Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Steinunn Hall-dórsdóttir fædd-
ist í Vörum í Garði
29. október 1916.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 29. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Kristjana Pálína
Kristjánsdóttir hús-
freyja frá Hellukoti á
Vatnsleysuströnd og
Halldór Þorsteinsson
útvegsbóndi frá
Melbæ í Leiru. Hún
var eitt þrettán
barna þeirra, en þau voru í ald-
ursröð þessi: 1) Þorsteinn Krist-
inn, f. 22.2. 1912, d. 19.1. 1990. 2)
Vilhjálmur Kristján, f. 5.7. 1913,
d. 1.4. 1997. 3) Gísli Jóhann, f.
10.7. 1914, d. 20.4. 2001. 4) Hall-
dóra, f. 27.9. 1915. 5) Steinunn,
sem hér er minnst. 6) Guðrún, f.
23.3. 1918. 7) Elísabet Vilborg, f.
22.5. 1919, d. 4.3. 1998. 8) Þor-
valdur, f. 17.8. 1920. 9) Kristín, f.
22.11. 1921. 10) Marta Guðrún, f.
12.2. 1923, d. 31.3. 2001. 11)
Helga, f. 9.9. 1924, d. 9.9. 1924.
12) Þorsteinn Nikulás, f. 10.1.
1927, d. 24.12. 1984. 13) Karítas
Hallbera, f. 12.9. 1928.
Steinunn giftist Benedikt B.
Guðmundssyni sjómanni úr
Keflavík. Börn þeirra eru: 1) Guð-
rún Bára, gift Sigurði Gunnars-
syni. Þeirra synir eru a) Bene-
dikt, sambýliskona Guðmunda
Lára Guðmundsdóttir. Þeirra
dóttir Birta Rún. Dóttir Bene-
dikts frá fyrri sam-
búð er María Rós. b)
Róbert. 2) Kristjana,
gift Níelsi Árna
Lund. Þeirra börn
eru a) Steinunn,
sambýlismaður
Valdimar Sveinsson.
Þeirra sonur Sveinn
Andri. b) Elvar Árni.
c) Helgi Þór. 3) Þor-
steinn Gísli, kvænt-
ur Kristínu Björg-
vinsdóttur. Þeirra
dætur eru a) Hildur
Ýr, sambýlismaður
Freyr Björnsson, b)
Sara Hrund, c) Alma Karen.
Steinunn ólst upp í foreldra-
húsum. Lífsbaráttan var hörð á
þessum árum og strax og aldur
og geta leyfðu vann hún ásamt
systkinum sínum við útgerð föður
síns sem gerði út og átti bátinn
Gunnar Hámundarson í Garði.
Síðar vann Steinunn sem mat-
ráðskona hjá bræðrum sínum eft-
ir að útgerðin fór í þeirra umsjá.
Steinunn og Benedikt hófu bú-
skap árið 1949 á Aðalgötu 14 í
Keflavík og nokkrum árum síðar
byggðu þau sér hús í Sóltúni 16 í
Keflavík og bjuggu þar allan sinn
búskap. Fyrir tæpum tíu árum fór
heilsu Steinunnar að hraka og
flutti hún þá á dvalarheimilið
Hlévang í Keflavík. Síðustu fjög-
ur árin var hún vistmaður á dval-
arheimilinu Garðvangi í Garði.
Útför Steinunnar fór fram frá
Keflavíkurkirkju 3. janúar í kyrr-
þey að ósk hennar.
Elsku mamma. Það verður erfitt
að fylla það tómarúm sem hefur
myndast með fráhvarfi þínu, þú sem
ávallt hefur verið til staðar fyrir
okkur öll. Með þinni sterku Guðs
trú, æðruleysi og kjarki, komst þú í
gegnum lífsins öldurót með miklum
sóma, þú skilaðir þínu verki eins og
best varð á kosið. Þrátt fyrir veik-
indi þín á undanförnum árum sýndir
þú ætíð mikinn styrk með því að sjá
jákvæðu hliðarnar á lífinu, og ekki
eyddir þú orkunni í kvartanir. Ef þú
heyrðir slæmt umtal um náungann
þá tókst þú náungans málstað, hann
væri nú ekki alveg eins slæmur og af
væri látið. Þú máttir aldrei neitt
aumt sjá en þá vildir þú reyna að
hjálpa eftir bestu getu, jafnvel þrátt
fyrir að þú værir sjálf bundin við
hjólastól nú á seinni árum. Seinustu
fjögur ár ævi þinnar dvaldir þú á
Garðvangi, þar sem þú undir hag
þínum vel, þú hrósaðir ætíð starfs-
fólkinu fyrir góða umönnun. Ekki
leiddist þér þar, eins og þú sagðir þá
var svo mikið um að vera, það var
alltaf eitthvað gott í sjónvarpi og út-
varpi, þá var leikfimi, samverustund
og ekki síst föndrið sem var tvisvar í
viku, enda eigum við nú mörg meist-
arastykkin eftir þig sem þú hefur
gefið okkur í jóla- og afmælisgjafir.
Þegar ég hugsa til baka kemur
fyrst upp í hugann okkar fallega
heimili að Sóltúni 16 í Keflavík sem
þú og pabbi byggðuð upp og hversu
vel þið hugsuðu um okkur systkinin
jafnframt því að styðja okkur áfram
eftir að við vorum sjálf farin að búa.
Ekki gleymi ég laugardögunum á
mínum bernsku árum, en þá lagði
kökuilminn yfir hverfið frá bakar-
ofni þínum, og stundvíslega var ég
mættur með félaga mína til þess að
fá nýbakaða marmaraköku og
skúffuköku með ískaldri mjólk,
þannig gekk þetta í mörg ár. Ég
sagði oft við þig að þú værir heims-
ins besti kokkur fyrr og síðar, það
var sama hvað þú matreiddir, alltaf
tókst þér að framkalla eitthvað ljúf-
fengt handa okkur.
Þú vannst lengi við fiskvinnslu og
þá aðallega við að sauma utanum
skreið og saltfisk, ég var ekki hár í
loftinu þegar ég vildi frekar fara
með þér í fiskinn heldur en að leika
með félögum mínum, og áður en ég
vissi af fékk ég vinnu út á þig. Við
fylgdum matsmönnunum eftir
þannig að við vorum sex til átta sem
fylgdumst ávallt að og fórum á milli
fiskvinnslnanna á Suðurnesjum. Þá
voru notaðir leigubílar til þess að
keyra fólkið í vinnu og heim. Oftar
en ekki urðu bílstjórarnir sótrauðir í
framan þegar þeir sáu að bíllinn var
allur í salti að innan eftir mig, en þú
talaðir bílstjórana ævinlega til
þannig að ég fékk leyfi til að koma
aftur og aftur. Þá man ég einnig eft-
ir því þegar þú varst að salta síldina
í Keflavík. Þá var mikið fjör og gam-
an, ég fékk oft að fara með þér og
fékk þá að leggja eina og eina síld á
meðan þú hausskarst síldina.
Garðurinn þinn á Sóltúni var þér
afar hugleikinn enda var blóma-
ræktin þitt hjartans áhugamál, þau
voru orðin nokkuð mörg tonnin af
mold og taði sem þú varst búin að
taka inn á lóðina og róta fram og til
baka. Þér þótti einnig vænt um það
þegar vinkonur þínar komu að
skoða garðinn og næla sér í afleggj-
ara um leið.
Aðfangadagskvöldið var okkar
seinasta kvöld saman, í bili, við
Stína, Hildur, Sara og Alma munum
aldrei gleyma þér og þessu kvöldi,
þú varst svo eldhress og ánægð með
allt og alla, þú rifjaðir upp gamla tíð
og sagðir okkur frá þínum bernsku-
og unglingsárum.
Starfsfólkið á Garðvangi á þökk
skilið fyrir góða umhyggju, Kalla
systir þín fyrir að vera alltaf til stað-
ar og ekki síst Bára systir sem hugs-
aði alltaf svo vel um þig og var alltaf
reiðubúin ef eitthvað bjátaði á.
Elsku mamma, við kveðjumst nú
að sinni en við munum hittast aftur
með Guðs vilja.
Guð blessi þig og varðveiti.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þinn sonur,
Þorsteinn Gísli.
Yst á Reykjanesskaga er Garð-
urinn, vinalegt byggðarlag, þar sem
lífið og tilveran hefur lengst af snú-
ist um sjóinn. Þar hétu og heita enn
helstu bæir ákveðnum nöfnum og
viðkomandi fjölskyldumeðlimir og
jafnvel heilu ættirnar kenna sig við
þá. Frá hverjum þessara staða var
stunduð útgerð enda skammt á gjöf-
ul fiskimið. Eru ófáir aflaskipstjór-
arnir ættaðir úr Garðinum. En
Garðurinn var einnig að nokkru
leyti sveitaþorp. Hvert býli sem á
því hafði möguleika var með ræktun
sem nægði fyrir fáeinar kindur og
eina eða tvær kýr. Vart þarf að taka
það fram að í Garðinum þekktu allir
alla, blóðblöndun milli ætta og fjöl-
skyldubönd sterk.
Ein þessara fjölskyldna var fjöl-
skyldan í Vörum. Þar réð öllu því
sem að sjónum laut útvegsbóndinn
Halldór Þorsteinsson frá Melbæ í
Leiru en búsýslan var í höndum
konu hans, Kristjönu Pálínu Krist-
jánsdóttur frá Hellukoti á Vatns-
leysuströnd. Aðeins kynntist ég
þeim hjónum, Kristjana greinilega
velgerð dugnaðarkona og Halldór
hörkukarl sem gjarnan lét þess get-
ið að hann væri af Húsafellsætt.
Bátana sína skírði hann eftir höfð-
ingjanum á Hlíðarenda – Gunnari
Hámundarsyni. Útgerðin var farsæl
enda dugmikið og metnaðarfullt
fólk að baki henni.
Halldór og Kristjana eignuðust
13 börn. Upp komust fimm drengir
og sjö stúlkur. Ein þeirra var Stein-
unn tengdamóðir mín sem lést 29.
desember sl.
Steinunn var fædd 29.10. 1916 og
var fimmta í aldursröð Vararsystk-
inanna. Steinunn ólst upp í foreldra-
húsum og fór fljótt að vinna við fisk-
verkun föður síns eins og hin
systkinin eða strax og aldur og geta
leyfðu. Engar reglugerðir bönnuðu
þá krökkum og unglingum að starfa
en jafnréttismálin voru í fullu gildi
hvað varðaði að stelpurnar í Vörum
voru jafnt kallaðar til starfa sem
drengirnir. Oftar en ekki var vinnu-
dagurinn langur og strangur. Voru
systkinin orðlögð fyrir dugnað og
hverskonar sérhlífni var fjarri
þeirra hugsun. Ég hef nokkuð víða
farið og kynnst mörgu fólki. Það er
nærri mér að fullyrða að heilsteypt-
ara og jafnbetra fólki til orðs og æð-
is en þeim Vararsystkinum hafi ég
ekki kynnst. Áberandi í fari þeirra
allra er trygglyndi, samheldni og
einlæg framkoma.
Ég kom inn á heimili Steinunnar
og Benedikts fyrir um 30 árum er ég
tók saman við Kristjönu dóttur
þeirra. Strax var mér tekið opnum
örmum og ég fann glöggt að þar var
ég velkominn.
Fljótlega uppgötvaði Steinunn
„smíðahæfileika“ mína og á þeim
fékk hún ótakmarkaða trú. Varla
hafði ég verið vikuna á heimilinu er
mér var falið að smíða hliðgrind og
þar sem ég hafði mig skammlaust
fram úr því verki sá Steinunn enga
ástæðu til annars en að nýta getu
tengdasonarins enn frekar. Óspart
hældi hún mér og mér sem öðrum
þótti lofið gott. Sum smíðin var nú
ekki merkileg en við færðum okkur
upp á skaftið og tvö risu gróðurhús-
in og annað þó frekar sólstofa eins
og þær þekkjast í dag. Steinunn var
arkitektinn og lagði fram munnleg-
ar teikningarnar en í minn hlut féll
verklegi þátturinn. Þetta voru
skemmtilegir tímar, ég ungur og
ástfanginn og gerði hvað sem var til
að sanna getu mína og þóknast
tengdamóður minni.
Hjá Steinunni ríkti að mörgu leyti
formfesta í heimilishaldi; hádegis-
maturinn á slaginu tólf, kvöldmatur
klukkan sjö.
