Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„Eroica“
NOKKUR SÆTI LAUS
Jón Ásgeirsson: Sjöstrengjaljóð
Paul Hindemith: Der Schwanendreher,
víólukonsert
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 3
Hljómsveitarstjóri: Alexander Anissimov
Einleikari: Ásdís Valdimarsdóttir
Sinfónían
Háskólabíó við Hagatorg
Sími 545 2500
sinfonia@sinfonia.is
www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Gul áskriftaröð í kvöld
kl. 19:30 í Háskólabíói
4"
+
7+
.<1 4
="'
4
$
>
' 1 ?
+
+
4%
?
.
.. ! ).
?. " ! # $ # >
' 1 ?
+
+
4%
?
MEÐ SYKRI OG RJÓMA
Söngur og dans á 105 ára afmæli LR
Jóhanna Vigdís og Selma Björnsdóttir,
dansarar úr Íslenska dansflokknum, hljómsveit
Fö 11. jan kl. 21 - LAUS SÆTI
Ath. breyttan sýningartíma!
FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen
Su 13. jan - LAUS SÆTI
Su 20. jan - LAUS SÆTI
BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson
Su 13. jan kl. 14 - LAUS SÆTI
Su 20. jan kl. 14 - LAUS SÆTI
KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI
e. Halldór Laxness
Lau 12. jan kl. 20 - Næst síðasta sinn
Fö 18. jan kl. 20 - SÍÐASTA SÝNING
MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney
Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 26. jan kl 20 - LAUS SÆTI
FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon
Fö 11. jan kl 20 frumsýning UPPSELT
Fi 17. jan kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Fö 18. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler
Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI
Stóra svið
3. hæðin
Nýja sviðið
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga.
Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin!
Litla sviðið kl 20.00
Í kvöld fim. 10/1, fös. 11/1 nokkur sæti laus, mið. 16/1, fim. 17/1.
Smíðaverkstæðið kl 20.00
Sun. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, 15:00 og 16:00, sun. 20/1 kl. 14:00 og 15:00,
sun. 27/1 kl. 1400 uppselt, kl. 15:00 örfá sæti laus.
KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner
Stóra sviðið kl 20.00
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones
Í kvöld fim. 10/1 uppselt, fös. 11/1 uppselt, sun. 20/1 örfá sæti laus,
fös. 25/1 100. sýning - uppselt, fim. 31/1.
SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed
7. sýn. sun. 13/1 örfá sæti laus, 8. sýn. fös. 18/1 örfá sæti laus,
9. sýn. fim. 24/1, 10. sýn. sun. 27/1.
CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand
SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI, LAUGARDAGSKVÖLD
LEIKIÐ, STEPPAÐ OG SUNGIÐ!
Lau 12/1 nokkur sæti laus, lau. 19/1 nokkur sæti laus, lau. 26/1.
KRISTJÁN Hreinsson, oft nefnd-
ur Hreinsmögur, er landskunnur
fyrir textagerð sína en fjölmargir ís-
lenskir tónlistarmenn hafa leitað á
náðir skáldsins í Skerjafirðinum, er
þeim hefur verið orða vant. Kristján
er einnig kunnur fyrir gagnrýni sína
á texta annarra og
hefur verið skel-
eggur í þeim grein-
ingum. Á plötu
þeirri sem hér er til
umfjöllunar heyrist
og glöggt að Krist-
ján er hagmæltur mjög. Flestir text-
arnir eru vel ortir en þó virðist nokk-
uð vanta upp á sjálfsgagnrýni
skáldsins því á stundum er kveð-
skapurinn heldur klénn. Gleðiefni er
aftur á móti stöku snilldartaktar í
tónsmíðum, en á því átti undirritaður
síður von frá þessu ágæta skáldi.
Á kvisti með Kristi inniheldur sex-
tán misgóðar laga- og textasmíðar.
Hér verð ég aftur að minnast á hugs-
anlegan skort á sjálfsgagnrýni, því
smíðarnar eru alltof margar. Ef
skáldið hefði sleppt eins og sex slök-
ustu lögunum þá hefði platan orðið
tíu laga og öllu heilsteyptari. Of
mörg lög á geislaplötu er reyndar
mjög algengur vansi á tónlistarút-
gáfu vorra tíma og í sumum tilvikum
virðast menn hreinlega „fríka út á
frjálsræðinu“, eins og Megas orti hér
um árið.
