Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 49 Á FUNDI framkvæmdastjórnar Sambands ungra framsóknar- manna sem haldinn var 8. janúar var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Framkvæmdastjórn SUF lýsir sig ósammála þeirri afstöðu Út- varpsráðs að flytja mestan hluta starfsemi Rásar 2 til Akureyrar. Rás 2 hefur sinnt hlutverki sínu vel með vandaðri og fjölbreyttri dagskrárgerð sem hefur höfðað til allra landsmanna óháð aldri og bú- setu. Flutningur Rásar 2 felur í sér mikinn kostnað, sem betur væri varið í dagskrárgerð. Flutningur- inn þjónar ekki heldur hagsmun- um landsbyggðarinnar, enda er ekki um mörg störf að ræða. Það eina sem þessi ráðstöfun hefur í för með sér er að veikja Rás 2. Það má einnig benda á að þekking og reynsla þess fjölmarga hæfa starfsfólks sem starfar á Rás 2 verður ekki svo auðveldlega byggð upp á nýjum stað. Flytji starfs- fólkið ekki með er í raun verið að leggja stöðina niður.“ Mótfallin flutningi Rásar 2 ORGELFRÆÐI verður kennd í fjarkennslu á vegum Verkmennta- skólans á Akureyri í samvinnu við Tónskóla þjóðkirkjunnar nú á vor- önn. Þessi námsgrein hefur verið kennd í Tónskóla Þjóðkirkjunnar um árabil og er ein af þeim sér- greinum sem kenndar hafa verið til kantorsprófs organista. Kennari er Smári Ólason. Námið miðar að því að kynna nemendum hvernig orgel eru upp- byggð, mismunandi eiginleika þeirra og fjölbreytni. Fjallað er um sögu orgelsins, þróun þess og mis- munandi gerðir. Farið verður í helstu hluti sem snerta byggingu og notkun orgela, t.d. mismunandi pípur, raddir, vindhlöður, spilaborð, útlit og svo mætti lengi telja. Einn- ig er farið í undirstöðuatriði hljóð- eðlisfræðinnar. Sem verklegur hluti námskeiðs- ins verður skipulögð heimsókn á orgelverkstæði Björgvins Tómas- sonar á Blikastöðum, þar sem nem- endur kynnast praktískari hlutum í sambandi við stillingu og viðhald orgela. Námið er einkum hugsað fyrir starfandi organista en er að sjálf- sögðu opið öllum sem áhuga hafa á orgelum og vilja læra um þau. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Tónskóla þjóðkirkjunnar, í Verkmenntaskólanum á Akureyri og á heimasíðum skólanna, www.tonskoli.is og www.vma.is, segir í fréttatilkynningu. Orgelfræði í fjarnámi LAUGARDAGINN 5. jan. sl. á milli kl. 10 og 12.30 var ekið á bifreiðina KS-675, sem er Chevrolet fólks- bifreið, þar sem hún stóð mannlaus við Grafarvogskirkju. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna um tjónið til hlutaðeiganda eða lög- reglu. Er jafnvel talið að bifreið tjónvalds sé jeppabifreið. Tjónvald- ur eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar eru beðnir að snúa sér til umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ÁRLEG þrettándagleði Grafar- vogsbúa sem fresta varð sl. sunnu- dag verður haldin föstudagskvöld- ið 11. janúar. Blysför verður frá Gylfaflöt kl. 19.30. Álfakóngur, álfadrottning, grýla, jólasveinar og fleiri kynja- verur taka þátt í göngunni. Blys verða til sölu við upphaf blysfarar og á Gufunessvæðinu. Skátar munu kveikja í brennunni á Gufu- nessvæðinu með friðarloganum frá Betlehem kl. 20. Fjöldasöngur, önnur skemmtun og flugeldasýn- ing í boði Trésmiðju Snorra Hjaltasonar og Járnbendingar ehf. Eftirtalin félög og stofnanir hafa undirbúið þrettándagleðina: Ung- mennafélagið Fjölnir, Íbúasamtök Grafarvogs, skátafélögin Vogabúar og Dalbúar, frístundamiðstöðin Gufunesbær, Miðgarður, fjöl- skylduþjónustan í Grafarvogi og hverfisnefnd Grafarvogs, segir í fréttatilkynningu. Þrettándagleði Grafarvogsbúa SPK sendi ekki út jólakort til við- skiptavina, heldur styrkti Mæðra- styrksnefnd Kópavogs fyrir and- virði jólakortanna. Halldór J. Árnason sparisjóðsstjóri afhenti gjaldkera Mæðrastyrksnefndar Kópavogs, Ingibjörgu Ingvadóttur, styrkinn. Nefndin notar peningana sem henni eru gefnir í að styðja fjöl- skyldur sem tímabundið eða lang- varandi eiga undir fjárhagslegt högg að sækja í tilverunni. Þessi aðstoð fer oftast þannig fram að samið er við Bónus eða aðra mat- vöruverslun um kaup á úttektar- miðum sem úthlutað er til bág- staddra fyrir jólin. Ef fjárhagur nefndarinnar leyfir er einnig hægt að sækja styrki til nefndarinnar á öðrum tímum ársins og slíkir styrk- ir hafa þá oftast verið í formi pen- inga, segir í fréttatilkynningu. SPK styrkir Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.