Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Helgafell, Dettifoss, Northern Liftnes og Jo Elm fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss og Markus J. fóru í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 10 vinnustofa og boccia, kl. 13 bað, vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerðir, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum, fimmtu- daga kl. 17–19. Jóga hefst kl. 11 föstudaginn 18. janúar. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrt- ingu, hárgreiðslu og fót- anudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara Kópavogi stendur fyrir opnu húsi í Gjábakka laugardaginn 12. janúar kl. 14. Dagskrá: Mynd- ræn frásögn frá Eyja- álfu, myndasýning, kaffi og meðlæti. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–13 handavinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Laugardaginn 12. janúar munu Göngu- Hrólfar heimsækja Hananú-hópinn í Kópa- vogi, mæting í Gjá- bakka kl. 10. Farið verður með rútu frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 9.45. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt í Faxafen 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16 s. 588 2111. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist á Álftanesi kl. 19.30. Fótaaðgerðir mánudaga og fimmtudaga frá kl. 9 s. 565 6775. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Pútt í Bæjarútgerð kl. 10–11.30. Á morgun föstudag. Myndlist kl. 13, brids kl. 13.30 Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurð- arnámskeið, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Dansleikur í kvöld kl. 19.30, hljómsveitin „Í góðum gír“ leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, umsjón Lilja G. Hall- grímsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur, umsjón Kristín Hjaltadóttir. Myndlistarsýning Bryn- dísar Björnsdóttur stendur yfir. Veitingar í veitingabúð. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids, kl. 13–16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Nokkur pláss laus í jóga. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–15. Leikfimihópur 1, kl. 9.05 og leikfimi- hópur 2, kl. 9.50, nám- skeið í klippimyndum kl. 9.30, námskeið í gler og postulínsmálun kl. 13, námskeið í ramma- vefnaði kl. 13, kínversk leikfimi kl. 16.20 og kl. 17.15. Gömlu dansarnir kl. 20, línudans kl. 21 í umsjón Sigvalda. Hægt er að bæta við í kín- verska leikfimi kl. 17.15 nokkrum einstaklingum. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótsnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Messa í dag, kl. 10.30 umsjón Kristín Pálsdóttir djákni. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun. Kóræfing kl. 13. Helgi- stund. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, dóm- kirkjuprestur. Kór fé- lagsstarfs aldraðra und- ir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leikfimi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 14. janúar kl. 20. Héðinn Unnsteinsson heldur er- indi um geðrækt. Kaffi- veitingar. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Tafl í fé- lagsheimilinu kl. 19. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomn- ir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðara, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM&K, Holtavegi 28, Rvík og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Minningarkort Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheim- ersjúklinga. Minning- arkort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfs. 533 1086. Í dag er fimmtudagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum. (Lúk. 24, 48.) LÁRÉTT: 1 fress, 4 skaut, 7 jurt, 8 innflytjandi, 9 tíu, 11 þvættingur, 13 