Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ EINN fremsti tónlistarmaður okk- ar Íslendinga í dag, Ásdís Valdi- marsdóttir, leikur einleik á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld. Hún leikur víólukonsert eftir Paul Hindemidth, Der Schwan- endreher, sem byggður er á göml- um þjóðlögum. Á efnisskrá tón- leikanna er einnig Sjöstrengjaljóð eftir Jón Ásgeirsson, og 3. sinfónía Beethovens, Eroica. Stjórnandi á tónleikunum er Rússinn Alexander Anissimov. Ásdís Valdimarsdóttir lauk meistaraprófi í fiðluleik frá Juill- iard-skólanum í New York, og stundaði síðan framhaldsnám hjá einum þekktasta víóluleikara í heiminum í dag, Nobuko Imai. Að námi loknu hefur Ásdís starfað bæði í Bandaríkjunum og á megin- landi Evrópu og oft með heims- þekktum listamönnum svo sem Heinrich Schiff, Gidon Kremer og Sandor Vegh og hljómsveitum á borð við Mozartleikarana í Lund- únum, Einleikarasveit Lundúna, og Rússnesku þjóðarhljómsveitina, Kammersveit Evrópu, og Skosku kammersveitina. Árið 1995 gekk hún til liðs við heimsþekktan strengjakvartett, Chilingirian strengjakvartettinn í London. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta sinn sem Ásdís Valdimars- dóttir leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hún hefur þó komið nokkrum sinnum heim og leikið kammermúsík, bæði með Chilingirian kvartettnum á Listahá- tíð 1998, og með íslenskum tónlist- armönnum, síðast á Reykholtshátíð í sumar. „Ekki nógu rómantísk týpa“ Þetta er í fyrsta sinn sem Ásdís leikur þetta verk Hindemiths, og það er jafnframt í fyrsta sinn sem það heyrist á Íslandi. „Hindemith er þarna á mjög ljóðrænum nótum og mun lýrískari en fólk þekkir af mörgum öðrum verkum hans. Fyrsta þáttinn kallar hann: Milli fjalls og dalsins djúpa og annar þátturinn með yfirskriftina: Laufg- astu, litla linditré – gaukurinn á gerði sat; þar notar Hindemith gamalt þjóðlag eða sálm sem heyr- ist af og til hjá blásurunum, en víól- an skreytir það. Síðasti kaflinn er í tilbrigðaformi og kallast Ert þú ekki svanahirðirinn?“ Hindemith var sjálfur víóluleikari og segir Ásdís að hann hafi samið verkið fyrir sjálfan sig. „Hindemith lék verkið sjálfur, en víóluleikarar hans tíma voru ekkert hrifnir af því hvernig hann spilaði það, eða hvernig hann lék yfir höfuð önnur verk. Hann þótti ekki nógu róm- antísk týpa. Hann lék til dæmis síð- asta þáttinn nákvæmlega á þeim hraða sem hann skrifaði – alveg eft- ir taktmælinum, en þar var hálf- nótan hundrað og þannig hafði hann það. En ég er oft búin að hlusta á þetta, og það spilar það enginn jafn- hratt og beint áfram og Hindemith gerði. Það má segja að hann hafi samið músíkina, en gleymt svo sjálfur að spila hana með músík.“ Aðalstarf Ásdísar er að leika með Chilingirian kvartettnum, en því starfi fylgir einnig kennsla í Royal College of Music í London. „Þetta er sjöundi veturinn minn með Chil- ingirian, en ég kem líka fram sem gestur víða, til dæmis með Skosku kammersveitinni, sem er mjög gam- an, en þar leiði ég víólurnar. Það er gaman að því að gamli kennarinn minn Steve King, sem kenndi mér hér heima, þegar hann lék með Sin- fóníuhljómsveit Íslands, hann leikur þar. Ég er að spila alls konar tónlist og þetta er bara mjög gaman. „Þarf að vera stór og flottur salur fyrir hljómsveitina“ En það er líka mjög gaman að koma heim að spila. Hljómsveitin er alveg meiriháttar góð. Mér finnst það þó algjört hneyksli að kosninga- loforð borgarstjóra um tónlistarhús skuli ekki vera komið lengra á veg. Það er ekki einu sinni byrjað að grafa fyrir nýju tónlistarhúsi. Það er algjört hneyksli að svona frábær hljómsveit skuli ekki hafa almenni- legt húsnæði. Er hún ekki búin að sanna sinn tilverurétt nógu oft með verðlaunum og viðurkenningum og vel heppnuðum tónleikaferðum til útlanda og frábærum tónleikum hér heima? Ég get ekki sagt það nógu oft að það er fyrir neðan allar hellur að þessi hljómsveit skuli ýmist vera að spila í bíóhúsi eða handboltahöll. Meir að segja í Þrándheimi er stórt og mikið tónlistarhús með stórum sal og kammermúsíksölum, og á Grænlandi er komið gott tónleika- hús. Og svo er alltaf verið að tala um hvað Ísland standi framarlega á öllum sviðum! Þetta er meiriháttar hneyksli.