Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 33
VEFURINN Sagnabrunn-ur Evrópu er samstarfs-verkefni Frakklands,Finnlands, Íslands, Ítal- íu og Skotlands um miðlun þjóð- sagna á margmiðlunarformi og ólík- um tungumálum. Evrópuverkefnið Menning 2000 styrkir verkefnið, en alls koma að því stofnanir frá fimm Evrópulöndum undir forystu finnska Gallen-Kellelan-safnsins, en Norræna húsið stýrir verkefinu fyr- ir Íslands hönd. Á vefnum er að finna þjóðsögur úr ólíkum sagna- hefðum, allt frá norrænum goðsög- um til bretónskra draugasagna og ítalskra helgisagna. Framlag Ís- lands til sagnavefsins er Eddu- kvæðið Þrymskviða er segir frá því er Þór heimtir hamar sinn úr Jöt- unheimum með því að bregða sér í brúðargervi. Í kviðunni er þannig brugðið upp skoplegri mynd af goð- um og jötnum en einnig er leitast við að svara grundvallarspurningum norrænnar goðafræði. Jón Karl Helgason bókmennta- fræðingur hefur annast verkefnis- stjórn fyrir Íslands hönd og telur hann vefinn hafa tekist sérstaklega vel með tilliti til framsetningar. „Finnski hönnuðurinn Mike Tyyskä annaðist hönnun vefsins og á hann mikinn heiður af útkomunni. Hann er mjög fær á sínu sviði og vinnur með myndefnið á mjög áhugaverðan hátt, svo úr verða nokkurs konar hreyfimyndir sem gera viðmótið mjög lifandi,“ segir Jón Karl. Allt efnið sem finna má á vefnum er hægt að skoða á átta tungumál- um, og telur Jón Karl að mjög vel hafi tekist um að gefa vefnum sterk- an heildarsvip, þó svo að um mjög ólíkt efni sé að ræða. Hann bendir jafnframt á að vonast sé til að fleiri þjóðir komi smám saman inn í verk- efnið með sinn sagnaarf. Gluggi inn í goðafræðina Við val á efni fyrir íslenska hlut- ann var tekið mið af ýmsum atrið- um, m.a. vali annarra þjóða á efni. Var ákveðið að sækja í brunn nor- rænnar goðafræði og varð Þryms- kviða Eddukvæða fyrir valinu. „Við töldum vefinn geta opnað mjög skemmtilegan glugga inn í forn- sagnaheim okkar Íslendinga, sem er mjög athyglisverður fyrir krakka, ekki síst nú þegar allir eru á kafi í að lesa Tolkien, sem sjálfur sótti í þessa hefð í sínum skáldskap. Þá er Þrymskviða bráðskemmtileg saga sem börn á öllum aldri og á öll- um öldum Íslandssögunnar hafa haft gaman af. Þá var til mjög vand- að myndefni eftir Harald Guðbergs- son við Þrymskviðu, sem tilvalið var að nota í verkefnið. Það má segja að Haraldur geti talist frumkvöðull á sviði íslenskrar teiknimyndasagna- gerðar. Á sjöunda áratugnum vann hann teiknimyndasögur um nor- rænar goðsagnir sem birtust í ís- lenskum blöðum og komu út hjá Máli og menningu. Þrymskviða var þeirra á meðal en sú útgáfa teikn- inganna sem er að finna á vefnum er lituð útfærsla þeirra og birtist hún hér í fyrsta sinn,“ segir Jón Karl. Hann bendir jafnframt á að margir aðrir þættir hafi verið nýttir til að gera framsetningu sögunnar áhugaverða, m.a. sé notuð leikgerð kviðunnar sem flutt var í Ríkisút- varpinu, auk þess sem hægt verður að hlaða niður öllu leikritinu og hlusta á það í heild. Í valmöguleika sem kenndur er við Höll Vafþrúðnis má fræðast um goðafræði og forna menningu með því að spyrja Vaf- þrúðni spurninga. Hefur Þjóðminja- safnið, sem er einn samstarfsaðila að verkefninu, lagt til ljósmyndir af forngripum af safninu, s.s. hringum, lyklum og Þórshamri sem birtast með skýringunum. Hagnýting í skólastarfi En hverjum er vefurinn ætlaður? „Vefurinn er fyrst og fremst ætlað- ur til kennslu og er markhópurinn börn og unglingar á aldrinum 10 til 15 ára. Íslenska efnið gefur t.d. heil- mikla möguleika í íslensku og bók- menntakennslu, en sögunum fylgja skýringar á torræðum orðum, auk fróðleiks um norræna goðafræði. Vefurinn felur jafnframt í sér sýn- ishorn af sagnaarfi frá mörgum löndum og býður því upp á skemmtilegan samanburð, sem áhugavert getur verið að vinna með í kennslu. Þegar maður lítur á þjóð- sagnaefnið sem kemur frá Skotlandi og Bretaníu í Norður-Frakklandi sér maður til dæmi mjög sterka samsvörun við íslenskar þjóðsögur. Ítalska efnið er hins vegar af allt öðrum meiði og kallast á við kristni- fræði og kaþólska hefð.“ Jón Karl bendir á að hverri sögu fylgi orðalisti, kort og tillögur að verkefnum sem nýst geti í skóla- starfi. „Í vor verður síðan farið af stað með vinnu er tengist hagnýt- ingu á þessu efni fyrir skólakerfið. Fer þetta fram í öllum aðildarlönd- unum, en hér verður verkefnið unn- ið í samstarfi við Laugarnesskóla. Því átaki verður síðan fylgt eftir svo það megi nýtast öðrum skólum. Samstarfsaðilar okkar um verkefn- ið munu jafnframt tengjast fræðslu- starfinu að einhverju leyti og hefur Þjóðminjasafnið t.d. áform um að tengja efnið við sitt sýningarhald,“ segir Jón Karl að lokum. Hinn nýja vef um sagnaarf Evr- ópu er að finna á vefslóðinni www.- europeoftales.net. Gluggi inn í sagnaheima Hér má sjá sýnishorn af viðmóti íslenska hlutans á margmiðlunarvefn- um Sagnaarfur Evrópu. Þar birtist Þrymskviða á myndrænan hátt. Vefur um evrópskar þjóðsögur verður opnaður í Norræna húsinu í dag. Heiða Jó- hannsdóttir ræddi við Jón Karl Helgason um samstarfsverkefnið Sagnaarf Evrópu. heida@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 33 n geri af- n á mynt- og hins annars ki eins og máir og gi að afar agsmuna i og galla að þegar ru vegnir i til ein- á hreinu af því að eða taka ast á við igin pen- það aug- ostum að urstöðu,“ m nýlega stefnu í i farið af a og það r hvernig ur. Þegar ra fram í væntan- rusvæðið að núver- ambands- viðskipta- upp evru Evrópu- . Evran gt í utan- þær að- if á um- tið hér á vænlegri viðskipta til tir, hag- nds Ís- yglisverð- ka seðla- ðuna hér éttilega á usn til í greininni galla þess miðil ann- p annan ns sé sú n til varð- ar en svo margt annað. Það sem gera þurfi nú sé að draga fram kostina og gallana við núverandi fyrirkomulag í samanburði við aðra raunhæfa kosti. Að hennar mati sé þar bara um einn kost að ræða utan þess að halda í óbreyttan gjaldmiðil og það sé aðild að Evrópusambandinu og að gerast þátttakandi í myntbanda- lagi Evrópu. „Það er það sem við þurfum að ræða og ættum að gera nú þegar við virðumst vera að ná lendingu í efnahagslífinu. Þegar þessi umræða fór í gang síðastliðið vor markaðist hún af ójafnvægi vegna tímabund- innar gengislækkunar krónunnar á þeim tíma og það er ekki hentug umgerð um jafn mikilvæga um- ræðu og þarf að fara fram í þessum efnum,“ sagði Rannveig. Hún sagði að slík umræða þyrfti að fara fram. Fólk þyrfti að leggja niður fyrir sér kosti og galla í þess- um efnum. Að hennar mati væri það til að mynda ekki raunhæfur kostur að festa gengi krónunnar við evruna án aðildar að Evrópu- sambandinu. Ef aðild fylgdi ekki hefðum við enga möguleika á að hafa áhrif og þó við yrðum smáir í slíku samstarfi værum við þó þátt- takendur á jafnréttisgrundvelli. Rannveig sagði ennfremur að miklu skipti að fólk áttaði sig á því að fyrirkomulag gengisskráningar væri engin töfralausn í efnahags- málum, eins og nýsjálenski seðla- bankastjórinn benti á. Það sem skipti ekki síður miklu máli væri hagstjórnin. Fyrirkomulag gengis- skráningarinnar vægi ekki upp slæma hagstjórn. Það vægi til að mynda ekki upp ef ekki væri reynt að auka framleiðni í hagkerfinu o.s.frv. Það væru augsýnilega kost- ir samfara aðild að evrusvæðinu, m.a. þeir að vextir yrðu væntan- lega lægri en ella, en á hinn bóginn yrðum við að fórna mikilvægu hagstjórnartæki þar sem væri sjálfstæð peningamálastefna, sem skipti gríðarlega miklu máli í ljósi íslenskrar hagsögu. Efnahagslíf á Íslandi væri sveiflukennt og hætt- an væri sú að ef við hefðum ekki sjálfstæða peningamálastefnu yrðu sveiflurnar meiri og þá kannski sérstaklega niður á við. Atvinnu- leysi gæti þar af leiðandi orðið meira en ella og það væri mjög stór galli við það að taka upp annan gjaldmiðil. Staða Íslands og Nýja-Sjálands í gengis- málum er ólík ,,Staða Íslands og Nýja-Sjálands í gengismálum er ólík,“ segir Ás- geir Jónsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. ,,Engin stór viðskiptaheild er ná- læg fyrir Nýja-Sjáland til þess að tengjast, nema Ástralía sem er til- tölulega lítið hagkerfi og ekki ýkja mikilvægur markaður fyrir nýsjá- lenskar framleiðsluvörur. Aukin- heldur hafa Nýsjálendingar ekki völ á myntstarfi í anda þess sem þekkist í Evrópu. Þeir hafa aðeins þann kost að taka upp mynt annars lands, þó líklega muni milliríkja- samningar fylgja upptöku Ástralíu- dals, þar sem t.d. myntsláttuhagn- aði er deilt á milli landanna. Ísland er aftur á móti á útjaðri tveggja stórra viðskiptaheilda og önnur þeirra hefur skipulagt yfirþjóðlegt myntsamstarf. Vaxandi fjöldi rann- sókna hefur sýnt fram á mikilvægi sameiginlegs gjaldmiðils fyrir ut- anríkisviðskipti og hagvöxt, en t.d. eru viðskipti á milli ríkja sem deila einni mynt þrisvar sinnum meiri en á milli þeirra ríkja er nota ekki sama gjaldmiðill, þrátt fyrir að leiðrétt sé fyrir fjarlægð, tollum, sameiginlegri þjóðtungu og svo framvegis. Þetta er ávinningur sem liggur nærri Íslendingum en er fjarri Nýsjálendingum vegna fjar- lægðar þeirra frá helstu markaðs- svæðum veraldar,“ segir hann. Minni raungengissveiflur fylgja föstu gengi ,,Hvað varðar umræðu um kosti og galla myntbandalags gætir tveggja missagna hjá Brash,“ segir Ás- geir. ,,Í fyrsta lagi mun upptaka annarrar myntar ekki aðeins festa nafngengi heldur einnig leiða til stöðugra raungengis ef mikil viðskipti eru innan myntsvæðanna. En það er þrautreynt atriði að minni raungengissveiflur fylgja föstu gengi en fljótandi, vegna þess að verð samræmist á neysluvörum. Aftur á móti er það vel þekkt að þegar lönd efnast hækkar raun- gengi varanlega eins og gerst hefur hjá Hong Kong og Írlandi, sem Brash nefnir ranglega sem dæmi um raungengisflökt með fastgengi. Í öðru lagi, er það álit margra hagfræðinga að í samþættu mynt- bandalagi muni eftirspurnarsveifl- ur lenda í takt og ekki sé því þörf á sjálfstæðri peningamálastjórn til þess að mæta eftirspurnarskellum og halda verðlagi stöðugu eins og Brash heldur fram. Hins vegar hef- ur því oft verið haldið fram að nauðsynlegt sé að hafa peningalegt sjálfstæði til þess að geta mætt ósamhverfum framboðsskellum, t.d. frá sjávarútvegi hérlendis, og þá fyrst og fremst til þess að geta tryggt atvinnustöðugleika. Ræða dr. Donald Brash geymir marga áhugaverða punkta og það getur verið áhugavert að bera sam- an lönd sem eru lík hið innra þar sem bæði Ísland og Nýja-Sjáland reiða sig á útflutning náttúruauð- linda, en eru í mjög ólíku ytra um- hverfi,“ segir Ásgeir Jónsson. Lítið land missir alla eiginlega stjórn á peningamálum ,,Það er almenn niðurstaða dr. Brash að valið á gengisskráning- araðferð sé í reynd val um eðli þeirra erfiðleika sem við kjósum að mæta vegna óvæntra sviptinga í efnahagsmálum. Þetta er afleiðing þess að í myntbandalagi missi lítið land alla eiginlega stjórn á pen- ingamálum,“ segir Yngvi Harðar- son, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám ehf. ,,Hvað Ísland varðar þá er ég sammála þessu að svo miklu leyti sem ætla má að stjórn peninga- mála hafi áhrif á þróun framleiðslu, atvinnu og verðbólgu. Það er al- mennt mat hagfræðinga í dag að stjórn peningamála geti haft áhrif á einhvern þessara þátta en ein- ungis að litlu leyti á alla í senn. Hérlendis er það markmið pen- ingamálastjórnar að hafa hemil á verðbólgu en það þýðir að lítil áhrif er unnt að hafa á framleiðslu og at- vinnu með peningastefnunni. Næstu misseri blasir við fyrsta prófraun fyrir Seðlabanka Íslands innan núverandi fyrirkomulags gengis- og peningamála hvað varð- ar verðbólgumarkmiðið,“ segir Yngvi. Fórna stærstum hluta myntsláttuhagnaðar ,,Önnur áhugaverð niðurstaða dr. Brash er sú að með aðild að myntbandalagi fórni lítið land stærstum hluta af svokölluðum myntsláttuhagnaði til erlends aðila. Er ég sammála þessu og einnig því að eðlilegt sé að ætlast til að fyrir það sé bætt með einhverjum hætti. Brash nefnir fríverslun,“ segir Yngvi. ,,Af kostum myntbandalags nefnir Brash sparnað á kostnaði sem fylgir gjaldeyrisyfirfærslum, að áhættuþóknun í formi vaxta- munar við útlönd hverfi og að nafn- gengisóvissu sé útrýmt. Allt þetta álít ég að eigi einnig við hérlendis. Að auki má benda á að Nýja-Sjá- land sem Brash fjallar um í grein sinni hefur nærri 4 milljónir íbúa og er því um 13 sinnum stærra en Ísland. Hérlendis hefur verið bent á að smæð markaðarins og fæð við- skiptavaka með gjaldeyri setji mark sitt á verðmyndun gjaldeyris. Hún sé því ef til vill ekki eins góð og hún væri í stærra hagkerfi með alþjóðlegan gjaldmiðil þar sem fleiri aðilar í mörgum löndum koma að verðmynduninni. Myntbandalag hefði því þann viðbótarkost hér að útrýma því vandamáli. Aðaláhyggjuefni hvað varðar hugsanlegt myntbanda- lag Íslands og annars lands eða landa álít ég vera það hversu ósam- stiga hagsveiflan hér- lendis hefur haft til- hneigingu til að vera með hagsveiflu í viðskiptalöndunum einkum vegna sveiflna í áætlaðri stærð fiskistofna. Þannig er ekki augljóst að verðmyndun fleiri aðila í mörgum löndum henti okkur bet- ur en fljótandi og markaðsákvarð- að gengi,“ segir Yngvi Harðarson. tjóra Nýja-Sjálands áhugaverð vegna umræðna á Íslandi öfralausnir ngismálum „Í gildandi geng- isskráningarvog ís- lensku krónunnar [...] vegur evran aðeins 31,66%.“ Birgir Ísleifur Gunnarsson „…þegar þessir kostir og gallar eru vegnir og metnir leiða þeir ekki til einhlítrar niðurstöðu út frá hreinu hagsmuna- mati.“ Hannes G. Sigurðsson „…það sem við þurfum að ræða og ættum að gera nú þegar við virð- umst vera að ná lend- ngu í efnahagslífinu.“ Rannveig Sigurðardóttir abanka Nýja-Sjálands, fjallaði um kosti og galla engisskráningar frá sjónarhóli Nýsjálendinga í inu um helgina. Blaðið leitaði álits nokkurra nahagsmálum á sjónarmiðum Brash og hvort erindi í umræður hér á Íslandi nú. Efnahagslíf á Íslandi er sveiflukennt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.