Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGINN 6. janúar sl.
var Reykjavíkurbréf Morgunblaðs-
ins helgað væntanlegum sveitar-
stjórnarkosningum sem fram eiga
að fara 25. maí 2002. Ekki síst var
vikið að framboðsmálum sjálfstæð-
ismanna hér á höfðuborgarsvæð-
inu, þ.e. í Reykjavík og Kópavogi.
Það vekur ánægju okkar Kópa-
vogsbúa þegar borin eru saman
þessi sveitafélög og árangur þeirra
á umliðnum árum.
Þá var í þessum pistli vikið að
þeim vanda sem sveitarstjórnar-
menn eiga við að etja þegar kemur
að fréttaflutningi frá sveitarfélög-
um og þá um leið hve illa okkur
gengur að koma sjónarmiðum okk-
ar á framfæri. Það er ekkert óeðli-
legt við það að þegar fréttamenn
leita upplýsinga þá sé fyrst leitað
til þeirra sem forystuhlutverki
gegna og þeir verði fyrir svörum.
Það vekur hinsvegar athygli að
mat fréttamanna á öðrum sem
sinni sveitarstjórnarmálum sé
þannig að ekkert gagn sé í þeim
sem sveitarstjórnarmönnum. Þetta
veikir aðra sveitar-
stjórnamenn og gef-
ur ekki sanna mynd
af störfum þeirra.
Í stórum sem
litlum sveitarfélögum
eru mörg verkefni
sem þarf að sinna og
þau verkefni taka
sveitarstjórnarmenn
að sér á óeigingjarn-
an hátt og mín
reynsla af sveitar-
stjórnarmönnum er
allt önnur en þessi
fréttaflutningur gef-
ur til kynna.
Árangur í Kópavogi
Sjálfstæðismenn í Kópavogi eru
nú að undirbúa framboð sitt vegna
kosninganna 25. maí. Ákveðið er
að viðhafa prófkjör um
val á frambjóðendum
og á það að fara fram
9. febrúar nk. Þegar
frestur til framboðs
rann út 31. desember
sl. komu aðeins fram
framboð frá þeim sem
skipa aðal- og vara-
manna lista flokksins
frá síðustu bæjar-
stjórnarkosningum.
Þetta vekur athygli
vegna þess góða árang-
ur sem við sjálfstæð-
ismenn höfum náð á
undangengnum árum
og náð að standa við
flest stefnumál og komið þeim í
framkvæmd. Áhugi manna á að
sinna þessum störfum sem skipta
alla bæjarbúa miklu máli og ekki
síst hvernig staðið er að fram-
kvæmd á stefnumálum flokkanna
er það áhyggjuefni. Því tek ég
undir sjónarmið Morgunblaðsins
heilshugar.
En árangur sjálfstæðismanna í
Kópavogi byggist að mínu mati á
jákvæðri fjölskyldustefnu flokksins
sem fram hefur komið í áherslu á
skóla- og fjölskyldumál í víðtækum
skilningi. Fyrir kosningarnar 1994
lögðu meirihlutaflokkarnir í Kópa-
vogi áherslu á að einsetningu
grunnskólanna yrði flýtt og henni
lokið fyrir haustið 1997. Þetta
gekk eftir og varð Kópavogur fyrst
stóru sveitarfélaganna til að ein-
setja grunnskólann.
Þá var einnig lögð áhersla á að
byggja upp framhaldsmenntun í
Kópavogi og lagði bæjarfélagið
fram verulega fjármuni til þessa
máls og lánaði ríkinu þá fjármuni.
Fyrir kosningarnar 1998 lögðu
meirihlutaflokkarnir áherslu á
leikskólamálin og nú er ljóst að
nær öll 2ja ára börn mun fá leik-
skóladvöl frá haustinu 2002. Mótuð
hefur verið stefna í málefnum ný-
búa í Kópavogi og áhersla lögð á
að tryggja öllum skólavist við sitt
hæfi. Öll þessi mál hafa gengið eft-
ir á sama tíma og bæjarbúum hef-
ur fjölgað um 8.000 manns.
Enginn einn forustumaður hefur
tryggt þennan árangur, því liðs-
heildin skiptir öllu máli.
Það hafa allir bæjarfulltrúar í
Kópavogi gert því sveitarstjórnar-
mál eru samstarfsverkefi allra
þeirra sem í sveitarstjórn veljast á
hverjum tíma.
Pólitískur ágreiningur er að vísu
um áherslur og hvernig standa eigi
að málum, en þegar ákvarðanir
hafa verið teknar skipti mestu að
vel til takist að leysa málin.
Áherslur
Nú liggur fyrir að frambjóðend-
ur til sveitarstjórna fara að marka
stefnu flokkanna fyrir næsta kjör-
tímabil. Á sveitarstjórnarsviðinu
er mörg verkefni sem sinna verð-
ur, en áhyggjuefni okkar er að
sjálfsögðu veikur fjárhagur sveit-
arfélaga almennt.
Hvað eftir annað hefur ríkisvald-
ið látið verkefni í hendur sveitarfé-
laga, en ekki látið fylgja með fjár-
muni sem nægja til að byggja upp
og reka þessa málaflokka.
Þau mál, sem nú er mest fjallað
um, að séu til vandkvæða í sveit-
arfélögum eins og Kópavogi eru
nær öll í höndum ríkisins.
Þar má nefna málefni eins og
þjónustu fyrir aldraða, löggæslu-
mál, framhaldskólamál, heilsu-
gæslumál og samgöngumál. Þetta
hlýtur að vekja okkur til umhugs-
unar um hvernig samskiptum rík-
isins og sveitarfélaga sé fyrir kom-
ið í dag. Nýverið skilað nefnd sem
fjallaði um samskipti þessara
stjórnsýslustiga af sér áfangatil-
lögum um verkaskiptingu.
Þar var m.a lagt til að ríkisvald-
ið tæki að sér stofnkostnað við
framhaldskóla og heilsugæslu að
öllu leyti.
Í þessum málaflokkum er mest-
ur vandinn á höfuðborgarsvæðinu.
Undan löggæslunni hefur mest
verið kvartað hér, vandi við þjón-
ustu aldraðra er mestur á höfuð-
borgarsvæðinu og engum sem um
svæðið fer getur dulist vandi í
samgöngum.
Við sveitarstjórnarmenn hér á
höfuðborgarsvæðinu höfum ástæðu
til að standa saman að því að finna
lausnir í þessum efnum.
Það eru verkefni sem leggja
verður áherslu á næsta kjörtíma-
bil.
Árangur með
fjölskyldustefnu
Bragi Michaelsson
Kópavogur
Kópavogur var fyrst
stóru sveitarfélaganna,
segir Bragi
Michaelsson, til að
einsetja grunnskólann.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Kópavogs.