Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR!!!!!!!!!!!! ÚTSÖLUNNI LÝKUR SUNNUDAGINN 13. JANÚAR OPNUM AFTUR ÞRIÐJUDAGINN 15. JANÚAR SMÁRALIND - SÍMI 551 8519 ATH! ÚTSALAN ER EINUNGIS Í VERSLUN OKKAR Í SMÁRALIND ATH! ÚTSALAN ER EINUNGIS Í VERSLUN OKKAR Í SMÁRALIND INDVERSKUR hermaður á verði við landamæri Ind- lands og Pakistans í Kasmírhéraði fylgist með sólinni ganga til viðar í fyrrakvöld. Enn er mikil spenna í sam- skiptum þjóðanna tveggja og standa hermenn Indlands og Pakistans gráir fyrir járnum andspænis hver öðrum við landamærin í Kasmír. Reuters Sólarlag í Kasmír GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seta var engin óvirðing í huga þegar hann kallaði Pakistana „Pakis“, að því er talsmaður forsetans, Scott McClellan, greindi frá. Bush sagði við fréttamenn á mánudaginn: „Við erum að reyna eins og við getum að sannfæra bæði Indverja og „Pak- is“ um að hægt sé að takast á við vandann án þess að fara í stríð.“ Orð- ið „Pakis“ er af mörgum Pakistönum, einkum í Bretlandi, talið niðrandi. „Forsetinn ber mikla virðingu fyr- ir Pakistan og pakistönsku þjóðinni,“ sagði McClellan. Hann baðst hvorki afsökunar né dró orð forsetans til baka, en McClellan lét þess getið, að Pakistan væri lykilbandamaður Bandaríkjanna í stríðinu í Afganist- an. Orð Bush talin niðrandi Hamilton í Ohio. AP. George W. Bush GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, vill efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um upptöku evrunnar vorið 2003 og ekki síðar en þá um haustið. Stjórn dönsku borgaraflokkanna hef- ur líka í hyggju að vísa þessu máli enn einu sinni undir dóm kjósenda ein- hvern tíma á næsta ári. „Það er ekki raunhæft að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna fyrr en að vori 2003 og hugsanlega ekki fyrr en um haustið og þá með það í huga, að Svíar verði komnir með evruna í hendur í ársbyrjun 2006,“ sagði Persson í viðtali við Dagens Nyheter. Í síðasta mánuði gaf Persson í skyn, að hugsanlega yrði kosið um evruna strax á vori komanda en eftir viðræður við leiðtoga annarra stjórn- málaflokka og verkalýðshreyfingar- innar er hann kominn á þá skoðun, að best sé að stefna að kosningunum á næsta ári. Miklu skipti, að sem mest samstaða sé um tímasetninguna. Hin nýja stjórn dönsku borgara- flokkanna hafði ekkert sagt um evru- málin fyrr en Per Stig Møller utanrík- isráðherra sagði á blaðamannafundi í fyrradag, að hugsanlega yrði þeim skotið undir dóm kjósenda áður en Svíar og Bretar tækju sína ákvörðun en þó ekki fyrr en á næsta ári. Kom þetta fram í Berlingske Tidende í gær. Aðrar aðstæður nú Møller sagði, að nei-sigurinn árið 2000 hefði meðal annars stafað af því, að þá hefðu menn getað leyft sér að vera með alls konar kenningar um evruna, sem þá hefði ekki verið komin til sögunnar. Nú væri hún hins vegar orðin að veruleika og þá skipti mestu máli að finna rétta tímann fyrir nýja atkvæðagreiðslu. Marianne Jelved, leiðtogi Radikale Venstre, sem á ekki aðild að dönsku stjórninni, fagnaði þessum ummælum utanríkisráðherrans en Holger K. Nielsen, leiðtogi Sósíalska þjóðar- flokksins, ekki enda mikill andstæð- ingur evrunnar. Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að nú er 51% landsmanna hlynnt upp- töku evrunnar en 44% á móti. Fyrir ári vildi aðeins 31% taka upp nýja gjaldmiðilinn en 61% var því andvígt. Í Danmörku vill einnig rúmur helm- ingur kjósenda taka upp evru. Stjórnvöld í Svíþjóð og Danmörku Kosið um evruna á næsta ári TVEIM dögum áður en Charles Bishop fyrirfór sér með því að fljúga lítilli flugvél á háhýsi hafði hann sagt besta vini sínum að fylgjast vel með fréttum. „Hann sagði að flug- félag væri að hugsa um að ráða sig og að hann myndi verða í fréttun- um á laugardag- inn,“ sagði vinur Bishops, Emer- son Favreau, á þriðjudaginn. Favreau taldi lítið vera að marka orð Bishops, því Bishop hafði sagt sömu hlutina tvisvar sinnum áður en aldrei hafði neitt gerst. En þennan laugardag stal Bishop flugvél frá flugskóla á flugvellinum í St. Petersburg á Flórída og flaug henni inn á 28. hæð í háhýsi Bank of America í Tampa. Bishop var fimmtán ára. Miði með yfirlýsingu um samúð með Osama bin Laden og stuðn- ing við hryðjuverkin 11. septem- ber fannst í vasa Bishops. Lög- regla telur þó ekki að Bishop hafi haft nein tengsl við hryðjuverka- menn, og í tölvum sem gerðar voru upptækar á heimili hans og ömmu hans fundust engar upp- lýsingar sem þörf teldist á að rannsaka nánar. Olli unglingabólulyfið þunglyndi hjá Bishop? Bishop hafði ekki átt við nein sálræn vandamál að stríða, og hafði aldrei reynt að fyrirfara sér. Ættingjar hans, vinir og kennarar segja hann hafa verið vingjarnlegan og greindan. „Fólk sem fremur sjálfsmorð talar yf- irleitt ekki um hvað það ætlar sér að gera í framtíðinni,“ sagði Favreau. „[Bishop] talaði stans- laust um að verða flugmaður. Hann langaði að fljúga Boeing 747.“ Lögregla greindi frá því á þriðjudaginn, að Bishop hefði átt lyfseðil fyrir lyfi, sem dregur úr unglingabólum, en meint tengsl þessa lyfs við sjálfsmorð og þung- lyndi hafa verið rannsökuð. Lyf- seðill fyrir lyfinu Accutane fannst á heimili Bishops, en að sögn lög- reglu er enn ekki ljóst hvort hann hafi tekið lyfið eða hversu lengi. Rannsókn á því hvort einhver lyf voru í blóði Bishops verður lokið eftir um hálfan mánuð. Samkvæmt upplýsingum banda- ríska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins frömdu 147 manns, sem tóku Accutane, sjálfsmorð eða voru lagðir inn á sjúkrahús eftir sjálfs- morðstilraun á árunum 1982 til 2000. Lyfið hefur áhrif á mið- taugakerfið. Talið er að alls hafi tólf milljónir manna notað lyfið frá því það var fyrst sett á mark- að. Sagði vini sínum að fylgjast með fréttum Tampa. AP. Charles Bishop SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, var enn á ný stöðvaður í miðjum klíðum er hann kom fyrir rétt Al- þjóðastríðsglæpa- dómstólsins í Haag í gær. Slökkti dóm- ari, Richard May, á hljóðnema Milos- evics eftir að hann tók að gagnrýna dómstólinn harka- lega. Þetta er í fimmta sinn sem Milosevic kemur fyrir dómstólinn en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og brot gegn mannúð vegna aðgerða serbneska hersins í Kosovo 1998– 1999. Jafnframt á hann yfir höfði sér önnur réttarhöld vegna ákæra um stríðsglæpi í Bosníu og Króatíu á ár- unum 1991–1995. Sett ofan í við saksóknara Milosevic lét þá skoðun sína í ljós í gær að hann teldi réttarhöldin ólög- leg og að markmið þeirra væri að breyta fórnarlambi í sökudólg, og réttlæta hernaðaraðgerðir Atlants- hafsbandalagsins gegn Serbum vorið 1999. May dómari minnti Milosevic hins vegar á að hann fengi tækifæri til að flytja pólitískar ræður þegar réttar- haldið hæfist formlega, en fundurinn í gær var liður í undirbúningi þeirra. May setti hins vegar einnig ofan í við saksóknara í málinu en hann taldi þá vilja kalla of mörg vitni fyrir og draga réttarhöldin um of á langinn. Milosevic er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem ákærður er fyrir stríðsglæpi. Enn þagg- að niður í Milosevic Haag. AFP. Slobodan Milosevic ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.