Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 41 af honum, þótti hann myndarlegur og skemmtilegur enda urðu þau perluvinir og hann leit fljótlega á hana sem ömmu sína líka. Amma var svo ánægð að eignast annað langömmubarn þegar Sveinn Andri fæddist. Honum fannst gam- an að koma til hennar, spjalla við hana á sínu barnamáli og prófa hjólastólinn hennar og hún hafði gaman af. Það eru margir dúkar og myndir sem amma málaði síðustu árin á Garðvangi sem hún gaf mér og ég mun varðveita til minningar um hana. Mér verður hugsað til síðasta jóladags þegar amma var hjá okkur. Ekkert okkar grunaði að það væri okkar síðasta samverustund. Hún fór með mömmu og pabba að skoða nýja húsið þeirra, gladdist svo yfir því að sjá hvað var búið að gera mik- ið og hlakkaði til að koma aftur seinna. Ég veit að amma mín er komin á góðan stað og þar hefur verið tekið vel á móti henni. Hún er áreiðanlega fegin að vera laus við hjólastólinn og gengur nú léttstíg um. Sálin er ekki farin heldur þreyttur, gamall líkami sem hefur gengið langan en góðan lífsveg. Ég mun alltaf muna eftir ömmu Steinunni og ég veit að hún fylgist með okkur og passar okkur. Elsku amma mín. Hjartans þakk- ir fyrir allt það sem þú gafst mér. Guð varðveiti þig. Þín nafna, Steinunn. Elsku langamma mín. Ég veit ekki hvað það þýðir að vera dáin en mamma og pabbi hafa sagt mér að þú sért á góðum stað hjá Guði. Ég sagði við mömmu að ég gæti bara tekið læknatöskuna mína og stóran stiga og farið til þín og lækn- að þig en mamma sagði að það væri ekki hægt. Þakka þér, langamma mín, fyrir allar myndirnar sem þú hefur gefið mér. Bangsamyndin er svo falleg og pabbi er búinn að hengja hana upp fyrir ofan rúmið mitt. Elsku langamma, það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín, þú tókst svo vel á móti mér þegar ég kom. Ég vil senda þér þetta vers að lokum: Ó, Jesús bróðir besti, og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína, á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Ég veit að þú munt vernda mig og fylgjast með mér. Sveinn Andri. Amma mín Steinunn er dáin. Mig langar að minnast hennar í fáum orðum. Alltaf höfum við systkinin kallað hana ömmu í Keflavík eða þá ömmu Steinunni. Þegar ég velti því fyrir mér hvað ég man úr barnæsku og hve langt aftur kemur í ljós að góðar minn- ingar frá því að ég var þriggja til fjögurra ára gamall eru líklega það fyrsta sem ég man. Margar þessar minningar eru bundnar við ömmu Steinunni. Þegar hún sótti mig á leikskólann og fór með mig heim í Sóltún 16 og gaf mér hafragraut í hádegismat. Ekki gekk alltaf vel að koma í mig matnum svo amma sagði mér sögu af sísvangri kisu sem bjó ekki langt frá og kötturinn sá myndi borða grautinn ef ég flýtti mér ekki með hann. Ekki man ég hvort bragðið virkaði en sögunni gleymi ég aldrei. Margs er að minnast úr eldhúsinu hjá ömmu Steinunni. Heimabakað brauð smurt með miklu smjöri stendur upp úr, sem og hvíta flatbrauðið hennar, skápurinn í horninu þar sem alltaf var til harð- fiskur og eplaedikið á eldhúsbekkn- um sem amma gaf mér. Drykkur þessi sem blandast út í vatn er fullur af vítamíni og hefur ömmu ekki þótt veita af að gefa þessum litla horaða snáða aukaskammt af fjörefnum. Það man ég að þetta þótti mér gott og þykir enn. Annað sem ég man eftir frá ömmu var allur lopinn og lopapeysurnar sem hún hafði inni í herbergi hjá sér. Hún keypti lopa hjá Álafossi, sem kom beint úr vélunum í stórum pokum, vafði sjálf hnykla og prjón- aði hlýjar og fallegar flíkur úr ís- lenskri ull. Lopapeysur og lopa- sokka fengu svo þeir í fjölskyldunni sem