Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 43
✝ Guðmundur Ing-ólfur Gestsson
fæddist í Reykjavík 11.
desember 1925. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 28. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Gest-
ur Ámundason frá
Rútsstöðum í Gaul-
verjabæjarhreppi, f.
29.6. 1878, d. 4.3. 1937,
lengst af verkamaður í
Reykjavík, og Guðrún
Antonsdóttir, f. 2.5.
1902, d. 29.8. 1985.
Guðrún var alin upp hjá frændfólki
sínu í Hellnahjáleigu í Gaulverja-
bæjarhreppi. Systur Guðmundar
eru: Sigríður Gestsdóttir, f. 10.6.
1924, maki Hilmar Björnsson;
Magnea Gestrún Gestsdóttir, f.
18.8. 1928, maki Guðbrandur Ás-
mundsson; Andrea Guðrún Erla
Gestsdóttir, f. 11.1. 1934, maki Við-
ar Þórðarson.
Hinn 25. júní 1948 kvæntist Guð-
mundur Karólínu Steinunni Hall-
dórsdóttur hárgreiðslumeistara og
sjúkraliða, f. 29.3. 1927 í Súðavík.
Foreldrar hennar voru Halldór
Guðmundsson, f. 9.2. 1885, d. 17.3.
1968, og Sigrún Jensdóttir, f. 29.12.
1892, d. 16.11. 1972. Börn Guð-
mundar og Karólínu eru: 1) Sigrún,
lektor við Kennaraháskóla Íslands,
f. 7.4. 1948. Börn hennar eru Orri
Jónsson, f. 5.11. 1970, maki Þórdís
Eyvör Valdimarsdótt-
ir, f. 24.1. 1972, og
Arnarr Þorri Jónsson,
f. 12.3. 1975, d. 2.6.
2001. Barnabörn Sig-
rúnar eru Eyja Orra-
dóttir, f. 11.12. 1995,
Kári Orrason, f. 13.12.
1997, og Salka Þorra
Svanhvítardóttir, f.
21.7. 1998. 2) Guðrún,
hjúkrunarfræðingur,
f. 19.5. 1949, maki
Einar B. Kristjánsson
þýðandi, f. 4.2. 1948.
Börn Guðrúnar eru
Karólína Einarsdóttir, f. 1.5. 1971,
og Kristján Freyr Einarsson, f. 3.9.
1979. 3) Gestur, doktor í fé-
lagsfræði, f. 28.10. 1951, maki
Kristín Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá
Norðurlandaráði, f. 20.11. 1956.
Börn þeirra eru Ólafur Steinar, f.
13.8. 1989, og Anna Karólína, f.
21.7. 1991. Sonur Gests er Rúnar
Páll, f. 10.4. 1970. Barnabarn Gests
er Birta Rúnarsdóttir, f. 26.4. 1996.
Guðmundur lauk sveinsprófi í
frummótasmíði frá Iðnskólanum í
Reykjavík og vann við iðnina hjá
Járnsteypunni til 1963. Hann vann
hjá Silla og Valda 1938–1942 og
1963–1965. Hann starfaði hjá Slát-
urfélagi Suðurlands 1965–1985 og
hjá Kjötmiðstöðinni 1985–1987.
Útför Guðmundar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
Guðmundur I. Gestsson sem lengst
af bjó á Ásvallagötu 16 í Reykjavík.
Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir
þremur áratugum er leiðir okkar
Guðrúnar, dóttur hans, lágu saman
sem leiddi til þess að ég eignaðist
yndislega tengdaforeldra, þau Guð-
mund og Karólínu. Mér er Guð-
mundur minnisstæður er ég knúði
dyra á Ásvallagötunni í fyrsta sinn og
á móti mér tók hávaxinn, glæsilegur
maður í blóma lífsins sem bauð mig
velkominn. Mér brá eilítið því þenn-
an mann þekkti ég í sjón. Hann hafði
oftsinnis tekið á móti mjólkinni í
verslun Sláturfélags Suðurlands við
Háaleitisbraut en þangað hafði ég
ekið henni nýorðinn sumarafleys-
ingamaður hjá Mjólkursamsölunni.
Guðmundur var aðstoðarverslunar-
stjóri og aðalafgreiðslumaður í kjöt-
deild verslunarinnar og síðar í versl-
un SS í Glæsibæ.
Það var gott að koma og dvelja á
heimili þeirra Guðmundar. Þar ríkti
glaðværð og samheldni og gaman var
að sitja í eldhúsinu og skrafa um
menn og málefni, stjórnmál, ætt-
fræði, mannkynssögu og landið okk-
ar og sögu þess, en á öllu þessu hafði
Guðmundur lifandi áhuga og skoðan-
ir. Oft var setið að spjalli fram á
rauðanótt því Bói, eins og hans nán-
ustu kölluðu hann, kom iðulega seint
heim eftir langan vinnudag í búðinni.
