Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 17

Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 17
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 17 á notuðum bílum Enn me iri v erð læk kun Bílar án útborgunar 1, útborgun í maí 2002 100% lán í 60 mánuði Í húsi Ingvars Helgasonar hf. Sævarhöfða 2 - Reykjavík - sími 525 8020 í dag, sunnudag kl. 12-17 Umboðsmenn um allt land Vorum að fá enn fleiri bílaleigubíla sem seljast með góðum afslætti Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. UNDANFARIN tvö ár hefur verið vaxandi eftirspurn erlendis frá eftir íslenskri sérþekkingu á sviði jarðhita. Einkum er sóst eftir sérfræðingum í forðafræði, sem er sérfræðigrein sem fæst m.a. við afkastamælingar á bor- holum og mat á vinnslugetu jarðhita- svæða. Á síðustu tveimur árum hefur hlutur erlendra verkefna hjá Rann- sóknasviði Orkustofnunar, ROS, auk- ist svo mjög, að nú er fjórði stærsti verkefnavettvangur Rannsókna- sviðsins rannsóknir fyrir útlendinga. Að sögn Ólafs Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Rannsóknasviðs Orkustofnunar, hafa erlend verkefni Orkustofnunar yfirleitt verið mjög stopul og umfangslítil þar til í hitteð- fyrra. Nú skipta þau hins vegar tölu- verðu máli fyrir stofnunina. „Það er einkum sóst eftir sérfræð- ingum á sviði forðafræði, sem felst í afkastamælingum borholna og ráð- gjöf um nýtingu jarðhitasvæða með sem hagkvæmustum hætti,“ segir Ólafur. Meta orkuframleiðslu erlendra jarðhitakerfa „Meðal þess sem sérfræðingar Orkustofnunar gera er að meta undir hversu mikilli orkuframleiðslu jarð- hitakerfin standa og er Orkustofnun mjög vel í stakk búin til að veita þjón- ustu á þessu sviði. Við höfum öflugt tölvukerfi og erum í góðu samstarfi við eina öflugustu stofnun á þessu sviði í Bandaríkjunum, Lawrence Berkely-rannsóknarstofnunina í Kaliforníu. Jarðvísindadeild hennar lýtur nú forstöðu Íslendingins Guð- mundar Böðvarssonar, jarðeðlis- fræðings.“ Ólafur segir að starfsmenn Orku- stofnunar vinni á helstu jarðhita- svæðum heims, t.d. í Mið-Ameríku, A-Afríku, Kína og í Karíbahafinu. „Mikill hluti vinnunnar fer þó fram hérlendis við úrvinnslu eftir gagna- öflun á erlendis. Það koma margir að þessum verkefnum og á þessu ári hafa verið unnin ígildi nokkurra árs- verka hjá Orkustofnun fyrir erlenda aðila.“ Ólafur segir að orsök aukinnar hlutdeildar Orkustofnunar í erlend- um verkefnum sé einkum sú, að sér- þekking Íslendinga hafi spurst vel út á liðnum árum. „Þarna skiptir Jarð- hitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóð- anna miklu máli, en hann hefur verið rekinn hérlendis í 22 ár. Margir nem- endur sem hlutu þjálfun í skólanum fyrir 10–20 árum eru nú orðnir leið- andi á sínu sviði í heimalöndum sín- um og vísa gjarnan á okkur þegar sóst er eftir sérþekkingu.“ Ólafur segir að bakland Orkustofnunar sé samt sem áður innlendur jarðhitaiðn- aður og ekki standi til að fara í sér- staka markaðsherferð á erlendum vettvangi til að fylgja uppsveiflunni eftir. „Þetta er afskaplega sérhæfð þekking sem við veitum og er ekki gripin upp af götunni og það eru líka takmörk fyrir því hvað mannskapur- inn okkar ræður við. Við megum heldur ekki vanrækja íslensku orku- fyrirtækin.“ Íslenskir jarðhitafræðingar eftir- sóttir erlendis vegna sérþekkingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.