Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isEiður Smári heldur uppteknum hætti með Chelsea / C3 Ferð Dags til Japans vekur spurningar / C2 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í  Alcoa gerir yfirtökutilboð í Elkem / B2  Allir í eina sæng / B6  Vátryggingamiðlunin Ísvá opnar starfs- stöðvar erlendis / B12 MIKIL aukning hefur orðið á sölu reykskynjara og hvers kyns eldvarn- arbúnaðar eftir eldsvoðann á Þing- eyri í síðustu viku sem kostaði ung hjón og son þeirra lífið. Sigríður Olav, öryggisráðgjafi í verslun Eldverks í Öryggismiðstöð Íslands, sagði öruggt að um helm- ingsaukningu væri að ræða í sölu á reykskynjurum en einnig hefði orðið aukning í sölu á slökkvitækjum, eld- varnarteppum, brunastigum og öðru sem lýtur að eldvörnum á heimilum. Þá hefði fólk komið með eldri slökkvi- tæki í hleðslu til að ganga úr skugga um að þau væru örugglega í lagi. Benjamín Vilhelmsson, sölustjóri hjá Ólafi Gíslasyni & Co. – Eldvarn- armiðstöðinni, segir greinilegt að fólk út um allt land hafi tekið við sér í kjölfar eldsvoðans. Fjöldi viðskipta- vina hafi komið í verslunina en auk þess hafi margir hringt til að forvitn- ast. Frá 1998 hefur verið skylda að hafa reykskynjara í nýjum bygging- um. Samkvæmt byggingareglugerð er kveðið á um að í hverri íbúð skuli vera reykskynjari og handslökkvi- tæki. Benjamín segir að skynsemin hljóti að segja mönnum að oft sé nauðsynlegt að hafa fleiri en einn skynjara í íbúðum. Hann tekur sem dæmi að unglingar hafi gjarnan mik- ið af raftækjum í svefnherbergjum sínum s.s. tölvur, sjónvarp og hljóm- flutningstæki. Ekki sé óalgengt að unglingarnir sofni með tækin í gangi og því full ástæða til að hafa reyk- skynjara þar inni enda kvikni eldar gjarnan út frá rafmagnstækjum. Hann minnir auk þess á nauðsyn þess að athuga reglulega rafhlöður í reykskynjurum. Sankvæmt fyrrnefndri bygginga- reglugerð er skylda að hafa reyk- skynjara og handslökkvitæki í íbúð- um. Reglugerðin var sett árið 1998 en ákvæði hennar eru ekki afturvirk. Um eldri íbúðir gilda því eldri bygg- ingareglugerðir. Björn Karlsson brunamálastjóri segir að að sjálfsögðu mælist hann til þess að íbúðareigendur gæti þess að hafa bæði reykskynjara og slökkvi- tæki í íbúðum sínum. Aðspurður um eftirlit með því að reglunum sé framfylgt segir hann að yfirvöld geti lítið fylgst með því enda séu heimili friðhelg. Við úttekt á ný- byggingum sé gengið úr skugga um að reglugerðin sé uppfyllt en það sé að öðru leyti á ábyrgð eigandans að sjá til þess að íbúðin uppfylli reglur. Öðru máli gegni um opinberar stofn- anir, skemmtistaði o.þ.h. sem haft sé reglulegt eftirlit með. Mikil aukning í sölu á reykskynjurum VERIÐ var að draga þetta skip í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær en greinilegt er að hafið en ekki land- sýnin heillaði stafnbúann. Vel ætti að viðra til útiverka í dag enda spáði Veðurstofan því að stytta myndi upp vestanlands og vindur myndi ganga niður. Morgunblaðið/RAX Á leið í slipp STJÓRN Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, kemur saman til fundar í Valhöll í hádeginu í dag til að taka ákvörðun um það hvernig standa skuli að framboðs- málum flokksins vegna borgar- stjórnarkosninganna í vor. Í stjórn- inni sitja 25 manns. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur sú hugmynd verið til umræðu hjá stjórninni að gera til- lögu um að könnun verði fram- kvæmd innan fulltrúaráðsins um það hvaða einstaklingar skuli skipa framboðslista flokksins í vor. Í full- trúaráðinu sitja 1.400 trúnaðarmenn úr 17 félögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðalfundur fulltrúaráðs- ins verður haldinn laugardaginn 26. janúar nk. Samkvæmt reglum Sjálfstæðis- flokksins skal val á lista flokksins fara fram samkvæmt uppstillingu eða að loknu prófkjöri. Sú hugmynd hefur komið fram að efnt verði til svokallaðs leiðtogaprófkjörs, þ.e. kosið verði um það hver skuli fara fyrir lista flokksins í kosningunum. Verði sú leið valin hjá stjórn Varðar í dag þarf miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins að gera breytingar á próf- kjörsreglum flokksins því þær gera ekki ráð fyrir leiðtogaprófkjöri. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Rætt um að fulltrúaráðið gefi álit sitt um skipan listans FLUTNINGI deilda á geðsviði Landspítala lýkur í þessum mánuði en í gær var deild á endurhæfing- arsviði flutt frá Vífilsstöðum á Kleppsspítala. Síðar í mánuðinum verður móttökudeild A–2 á Land- spítala í Fossvogi flutt á Hring- braut. Deildin sem flutt var frá Vífils- stöðum verður nefnd deild 13 en móttökudeild með því nafni var ný- verið flutt frá Kleppi að Landspít- ala við Hringbraut. Anna Guðný Arnþórsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri endurhæfingardeilda geðsviðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið að deildin á Vífilsstöðum hefði verið sólarhringsdeild fyrir langveika sjúklinga í endurhæfingu og yrði deildin það áfram. Með deildinni flytjast 18,5 stöðu- gildi en Guðný Anna segir nokkra starfsmenn ekki hafa viljað flytja sig með deildinni. Hún segir eng- um starfsmönnum hafa verið sagt upp vegna tilfærslunnar. Geðdeild flutt frá Vífilsstöðum að Kleppi TALSVERÐAR skemmdir urðu í eldhúsi og borðsal togarans Helt- ermaa þar sem hann lá við bryggju í St. Johns á Nýfundnalandi á nýárs- nótt. Togarinn er skráður í Eistlandi en er gerður út af Háanesi á Pat- reksfirði. Skipið hefur verið gert út á rækju og grálúðu á flæmska hattinum. Það hét áður Guðrún Hlín BA og var smíðað á Akureyri árið 1981. Einn vaktmaður var um borð í skipinu þegar eldurinn kviknaði. Hann mun hafa verið að útbúa sér máltíð þegar ekki vildi betur til en svo að eldur braust út. Maðurinn slapp þó ómeiddur. Ólafur Steingrímsson útgerðar- stjóri Háaness telur að skipið verði frá veiðum í um einn mánuð. Að- spurður hvort eldsvoðinn setji stórt strik í reikninginn hjá útgerðinni segir hann að það sé alltaf skaði þeg- ar atvinnutæki stöðvist. Hann segir of snemmt að meta tjón en menn frá Sjóvá-Almennum hafi kannað skemmdirnar. Flestir skipverjar á Heltermaa eru útlendingar en ís- lenskir yfirmenn eru á skipinu. Talsverðar skemmdir í eldhúsi og borðsal Eldur í togaranum Heltermaa ♦ ♦ ♦ Á FUNDI stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs Verslunar- mannafélags Íslands í gærkvöld tilkynnti Magnús L. Sveins- son, formaður VR, að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi for- mennsku. Lýkur for- mannssetu Magnús- ar á aðalfundi VR í lok mars nk., er stjórnarskipti fara fram. „Ég hef verið starfsmaður, vara- formaður og formað- ur VR í 42 ár og er orðinn sjö- tugur og tel því að tími sé kominn til að annar setjist í for- mannsstólinn,“ sagði Magnús við Morgun- blaðið í gærkvöld. Í gærkvöld gengu stjórn og trúnaðar- mannaráð VR frá til- lögum um framboð Gunnars Páls Páls- sonar, forstöðu- manns hagdeildar VR, til formennsku í félaginu. Einróma var samþykkt að Gunnar Páll yrði í kjöri til formanns og hefur mótframboð ekki komið fram. Magnús L. Sveins- son varð fram- kvæmdastjóri VR 1960 og hefur gegnt formennsku í félaginu frá 1980. Magnús L. Sveinsson Magnús L. Sveinsson formaður VR Hættir sem formaður VR á næsta aðalfundi KARLMAÐUR á fimmtugsaldri lærbrotnaði og hlaut höfuðáverka er ekið var á hann á gangbraut við gatnamót Hjallahrauns og Fjarðar- hrauns í Hafnarfirði um klukkan 16.30 í gær. Hann var fluttur á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi með sjúkrabifreið. Nánari tildrög slyss- ins lágu ekki fyrir hjá lögreglunni í Hafnarfirði í gær. Ekið á gangandi vegfaranda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.