Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 58
BANDARÍSKA tískulöggan
herra Blackwell gefur ár-
lega út lista yfir þær
stjörnur sem honum þykja
ósmekklegastar í klæða-
burði og kemst söngkonan
Björk á listann fyrir árið
2001 líkt og árið áður. Í
efsta sæti situr hins vegar
breski þáttastjórnandinn
Anne Robinson en hún stýr-
ir þáttunum „Veikasti
hlekkurinn“, sem notið
hafa nokkurra vinsælda í
Bretlandi og víðar.
Poppstjarnan Britney
Spears situr í öðru sæti á
þessum 42. lista Blackwells
yfir verst klæddu stjörn-
urnar en hún hefur sést oftar en einu sinni á listum hans síðustu ár.
Franska leikkonan Juliette Binoche vermir þriðja sætið og kallar
Blackwell hana „Le Gauche Binoche“.
Samstæður stíll stúlknanna í Destiny’s Child fellur ekki í kramið hjá
Blackwell og deila
Beyoncé, Kelly og Mich-
elle fjórða sætinu á list-
anum yfir verst klæddu
stjörnurnar.
Í sætum fimm til tíu
sitja síðan Björk, Stefanía
prinsessa af Mónakó,
Camilla Parker Bowles
og leikkonurnar Cameron
Diaz og Gillian Anderson.
Björk er á niðurleið á
listanum en í fyrra sat
hún í þriðja sætinu.
Efsta sætið yfir best
klæddu stjörnurnar
vermir leikkonan Julia
Roberts en fast á hæla
hennar fylgja þáttastjórn-
andinn Oprah Winfrey og
sjónvarpskonan Diane
Sawyer.
Britney Spears fellur ekki í kramið
hjá Blakwell gamla.
Reuters
Björk á meðal ósmekk-
legustu stjarnanna
Björk er greinilega of flippuð fyrir
Blackwell blessaðan!
FÓLK Í FRÉTTUM
58 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir
Miðasala opnar kl. 15
Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.20.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. B.i. 12 ára
Glæsileg leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni
„Besta mynd ársins“ SV Mbl
„Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl
Ævintýrið lifnar við
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
1/2
Ungfrú Skandinavía
Íris Björk
Ljóskur
landsins
sameinist!
Örlög með kímnigáfu...
Getur einu sinni á ævinni
gerst tvisvar?
DV
Mbl
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
l
i i
BORGARLEIKHÚSIÐ:
Stórtónleikar með Selmu
Björns og Jóhönnu Vigdísi
föstudagskvöld kl. 21. Stúlk-
urnar munu syngja söng-
leikjalög, dúetta og sólólög.
Tónlistarstjóri er Óskar Ein-
arsson. Siggi Flosa, Jói Ás-
munds og Halli G leika undir
og meðlimir úr Íslenska dans-
flokknum leika listir sínar.
BÚÐARKLETTUR, Borg-
arnesi: Kolbeinn Þorsteins-
son leikur og syngur laugar-
dagskvöld.
CAFÉ AMSTERDAM:
Hljómsveitin Gos skemmtir
gestum föstudags- og laugar-
dagskvöld.
CAFÉ ROMANCE: Liz
Gammon syngur og leikur á
píanó öll kvöld frá fimmtu-
degi til sunnudags.
CATALINA, Hamraborg: Upplyft-
ing leikur fyrir dansi föstudags- og
laugardagskvöld kl. 23 til 3.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Gleði-
sveitin Dickmilch skemmtir á barnum
laugardagskvöld. Frítt inn til mið-
nættis, 500 kr. eftir það.
GAUKUR Á STÖNG: Stjórnin
kemur saman aftur föstudagskvöld.
Með þeim Siggu og Grétari í Stjórn-
inni kemur fram Einar Ágúst, fyrrum
Skítamórall, hugleiðslubolti og
Júróvisjónfari. Miðaverð 1.000 kr. Á
móti sól leikur á laugardagskvöld.
GERÐUBERG: Á laugardaginn
verður opnuð sýning á þýskum tísku-
ljósmyndum frá árunum 1945-1995. Á
sýningunni eru verk eftir 39 ljósmynd-
ara sem spanna hálfa öld í þýskri
tískuljósmyndun. Sýningin er sam-
vinnuverkefni Gerðubergs og Goethe
Zentrum og styrkt af IFA.
