Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
MARGT var um manninn á
Laugaveginum í gær enda blíð-
skaparveður í borginni. Ýmis til-
boð verða í verslunum við Lauga-
veg í dag, þar sem í gangi
svokallaður langur laugardagur,
sem þýðir líf og fjör í miðbænum.
Mikið verður um að vera jafnt ut-
an dyra sem innan. Tónlist-
armenn, töframaður og aðrir
skemmta gestum og gangandi og
skapa í sameiningu hressilega
götustemmningu með þátttöku
vegfarenda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Töfrar og tónar
á Laugavegi
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Kaupþingi í New York hefur sam-
vinna Kaupþings í New York og í
Reykjavík leitt til stærstu sölu
hingað til á skuldabréfum íslensks
fyrirtækis til erlends fjárfestis.
Sala fyritækjanna á skuldabréfum
Búnaðarbankans nemur 1.260
milljónum íslenskra króna og með
henni er heildarupphæð skulda-
bréfa í íslenskum bönkum sem
Kaupþing hefur selt erlendum fjár-
festum komin í 3.000 milljónir
króna.
Að sögn Paul Ferrigno hjá
Kaupþingi í New York er þessi
sala mjög jákvæð tíðindi fyrir ís-
lenskan fjármálamarkað. Hann
segir að salan hafi hins vegar verið
allt annað en auðveld. Til viðbótar
þeim erfiðleikum sem sala á
skuldabréfum lítils myntsvæðis
hafi í för með sér, hafi Kaupþing
staðið frammi fyrir vanda sem ekki
ætti að þurfa að vera til staðar, þ.e.
að íslensk skuldabréf séu ekki
skráð hjá erlendum vörslufyrir-
tækjum, svo sem Euroclear. Í slík-
um kerfum er hægt að tryggja raf-
rænt og öruggt uppgjör
viðskiptanna. Þau auki ekki aðeins
öryggi í viðskiptunum heldur ýti
undir aukin viðskipti.
Gæti þýtt vatnaskil fyrir
íslenska markaðinn
Ferrigno segir að íslenska ríkið
bjóði erlendum fjárfestum vörslu-
þjónustu og það hjálpi mikið en sé
ekki fullnægjandi, því margir er-
lendir fjárfestar sem gjarna vilji
kaupa íslensk skuldabréf geti ekki
keypt skuldabréf nema í gegnum
Euroclear-kerfið. Ferrigno leggur
áherslu á að flýta þurfi tengingu
Íslands við Euroclear-kerfið fyrir
skuldabréf.
Nú nýlega var sett á fót nefnd
sem vinnur að þessu markmiði með
áætlun um að þetta verði komið í
gagnið hér á landi eftir eitt ár, en
Ferrigno segir það of langan tíma
þegar hugsað sé til þeirra tæki-
færa sem eru til staðar. Hann vill
að þessari vinnu verði flýtt.
Paul Ferrigno bætir því við að
þessi opnun út í heim gæti þýtt
vatnaskil fyrir íslenska markaðinn
og þar með hugsanlega lægri vexti
á Íslandi.
Íslensk skuldabréf seld er-
lendis fyrir 1,26 milljarða
Skuldabréf eru ekki skráð hjá
erlendum vörslufyrirtækjum
EYJÓLFUR Sverrisson, fyrirliði
íslenska landsliðsins í knattspyrnu,
hefur tekið þá ákvörðun að leggja
landsliðsskóna á
hilluna. Eyjólfur,
sem er 33 ára,
leikur kveðjuleik
sinn gegn Dön-
um á Parken í
Kaupmannahöfn
í kvöld.
„Þetta er eng-
in skyndiákvörð-
un – ég hafði
alltaf hug á að hætta eftir þessa
keppni. Þetta er stórleikur og ég
ætla að hafa gaman af því að taka
þátt í honum. Ég vil nota tækifærið
og þakka fyrir allan stuðninginn
sem ég hef fengið frá þjóðinni,“
sagði Eyjólfur við Morgunblaðið í
Kaupmannahöfn í gær.