Það var bakað reglulega, hver
kakan annarri betri, hvort heldur
það voru flatkökur eða bestu tertur.
Strax og hún komst að því hver
uppáhaldskaka mín var bættist hún
í flota þeirra sem úr ofninum runnu
hvern laugardag. Sunnudagssteikin
með öllu tilheyrandi var fastur liður
og góðu kvöldkaffi – kaldri mjólk og
kökum – var erfitt að neita.
Hér er rétt að skjóta því inn að
Steinunn var orðlögð matmóðir, þ.e.
þekkt fyrir mikinn og góðan mat,
rausnarlega fram borinn og vel til
reiddan á allan máta. Nutu margir
góðs af enda Steinunn afar gestris-
in.
Mér varð snemma ljóst að Stein-
unn hafði mikið unnið um ævina.
Sannarlega var hún dugnaðarforkur
til allrar vinnu. Auk húsmóðurstarfa
vann hún lengst af við tilfallandi
störf í fiskvinnslu, svo sem saltfisk-
verkun, skreiðarpökkun og síldar-
söltun og veit ég að hún var eftir-
sóttur starfskraftur. Eins veit ég að
áður fyrr tók hún ósjaldan börnin
sín með sér í vinnuna þegar því var
við komið og fengu þau þá að hjálpa
til eins og við saltfiskbreiðslu og
síldarsöltun. Snemma beygist krók-
urinn að því sem verða vill. Heimilið
var Steinunni afar kært og því sinnti
hún af alúð og metnaði. Þá féll í
hennar hlut sem sjómannskonu að
annast flestar daglegar útréttingar
fyrir heimilið og uppeldi barnanna.
Steinunn var myndarleg til hand-
anna og að sjálfsögðu saumaði og
prjónaði hún flestar flíkur heimilis-
ins meðan það tíðkaðist og lengi vel
prjónaði hún lopapeysur og seldi.
Hún sinnti einnig öðrum hannyrð-
um, flosaði myndir og saumaði út
meðan sjón entist til slíkra hluta og
allt fram á síðasta dag tók hún virk-
an þátt í hannyrðastarfi aldraðra.
Steinunn hafði yndi af öllum
gróðri og átti umhverfis hús sitt í
Sóltúninu einstaklega fallegan garð
hvar hún ræktaði fjölskrúðugar
plöntur. Fékk Steinunn viðurkenn-
ingu frá Keflavíkurbæ fyrir garðinn
sinn. Margir garðáhugamenn leit-
uðu til Steinunnar um plöntur og
voru ófáir garðarnir í Keflavík
skrýddir blómum frá henni. Fyrir
mér, ættuðum norðan af Melrakka-
sléttu, var garðurinn hreint undur.
Þar var lítill bóndabær og sömuleið-
is tjörn. Rifsberjarunnar sem
stækkuðu hraðar en rabbarbarinn
fyrir norðan, fjölmargar tegundir
blóma og trjáa og milli þeirra rækt-
aði Steinunn kartöflur og annað
grænmeti auk jarðarberja sem litlir
munnar barna minna gæddu sér á
og lifa enn í minningu þeirra. Tví-
mælalaust get ég þakkað henni
þann áhuga sem ég hef í dag á garð-
rækt. Sá áhugi kviknaði í garði
Steinunnar.
Þannig þróuðust mál að ég nam
brott dóttur þeirra Steinunnar og
Benedikts og flutti með mér norður
í Þingeyjarsýslur. Þar bjuggum við
fyrstu búskaparárin okkar og naut
Steinunn þess að koma til okkar,
ekki síst ef hægt var að komast í
góðan norðlenskan berjamó. Þótt
langt væri á milli fylgdust afi og
amma í Keflavík grannt með upp-
vexti barnabarnanna og hjá þeim
áttu þau alltaf gott athvarf.
Alla afmælisdaga barna og barna-
barna mundi Steinunn, hafði góðan
fyrirvara á að útbúa glaðning til
þeirra. Oftar en ekki var það eitt-
hvað sem hún hafði sjálf unnið.