Fyrr en varði var ég orðinn heim-
ilisfastur í húsi þeirra hjóna með að-
setur ásamt dótturinni og barni í lít-
illi kjallaraíbúð. Það var lán að
eignast Guðmund sem tengdaföður
og ekki síður vin. Hann hafði þá
mannkosti til að bera að vera rétt-
sýnn, heiðarlegur, nákvæmur í orð-
um og gerðum, vandvirkur með af-
brigðum en fastur fyrir þegar því var
að skipta. Allt kostir sem prýða góð-
an mann. Það er lán að eiga samleið
með slíkum. Heimili þeirra Guð-
mundar og Karólínu á Ásvallagötu
varð áfram miðdepill tilverunnar
þótt fjölskyldan í kjallaranum flytti í
aðrar vistarverur um síðir enda
börnin orðin tvö. Samheldnin var
mikil, svo mikil að fyrir tveimur ára-
tugum festum við Guðrún ásamt
þeim Guðmundi og Karólínu og Sig-
rúnu, eldri dóttur þeirra, kaup á
stóru fjölskylduhúsi í Þingholtunum í
Reykjavík. Nýr kafli í sögu stórfjöl-
skyldunnar var hafinn og Guðmund-
ur, fjölskyldufaðirinn, stoltur af öllu
saman. En enginn má sköpum renna.
Fáum árum eftir að fjölskylda Guð-
mundar sameinaðist aftur á Fjölnis-
veginum gerðu veikindi vart við sig
sem áttu eftir að hrjá hann æ síðan.
Heilsu Guðmundar hrakaði smám
saman uns hann lést á Hrafnistu í
Reykjavík eftir langa og erfiða sjúk-
dómslegu. Þeim sem þjáist er dauð-
inn líkn.
Að leiðarlokum vil ég þakka kær-
um tengdaföður og vini góðar gjafir,
efnislegar sem andlegar. Hann var
drengur góður. Megi hann hvíla í
friði.
Einar B. Kristjánsson.
Skömmu fyrir áramót lést á
Hrafnistu í Reykjavík mágur minn
Guðmundur Gestsson eftir langt
veikindastríð. Guðmundur fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp ásamt
þremur systrum sínum. Þegar Bói
eins og hann var ætíð kallaður var 12
ára lést faðir hans langt um aldur
fram. Stuttu síðar hóf móðir hans
rekstur matsölu og á sama tíma fór
Guðmundur að létta undir með heim-
ilinu. Fyrst byrjaði hann að sendast
hjá Silla og Valda og aðeins 15 ára
gamall var hann orðinn verslunar-
stjóri hjá þeim í verslun þeirra við
Víðimel. Þetta sýnir vel hve mikla
ábyrgð hann bar ungur að árum á
högum fjölskyldu sinnar. Þegar Bói
var 18 ára hóf hann nám í módelsmíði
í vélsmiðju Héðins. Hann lauk þar
prófi í þeirri grein og vann við það
fag í mörg ár. Bói var einstakur verk-
maður og sérlega vandvirkur. Á
þessum árum tók hann saman við eft-
irlifandi eiginkonu sína Kallý og
eignuðust þau þrjú börn. Þegar fram
liðu stundir hóf Bói að nýju versl-
unarstörf og vann hann lengst af hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Það var
mjög gott að umgangast Bóa og einn
af kostum hans var hve skemmtilega
hann sagði frá mönnum og málefn-
um. Hann var mikill grúskari og
hafði meðal annars mikinn áhuga á
ættfræði. Síðasti áratugurinn sem
Bói lifði var honum erfiður vegna
veikinda. Eiginkona Bóa og börn
hans sýndu honum einstaka hlýju í
veikindum hans. Að lokum vil ég
senda innilegar samúðarkveðjur frá
mér og fjölskyldu minni til Kallýjar
og fjölskyldu hennar.
Guðbrandur Ásmundsson.
Bói afi og Kallý amma bjuggu á
Ásvallagötunni þegar við komum í
heiminn og vorum við mikið hjá þeim
alla okkar barnæsku. Fyrir okkur
voru þau ung, lífleg og óspör á at-
hygli og hlýju. Þegar við vorum 10 og
11 ára fluttu þau ásamt dætrum sín-
um og okkur, barnabörnunum, í
þriggja íbúða hús við Fjölnisveginn
GUÐMUNDUR ING-
ÓLFUR GESTSSON
sem varð fljótlega að sannkölluðu
„ættaróðali“ í huga okkar.
