíð og
veit að hann sá þetta ljóslifandi fyr-
ir sér.
Það hefur verið þroskandi og
mannbætandi að þekkja Guðjón
Guðjónsson á Bollastöðum og alla
hans fjölskyldu. Ég vil þakka hon-
um samfylgdina og vona að hans
bíði blómlegar sveitir og góðir gæð-
ingar fyrir handan.
Guðlaug M. Jónsdóttir.
GUÐJÓN
GUÐJÓNSSON
✝ Kristín ÓlöfMagnúsdóttir
fæddist á Hvamms-
tanga 20. september
1945. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 30. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Magnús Kristinn
Guðjónsson, f. 12.
október 1920, d. 16.
desember 1999, og
Steinunn Bergþórs-
dóttir, f. 11. ágúst
1919, d. 23. janúar
1990. Ólöf var næstyngst sinna
systkina en þau eru: Þórir, Ingi-
björg, Alda og Hólmar. Hinn 13.
júlí 1968 giftist Ólöf
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Stef-
áni Þórarinssyni, f.
3. janúar 1944, og
bjuggu þau á Reyð-
arfirði allan sinn
búskap. Börn
þeirra eru: Elín
María, f. 1. nóvem-
ber 1968, maki
hennar er Sigurður
Halldórsson og son-
ur þeirra er Krist-
ófer; og Þórarinn
Magnús, f. 1. októ-
ber 1970.
Útför Ólafar fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Í dag er til grafar borin kær vin-
kona okkar Ólöf Magnúsdóttir. Hún
hefur undanfarin ár háð baráttu við
illvígan sjúkdóm sem nú hefur haft
sigur. En eins og hennar var von og
vísa var sú barátta háð með bjart-
sýni og miklum sigurvilja. Ekki
grunaði mig þegar hún heimsótti
mig í ágúst síðastliðnum að þetta
væri okkar hinsti fundur. Þá var hún
að bíða eftir að fara í erfiðan upp-
skurð sem enginn vissi hvernig
myndi takast. En Ólöf var létt í
skapi að vanda, húmorinn hennar
góði enn á sínum stað og hún spurði
enn og aftur hvort við ætluðum ekki
að fara að flytja austur aftur.
Kynni okkar af Ólöfu hófust þeg-
ar við urðum nágrannar þeirra Stef-
áns á Reyðarfirði. Þegar við fórum
að kynnast betur varð hún einn af
föstu punktunum í okkar lífi, því að
varla leið sá dagur að Ólöf kæmi
ekki í kaffi og spjall. Eða eins og
hún orðaði það svo skemmtilega,
þegar hún var að býsnast yfir gesta-
ganginum hjá okkur: „Ég er nú bara
eins og hvert annað húsgagn hérna,
ég er enginn gestur.“ Börnin okkar
hændust að henni og alltaf komu
þau maulandi eitthvað góðgæti sem
Ólöf hafði bakað eða átt í búrinu
sínu þegar þau fóru í heimsókn.
Yngri dóttir okkar sótti sérstaklega
í að heimsækja þau Ólöfu og Stefán.
Þegar hún var innt eftir ástæðunni
stóð ekki á einlægu svari. Jú, þar
var svo gott að fá frið til að leika sér
og Ólöf nennti alltaf að hlusta á
hana.
Ólöf var sterkur persónuleiki og
sagði skoðanir sínar ávallt umbúða-
laust. Hún var vel að sér í þjóðmál-
unum og var mikið í mun að allir
gengju jafnir frá borði og fólki væri
ekki mismunað eftir stétt eða stöðu.
Ólöf hafði einstaka og notalega
kímnigáfu sem allir fengu að njóta
sem henni kynntust. Hún var vinur
vina sinna og hæg voru heimatökin
að leita til hennar og fá stuðning
hvort sem var í gleði eða sorg. Þegar
ég ákvað að fara suður í nám, studdi
hún mig heilshugar í þeirri ákvörð-
un, þó að hún segði jafnframt að ég
yrði þá líka að koma austur aftur að
námi loknu svo að vinskapur okkar
yrði samur og áður.
Ólöf bjó Stefáni og börnum þeirra
fallegt og hlýlegt heimili og ekki var
garðurinn hennar síðri, en þar eyddi
hún mörgum stundum í að rækta og
prýða. Hún var forkur til allra verka
og flest virtist leika í höndum henn-
ar. Við viljum kveðja Ólöfu með til-
vitnun í Debbie Alicien sem sagði:
„Vinur er sá sem gefur okkur frjáls-
ræði og olnbogarými til að vera eins
og við erum.“
Stefáni, Ellu Mæju, Tóta, Sigga
og Kristófer litla sendum við inni-
legar samúðarkveðjur og einnig
færum við kveðjur frá foreldrum
okkar. Megi Guð styrkja ykkur.
Anna Árdís, Indriði og börn.
Mig langar að minnast mágkonu
minnar, Ólafar, með örfáum orðum.