Sömu sögu var að segja um jólagjaf-
irnar. Síðari árin pakkaði hún þeim
inn snemma á jólaföstunni og fór
margsinnis yfir lista sinn hvort
nokkur gleymdist. Þá átti hún það
til að opna einstaka pakka og bæta
við í hann einhverjum hlut ef henni
fannst gjöfin heldur rýr. Fyrir alla
hennar hugulsemi í garð barna
minna þakka ég af alhug.
Í mínum huga var Steinunn
heilsuhraust kona, varð sjaldan mis-
dægurt og heyrðist aldrei kvarta.
Þó var hún í fimmtíu ár með syk-
ursýki. Hún gerði sér hins vegar
strax grein fyrir þeim hættum sem
sykursýkinni fylgja og einsetti sér
að lifa eftir þeim ráðleggingum sem
hún fékk varðandi sjúkdóminn og
hefur það áreiðanlega verið henni til
hjálpar.
Til síðasta dags hélt hún fullri
andlegri heilsu, fylgdist vel með
börnum sínum og afkomendum og
ættingjum öllum. Steinunn var trú-
uð kona og trúði staðfastlega á líf að
loknu þessu. Fráfall hennar bar að
með nokkuð skjótum hætti, en kom
þó ekki á óvart. Trúlega var enginn
eins viðbúinn því og hún sjálf. Það
erum við aðstandendurnir sann-
færðir um eftir að hafa litið nokkra
daga til baka. Steinunn var tilbúin
að mæta skapara sínum.
Með þessum orðum kveð ég í ein-
lægni og með söknuði elskulega
tengdamóður mína sem frá fyrsta
degi tók mér opnum örmum og gaf
mér væntumþykju sína.
Hvíli hún í Guðs friði.
Níels Árni Lund.
Þegar ég heyrði að amma Stein-
unn væri komin inn á Landspítala
og væri mikið veik var ég viss um að
hún mundi ná sér fljótlega. Það
hafði hún gert áður þegar hún hafði
veikst, hún var svo sterk og dugleg.
Ég fór með bænirnar mínar og bað
fyrir ömmu minni. En svo hringdi
pabbi og sagði að hún væri dáin.
Hún var hjá okkur á jóladag, allri
fjölskyldu okkar, svo hress og kát
og þannig munum við alltaf muna
hana. Við þökkum fyrir þá samveru-
stund.
Það eru ófáar stundirnar sem við
höfum átt saman og þær stundir eru
vel geymdar í hjarta mínu. Við
systkinin áttum eftirminnilegar
stundir í eldhúsinu hjá henni í Sól-
túninu þar sem við gæddum okkur á
skúffuköku, heimabökuðu brauði og
flatkökum.
Ég var ekki há í loftinu þegar
amma kenndi mér að flysja kart-
öflur, ég náði mér í eldhúskollinn og
fékk að hjálpa til og stolt var ég af
því.
Ég man líka þegar við Elvar vor-
um í pössun hjá ömmu og afa og ég
dundaði mér í baðinu í tíma og
ótíma. Amma kom hlaupandi upp á
efri hæðina með handklæði og hjálp-
aði mér, svo fór ég niður og fór aftur
í bað á neðri hæðinni. En alltaf kom
amma með bros á vör og spurði
hvort ég væri nú ekki orðin svöng og
búin að fá nóg af baðferðum.
Garðurinn hennar ömmu var svo
fallegur. Rósir, allskonar blóm og
tré, rifsber og rabbarbarinn brást
okkur aldrei. Við Elvar eyddum
mörgum stundum í tjörninni sem
var í garðinum. Þar var líka lítið
burstahús og amma sagði að þar
byggju litlir álfar. Við sátum oft
lengi fyrir framan það og biðum
þess að sjá þá. Stundum fengum við
smákökur til að færa þeim.
Amma prjónaði alltaf þegar hún
átti lausa stund. Ég horfði svo oft á
hana prjóna, horfði á fallegu stytt-
urnar hennar í stofunni og blómin
sem voru þar inni en þau voru líka
óteljandi blómin þar.
Svo kom að því að ég kynnti
ömmu fyrir manninum mínum, hon-
um Valda. Amma varð strax hrifin
STEINUNN
HALLDÓRSDÓTTIR
!"
#
#
$
%
"
!
"
#$% &
'()
"&
((
&
)
* "
&
+
,
-
&
,.(
& /
/
*
!
$'
%
0 &
&.
.
-