Ein af mörgum sögum sem Bói afi
sagði okkur þegar við vorum lítil átti
sér stað í kjallaranum á Ásvallagöt-
unni, þar sem baðaðstaðan var. Afi
var í sturtu einn daginn þegar hann
sér grindina yfir niðurfallinu hreyf-
ast og hina myndarlegustu rottu
troða sér upp um gatið. Afi brá sem
snöggvast utan um sig handklæði og
opnaði dyrnar fram á gang eins og til
að bjóða boðflennunni að skoða sig
um. Rottan röltir fram og afi á hæla
hennar, enda fleiri dyr sem þurfti að
opna til að komast á leiðarenda. Þessi
gönguferð þeirra um kjallarann end-
aði svo á því að afi opnaði útidyrnar,
rottan kvaddi og afi gat brugðið sér
aftur undir sturtuna. Einhverjum
kann að þykja undarlegt að eyða orð-
um í slíka sögu í minningargrein en
okkur finnst þessi saga segja mikið
um skapgerð Bóa afa, hvernig hann
gerði ávallt það besta úr hlutunum og
lét ekkert koma sér úr jafnvægi.
Frá þessum árum munum við
reyndar frekar eftir afa í vinnunni í
Glæsibæ en heima á Ásó. Eins og
margir vann hann sex daga vinnu-
viku og iðulega fór hann ekki heim á
kvöldin fyrr en honum þótti útséð um
að ekkert meira væri hægt að gera
þann daginn. Það voru því ófá skiptin
sem við fórum með Kallý ömmu „í
nóttinni“ að sækja afa í vinnuna en,
þótt hann hljóti að hafa verið út-
keyrður eftir daginn, gaf hann sér
alltaf tíma til að heilsa okkur hlýlega
og sýna okkur eitthvað sniðugt. Við
vorum heldur ekki há í loftinu þegar
við fórum sjálf að venja komur okkar
í búðina til afa og þá var sko ekki
hangsað heldur rifinn fram hvítur
sloppur og við sett í að fylla á mjólk-
urkælinn eða pakka inn ávöxtum og
grænmeti. Þetta var blessunarlega
fyrir tíma Evrópustaðlaðrar vinnu-
löggjafar enda var það ómetanlegt
fyrir sjálfstraustið að fá ábyrgðar-
hlutverk sem þetta og finna það að
framlag manns skipti máli.
Afi hafði sterkari siðferðiskennd
en flestir menn og hann miðlaði
henni til allra í kring um sig, ekki þó
með fyrirlestrum eða predikunum,
heldur með lífi sínu og fordæmi.
Aldrei komu frá honum boð og bönn
eða skammir, en maður skynjaði
strax ef afi var ekki par hrifinn af
einhverju uppátækinu okkar, og var
það manni mikið umhugsunarefni.
Hann var því framúrskarandi kenn-
ari og er mikil synd að fleiri hafi ekki
fengið að njóta þeirra forréttinda að
læra af honum. Hann notaði hvert
tækifæri til þess að miðla til okkar
fróðleik á sviði mannkynssögu og vís-
inda, enda voru það hans helstu
áhugamál. Hann átti mikið bókasafn
sem öllum var velkomið að grúska í,
en oftast fannst okkur þó skemmti-
legra að spjalla við hann um atburði
mannkynssögunnar og heyra hans
útgáfu á hlutunum.
Fyrir okkar tíð lærði afi mótasmíði
og starfaði við það um nokkurt skeið.
Hann hafði einnig mjög gaman af
trésmíði og smíðaði m.a. fjölmörg
leikföng fyrir börnin sín þrjú sem við
barnabörnin fengum síðar að njóta
góðs af. Hann var mjög samvisku-
samur og lagði mikið upp úr vönduðu
handverki, og gilti þá einu hvort það
voru leikföng fyrir börnin eða lær-
issneiðar fyrir kúnnann yfir kjöt-
borðið. Meginatriðið var að gera vel
alla þá hluti sem hann tók sér fyrir
hendur. Hans vinnubrögð voru þó
ekki metin að verðleikum og eftir 20
ára starf hjá sama fyrirtæki var hon-
um sagt upp þegar verið var að yngja
upp starfsfólk búðarinnar. Það var
gífurlegt áfall fyrir afa, sjálfstraust
hans hrundi, lífslöngunin minnkaði
og hann varð aldrei sami maður aft-
ur. Við fórum því að sakna afa löngu
áður en hann dó, því þótt hann væri
alltaf hlýr og blíður við okkur í gegn
um áralöng veikindi sín, þá var sárt
að sjá glaðlyndið hverfa og lífsneist-
ann dofna.