Ég man þegar hún kom fyrst til
Reyðarfjarðar til að vinna í síld. Þá
var síldarsöltun í hámarki. Hand-
fljótari manneskju hef ég ekki séð,
hvorki fyrr né síðar, þar sem ég þá,
12 ára gömul stóð hinum megin við
borðið og fylgdist með henni. Síðan
vann hún hug og hjarta Stefáns
bróður míns og þegar þau eignuðust
sitt fyrsta barn, var ég fengin til að
passa. Mér er minnisstætt allt bakk-
elsið og fíneríið sem beið mín í
Búrinu.
Kæra mágkona, lífið er hverfult
og enginn veit sína ævi fyrr en öll er.
Þú greindist með krabbamein fyrir
þremur árum, en lést engan bilbug á
þér finna, talaðir opinskátt um sjúk-
dóminn, rétt eins og aðrir tala um
veðrið. Og það finnst mér aðdáun-
arvert. Þú kvartaðir ekki og það var
stutt í húmorinn. Þú saknaðir alltaf
systur minnar Guðríðar sem dó fyrir
rúmu ári, en nú eruð þið vinkon-
urnar búnar að hittast á ný.
Elsku Stebbi, Ella og Tóti, Guð
blessi ykkur öll í sorg ykkar og
söknuði.
Kristín Ósk.
Mig langar að kveðja hana Ólöfu
vinkonu mína, sem lést fyrir aldur
fram hinn 30. september síðastlið-
inn, með nokkrum orðum.
Það koma ótal minningar upp í
hugann þegar þín er minnst, Ólöf
mín, og efst er í huga þakklæti til
þín fyrir að fá að kynnast þér og fyr-
ir þær stundir er við ræddum um
heima og geima yfir kaffibolla heima
í eldhúsi. Ég man sérstaklega eftir
öllum skiptunum þegar þú stappaðir
í mig stálinu þegar mér leið illa og
fannst heimurinn ósanngjarn. Alltaf
gastu komið mér til að brosa og látið
mig líta á björtu hliðarnar í þau
skipti þegar veikindi mín komu mér
um koll og fæ ég seint þakkað þér
allan stuðninginn sem þú veittir
henni mömmu þegar ástandið var
erfitt.
Ég man alltaf hversu dugleg þú
varst í garðinum þínum og hversu
fínn og vel snyrtur hann var og þó
að veikindi þín væru þér erfið þá
léstu það ekkert stöðva þig og dund-
aðir þér eftir því sem heilsan leyfði.
Ég minnist líka hversu hetjulega og
af hve miklu æðruleysi þú barðist
við þennan sjúkdóm allt til dauða-
dags. Og alveg sama hversu veik þú
varst, alltaf varstu hress og kát og
þannig mun ég minnast þín.
Stefáni, Ellu Mæju, Tóta og fjöl-
skyldum sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur, megi Guð blessa ykkur
og varðveita.
Fyrir hönd okkar bræðranna á
Heiðarvegi 20 (Helga og Hákonar),
Helgi Seljan yngri.
Nú þegar við kveðjum Ólöfu
Magnúsdóttur hrannast upp minn-
ingar í frá liðnum stundum. Ég
kynntist henni fyrst þegar hún kom
til Reyðarfjarðar árið 1966 til að
vinna í síld en ég var þá að vinna í
Kaupfélagi Héraðsbúa þar á staðn-
um. Ólöf var sérlega kraftmikill per-
sónuleiki og var eftir henni tekið
hvar sem hún fór. Við tengdumst
fljótt fjölskylduböndum þar sem hún
giftist Stefáni en ég Guðmundi bróð-
ur hans.
Þau Ólöf og Stefán byrjuðu sinn
búskap í Johannsenshúsinu og var
mikill glæsibragur á öllu hjá þeim.
Það var mjög gaman að koma í
heimsókn því Ólöf var mikil fyrir-
myndarhúsmóðir. Hún naut þess að
baka og elda góðan mat og kunni þá
list að taka á móti gestum. Ósjaldan
hef ég notið þess þegar við Guð-
mundur höfum verið á ferð fyrir
austan. Ólöf hafði einstaklega
hressilegt viðmót og skemmtilegan
húmor og kunni að gera grín að
mönnum og málefnum og ekki síst
sjálfri sér. Sólargeislinn í lífi hennar
var hann Kristofer litli sem var
langþráð barnabarn. Þó hún væri
sárþjáð þegar ég heimsótti hana á
spítalann þá var sami dugnaðurinn
og krafturinn sem geislaði frá henni.
Ég kveð þig, Ólöf mín, og bið guð
að blessa minningu þína.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
(Jónas Hallgrímsson.)
Elsku Stefán, Tóti, Ella, Siggi og
Kristofer litli ég og fjölskylda mín
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur. Guð veri með ykkur og veiti
ykkur styrk.
Dagný.
ÓLÖF
MAGNÚSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.