Eyjólfur
kveður á
Parken
Kveðjuleikur.../B1
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi
í gær nýtt frumvarp til laga gegn
vændi og barnaklámi.
Frumvarpið miðar að því að gera
afdráttarlaust refsivert að kaupa
kynlífsþjónustu af einstaklingi undir
18 ára aldri og að því að þyngja refs-
ingar fyrir vörslu barnakláms. Um
er að ræða hluta af endurskoðun
hegningarlaga vegna kynferðisaf-
brota gegn börnum.
Nýtt frumvarp gegn
vændi og barnaklámi
Refsivert að kaupa/12
KNATTSPYRNUSAMBAND Ís-
lands áformar að byggja nýjar höf-
uðstöðvar í Laugardal sem eiga að
hýsa skrifstofur sambandsins og
vera fræðslumiðstöð fyrir knatt-
spyrnuna í landinu. KSÍ fær tug-
milljóna króna styrk frá Alþjóða-
knattspyrnusambandinu, FIFA, til
framkvæmdanna.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, segir að forsaga málsins sé
sú að í talsverðan tíma hafi KSÍ
verið að sækja eftir peningastyrk
frá Alþjóðaknattspyrnusamband-
inu, FIFA, sem er tilbúið að veita
sambandinu styrk strax í upphafi,
að upphæð 400.000 dollarar eða
um 40 milljónir króna, og síðan
eru ákveðin fyrirheit um áfram-
haldandi styrk seinna. KSÍ þarf
hins vegar að sýna fram á að það
hafi lóð fyrir húsið, tilbúnar teikn-
ingar og að fjármagn sé tryggt.
„Það sem er að gerast í málinu í
dag er að borgaryfirvöld í Reykja-
vík hafa gefið okkur vilyrði fyrir
lóð í Laugardalnum. Það gekk
mjög vel og ég er afskaplega þakk-
látur fyrir hvað borgin sýndi okk-
ur mikinn skilning í því máli,“
sagði Eggert.
Lóðin sem KSÍ fékk úthlutað er
á mótum Engjavegar og Reykja-
vegar, rétt við hringtorgið í Laug-
ardal.
KSÍ byggir
hús í Laug-
ardal með
styrk FIFA
Nýjar.../B4
♦ ♦ ♦
ÚTLIT er fyrir að útflutnings-
verðmæti sjávarafurða verði um
112 milljarðar á þessu ári sem er
um 16 milljarða króna aukning frá
árinu 2000. Þetta kom fram í máli
Arnars Sigurmundssonar, for-
manns Samtaka fiskvinnslustöðva,
á aðalfundi samtakanna sem fram
fór í gær.
Arnar sagði aukið útflutnings-
verðmæti einkum koma til vegna
verðhækkana á mjöli og lýsi og
gengisbreytinga.
Í ályktun aðalfundarins er skor-
að á bankastjórn Seðlabanka Ís-
lands að hafa forgöngu um lækkun
vaxta sem allra fyrst. Mun hærri
fjármagnskostnaður hér en í
helstu viðskiptalöndum skekki
samkeppnisstöðu útflutningsfyrir-
tækja í harðri samkeppni þeirra á
erlendum mörkuðum. Stöðugleiki í
efnahagslífinu skipti miklu máli og
forsendur fyrir verulegri vaxta-
lækkun hafi legið fyrir í nokkurn
tíma. Baráttan við verðbólguna sé
aðkallandi verkefni og miklu máli
skipti að verðlagsbreytingar hér á
landi verði með sambærilegum
hætti og í helstu viðskiptalönd-
unum.
Útlit fyrir 16 milljarða aukningu á
útflutningsverðmæti sjávarafurða
Bjartara framundan/20