Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 29 SÚ UMRÆÐA, að klassísk tón- list sé komin í blindgötu, hefur skotið upp kollinum og mæla mál- flytjendur það á þverrandi aðsókn að tónleikum, sem stafi af áhuga- leysi áheyrenda og sjá helst, að því valdi viðfangsefni tónflytjenda, sem séu í raun ófersk endurtekn- ing þess sem gamalt er. Þá kemur það „inn í myndina“, að skapandi listamenn, tónskáldin, hafi verið of uppteknir af því að útfæra alls konar vinnuaðferðir og listheim- speki þeirra hafi því meira snúist um aðferðir en listsköpun, þar sem tilfinning og fagurmat ráði mestu og því sé nútímatónsköpun vistuð í hinum fræga gljáfægða „fílabeinst- urni“ firrtrar afstöðu til þess al- mennings, sem listamenn þó í raun veru sækja sér aðdáun til. Hrifning ungs fólks á popptónlist er ekki vegna léttvægis hennar, heldur miklu fremur fyrir þá staðreynd, að þar er tilfinningatúlkunin strengd til hins ýtrasta og skiptir þá minna hversu unnin sú tónlist er. Þarna er að finna ákveðinn lykil að tengslum tónlistar og tilfinn- ingalegrar upplifunar hlustenda, sem nútímatónskapendur hafa í mörgum tilfellum talið sig ekkert varða um og jafnvel fyrirlitið þær hugmyndir, að tónlist sé fyrir al- menning, sem samt er ætlast til að dáist að og kaupi list þeirra. Á tónleikum Ars nova sönghóps- ins, sem haldnir voru í Salnum sl. mánudagskvöld, var gefið sýnis- horn af þessum viðhorfum til list- sköpunar. Þarna er á ferðinni sér- lega góður sönghópur, er flutti sín viðfangsefni af glæsibrag og við- fangsefnin voru öll í hæsta gæða- flokki nútímatónlistar, svo að ekki hefðu þeir sem hæst kalla á torg- um um að nútímatónlist sé van- metin átt að láta sig vanta á þessa tónleika, svo sem raun var á. Tónleikarnir hófust á Magnificat, eftir Mist Þorkelsdóttur, samið 1990, þekkilegt verk, sem hefur sterka tilvísun til fornrar kirkju- tónlistar og er þessi lofsöngur til Maríu meyjar vel samið verk, og var frábærlega vel sungið. Annað viðfangsefni tónleikanna var dæmi- gert hljóðleiksverk, Ludus verbalis (1973), eftir E. Rauatavaara, snilld- arlega vel gert verk, þar sem söng- og talhljóð voru ofin saman í eitt. Þarna hefur tónskáldið fundið sér sniðugt viðfangsefni, að búa til meiningarlaust söngverk, viðfangs- efni sem hann leysir af mikilli kunnáttu og sönghópurinn flutti af glæsibrag. Á eftir þessu sniðuga verki kom ósköp venjulegt kórverk, Gimli (1989), eftir Áskel Másson, fallegt verk, sem var afburða vel flutt. Sá galli var á efnisskrá, að ekkert var tiltekið varðandi texta, þar sem hann hafði einhverja meiningu, og eru efnisskrár Salarins oftlega ná- nasarlega fáorðar, t.d. um höfunda texta, að ekki sé talað um að þeir séu prentaðir í heild. Næsta verk, Mystik Morgen, eftir Per Nørgård, er viðamikið verk, samið fyrir tólf söngvara og bassaklarinett og var þetta verk hreint ótrúlega vel flutt. Jens Scou lék af mikilli leikni á bassaklarinettið, alls konar hljóð, sem áttu oft ótrúlega skemmtilega samsvörun við kórhljóminn. Annað verk fyrir sömu samskip- an, Det muntre Nord (2000), eftir Sunnleif Rasmussen, var mun ein- faldara að gerð, ekki óáheyrilegt en frekar sviplítið. Eftir Eric Berg- man var flutt Myös näin (1971), frekar kyrrstætt en nokkuð fallega hljómandi verk, þar sem lögð var áhersla á liggjandi tóna (orgel- punkt), er gerði verkið frekar við- burðalítið. Vesten vinden (1973) eftir Oddvar S. Kvam er fallegt verk og þar var textinn lesinn á undan, er bar í sér boðskap og hugleiðingu um eitthvað sem manninum er mikilvægt, sem kór- inn náði að koma til skila á ein- staklega fallegan máta. Es ist ge- nug (1986) er falleg tónhugleiðing eftir Sven-David Sandström, er var einstaklega fallega flutt og Abend- lied (1979) eftir Nørgård, fallegt verk, var og flutt með sömu ágæt- um. Tónleikunum lauk með gam- anlagi eftir Nørgård, sem nefnist því einkennilega nafni Halleluja, der Herr ist verrückt, en þar bregður Nørgård fyrir sig hefð- bundnu lagferli og hljómskipan. Hvort það á að tákna geggjunina, að tónlistin sé hefðbundin, eða að hér sé einfaldlega um að ræða sak- lausa skemmtan liggur ekki ljóst fyrir. Hvað sem þessu líður og þeim vangaveltum um listheimspeki, sem hér var ýjað að, er ljóst að Ars nova er frábær kór og sá sem stýrði honum, Tamás Vetö, er frá- bær stjórnandi, sem átti sinn þátt í að gera þessa tónleika sérlega eft- irminnilega. Eftirminnilegir tónleikar TÓNLIST Salurinn Ars nova sönghópurinn undir stjórn Tamás Vetö flutti norræna nútímatónlist. Mánudagurinn 7. janúar, 2002. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.