Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Safnvörður Bókasafnsins á Húsavík Staða forstöðumanns Bókasafnsins á Húsavík er laus til umsóknar. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf á nútímalegu safni. Æskilegt er að umsækj- endur hafi lokið námi í bókasafns- og upplýsinga- fræðum og hafi góða þekkingu á tölvum og mögu- leikum hugbúnaðar í safnaþjónustu. Húsavík er vinalegur bær með um 2.400 íbúa. Í bænum eru góðir skólar, allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla. Bæjarbúar njóta allrar almennrar þjónustu í fjölskylduvænu samfélagi. Upplýsingar um starfið og launakjör veitir starf- andi fræðslufulltrúi, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, í símum 464 6123 eða 464 1547. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna á Húsavík, Ketilsbraut 9, 640 Húsavík, eigi síðar en 1. febrúar 2002. Fræðslufulltrúi. OLÍUDREIFING ehf. stefnir að því að hefja innflutning á fljótandi elds- neyti til Akureyrar í næsta mánuði. Fyrirtækið hefur byggt upp inn- flutningshöfn í Krossanesi, sem mun afkasta að lágmarki 100.000 tonnum af fljótandi eldsneyti á ári og eru framkvæmdir komnar á lokastig. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, er verið að setja upp gufusöfnunar- búnað fyrir bensín, sem kemur í veg fyrir að bensíngufa fari út í and- rúmsloftið og er gufunni jafnframt breytt aftur í eldsneyti. Hann sagði að ekki hefði fengist leyfi fyrir inn- flutningi á bensíni fyrr en búið væri að koma búnaðinum upp en þar er um að ræða fyrsta búnað sinnar teg- undar við birgðastöð hérlendis. „Við stefnum svo að því að taka fyrsta innflutningsskipið til Akureyrar í næsta mánuði.“ Fullkomnasta birgðastöð landsins Árni sagði að einnig væri verið að ganga frá slökkvibúnaði, þar sem m.a. er lögð froðulögn niður á bryggjukant. „Auk þess verður þarna færanlegur froðubúnaður og við höfum hugsað okkur að veita slökkviliðinu aðgang að. Þetta verð- ur því fullkomnasta birgðastöð landsins.“ Olíudreifing fékk lóð undir starf- semi sína á nýrri uppfyllingu í Krossanesi samkvæmt samningi við Akureyrarbæ, varðandi flutning á starfsemi Olíudreifingar af Oddeyr- artanga út í Krossanes. Í samning- um fólst jafnframt að Akureyrarbær og Hafnasamlag Norðurlands inn- leysa fasteignir, hús og lóðir Olíufé- lagsins og Olíudreifingar á Oddeyr- artanga og önnur þau mannvirki sem ekki verða flutt af staðnum. Kostnaðu bæjarins og Hafnasam- lagsins vegna þessa er um 120 millj- ónir króna. Olíutankar dregnir sjóleiðina Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Krossanesi undanfarin tvö ár. Þar hefur verið komið fyrir um 10 stórum olíutönkum á uppfyllingunni og voru sex þeirra dregnir sjóleiðina til Akureyrar frá Reykjavík, Sauð- árkróki og Húsavík. Olíulagnir voru lagðar frá bryggjunni að tönkunum, byggt var dæluhús við tankana og niður við bryggju og þá er verið að byggja þar starfsmannaaðstöðu. Kostnaður við þessar framkvæmdir var áætlaður um 200 milljónir króna. Hjá Olíudreifingu á Akureyri starfa fimm manns en Árni sagði ekki ljóst hvort starfsmönnum yrði fjölgað. Það færi m.a. eftir því hversu mikið þessi innflutningur til Akureyrar yrði mikið nýttur út fyrir svæðið. Olíudreifing er fyrir með innflutningshöfn í Örfirisey, Hval- firði og Hafnarfirði en í Hafnarfirði hefur þó starfsemi félagsins verið að dragast saman. Morgunblaðið/Kristján Við innflutningshöfn Olíudreifingar í Krossanesi er m.a. verið að setja upp búnað sem kemur í veg fyrir að bensíngufa fari út í andrúmsloftið. Framkvæmdir við innflutningshöfn í Krossanesi á lokastigi Stefnt að því að hefja inn- flutning í næsta mánuði „ÞAÐ er gott að geta létt sér aðeins vorverkin,“ sagði Jóhann Thorarensen starfsmaður á tækni- og umhverf- issviði Akureyrarbæjar, þar sem hann var að snyrta tré ofan við Víðilund um helgina. Þetta verður að teljast nokkuð óvenjulegur árstími til slíkra verka en veðrið á landinu í vetur hefur líka verið ansi óvenjulegt. Morgunblaðið/Kristján Létta sér vorverkin FULLTRÚAR aðila í mjólkuriðnaði sunnan og norðan heiða funduðu á Akureyri í gær um hugsanleg kaup á eignarhlut Kaupfélags Eyfirðinga í Norðurmjólk. Stefán Magnússon, formaður stjórnar Auðhumlu, félags mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og S- Þingeyjarsýslu, sagði eftir fundinn að félagið myndi leita eftir viðræðum við KEA um kaup á öllum eignarhlut fé- lagsins í Norðurmjólk. KEA á um 68% hlut í Norðurmjólk á móti um þriðjungs hlut Auðhumlu. Nafnvirði hlutafjár félagsins er um 450 milljónir króna og eignarhlutur KEA því um 300 milljónir króna að nafnvirði. Fulltrúar frá Kaupfélagi Skagfirð- inga, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Osta- og smjörsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna sátu fundinn í gær með fulltrúum Auðhumlu og sagði Stefán að þeir hafi verið jákvæðir fyrir því að koma að málinu með þeim. Hann sagði að hugmyndin væri að Auðhumla keypti hlut KEA í Norð- urmjólk og gengi það eftir myndu Kaupfélag Skagfirðinga, Mjólkur- samsalan, Osta- og smjörsalan og Mjólkurbú Flóamanna kaupa hlut í félaginu í kjölfarið. Hann sagði þó að Auðhumla hefði hug á að eiga stærri hlut en þriðjung í félaginu í framhald- inu. Stefán sagði verðmat á Norður- mjólk nokkuð á reiki og kaupverðið væri því eitthvað sem eftir væri að semja um. Hann sagði menn ekki hafa sett sér nein tímamörk en að málinu yrði haldið áfram. Auðhumla vill kaupa Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, og Stefán Magnússon, formaður stjórnar Auðhumlu, ræddu um Norðurmjólk í gær. Morgunblaðið/Kristján Eign KEA í Norðurmjólk til sölu TÆPLEGA þriðjungur starfs- manna í starfsstöð Útgerðarfélags Akureyringa á Grenivík eru útlend- ingar. ÚA hefur verið með umsókn hjá Útlendingaeftirliti um að fá fjóra starfsmenn til viðbótar frá útlöndum til starfa á Grenivík. Þetta kemur fram á heimasíðu ÚA, en þar segir Gunnar B. Aspar verkstjóri í starfsstöð ÚA á Grenivík að þrátt fyrir auglýsingar og fyrir- spurnir hjá svæðisvinnumiðlun og verkalýðsfélagi gangi illa að fá Ís- lendinga til starfa í fiskvinnslu á Grenivík. Vonast eftir jákvæðri fyrirgreiðslu Alls eru 36 stöðugildi hjá frysti- húsi Útgerðarfélagi Akureyringa á Grenivík. Þar hafa starfað sjö menn frá Póllandi og þrír frá Filipseyjum, en aðrir eru úr Grýtubakkahreppi, margir með mjög langa starfs- reynslu í fiskvinnslu. Umsókn um að fá fleiri útlendinga til starfa var lögð fyrir Útlendinga- eftirlitið í ágúst síðasta sumar, en henni var þá hafnað. Umsóknin hef- ur nú verið endurnýjuð og væntir Gunnar þess að þrátt fyrir að stefn- an hafi verið að fækka útgáfu at- vinnuleyfa fyrir útlendinga fái um- sókn ÚA jákvæða fyrirgreiðslu nú. Hann segir reynslu af hinum útlendu starfsmönnum mjög góða, enda sé fólkið hingað komið til að vinna. Síð- ar í þessum mánuði verður efnt til námskeiðs í íslensku fyrir útlendu starfsmennina. Hráefni frá togurum ÚA ber uppi vinnsluna á Grenivík auk þess sem tveir heimabátar hafa lagt til hráefni að einhverju leyti. Í frystihúsinu er einkum unnið í hefðbundnar Amer- íkupakkningar. Sótt um atvinnu- leyfi fyrir fleiri Grenivík Tæpur helmingur starfsmanna ÚA á Grenivík útlendingar ÁTJÁN ára piltur á Akureyri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku vegna fíkniefnamáls. Lögreglan á Akureyri handtók piltinn á mánudagskvöld vegna gruns um fíkniefnasölu. Á og við heimili hans voru svo fimm aðrir handteknir vegna málsins en þeim var sleppt skömmu síðar. Á heim- ilinu fannst nokkurt magn fíkniefna, amfetamín, kókaín, e-töflur og kannabis. Vegna rannsóknar máls- ins fór lögregla fram á að pilturinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku og var fallist á það í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, miðviku- dag. Piltur í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.