vildu frá ömmu Steinunni. Garðurinn hennar ömmu var henni hugleikinn og þaðan eru líka margar minningar. Á milli stóru trjánna í garðinum var lítill bursta- bær með torfþaki sem amma og afi sögðu okkur Steinunni systur, og seinna Helga Þór, að byggju álfar í. Ljósálfar voru góðir og þá gat mað- ur séð ef maður var með alls engin læti og hagaði sér vel. Hins vegar ef maður var með læti og stríðni við systur sína þá gat maður átt von á Svartálfum sem voru ekki eins góðir og mann langaði síður að hitta. Löngum stundum eyddum við systkinin í að reyna koma auga á álf- ana út um stofugluggana og ef ekk- ert gekk þá sagði annaðhvort amma eða afi: „Sáuð þið, var eitthvað að hreyfast þarna á milli trjánna?“ Nýjar kartöflur, rabarbari, jarð- arber og rifsber, þetta var allt til í garðinum hjá henni ömmu. Og þeg- ar sólin skein og veðrið var gott fengum við að busla í litlu tjörninni í garðinum hennar sem held ég að hafi bara verið gerð fyrir okkur barnabörnin til að leika í. Svo fjölgar minningunum eftir því sem ég varð eldri. Þegar heimsókn- inni til ömmu og afa í Sóltúni á sunnudögum lauk og við Steinunn systir vildum ekki fara heim, áttum við góðan felustað undir stiganum þar sem gamlir skór voru geymdir. Þarna var erfitt að ná til okkar og var mikið spennandi að láta leita að sér þar. Eftir að amma flutti af Sóltúninu og á öldrunarheimilið Hlévang, breyttust heimsóknirnar. Þá tók maður eftir því hve henni þótti mik- ilvægt að hafa myndir af öllum börnunum og barnabörnunum sín- um uppi á vegg eða borði hjá sér. Það var augljóst að hún vildi muna eftir öllum og hafa þá sem næst hjá sér og hvernig er hægt að gera það betur en að hafa myndir uppi við? Amma hélt áfram að prjóna sem seinna varð of erfitt en þá tók við föndur sem hún hélt áfram að gera fram á síðasta dag. Jóla- og afmæl- isgjafir búnar til af ömmu Steinunni eigum við öll barnabörnin sem og barnabarnabörnin þrjú. Þetta verða hlutir sem maður mun halda fast í, eins og minninguna um góða ömmu, sem lýsir sér í setningum á jólakorti eins og „Elsku Elvar, Guð blessi framtíð þína, þín amma Steinunn.“ Elsku amma mín. Ég er svo ánægður með hve vel þér leið síð- asta jóladag hjá okkur. Þú varst svo hress og við spjölluðum um vinnuna mína í Danmörku. Þegar við kvödd- umst sagðist ég ætla að líta við hjá þér áður en ég færi aftur þangað. Tími til þess gafst því miður ekki og því vona ég að þú getir núna komið til mín í staðinn, sem ég veit að þú munt gera. Þú heldur áfram að passa mig líkt og þegar ég var lítill, og ekki bara mig heldur alla fjöl- skyldu þína. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, með foreldrum þínum og systkinum og hugsunin um það og að þú vakir yfir okkur styrkir mig í sorginni. Mig langar að kveðja þig að lok- um með bæn sem ég lærði ungur ásamt tveimur öðrum versum úr Passíusálmunum: Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. ------- Þá ég sé sárin mín, særir mig hjartans pín, en sárin þá sé ég þín, sorg öll og kvíðin dvín. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn. (Hallgr. Pét.) Vertu blessuð elsku amma mín, Guð geymi minningu þína. Þinn Elvar. ✝ Olga SófusdóttirGjöveraa fædd- ist á Húsavík 23. júní 1929. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 30. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sófus Gjöv- eraa, skipstjóri frá Færeyjum, f. 1890, og Ólöf Eyjólfsdótt- ir húsmóðir, f. 1894. Þau áttu sex börn og var Olga næst- elst, hin voru María, f. 1926, Sófus, f. 1931, Alda, f. 1934, Alexander, f. 1935, og yngst Elsa, f. 1942. Sófus og Ólöf ólu einnig upp Líney, f. 1921. Börn Olgu eru: Ólafur Friðrik, f. 1947, Hellen Kol- brún, f. 1953, Sjöfn, f. 1955, Magnús Sigurður, f. 1958, Margrét, f. 1962, Bergþór, f. 1964, og Elvar Örn, f. 1967. Barnabörnin eru tólf og lang- ömmubörnin þrjú. Útför Olgu fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mamma fæddist á Húsavík og ólst upp í stórum systkinahópi. Ung flutti hún með fjölskyldunni til Þórshafnar í Færeyjum en flutti síðan þaðan til Neskaupstaðar í Norðfirði. Á táningsaldri flutti hún frá foreldrum og fór að vinna fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu. Mamma var lífsglöð og falleg ung stúlka sem tók virkan þátt í margvíslegu félagslífi, svo sem íþróttum, dansi og söng en áhugi fyrir söng fylgdi henni alla ævi. Hún söng í mörgum kirkjukórum og með Fílharmóníu- kór Íslands og munum við vel eftir því að við fengum að fylgja með á æfingar, en þá urðum við að vera mjög hljóð. Mamma var eins og aðrar ungar stúlkur á þessum tíma. Hún vildi gifta sig, eignast börn og heimili. Hún stundaði því nám við hús- mæðraskólann á Varmalandi. En allt fór ekki eins og hún ætlaði. Ár- um saman var hún einstæð móðir og lífsbaráttan mjög ströng. Mamma vann nær alla ævi með heimilinu, lengst af á hjúkrunar- sviði, sem sjúkraliði. Þegar við átt- um heima í Kleppsholtinu fór hún að vinna á Kleppi sem þá kallaðist. Oft fórum við börnin og heimsótt- um hana í vinnuna. Þessi reynsla hefur fylgt okkur alla ævi og veitt okkur innsýn í margbreytileika mannlífsins. Oft var þröngt í búi og leiddist henni það alltaf og ásakaði sig. Mamma bar mikla virðingu fyrir menntun. Rúmlega fertug fór hún í sjúkraliðanám og náði mjög góðum árangri. Hún notaði síðan öll tæki- færi sem gáfust til þess að bæta við sig þekkingu á sínu starfssviði. Hún sagði oft að hefði hún verið ung í dag hefði hún fyrst og fremst menntað sig og ferðast, en hún elskaði ferðalög, bæði innanlands og erlendis. Hún kom víða við. Fimmtíu og sex ára fór hún til Færeyja, endurnýjaði kynni sín við færeysk skyldmenni og starfaði við Rigshospitalet. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hún hóf störf á Ulleråker, Akademiska sjukhuset í Uppsala. Svíþjóð var hennar draumaland og dvaldi hún þar oft og lengi hjá tveimur dætrum sínum og fjölskyldum. Mamma var mjög lífleg og kraft- mikil. Alltaf hress, eins og sagt er. Það fylgdi henni lækningamáttur þar sem bjartsýni hennar og kraft- ur var smitandi. Mamma var alla tíð vinsæl meðal þeirra sjúklinga sem hún stundaði og í góðu sam- bandi við þá. Þegar tungumálið þraut náði hún sambandi á annan hátt, meðal annars með söng. Hún eignaðist marga vini meðal sinna samstarfsmanna. Undir hressu yf- irborðinu leyndist mjög viðkvæm sál en tilfinningar sínar bar hún ekki á torg. Síðustu árin urðu henni mjög erfið. Alvarleg veikindi yngsta bróður okkar ollu henni djúpri sorg. Öll munum við deyja einu sinni. Það er kannski það eina sem er öruggt þegar við fæðumst. Þrátt fyrir þessa vitneskju kemur dauð- inn okkur flestum á óvart. Þegar mamma veikist og síðar þegar hún dó urðum við djúpt snortin. Hugur okkar og hjarta fylgja henni áleið- is. Við óskum henni fararheilla. Farðu vel mamma, þökkum liðið, sorg og gleði. Hellen Kolbrún og Sjöfn. OLGA SÓFUS- DÓTTIR GJÖVERAA          +12# (  3 ($4% 0 4   %     & '%   % ("'  #  )  *      +% .% 5-2 .(  )  (( 4 & 5  2 .(  5 ( / &      .  . &.  .  . - Mig langar að minn- ast pabba míns, Stein- gríms Heiðars Stein- grímssonar, í nokkrum orðum. Þegar Bidda systir mín hringdi til mín aðfara- nótt aðfangadags og sagði mér að pabbi væri dáinn, trúði ég því varla. Hann sem var svo hress þegar ég sá hann síðast fyrir rétt rúmri viku. Pabbi vann alla tíð hjá Eimskip, ef frá eru taldir nokkrir mánuðir sem hann vann hjá Áburðarverksmiðj- unni. Hann byrjaði að vinna fyrir sér 15 ára gamall og vann til dauða- dags. Hann skildi ekki í okkur systkinunum að vera að skipta um vinnu annað slagið. Hann og mamma fóru ung að vera saman og voru gift í 43 ár. Það eiga fáir slíka foreldra eins og við systkinin átt- um. Þau voru mjög samhent og fóru yfirleitt allt saman, síðast til Edinborgar nú í haust. Elsku pabbi, ég sakna þín alveg hræðilega mikið en ég veit að þér líður vel núna. Það er erfitt að skrifa þessar línur, söknuðurinn er mikill. Elsku mamma, megi guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Við söknum öll pabba. Elsku pabbi, líði þér sem allra best og við vitum að þú bíður eftir okkur. Þín dóttir, Jóhanna. Elsku Steini minn, mig langar til að kveðja þig í hinsta sinn. Þín er sárt saknað og betri tengdaföður STEINGRÍMUR HEIÐAR STEINGRÍMSSON ✝ SteingrímurHeiðar Stein- grímsson fæddist í Reykjavík 5. október 1937. Hann varð bráðkvaddur 24. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 7. janúar. hefði ég aldrei getað fengið. Þú varst mér yndislegur eins og öll- um öðrum, alveg sama hvort það voru ætt- ingjar eða vinir. Barnabörnin og langafabarnið sakna þín, þú varst þeim svo góður afi og langafi. Nú heyrir maður ekki lengur: ,,afi, nammi.“ Þú áttir alltaf eitthvað gott handa börnunum í búrinu í eldhúsinu. Mér var oft skemmt þegar tengdasynir þín- ir voru að gantast í þér. Þá var allt- af mikið hlegið. Við áttum líka sam- an skemmtilegar fjölskylduferðir hér um Ísland. Þær verða ekki þær sömu án þín. Með þessum fáu orðum vildi ég fá að kveðja þig. Elsku Birna og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessari sorgar- stundu. Maja Jill Einarsdóttir. Elsku besti afi, það er svo und- arlegt að þú sért farinn. Aðeins þremur tímum áður en þú kvaddir sátum við nokkur úr fjölskyldunni inni í eldhúsi á Kópavogsbrautinni. Í eldhúsinu rifjast upp margar minningar um þig, sérstaklega þar sem þú situr með kaffibolla í ann- arri hendi og eitthvert nammi í hinni. Þú áttir alltaf súkkulaði eða eitthvað annað og oft þegar við systkinin komum heim frá útlönd- um keyptum við nammi handa þér. Við töluðum saman um heima og geima þarna inni í eldhúsi og oft bar eitthvað fyndið á góma. ,,Afi var svo hress maður,“ segir Valdi- mar litli. ,,Og það var alltaf gott að hafa hann nálægt sér,“ bætir Frið- rik við. Um það erum við systkinin sammála og það eru líklega flestir sem urðu þeirrar lukku aðnjótandi að kynnast þér. Það var alltaf svo gaman þegar við komum í Kópa- voginn að líta út á bílaplan við kom- una og gá hvort ,,afa rúta“ (eins og við barnabörnin kölluðum hana) væri ekki örugglega heima. Þú varst búinn að vinna svo lengi hjá Eimskip að okkur fannst fyrirtæk- isrútan bara vera þín rúta. Við hittumst alltaf öll fjölskyldan á gamlárskvöld og fögnuðum nýju ári saman. Það var ekki eins núna, að fagna því án þín. Við stórfjöl- skyldan héldum okkar langþráða jólaball á annan í jólum, því við vissum að það er það sem þú hefðir viljað. Þú og amma hafið alltaf ver- ið hornsteinninn sem hélt uppi fjöl- skyldunni. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á, var hægt að leita til ykk- ar. En nú er þessi hornsteinn ekki jafn sterkur og áður. Þó að við sjáum þig aldrei aftur, þá vitum við að þú lifir í hjörtum okkar. Þín barnabörn, Kolbrún Nadira, Friðrik og Valdimar Árnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.