Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR
22 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KV LDSKÓLI
I ð n s k ó l i n n í R e y k j a v í k , s e m e r s t æ r s t i
f r a m h a l d s s k ó l i l a n d s i n s b ý ð u r f r a m f j ö l b r e y t t ,
s p e n n a n d i o g h a g n ý t t n á m í k v ö l d s k ó l a .
langar þig að læra?
Hvað
Innritun
Innritun í kvöldskólann lýkur 11. janúar.
Opið kl. 9–15 ALLA DAGA.
Verð
Innritunargjald er 4.250 kr.
Verð á hverri einingu er 3.000 kr., (að hámarki 27.000 kr.).
Efnisgjald kemur til viðbótar í öllum verk-, tölvu- og tæknigreinum.
Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um þátttöku.
Stundatöflur eru á vefsetri skólans www.ir.is
Upplýsingar í síma 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is
Grunnnám tréiðna – Húsasmíði / Húsgagnasmíði
Hér er allt sem tengist tréiðnaði, bæði húsgögnum,
innréttingum og byggingum.
Grunnnám rafiðna / Rafeindavirkjun
Ef þú vilt vinna við raflagnir, rafstýringar, sjónvörp, tölvur
eða hljómtæki.
Tölvufræðibraut
Helstu áfangar eru: forritun, tölvufræði, hönnun, stýringar,
gagnasafnsfræði, netkerfi, myndvinnsla og vefsmíði.
Hönnunarbraut
Byrjunaráfangar í: Teikningu, hönnunarsögu, listasögu,
lita- og formfræði og málmsuðu.
Tækniteiknun
Ýmsir teikniáfangar m.a. AutoCad.
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut
Spennandi grunnnám í grafískri miðlun, vefsmíði, ljósmyndun,
netstjórn, prentun, bókbandi og prentsmíði.
Almennt nám
Bókfærsla 102, danska 102/202, enska 102/202/212/303,
eðlisfræði 103, efnafræði 103, félagsfræði 102,
íslenska 102/202/242/252, stærðfræði 102/112/122/
202/243/323/403, þýska 103, fríhendisteikning 102/202/302,
grunnteikning 103/203, lita- og formfræði 104,
listasaga 103, myndskurður 106, tölvufræði 103,
tölvuteikning 103/202, ritvinnsla 103.
Einnig má velja áfanga af þeim sérbrautum skólans sem í boði eru
í kvöldskóla Iðnskólans.
IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500
www.ir.is • ir@ir.is
G
Ú
S
T
A
0
1
-2
0
0
2
Meistaraskóli
Almennar rekstrar- og stjórnunargreinar.
Faggreinar byggingagreina.
ATHUGIÐ!
NÝTT SÍMANÚMER
522 6500
gjafamiða, aðrar skilamerki og það er
undir neytendum komið að velja og
hafna þjónustustigi verslana,“ segir
hún.
Skyldur seljenda eru skilgreindar í
samningalögum og kaupalögum þar
sem meðal annars er kveðið á um það
sem almennt mætti kalla góða við-
skiptahætti, til dæmis merkingar á
vöru og innihaldslýsingar svo eitthvað
sé nefnt svo kaupandi viti að hverju
hann gengur. „Þegar viðskipti hafa
farið fram er því ekkert sem skyldar
seljanda til þess að taka við vörunni
aftur hafi þau verið lögmæt og varan
ógölluð. Kaupandi á ávallt frumkvæði
að viðskiptunum og á að gefa sér góð-
UM 74 fyrirspurnir hafa borist frá 3.
janúar um skilarétt, inneignarnótur
og gjafakort, að sögn Sesselju Ás-
geirsdóttur fulltrúa í kvörtunar- og
leiðbeiningaþjónustu Neytendasam-
takanna (NS). Er það nokkuð meira
en undanfarin ár, segir hún jafnframt.
Skil og skipti á vörum eru með
mesta móti eftir jól og áramót og seg-
ir Ólöf Embla Einarsdóttir lögfræð-
ingur hjá NS að verslunarmenn geti
sett hvaða skilyrði sem er kjósi þeir
að taka aftur við ógallaðri vöru því
þeim sé það ekki skylt lögum sam-
kvæmt. „Fyrirkomulag af þessu tagi
er gert á forsendum seljenda og
neytendur verða að kynna sér þær
reglur sem viðkomandi setur áður en
kaup eru gerð. Kaupendum er hins
vegar í sjálfsvald sett að skipta við
fyrirtæki sem setja rýmri skilareglur
og umbuna þeim þannig. Það má
segja að þetta fyrirkomulag hjá versl-
unum sé spurning um þjónustustig,“
segir Embla.