Orgelleikur skipar stóran sess á
plötunni og í öndvegi sjö verkanna.
Það er fyrirtak því lítið hefur borið á
orgelhljómi í dægurtónlist síðustu
missera. Orgelsmíðarnar sjö eru
flestar það besta sem plötuna prýðir
og flokkast undir kirkjutónlist af
gamla skólanum; þetta eru með öðr-
um orðum sálmar, og það hinir ágæt-
ustu. „Ég lagði upp í langa ferð“ og
„Grafskrift“ eru til að mynda einkar
huggulegar smíðar, en hápunktur
þessara hátíðlegu ópusa er tvímæla-
laust „Kveðja“, sem jafnframt er
lokalag plötunnar. Tónsmíðin sú er
með ólíkindum fögur og svo haglega
samin að meistarar á borð við Bach
hefðu orðið ánægðir með.
Því miður inniheldur Á kvisti með
Kristi einnig afar slakar smíðar sem
liggja óþægilega langt frá snilld áð-
urnefndrar „Kveðju“. „Skápafólkið“
er til að mynda afar þunnur þrett-
ándi, þótt textinn feli í sér nokkurn
brodd og kímni. Einnig eru meintar
tregasmíðar plötunn-
ar, „Húsamúsablús“
og „Bræðrablús“,
þrautleiðinlegar og
sú fyrrnefnda einkar
barnalega ort; ein-
hvers konar orðaleik-
ur til einskis.
Dæmi um einkar
vel heppnaða texta er
tvímælalaust
„Dauðasónhendan“,
sem er einn hinna áð-
urnefndu orgelsálma:
„Þeir dauðu eru
meirihlutahópur/í
heimi þar sem ég er
strandaglópur“. Eins
þykir mér „Draugar“
vel ort og flutt, en þar
fer Kristján laglínu-
laust með textann við
smekklegan ásláttar-
og flautuleik.
Flutningur tónlist-
ar og texta er reynd-
ar oftast með ágæt-
um hjá Kristjáni og félögum.
Kristján er enginn stórsöngvari en í
tónlist sem þessari skiptir það ná-
kvæmlega engu máli. Túlkun hans er
yfirleitt með ágætum, einkum í ró-
legri lögum plötunnar. Það er sem
einlægnin fari söngrödd hans betur
en kaldhæðni og meint gamansemi.
Guðni Freyr Sigurðsson syngur með
Kristjáni í nokkrum laganna og á
honum er allnokkur stórsöngvara-
bragur.
Hljóðfæraleikur og hljómur er all-
ur hinn einfaldasti og gerir sig oftast
vel. Þó get ég ekki annað en kvartað
yfir hljómi á kassagíturum plötunn-
ar sem er flatur og minnir á hljóðrit-
anir frá níunda áratugnum þar sem
kassagítar var oft hljóðritaður sem
rafhljóðfæri, en ekki með míkrafón
og tilheyrandi hljómburði. Hljóð-
blöndun og annar frágangur er í
stakasta lagi en leitt er að textabók
skuli vanta.
Á kvisti með Kristi er, þegar á
heildina er litið, um margt athygl-
isverð plata. Kristján er hugsjóna-
maður fram í fingurgóma; sam-
félagsrýnir og samhjálparmaður.
Skáld er hann gott og greinilega vax-
andi tónsmiður.
Tónlist
Sálma-
skáld úr
Skerjafirði
Kristján Hreinsson
Á kvisti með Kristi
Gutti gefur út
Á kvisti með Kristi, geisladiskur Krist-
jáns Hreinssonar. Lög, textar og útsetn-
ingar eru eftir Kristján sem einnig syngur
og leikur á orgel, bongótrommur, selja-
flautu, flöskutrumbu, gítar, munnhörpu,
klarinett og gervla. Einnig koma við sögu
þeir Magnús Kjartansson, Magnús Ein-
arsson, Þórir Úlfarsson, Kjartan Már
Kjartansson, Vilhjálmur Guðjónsson, Úlf-
ar Sigmarsson, Gísli Helgason, Ásgeir
Óskarsson, Birgir Bragason, Kristinn Sig-
marsson og Guðni Freyr Sigurðsson.
