Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n / S Í A www.bi.is – Engar sveiflur milli mánaða – Enginn gluggapóstur – Engir dráttarvextir – Engar biðraðir – Engar áhyggjur Kynntu þér útgjaldareikning HeimilislínuLáttu þér líða vel STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að ekki hafi verið tek- in endanleg ákvörðun um í hvaða röð ráðist verði í framkvæmdir við jarð- göng milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar annars vegar og á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar, en það verði væntanlega gert þegar kemur að útboði fram- kvæmdanna. ,,En það er alveg ljóst að miðað við þá áætlun sem við höfum sett upp þá gerum við ekki ráð fyrir því að unnið verði á báðum stöðum í einu í upphafi, heldur skarist fram- kvæmdin væntanlega um miðbikið,“ sagði Sturla. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag hefur Vega- gerðin tilkynnt útboð á jarðgöngun- um sem hefjast á með forvali verktaka í mars nk. og lokuðu útboði í framhaldi af því næsta sumar. Samgönguráðherra segir að ákvarðanir um röð framkvæmda geti einnig að einhverju leyti verið háðar því hversu hagstæð tilboð ber- ast miðað við þann fjárhagsramma sem úr er að spila. Að hans sögn er gert ráð fyrir 1,4 milljörðum til jarð- ganganna á vegaáætlun á ári og skv. því muni verkefnið standa yfir í átta ár. Endanleg ákvörðun um á hvorum staðnum verður byrjað að bora verði ekki tekin fyrr en kemur að útboði Vegagerðarinnar. Að sögn Sturlu er gert ráð fyrir að jarðgöngin verði fjármögnuð af vegaáætlun. Aðspurður hvort búið sé að vinna nauðsynlega undirbún- ingsvinnu, s.s. varðandi umferðartöl- ur sem eru lagðar til grundvallar, arðsemi framkvæmda o.fl., sagði Sturla að það væri allt hluti af þeim ákvörðunum sem lagðar hefðu verið til grundvallar við gerð vegaáætlun- ar. Óvissa í umferðarspám Jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar yrðu 5,9 km löng og þau stytta leiðina milli Mið-Austur- lands og Suðurfjarða um 34 km. Miðað hefur verið við að göngin yrðu tvíbreið og er áætlaður kostnaður við gerð þeirra 3,4 milljarðar miðað við verðlag ársins 2001. Heildar- verktími er áætlaður tvö og hálft ár. Í skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum á jarðgöngum milli Reyð- arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar segir að „mikil óvissa“ sé í umferðarspám. Umferð um núverandi leið er í dag að meðaltali um 200 bílar á dag. Í skýrslunni er reiknað með að íbúum á Mið-Austurlandi fjölgi um 30% á næstu 10 árum með tilkomu stóriðju á Reyðarfirði. Til viðbótar er reikn- að með sömu íbúafjölgun og ætla má að verði á landinu öllu. Reiknað er með alhliða atvinnuuppbyggingu. Þá er reiknað með að þriðjungur þeirr- ar umferðar sem er á Hringvegi um Breiðdalsheiði muni flytjast á Suð- urfjarðaveg með tilkomu jarðgang- anna því að leiðin um Suðurfirði verði með tilkomu ganganna aðeins 10 km lengri frá vegamótum Hring- vegar við Breiðdalsvík til Egilsstað- ar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að 1.100 bílar fari um jarðgöngin árið 2034 sem þýðir 4,3% arðsemi. Verði hins vegar ekki ráðist í jarðgöng en stóriðja verði byggð telja skýrslu- höfundar að 600 bílar fari um end- urbættan veg um Vattarnes og arð- semi þeirrar framkvæmdar verði 5%. Verði ráðist í jarðgöng en hætt verði við að reisa stóriðju telja skýrsluhöfundar að umferð um göngin verði 800 bílar og arðsemi ganganna verði 2,2%. Ákveðið hefur að fara svokallaða Héðinsfjarðarleið með jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Um er að ræða tvenn jarðgöng sem samtals eru 11 km á lengd. Kostn- aður við tvíbreið göng er áætlaður 5,6 milljarðar. Um 400 bílar fara að meðaltali um Ólafsfjarðargöngin og út frá þeirri tölu er áætlað að meðalumferð um Héðinsfjarðargöng verði 350 bílar á dag. Í skýrslu um umhverfismat á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar kemur fram að 14,5% arðsemi sé af því að byggja Héðins- fjarðarleið borið saman við núver- andi veg um Lágheiði, en um 9,3% fyrir gangaleið um Héðinsfjörð og Víkurdal, sem er 5 km lengri en ódýrari. Mestrar arðsemi, 15,3%, er hins vegar að vænta af því að byggja nýjan veg um Lágheiði, miðað við að tryggt sé að umferðin verði þar „eðlileg“, en núverandi vegur er að- eins fær hluta úr ári. Í skýrslunni segir að umferðarspá vegna Héðinsfjarðarganga sé „mjög óviss“. Þá sé „einnig ákveðin óvissa í hversu mikil arðsemi sé í raun af þeirri umferð sem reiknað er með að bætist við núverandi umferð með bættu vegsambandi.