“ Ásdísi er heitt í hamsi þegar um- ræðan snýst um tónlistarhús, enda er hún sjálf vön því að spila í bestu húsum sem völ er á. En hvernig vildi hún sjá þeim málum borgið? „Ég myndi vilja fá finnskan arki- tekt til að hanna tónleikasalina í tónlistarhúsinu – Finnarnir eru svo klárir í því. Það þarf að vera hægt að breyta hljómburðinum eftir því hvernig hópur er að spila í salnum, og eftir því hvort um tónlist eða tal er að ræða. Það þarf að vera stór og flottur salur fyrir hljómsveitina, og annar minni fyrir kammermúsík. Svo á auðvitað að byggja sérstakt óperuhús, með öllum þeim búnaði sem það þarfnast.“ Þegar Ásdís fer aftur til Englands bíða hennar æf- ingar með Chilingirian kvartettin- um fyrir tónleikaferð til Bandaríkj- anna og svo til Kýpur. „Eftir það ætla ég svo að taka mér smáfrí, því ég ætla að ættleiða litla stelpu frá London.“ Svanur ber undir bringudúni banasár Jón Ásgeirsson samdi Sjö- strengjaljóð árið 1968 og upphaf- lega var það hugsað sem hluti af sjö þáttum fyrir strengi, sem ekki varð þó framhald á og stendur Sjö- strengjaljóðið stakt. Eins og nafnið gefur til kynna er verkið samið fyrir sjö strengjaraddir, en það er byggt á upphafsstefi sönglagsins Svanur ber undir bringudúni banasár eftir Jón sjálfan. Lagið samdi hann í Neskaupstað 1956, við minningar- ljóð Þorsteins Valdimarssonar um Inga T. Lárusson. Stef lagsins er tólf tóna stef en er þó ómblítt, og ber Sjöstrengjaljóð með sér hinn sterka þjóðlega tón sem einkennir mörg verka Jóns. Hér má heyra kröftug stökk þar sem fimmundir koma við sögu, en lengst af er verk- ið þó líðandi og angurvært, í stíl við heiti sönglagsins sem það er byggt á. Meðalmaðurinn Eftir hlé leikur hljómsveitin einn mesta stríðsfák tónbókmenntanna, þriðju sinfóníu Beethovens, Eroicu, sem stundum er kölluð Hetjuhljóm- kviðan. Beethoven tileinkaði verkið Napóleon Bónaparte, sem hann taldi holdgerving nýrra þjóðfélags- hugmynda um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þegar Napóleon tók sér keisaratign er sagt að Beethoven hafi orðið sárreiður, þurrkað til- einkunina til Napóleons út úr frum- riti verksins, og sagt: „Hann er þá bara eins og hver annar meðalmað- ur.“ Tónleikarnir hefjast að vanda kl. 19.30 í Háskólabíói. Gleymdi músíkinni í eigin músík Morgunblaðið/Ásdís Ásdís Valdimarsdóttir á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ásdís Valdimarsdóttir leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands GUÐRÚN Hallfríður Bjarnadóttir, Hadda, dvelur nú og starfar á gesta- vinnustofunni í Skaftfelli, menning- armiðstöð Seyðisfjarðar. Hadda er menntuð í vefnaði, handverki, papp- írsgerð, sútun, silkimálun, tau- þrykki, textíl, þjóðbúningasaum og hefur sérhæft sig í gömlu hand- verki. Hún starfar sem kennari við Menntasmiðju kvenna og í Punkt- inum á Akureyri. Hadda stendur fyrir námskeiði í kertagerð nú á laugardag í Skaftfelli. Kennt verður að steypa kerti eins og gert var á Ís- landi hér áður fyrr. Sýningarlok Sýningu Magnúsar Reynis Jóns- sonar ljósmyndara og Birgis Andr- éssonar myndlistamanns, „Fossar í firði“, lýkur á sunnudag. Skaftfell er opið á laugard. og sunnud. kl. 14-18. Kertagerð í Skaftfelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.