Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 19
Arnartangi -
raðhús
Þverholti 2 270 Mosfellsbæ Sími 586 8080 Fax 586 8081 www.fastmos.is
94 m2 raðhús á einni hæð í litlum
botnlanga á fallegum stað.
3 svefnherbergi, baðherbergi
með kari, þvottahús í útigeymslu,
rúmgott eldhús með borðkrók.
Góð stofa, úr stofu er gengið
út á timburverönd og fallegan garð
í suður. Parket á stofu og gangi.
Verð kr. 12,2 m.
ÞÓRSARAR verða með síðbúna
þrettándagleði þetta árið en hún
verður haldin á félagssvæðinu við
Hamar laugardaginn 12. janúar nk.
kl. 17. Tvívegis hefur þurft að fresta
hátíðahöldunum, fyrst sl. sunnudag
og svo aftur á mánudag, í bæði skipt-
in vegna veðurs. Það er því ljóst að
jólasveinarnir, sem alla jafna hafa
kvatt akureyrsk ungmenni á þrett-
ándagleði Þórs undanfarna áratugi,
verða að fresta heimför sinni til fjalla
um tæpa viku.
Þrettándagleðin í ár verður með
hefðbundnu sniði en hún er þó haldin
við mun erfiðari aðstæður en und-
anfarin ár, þar sem miklar jarðvegs-
framkvæmdir hafa staðið yfir á fé-
lagssvæði Þórs í tengslum við bygg-
ingu fjölnota íþróttahússins.
Þrettándagleði Þórs
nk. laugardag
Veðrið hefur
sett strik í
reikninginn
♦ ♦ ♦
ÁÆTLAÐ er að 386 milljónum króna
verði varið til framkvæmda sam-
kvæmt drögum að framkvæmdaáætl-
un tækni- og umhverfissviðs Akur-
eyrarbæjar fyrir þetta ár.
Framkvæmdaráð hefur unnið að
áætluninni og var hún lögð fram á
fundi þess nú nýlega. Samkvæmt
henni er áætlað að verja um 250 millj-
ónum króna til gatnagerðar á árinu,
um 75 milljónum króna vegna frá-
veituframkvæmda, 30 milljónum
vegna opinna og grænna svæða. Þá
eru 10 milljónir ætlaðar í tækjakaup
og 5 milljónir í ýmis verkefni. Sam-
tals er því um að ræða um 370 millj-
ónir króna, en ekki er búið að ráð-
stafa rúmum 16 milljónum króna.
Tæpar 400 milljón-
ir í framkvæmdir
Framkvæmdaáætlun tækni-
og umhverfissviðs
ÆFINGAR standa yfir á tveimur
söngleikjum á Akureyri, en í báðum
framhaldsskólum bæjarins, Mennta-
skólanum á Akureyri og Verk-
menntaskólanum á Akureyri, verða
á vegum leikfélaga skólanna sýndir
söngleikir með vorinu.
Leikfélag Menntaskólans á Akur-
eyri hefur síðan í nóvember æft
söngleikinn Hárið og verður hann
settur á svið í apríl í vor. Alls tekur
22 manna leikhópur þátt í uppfærsl-
unni, þar af eru 7 aðalleikarar.
Hljómsveit skipuð 6 nemendum
skólans tekur einnig þátt auk þess
sem stór hópur nemenda mun vinna
að uppsetningunni, við undirbúning,
kynningu, leikmynd, búninga og
störf baksviðs. Hrafnhildur Hafberg
er leikstjóri auk þess að útfæra
dansa og hreyfingar. Tónlistarstjóri
er Björn Þórarinsson.
Nemendur í Verkmenntaskólan-
um á Akureyri æfa nú söngleikinn
Rocky Horror í leikstjórn Þorsteins
Bachmanns leikara. Tónlistarstjóri
er Snorri Guðvarðarson tónlistar-
kennari. Æfingar hafa staðið yfir frá
því á liðnu hausti en fjöldi nemenda
tekur þátt í uppfærslunni. Hinar
ýmsu deildir skólans verða virkjaðar
í tengslum við uppfærslu söngleiks-
ins, til hönnunar, smíða og sauma.
Frumsýning er áætluð í mars.
Nemendur framhalds-
skólanna æfa söngleiki
Hárið í MA
og Rocky
Horror í VMA
ATVINNA mbl.is