“ Samgönguráðherra segir lokaákvörðun um jarðgöng tekna er kemur að útboði Ekki verður byrjað á hvorum tveggja göngunum samtímis                                                                                                                                                           STEINAR Berg Björnsson hefur verið skipaður æðsti yfirmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg til bráðabirgða. Telst Steinar einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórum samtakanna í heild sinni á meðan hann gegnir starfinu. Jafnframt mun hann sinna störfum framkvæmdastjóra stofnunar SÞ um glæpa- og fíkniefnaforvarnir, ODCCP, sem er í Vín. Steinar hefur um langt árabil unnið hjá SÞ, nú síðast sem aðstoð- arframkvæmdastjóri Vínarskrifstof- unnar frá því í mars á síðasta ári. Hafði hann þá sinnt störfum for- stjóra stjórnunarsviðs SÞ í Vín frá því í september 1999. Að loknu prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands 1967 vann Steinar m.a. við fjárlagaskrifstofu SÞ í New York. Árið 1973 flutti hann aftur til Íslands og starfaði sem fjármála- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, framkvæmdastjóri Pharmaco, Lýsis og Hydrol. Hann sneri síðan aftur til skrifstofu SÞ í New York árið 1986 þar sem hann hafði með hendi ýmis stjórnunarstörf. Frá árinu 1990 vann Steinar við friðargæslu á vegum SÞ. Fyrst í Bagdad í Írak og síðan sem fram- kvæmdastjóri frið- argæsluliða á Gól- anhæðum, í Líbanon, Sómalíu og á Balk- anskaga. Á árunum 1997–1999 var hann aðstoðarforstjóri stjórnunarsviðs frið- argæslu SÞ og var þá búsettur í New York. Forverinn mátti sæta gagnrýni Steinar lét vel af nýja starfinu þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gær. Tildrög þess að hann er nú settur yf- irmaður Vínarskrifstofunnar eru þau að Ítalinn Pino Arlacchi, sem gegnt hafði starfinu í fjögur ár, hætti um áramót eftir að hafa mátt sæta harðri gagnrýni vegna starfa sinna, m.a. í rannsóknum sem gerðar voru af útsend- urum aðalskrifstofu SÞ í New York. „Það þurfti að leysa þetta mál og það varð úr að ég er settur í stöð- una uns búið er að skipa mann í hana til fram- búðar,“ sagði Steinar. Hér er um pólitíska stöðu að ræða og taldi Steinar því ekki líklegt að hann yrði fyrir val- inu. Óljóst væri hins vegar hversu langan tíma það tæki að finna varanlega lausn í málinu og allt eins líklegt að hann þyrfti að sitja í fram- kvæmdastjórastólnum um dágóða hríð. Skipaður æðsti yfirmaður SÞ í Vín Steinar Berg Björnsson Engir fund- ir með flug- umferðar- stjórum ENGINN samningafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra og ríkis- ins. Yfirvinnubann félagsins á að koma til framkvæmda næstkomandi mánudag ef ekki hefur þá samist. Loftur Jóhannsson, formaður Fé- lags ísl. flugumferðarstjóra, tjáði Morgunblaðinu að deilan væri komin til Félagsdóms að kröfu samninga- nefndar ríkisins og ætti félagið að skila greinargerð um sína hlið máls- ins næstu daga. Vinnur lögfræðing- ur félagsins að henni og taldi hann ekki ólíklegt að félagið myndi krefj- ast frávísunar málsins. Engir samningafundir hafa verið vegna deilunnar um hríð og segir Loftur samninganefndir deilenda ekki hafa hist í langan tíma. Aðeins hann hafi hitt formann samninga- nefndar ríkisins, nú síðast sl. föstu- dag. Flugumferðarstjórar munu ekki vinna yfirvinnu frá kl. 7 næstkom- andi mánudagsmorgun. Loftur segir félagsmenn vinna 30 – 40 tíma í yf- irvinnu til jafnaðar á mánuði. Unnt sé að draga eitthvað úr áhrifum bannsins á daglega flugumferð með því að færa menn til í störfum, t.d. þá sem vinna nú að þróunarverkefnum og kennslu. Eins mætti hugsa sér að þeir sem unnið hafa að undanförnu við prófanir á nýju fluggagnakerfi yrðu færðir í flugumferðarstjórn. Þetta hefði allt áhrif á störf hjá Flug- málastjórn þótt það kæmi ef til vill ekki mjög fram út á við. Þannig væri e.t.v. unnt að sjá um umferð en kæmu upp veikindi yrðu truflanir á henni. Loftur kvaðst ekki beint bjart- sýnn á að deilan væri að leysast þar sem engin hreyfing hefði komið frá samninganefnd ríkisins. Félagið hefði hins vegar slegið af kröfum sín- um. Viðræðu- nefnd að ljúka störfum GERT er ráð fyrir að viðræðunefnd um framboð Reykjavíkurlista Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ljúki störfum um eða eftir næstu helgi og flokkarnir þrír taki þá formlega ákvörðun um sameig- inlegt framboð. Gert er ráð fyrir að viðræðunefndin gangi frá sam- komulagi um skiptingu sæta flokk- anna á framboðslista fyrir kosning- arnar sem fram fara í maí nk. Ekki verður efnt til sameiginlegs próf- kjörs listans að þessu sinni, heldur hefur hver flokkur sjálfval að vali fulltrúa sinna á hinn sameiginlega lista, en í 7. sæti listans verður fulltrúi tilnefndur af sameiginlegri uppstillingarnefnd framboðsins, verði jafnvel óháður flokkunum, og í skilgreindu baráttusæti, þ.e. 8. sæti, verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur viðræðunefndin nú til skoðunar að hver flokkanna þriggja fái tvo fulltrúa á lista yfir átta efstu frambjóðendurna, en einn verði fulltrúi uppstillingar- nefndar og Ingibjörg Sólrún verði á lista án tengingar við einn stjórn- málaflokk. Uppstillingarnefndin skipi í tvö sæti á lista átta næstu fulltrúa, en á heildarlista, þ.e. með 15 frambjóðendum, mun hver stjórnmálaflokkanna þriggja eiga fjóra fulltrúa. Reykjavíkurlistinn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.