skjóla, 14 svardagi, 15 görn, 17 held, 20 snák, 22 á jakka, 23 samþykkir, 24 fiskur, 25 drykkjurútar. LÓÐRÉTT: 1 lyftir, 2 tigin, 3 slæmt, 4 pyngju, 5 ganga, 6 byggja, 10 grefur, 12 ber, 13 skjót, 15 krafts, 16 beiska, 18 áfanginn, 19 lifir, 20 grenja, 21 þröng- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gunnfánar, 8 ofboð, 9 angur, 10 ugg, 11 arður, 13 auðum, 15 balls,18 satan, 21 tóm, 22 tunnu, 23 ískra, 24 handsamar. Lóðrétt: 2 umboð, 3 niður, 4 álaga, 5 augað, 6 lofa, 7 gröm, 12 ull, 14 una, 15 bæta, 16 lunga, 17 stuld, 18 smíða, 19 takka, 20 nóar. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... STUNDUM hefur verið rætt umað það skorti á fagmennsku í ferðamannaþjónustu á Íslandi. Verðið á þjónustunni sé reyndar svipað og sumstaðar erlendis, en þjónustan sé hins vegar alls ekki eins góð. Víkverji er ekki fjarri því að eitthvað sé til í þessu. Um síðustu helgi fór Víkverji ásamt fjölskyldu sinni á veitinga- hús. Fjölskyldunni var vísað til sætis og afhentur matseðill. Eftir að hafa skoðað matseðilinn góða stund voru flestir komnir að nið- urstöðu um hvað þeir vildu borða. Ekkert bólaði hins vegar á þjón- inum til að taka við pöntuninni. Fjölskyldan beið samt róleg góða stund. Ekki var neitt tiltakanlega mikið að gera á veitingastaðnum, en þjónarnir, sem voru allmargir, virtust hins vegar hafa nóg annað að gera en að þjónusta gestina. Eftir að hafa beðið eftir þjónustu í a.m.k. 10 mínútur gafst fjölskylda Víkverja upp og fór út. Víkverji ákvað að gefast ekki upp og fór á annan veitingastað og fékk þar sæmilega þjónustu, ef frá er skilið að engin skeið fylgdi súp- unni. Fólk sem sat við borð skammt frá var hins vegar ekki ánægt með veitingastaðinn. Það pantaði mat á matseðlinum, en þegar þjónninn sagði að hann væri ekki til gekk fólkið út. Það er ekki ódýrt að borða á veitingahúsum á Íslandi. Það er því sjálfsögð krafa viðskiptavina þeirra að þjónustan sé góð og gangi hratt fyrir sig. Viðskiptavin- irnir eiga ekki að þurfa að bíða lon og don eftir þjónustu og þeir eiga ekki að þurfa að biðja um skeið þegar þeim er færð súpa. x x x UM áramót hækkuðu mjólkur-vörur í verði. Flestir fjöl- miðlar sögðu frá þessari hækkun. Í Bændablaðinu, sem kom út um miðjan desember, er fjallað um verð á drykkjarvörum og þar koma athyglisverðar upplýsingar í ljós. Blaðið ber saman verð á nokkrum vörum í Hagkaup í Skeif- unni 23. desember 1999 við verð á sömu vörum 4. desember 2001 í sömu verslun. Í ljós kemur að einn lítri af mjólk hefur á þessu tímabili hækkað um 9,1%. Einn lítri af kók hefur hins vegar hækkað um 19%, einn lítri af Trópí appelsínusafa hefur hækkað um 23,9% og einn lítri af Brazza ávaxtasafa hefur hækkað um 46,4%. Samkvæmt könnuninni kostaði mjólkin 80 kr., Brazzi 142 kr., kók 163 kr. og Trópí 197 kr. Víkverja þótti þetta athyglis- verðar upplýsingar. Mjólkin er sem sé ódýrust af þessum drykkjum og hefur þar að auki hækkað minnst á þessu tímabili. Í Morgunblaðinu á þriðjudaginn kom fram að verð á einu kílói af vínberjum er komið upp í 1.300 kr. Þetta er fráleit verðlagning. Verð á berjum er að verða svipað og ein flaska af sæmilegasta víni kostar. Hvernig er hægt að réttlæta þetta! x x x FLESTIR virðast vera nokkuðánægðir með áramótaskaupið. Víkverji er í þeirra hópi, en hann skemmti sér konunglega fyrir framan sjónvarpið með fjölskyldu sinni á gamlársdagskvöld. Víkverji fór að velta því fyrir sér hvers vegna sjónvarpið endursýnir aldrei áramótaskaupið. Víkverji væri al- veg til í að skoða þetta aftur. Frábær tónlistardagskrá ÉG vil koma því á framfæri að ég var mjög ánægð með tónlistardagskrá ríkisút- varpsins um hátíðisdagana. Dagskráin var alveg frá- bær. 230427-4539. Mismunandi þjónusta MIG langar að vekja at- hygli á mismunandi þjón- ustu sem ég fékk í Bónusi og Nettó þegar ég keypti bækur fyrir síðustu jól. Ég hafði keypt nokkrar bækur í Bónusi í Kringlunni en ákvað að skipta einni af þeim og óskaði eftir því við verslunarstjórann. Hann sagði að ég yrði að koma með greiðslukvittun, sem ég hafði ekki á mér. Ég kom aftur og sýndi greiðslu- kvittunina og fékk ógreini- leg svör hjá afgreiðslu- stúlku á kassa hvers vegna ég hefði þurft að sýna greiðslukvittun þar sem bókin var með strikamerki frá Bónusi. Greinilegt var að afgreiðslustúlkan hafði enga hugmynd um hvers vegna þessi regla var hjá Bónusi en framfylgdi henni engu að síður. Ég keypti einnig bók í Nettó og þurfti jafnframt að skipta henni og það var auðsótt mál og ekki þurfti ég að sýna neina greiðslu- kvittun í það skiptið, heldur var nóg að skanna strika- merki bókarinnar inn í kerfið. Kann ég Nettó bestu þakkir fyrir góða og hraða þjónustu og mun reyna að beina viðskiptum mínum þangað í framtíðinni. Gísli Þorsteinsson. Fáein orð um áramótaskaupið Í KASTLJÓSINU í Sjón- varpinu 4. janúar sl. voru mætt þau sem voru í aðal- hlutverkum í skaupinu. Öll voru þau mjög ánægð með sig og skaupið. Ekkert þeirra minntist á augljóst hneyksli sem sýnt var í skaupinu. Hneykslið var að sýnd var skrípamynd af for- seta Íslands. Þetta hneyksli er óbætanlegt. Íslendingum ber að sýna forseta sínum fulla virðingu í orði og verki. Í ljós kemur að þörf er á því að vitiborinn maður fari yfir það sem tínt er til sýningar í skaupinu. Rannveig Þorvaldsd., Bárustíg 12, Sauðárkr. Þegar hestar kljást Í MORGUNBLAÐINU 30. desember er u.þ.b. hálf bak- síðan tekin undir mynd sem sýnir hrossahóp í vetrar- veðri. Henni fylgir stuttur texti sem ber því miður vott um að höfundur hans er ekki vel kunnugur atferli hrossa. Þar eru engir hest- ar að kljást, þótt svo sé staðhæft bæði í fyrirsögn og upphafi máls. Auðvelt er að geta sér til um að rauði hesturinn yzt til vinstri og ljósi hesturinn hafa verið að bregða á leik sér til hita. Rauður hleypur burt en sá ljósi staldrar við hjá bles- ótta klárnum og reynir að spreka honum til. Þegar hest kljást standa þeir hlið við hlið en snúa hvor öðrum öndverðir. Þeir leita þá eftir stöðum þar sem þá klæjar helst og beita þá tönnum til klórun- ar, bíta laust og hófsam- lega. Eiginlega ætti Morgun- blaðið að birta aðra mynd þar sem fyrirsögn um- ræddrar myndar fær stað- ist. Baldur Pálmason. Fullkomin heilsa Í MORGUNBL. 3. jan. 2002 er grein sem heitir „Fullkomin heilsa“. Í grein- inni fjallar Ivanka Sljivic um „innhverfa íhugun“ og segist kenna hana. Þar sem ég hef mikinn áhuga fyrir slíku þætti mér vænt um að fá að vita hvar og hvernig hægt er að ná sambandi við viðkomandi. Virðingarfyllst, Ákafur áhugamaður um innhverfa íhugun. Dýrahald Kettlingar fást gefins 5 LITLIR síamsblandaðir kettlingar fást gefins, líka 1 skottlaus mjög kelinn og blíður 7 mánaða fresskött- ur. Upplýsingar í síma 482 2479 eða 691 2786. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG vil koma á framfæri þakklæti til hjónanna í „Jólahúsinu“ við Bústaða- veg fyrir jólaskreyting- arnar á húsinu þeirra sem hafa skapað mikla jóla- stemmningu. Sárnar mér það að fólk skuli vera að hnýta í að húsið sé ofskreytt. En það sem hefur ekki komið fram og mætti margur taka sér til fyr- irmyndar er að þau hafa boðið heim til sín fötl- uðum börnum til að leyfa þeim að skoða jólaskreyt- ingarnar í garðinum og jafnframt boðið börn- unum upp á veitingar. Veit ég að börnin hafa lif- að lengi á minningunni um heimsókn til þeirra. Finnst mér þetta aðdá- unarvert framtak. Ein þakklát. Þakklæti fyrir jólaskreytingar 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.