Rafn Jónsson hljóðblandaði og -jafnaði í
Græna herberginu.
Orri Harðarson
Morgunblaðið/Golli
Orri Harð-
arson
segir
hugsjóna-
skáldið
Kristján
Hreins-
son vera
vaxandi
tónsmið.
MÖRGUM kann að finnast það
undarlegt mjög en á þessum árs-
tíma láta hundruð Íslendinga hug-
ann reika suður á bóginn og alla
leið til Sádí-Arabíu því þar gengur
senn í garð tími pílagrímaflugsins.
Í áratug hefur Flugfélagið Atl-
anta skipað veigamikinn sess í
pílagrímafluginu og mörg hundr-
uð Íslendingar tekið þátt í þessu
mikla ævintýri. Íslendingarnir,
sem starfað hafa fyrir Atlanta í
pílagrímafluginu, hafa flestir haft
aðsetur í borginni Jeddah í Sádí-
Arabíu og lengst af í litlu afmörk-
uðu þorpi sem ber hið notalega
nafn Rose Village, sem gjarnan
hefur verið útfært Rósabær á ást-
kæra ylhýra.
Erfitt er að henda reiður á
hversu margir Íslendingar hafa
búið í Rose Village þann áratug
sem Atlanta hefur tekið þátt í píla-
grímafluginu en þeir skipta a.m.k.
hundruðum, flugmennirnir, flug-
virkjarnir, flugþjónarnir og aðrir
sem komið hafa að beinum rekstri
bækistöðva Atlanta í Jeddah.
Í tilefni af því að nú gengur
senn í garð tíunda pílagrímaflug-
tíðin og hópur flugþjóna heldur af
landi brott á mánudag, og einnig
sumpart til þess að slá örlítið á
„heimþrá“ þeirra sem ekki eru á
leið til Jeddah, þá hafa tveir fyrr-
verandi flugþjónar tekið sig til og
skipulagt endurfundi íbúa Rósa-
bæjar fyrr og síðar.
Sigfús Ólafsson og Dagur Freyr
Ingason bjuggu báðir í dágóðan
tíma í Rose Village og kynntust
vel þeirri sérstæðu stemmningu
sem þar ríkti og því einstaka sam-
bandi sem myndaðist milli Íslend-
inganna sem þar bjuggu. Þeir
segja það alltaf berast í tal, er
tveir eða fleiri fyrrverandi Rósa-
bæjarbúar hittast á förnum vegi,
að tími sé til kominn að hóa mann-
skapnum saman og nú sé stundin
loksins runnin upp.
Endurfundir íbúa Rósabæjar
verða á laugardaginn kemur á
Astró. Teitið hefst klukkan 21 og
stendur formlega til miðnættis en
að sjálfsögðu verður staðurinn op-
inn lengur en það og ekki ósenni-
legt að menn vilji halda áfram
fjörinu fram á rauðanótt. Fljót-
andi veigar verða í boði hússins á
meðan endurfundirnir standa yfir
og má líklegt telja að gamli „góði“
Siddinn verði mönnum ofarlega í
huga. Allir íbúar Rose Village fyrr
og síðar eru velkomnir á staðinn
og segja þeir Sigfús og Dagur vart
bjóðast kærkomnara tækifæri í
bráð til þess að rifja upp sælu-
stundirnar við sundlaugina, í vill-
unum, á „ressanum“ og svo vit-
anlega úr flugferðunum sjálfum
um borð í gömlu góðu „bumbun-
um“, Óskari, Rómeó og félögum.
Endurfundir íbúa Rósabæjar
Sigfús eldhress og í fullum
skrúða um borð í litríkum Róm-
eó sumarið 1997.
Morgunblaðið/Golli
Dagur og Sigfús hafa engu
gleymt og fóru létt með að
rifja upp gamla takta.
Hundruð Íslendinga hafa búið í Rose Village í Sádí-Arabíu
FASTEIGNIR mbl.is