Engin lagastoð fyrir skilarétti
Skilaréttur á sér ekki stoð í lögum
og hefur þróast með ýmsum hætti
víða um lönd, segir hún jafnframt.
„Neytendur verða að vera virkir í því
að kynna sér reglur, halda nótum til
haga og vanda valið áður en kaup eru
gerð. Sumar verslanir bjóða upp á
an tíma til þess að skoða. Það er ekki
endilega sjálfsagt að hann geti skilað
vöru sem ekkert er athugavert við,
þótt honum líki hún ekki einhverra
hluta vegna eftir að kaupin hafa verið
gerð. Þeir sem kjósa að fara eftir
verklagsreglum viðskiptaráðuneytis-
ins um skilarétt, gjafabréf og inneign-
arnótur eru í raun að velja mjög rúm-
an skilarétt,“ segir Embla.
Inneignarnótur misnotaðar?
Útsölur hófust fyrr en venjulega,
fyrir áramót og í byrjun janúar, og
eru margir ósáttir við að mega ekki
nota inneignarnótu á útsölu. Ekki má
nota inneignarnótur á útsölu sem
gefnar eru út skemur en 14 dögum
fyrir útsölu eða meðan á henni stend-
ur og segir Embla ástæðu þessa þá að
seljendur beri því við að „kræfustu
kúnnarnir“ kaupi föt rétt fyrir útsölu,
skili þeim síðan á útsölu, fái inneign-
arnótu fyrir fullu verði, taki sömu
vöru aftur út skömmu síðar á útsöl-
unni og geymi mismuninn til síðari
tíma. „Það er ekki hægt að setja alla
kaupendur undir sama hatt, þótt ein-
hverjir reyni hugsanlega að hafa
rangt við. Sem fyrr segir er tekið við
ógallaðri vöru á forsendum seljanda
og honum því í sjálfsvald sett að setja
þær reglur um inneignarnótur sem
hann kýs. Hins vegar ef um gallaða
vöru er að ræða á kaupandi að fá að
nota inneign sína á útsölu og í slíkum
Ekki skylda að taka
aftur við ógallaðri vöru
Fjöldi fyrirspurna um skilarétt til Neytendasamtakanna og Samtaka verslunar og þjónustu á þessum árstíma
Fjöldi viðskiptavina vill skila vörum eftir jól og áramót og hafa
Neytendasamtökum borist tugir fyrirspurna síðustu daga. Helga
Kr. Einarsdóttir kynnti sér verklagsreglur um skilarétt.
Morgunblaðið/Ásdís
Útsölur hófust óvenju snemma í ár og standa nú sem hæst.
Lagðir þú peninga til hliðar til þess að nota á útsölum eftir jól?
Snædís Sigurjónsdóttir
„Já, ég beið með að kaupa eitt-
hvað þar til eftir jól.“
Ásrún Lára
Arnþórsdóttir
„Já, ég beið að-
eins. Annar er ég
bara að skoða
hvað er á tilboði
núna.“
Morgunblaðið/Ásdís
Rannveig Ólafsdóttir
„Ég spái svolítið í útsölurnar. Þá
er upplagt að versla ef kjörin eru
góð. Ef verslanir eru dýrar, á mað-
ur að bíða eftir útsölum.“
Bogi B.
Björnsson
„Ég mæti aldrei á út-
sölur. Kíki kannski af
og til. Annars var ég
bara að rölta. Það er
sjálfsagt að reyna að
gera sem best
kaup.“
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef-
ur sett á markað rauðvínsmarín-
eraða bógsteik úr úrbein-
uðum og fitusnyrtum
dilkaframparti. „Fremra
leggbeinið er látið halda
sér. Steikin er sett í
steikingarnet þannig
að leggurinn stendur
út úr endanum. Eftir
matreiðslu er mjög
mikilvægt að steikin
standi og jafni sig í
10-15 mínútur eins
og aðrar upprúllaðar
kjötvörur, þá nær hún að bindast
betur saman og verður skemmti-
legri í sneiðingu,“ segir í tilkynn-
ingu frá SS.
NÝTT
Rauðvíns-
maríneruð
lambabógsteik