GULLÖLDIN: Hin sívinsæla stuð-
sveit Svensen og Hallfunkel skemmtir
gestum föstudags- og laugardags-
kvöld. Boltinn í beinni.
H-BARINN, AKRANESI: Diskó-
tekið og plötusnúðurinn Dj. Skugga-
baldur föstudags- og laugardagskvöld.
Í fyrsta sinn á árinu á H-Barnum.
Reykur, þoka, ljósagangur og
skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára.
500 kr. sekt fyrir þá sem mæta eftir
miðnætti!
HÁSKÓLABÍÓ: Stórtónleikar til
styrktar Styrktarfélagi krabbameins-
sjúkra barna sunnudagskvöld kl. 20 til
22. Allir sem koma að tónleikunum
gefa vinnu sína en fram koma Sálin
hans Jóns míns, Jet Black Joe, Ný-
dönsk, Á móti sól, Írafár, Í svörtum
fötum, Védís Hervör, Svala Björgvins,
Páll Rósinkranz og Jóhanna Guðrún.
Miðaverð 2.000 kr. Forsala hafin í Há-
skólabíói.
INGHÓLL, Selfossi: Hljómsveitin Í
svörtum fötum leikur fyrir dansi laug-
ardagskvöld.
KAFFI REYKJAVÍK: Dj Bestboy
snýr skífum fimmtudagskvöld. Geir-
fuglarnir leika fyrir dansi fram eftir
nóttu á föstudags- og laugardags-
kvöld. Um þar næstu helgi leikur síð-
an Nýdönsk.
KAFFI-LÆKUR, Hafnar-
götu 30, Hafn.: Írski trúba-
dorinn Leon Gillespie og
Eggert Mandólín troða upp
á laugardagskvöld.
LIONSSALURINN,
Kópavogi, Auðbrekku 25:
Áhugahópur um línudans
verður með línudansæfingu
á fimmtudagskvöld. Elsa sér
um tónlistina. Allir velkomn-
ir.
N1-BAR, Reykjanesbæ:
Nú geta Keflvíkingar og
nærsveitamenn skellt sér í
stuðgallann því enginn ann-
ar en Dj Páll Óskar þeytir
skífum á laugardagskvöld.
NÝLISTASAFNIÐ:
Föstudag kl. 20 og laugar-
dag kl. 18 verður sýnd kvik-
myndin With You Now.
Myndin er í fræðslumyndastíl og
fjallar um eitt kvöld í lífi japansks pars
í Tókýó. Leikstjóri er Bandaríkjamað-
urinn Brad Gray en þetta er fyrsta
mynd hans í fullri lengd en hann hefur
getið sér orð fyrir stuttmyndagerð,
þ.á m vann ein þeirra til verðlauna á
Sundance. Með enskum texta. Að-
gangseyrir er 250 kr.
ODD-VITINN, Akureyri: Hin bráð-
hressa hljómsveit Bahoja skemmtir
föstudags- og laugardagskvöld.
ORMURINN, Egilsstöðum: Dj
rocco heldur uppi fjörinu föstudags-
og laugardagskvöld.
PLAYERS-SPORT BAR, Kópa-
vogi: Geirmundur sjálfur heldur uppi
fjörinu á föstudags- og laugardags-
kvöld.
SPOTLIGHT: Dj Sesar sér um fjör-
ið föstudags- og laugardagskvöld.
Brjálað útflutningspartí á laugardag
þegar rifjuð verður upp Spot-stemn-
ing síðustu 3ja ára.
SPORTBARINN: Uppistand með
Sigurjóni Kjartanssyni og Þorsteini
Guðmundssyni á fimmtudagskvöld.
Húsið opnað kl. 20, uppstandið hefst
kl. 22. Miðaverð 1.000 kr.
VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans-
sveitin SÍN skemmtir föstudags- og
laugardagskvöld.
VÍDALÍN: Bagalú leikur fúnkí djass
á fimmtudagskvöld. Hljómsveitin Buff
leikur á föstudags- og laugardags-
kvöld.
FráAtilÖ Gleðisveitin Dickmilch verður í Egilsbúð um helgina.
Páll Óskar heldur uppi stans-
lausu stuði á N1-bar í Keflavík
á laugardag.
Selma Björns og Jóhanna Vigdís verða í Borgar-
leikhúsinu á föstudagskvöld ásamt fríðu föruneyti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg