Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjanes- bæjar fyrir árið 2002 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Samkvæmt áætluninni eru skatt- tekjur áætlaðar rúmir 2,6 milljarðar og nettórekstrargjöld málaflokka tæpir 2 milljarðar, sem eru tæp 76% af skatttekjum. Langstærsti hluti rekstrargjalda fer til skóla-, menn- ingar-, félags-, íþrótta- og tóm- stundamála, eða rúmir 1,8 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að til fjár- festinga verði varið 402 milljónum og 585 milljónum til afborgana á lang- tímalánum. Fjárhagsáætlun bæjar- stjóðs og stofnana hans var sam- þykkt með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Í bókun sem meirihluti bæjar- stjórnar lagði fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar segir að ekki sé gert ráð fyrir nýjum lántökum á þessu ári en þess í stað verði lang- tímalán greidd niður um 585 millj- ónir króna og það sé hæsta upphæð sem sveitarfélag á Íslandi ráðstafi til niðurgreiðslu lána á árinu 2002. Þá segir að aðhalds í rekstri verði gætt og aðeins verði heimiluð aukning tæplega tveggja stöðugilda hjá sveit- arfélaginu, en launakostnaður er langstærsti einstaki liðurinn á áætl- uninni og er áætlað að verja rúmlega 1,5 milljarði í launakostnað á árinu. Þá segir í bókuninni að allar álagn- ingarprósentur og krónutölugjöld verði óbreytt milli ára en gjaldskrá á þjónustu hækkar um 5%. Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, lagði fram bók- un fyrir hönd minnihlutans þar sem fjármálastjórn meirihlutans er gagn- rýnd og sagt að „bókhaldsbrellur“ leysi ekki vanda bæjarsjóðs. Í bókun minnihlutans segir að aðhald virðist hafa aukist en í raun séu ekki teknar neinar ákvarðanir um breytingar sem geti haft raunveruleg áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Þá segir að með auknu aðhaldi hafi tekist að sýna fram á að hlutfall rekstrar- kostnaðar verði 76% af tekjum en samkvæmt reikningum áranna 1999 og 2000 hafi þetta áætlaða hlutfall hækkað um 2–3% frá áætlun, þrátt fyrir hækkun á tekjum. Tillaga felld um lækkun álagn- ingarhlutfalls fasteignaskatts „Jafnframt er fullyrt að skuldir bæjarins hafi verið greiddar niður um 265 milljónir á síðasta ári en sleppt að geta þess að ný lán hafi verið tekin sem nema um 235 millj- ónum og því er raunveruleg niður- greiðsla lána á árinu 2001 nær því að vera 30 milljónir. Á áætlun þessa árs er talað um niðurgreiðslu lána sem nemur 585 milljónum, sé þessum 30 milljónum frá fyrra ári bætt við verður um 615 milljóna lækkun skulda á þessum árum að ræða. Það gerist á sama tíma og við erum að fá 135 milljónir í endurgreiðslu frá NAS, 574 milljónir frá HS. Þessar sérstöku endurgreiðslur nema 709 milljónum og því ljóst að tæpar 100 milljónir af þessari óreglubundnu innkomu fara í annað en endur- greiðslu lána. Bókhaldsbrellur leysa ekki vanda bæjarsjóðs og það hátt- arlag strútsins, sem meirihlutinn virðist hafa tamið sér að stinga höfð- inu í sandinn og telja sér trú um að þannig hverfi vandinn, kemur að litlum notum,“ segir í bókun minni- hlutans. Á fundinum lagði minnihlutinn jafnframt fram viðbótartillögur við fjárhagsáætlun. Í fyrsta lagi að lögð yrði ein og hálf milljón króna í könn- un á launamun kynja, í öðru lagi að lagðar yrðu 7 milljónir króna í gerð heildstæðs deiliskipulags á nýju hverfi í Innri-Njarðvík og í þriðja lagi að gerð yrði breyting á álagning- arhlutfalli fasteignaskatts á íbúðum þannig að álagningarprósentan yrði lækkuð úr 0,36% í 0,33%. Fyrsta til- lagan var felld og tillaga um breyt- ingu á álagningarhlutfalli var vísað frá með 7 atkvæðum meirihlutans gegn 4 atkvæðum minnihlutans. Hins vegar var samþykkt einróma að vísa tillögu minnihlutans til bæj- arráðs um að gert verði heildstætt deiliskipulag á nýju hverfi í Innri- Njarðvík. Samkvæmt hugmyndum minnihlutans er gert ráð fyrir byggð þar fyrir u.þ.b. 2.000 íbúa, sem ásamt Grænássvæðinu gæti myndað heppi- legt skólahverfi. Jafnframt að unnið verði kynningarefni í þeim tilgangi að vekja áhuga einstaklinga og verk- taka á að byggja í þessu hverfi og kynning hefjist á þessu ári. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir 2002 samþykkt Meirihlutinn ásakaður um bókhaldsbrellur Reykjanesbær SVIPUÐUM afla var landað í Grindavík á nýliðnu ári og á árinu þar á undan, að sögn Sverris Vilbergssonar hafn- arstjóra. „Mér sýnist þetta vera heldur meira þrátt fyrir verk- fallið en á árinu 2000 var aflinn tæp 134 þúsund tonn. Það liggja bráðlega fyrir endanlegar tölur en mín tilfinning er sú að við séum um það bil 1.000 tonnum hærri en í fyrra,“ segir Sverrir. Þorskaflinn var svipaður, aukning í loðnu en minna barst að landi af síld og kolmunna. „Línubátarnir eru ansi drjúgir og koma jafnt og þétt með sinn vikulega skammt. Það er hægt að segja að þeir séu eins og góðar kýr í fjósi. Sama má segja um togskipin en dag- róðrarbátar eru aftur meira háð- ir veðri og eins og veðrið hefur látið frá áramótum hafa þeir ekk- ert róið,“ sagði Sverrir. Miklar hafnarframkvæmdir hafa einkennt höfnina í Grindavík undanfarin ár og er hún alltaf að verða betri og öruggari. Nú standa yfir framkvæmdir við nýj- an hafnargarð í vestri. Þá er stutt í að framkvæmdir byrji við þann eystri sem gerir höfnina mjög örugga. „Það vantar um 50 metra á vestari garðinn, það hafa verið einhver vandræði með að ná nógu stóru grjóti. Innsiglingin hefur batnað við þessar hafn- arframkvæmdir undanfarin ár en enn vantar örlítið upp á að allir séu ósmeykir við innsiglinguna. Það er rætt um það meðal okkar hvort einhverjar leiðir séu til að auka enn á öryggið. Eystri garð- urinn verður lagður í beinu fram- haldi af þeim vestari og þá verð- ur höfnin orðin mjög örugg. Við erum með alla þá þjónustu sem aðrar hafnir bjóða og leggjum okkur fram við að þjóna þeim skipum sem best sem hingað koma,“ sagði Sverrir. Eins og góðar kýr í fjósi Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri á skrifstofu sinni. Grindavík Svipuðum afla landað í Grinda- víkurhöfn þrátt fyrir verkfall Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson HREPPSNEFND Vatnsleysu- strandarhrepps samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að taka undir efni bréfs sem Grindavíkurbær hefur sent sveitarfélögum á Reykjanesi og SSS varðandi þátttöku í rekstri Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA). Í bréfi Grindavíkurbæjar kemur fram að bæjarráð telji að þjónusta MOA snúi orðið alfarið að Reykjanesbæ og því sé óraunhæft að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við reksturinn. Undir þetta tekur hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps. Taka undir ályktun bæjarráðs Grindavíkur Vogar NÝIR öskuhaugar verða útbúnir á Stafnesi vegna þeirrar endurnýjunar á sorpförgunarkerfi Suðurnesja sem unnið er að. Öskuhaugarnir eru skammt sunnan núverandi ösku- hauga varnarliðsins en þeir eru að verða fullnýttir. Sorpbrennslustöð Suðurnesja sf. hefur lagt fram tillögu að áætlun um mat á umhverfisáhrifum nýs sorp- förgunarkerfis á Suðurnesjum sem felur í sér byggingu nýrrar sorp- brennslu-, móttöku- og flokkunar- stöðvar í Helguvík og uppbyggingu nýrra öskuhauga á Stafnesi. Áætlun- in er í almennri kynningu og getur fólk gert athugasemdir til 14. þessa mánaðar. Í næsta mánuði er gert ráð fyrir að lögð verði fram skýrsla um mat á umhverfisáhrifum verkefnisins og hún kynnt. Á sama tíma er unnið að öðrum undirbúningi byggingar stöðvarinnar en hún var boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélögin á Suðurnesjum standa að Sorpeyðingarstöð Suður- nesja sem rekur gamla og úrelta sorpeyðingarstöð við Hafnaveg. Hafa náðst samningar við varnarliðið um þátttöku í uppbyggingu nýrrar stöðv- ar. Hefur henni verið valinn staður á iðnaðarsvæði í Helguvík. Í matsáætluninni kemur fram að nýja stöðin muni uppfylla allar þær umhverfiskröfur sem til slíkra stöðva eru gerðar. Fram kemur að útblástur hættulegra efna mun minnka frá því sem er í núverandi stöð. Nýr urðunarstaður fyrir ösku og tregrotnandi úrgang verður um hálf- an kílómetra sunnan við núverandi öskuhauga varnarliðsins á Stafnesi en þeir eru að verða fullnýttir. Landið er nú innan varnarsvæðis en verður á næstunni fært út fyrir, samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við varnarliðið. Fram kemur í áætluninni að gerð nýrra öskuhauga hefur staðbundin áhrif á landslag, plöntur, fugla, jarð- veg og vatn. Fylltar verða upp nátt- úrulegar dældir í landslaginu, jarð- vegi ýtt yfir og svæðið síðan ræktað upp en það er nú nánast eyðimörk. Leggja þarf 1,7 kílómetra langan veg frá Stafnesvegi að urðunarsvæðinu. Í tillögunni kemur fram að með uppbyggingu flokkunarstöðvar og frekari endurvinnslu minnkar úr- gangurinn sem fer til brennslu. Það er sagt fela í sér jákvæð umhverfis- áhrif. Þá batni aðstaða til móttöku spilliefna.                                                  Land brotið undir nýja öskuhauga Stafnes GRINDAVÍKURBÆR var í gær- morgun dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness til að borga fyrrverandi tómstundafulltúa bæjarins 475 þús- und kr. í bætur og 309 þúsund kr. í málskostnað fyrir ólögmæta og fyr- irvaralausa brottvikningu úr starfi. Héraðsdómur komst að þeirri nið- urstöðu að lagaskilyrði hafi skort til þess að víkja manninum fyrirvara- laust úr starfi. Sýknukrafa Grindavík- urbæjar var því ekki tekin til greina. Var bænum jafnframt gert að borga dráttarvexti á 475.190 króna bætur frá 1. mars 2000 til 1. júlí 2001 til greiðsludags. Ólögmæt uppsögn tóm- stundafulltrúa Grindavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.