Við lærðum fleira af afa en tölu
verði á komið, hluti sem ekki verða
kenndir í neinum skóla og allt of
sjaldgæft er að fólk fái að upplifa. Við
vonum því að okkur takist að minn-
ast Bóa afa með því að miðla til barna
okkar því umburðarlyndi og þeirri
réttsýni sem einkenndi líf hans.
Barnabörnin
Orri og Lína.
Lífið manns hratt fram
hleypur,
hafandi enga bið,
í dauðans grimmar
greipur, –
gröfin tekur þá við.
Allrar veraldar vegur
víkur að sama punkt,
fetar þann fús sem tregur,
hvort fellur létt eða þungt.
Ég veit, minn ljúfur lifir
lausnarinn himnum á,
hann ræður öllu yfir,
einn heitir Jesús sá,
sigrarinn dauðans sanni
sjálfur á krossi dó
og mér svo aumum manni
eilíft líf víst til bjó.
Guðni, föðurbróðir okkar, er dá-
inn. Okkur systurnar langar að
þakka honum fyrir alla þá góðvild
og kærleika sem hann sýndi okkur
sem litlum telpum. Við minnumst
hans sem góðs og örláts frænda,
sem vildi vel.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi.
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Maríu og öðrum ástvinum hans
vottum við samúð okkar.
Hann hvíli í friði Drottins.
Guð blessi minningu Guðna
Kárasonar.
Hildur og Guðrún
Jóna (Rúna).
Nú er komið að kveðjustund
elsku Guðni minn.
Ekki vissum við síðast þegar við
sáumst að það yrði í hinsta sinn.
Guðni kom inn í líf mitt fyrir tæp-
um 30 árum síðan og höfum við átt
margar góðar stundir síðan þá.
Guðni var vélstjóri í áratugi. Hann
var mjög góður vélstjóri og það
var nánast ekkert í þeim efnum
sem hann gat ekki lagfært og kom-
ið í gang.
Hann starfaði á millilandaskip-
um og ferðaðist um öll heimsins
GUÐNI
KÁRASON
✝ Guðni Kárasonfæddist í Reykja-
vík 17. ágúst 1942.
Hann lést 25. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskapellu
9. janúar.
höf og einnig á fiski-
skipum á miðum Ís-
lands.
Hann varð fyrir
mjög alvarlegu slysi
úti á sjó haustið 1978.
Þar var hann hætt
kominn þegar hann
missti annan fótinn og
framan af 3 fingrum.
Ég man þegar ég
heimsótti hann á spít-
alann eftir slysið og
hann gerði að gamni
sínu við mig og sagð-
ist ætla að læra að
dansa aftur. Hann
náði því að dansa aftur. Guðni æfði
íþróttir á yngri árum. Hann æfði
róður með Róðrarfélagi Reykjavík-
ur og keppti oft í þeirri grein.
Guðni æfði einnig júdó fyrst hér
heima og svo í London.
Hann var einn af þeim fyrstu til
að ná svörtu belti, 1. dan, í júdó á
Íslandi.
Guðni var ákaflega þægilegur í
umgengni og góður við þá sem
minna máttu sín.
Það var alveg sama hvað gekk á,
hann hélt alltaf stillingu sinni og
hafði ætíð kímnigáfu.
Guðni var barngóður, það er
ekki langt síðan hann var að kenna
syni mínum júdóbrögð í eldhúsinu
hjá mér. Það var alveg sama hve
hávær börnin voru, hann hafði
ætíð þolinmæði í stórum stíl við
þau.
Mér finnst ekki langt síðan ég sá
þig fyrst, ég man þann dag eins og
verið hefði í gær. Margt er mann-
anna bölið og Guðni háði baráttu
við Bakkus. Stundum hafði hann
sigur og átti góða tíma. Stundum
leið honum illa en hann bar ekki
sorgir sínar á torg.
Ég á margar góðar minningar
um þig kæri Guðni og það finnst
mér vænt um.
Mig langar til að þakka þér fyrir
góðu stundirnar Guðni minn.
Ég bið þess að Drottinn taki vel
á móti þér og veiti öllum þeim er
unnu þér sefun í sorginni.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér
(Hallgrímur Pétursson.)
Megir þú hvíla í friði. Hinsta
kveðja,
Lóa, Arnar og börn.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
,
" %"
"
>?5 1< 2@ 1A
% .
(44B.
C 0&
%
&
'%
#
)
)%
/' ( & #
).%
/' (
/' ( /' ( & (%
/' (
-
&
/4
/' ( /4
%
=
$) 5 -