Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 62
FÓLK Í FRÉTTUM
62 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARPSÞÁTTURINN Party
Zone er í dag með rótgrónari þáttum
landsins og framlag hans til dans-
menningar landsins mikið og gott.
Líkt er farið með plötubúðina
Þrumuna sem hefur þjónustað dans-
hausum undanfarin ár af yfirvegaðri
kostgæfni og þekkingu. Hvort
tveggja á afmæli um þessar mundir,
þátturinn ellefu ára en búðin tíu, og
verður slegið upp veislu af tilefninu í
dag.
Og það er engin smáræðis gestur
sem mun kíkja í þá veislu en það er
enginn annar en þýski tæknóboltinn
Timo Maas.
Þjóðverjinn knái, sem spilar
tæknó og hús, hefur skotist upp á
stjörnuhiminn plötusnúðamenning-
ar með afar skjótum hætti. Þannig
er mál með vexti að í fyrra gerði
hann endurhljóðblöndun af laginu
„Dooms Night“ sem velflestir sér-
fræðingar innan dansgeirans völdu
lag ársins. Endurhljóðblöndunin
varð reyndar það vinsæl að þegar
lagið sjálft kom loksins út var blanda
Maas það eina sem fólk vildi heyra.
Síðari endurhljóðblandanir hafa svo
allar verið endurhljóðblandanir af
útgáfu Maas! Í kjölfarið hefur Maas
krukkað í lög með t.d. Madonnu,
Fatboy Slim, Placebo og Muse.
Einnig sinnir hann eigin tónlistar-
sköpun og fyrsta blöndunarskífa
hans, Connected, kom út í sumar.
Maas var einn helsti plötusnúðurinn
á Ibiza þetta árið og er með föst
kvöld á einum stærsta dansstað
Bretlands, Cream í Liverpool.
Timo mun spila á Gauki á Stöng í
kvöld en einnig mun hann að sjálf-
sögðu kíkja í Party Zone-þáttinn,
sem sendur er út á Rás 2, fyrr um
kvöldið og þeyta svosem einni skífu
eða tveimur.
Tæknó-
tröllið
Timo Maas
Timo Maas er heiðursgestur Party Zone og Þrumunnar.
Afmæli Party Zone og Þrumunnar
BÍTLASVEITIN Hljómar hefur
verið iðin sem aldrei fyrr að
undanförnu og eftirspurnin eftir
þessum gömlu kempum og snill-
ingum virðist óþrjótandi. Nú hafa
Eyjamenn heimtað að fá bita af
þessari stuðköku og ætlar sveitin
að troða upp í Höllinni í kvöld.
Mun þetta vera í fyrsta skipti í 33
ár sem Hljómar fara til Vest-
mannaeyja, en síðast komu þeir
þangað 1968.
„Já, það er langt síðan við spil-
uðum þarna síðast,“ segir Rúnar
Júlíusson, bassaleikari og söngvari
sveitarinnar. Hann rifjar upp að
eitt sinn hafi Hljómar dvalið í viku
í Eyjum. „Það var þegar við vor-
um að skipta um trommuleikara,
þá vorum við þarna og æfðum í
viku. Spiluðum svo á kvöldin í Al-
þýðuhúsinu.“
Rúnar segir að eftirspurn eftir
sveitinni hafi aukist heilmikið eftir
að hún tróð upp á hljómleikum í
sumar ásamt Sigur Rós, á upprisu-
tónleikum plötubúðarinnar
Hljómalindar.
„Okkur var vel tekið á Broad-
way og þar sem við höfum komið,“
segir Rúnar. „Það hefur tekist vel
til og það spyrst út. Þá fer fólk að
athuga hvort við séum tilbúnir til
að spila þarna og þarna og þarna.“
Hljómar leika í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Arnaldur
Hljómar búa sig undir Vestmannaeyjareisu.
Hljómaæði í Eyjum
Vesturgötu 2, sími 551 8900
í kvöld