Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 21
„ÉG ER þakklátur fyrir hvern dag
sem líður án þess að nokkur kind
veikist,“ segir Björn Pálsson, bóndi í
Þorpum í Kirkjubólshreppi, en hann
hefur orðið fyrir því að missa sjö kind-
ur í haust og tíu í fyrravetur úr vot-
heysveiki. „Það veiktust fimmtán ær
á fyrstu vikunum eftir að ég tók á gjöf
núna í haust en sjö þeirra eru að ná
sér á strik og það hefur engin kind
veikst síðan á jóladag svo ég vona að
þetta sé yfirstaðið.“
Björn gefur nær eingöngu vothey
og þegar fyrstu kindurnar féllu í
fyrravetur var ein ær send í krufn-
ingu, svo og heysýni.
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir
á Keldum, hafði umsjón með krufn-
ingunni og tók sýni: „Það kom í ljós að
í heyinu voru svokallaðir Hvanneyr-
arveikisýklar sem finnast í votheyi,“
sagði Sigurður. Þegar kindur fá súr-
heysveiki myndast bólgur í miðtauga-
kerfinu og ef veikinnar verður vart
nógu snemma er hægt að lækna hana
með lyfjum en það er mjög sjaldgæft
að hún greinist í svo mörgum kindum
á jafnstuttum tíma og í þessu tilviki.
Í framhaldi af þessu var haft sam-
band við fyrirtækið Lífafl í Eyjafirði
en það sérhæfir sig í rannsóknum og
þróun á varnarbúnaði og mælingum á
segulsviði í byggingum. Brynjólfur
Snorrason sem stýrir rannsóknum á
þessu sviði hjá Lífafli sagði að við
mælingu hefði komið í ljós að gamla
rafskautið var farið að gefa sig og raf-
og segulsvið voru óeðlilega há. Þá
hefðu vaknað grunsemdir um að ekki
væri allt með felldu. Settur var upp
varnarbúnaður í fjárhúsin og skipt
um inntakskassa sem var orðinn mjög
lélegur og við þetta lækkuðu mæli-
gildi mikið. Sigurður sagði að menn
vissu ekki nógu mikið um þátt rafseg-
ulsviðs varðandi heilsu í mönnum og
skepnum. „Það má segja að þessir
hlutir geti haft óheppileg áhrif en
hvort tengsl eru þarna á milli er ekki
fullkomlega vitað þótt það sé sjálfsagt
að hafa þessi mál í lagi.“
„Ég hef tröllatrú á þessum rann-
sóknum, hvort sem þessi atriði eru
ástæðan fyrir veikindum kindanna
eða ekki,“ sagði Björn. Hann hefur
verið bóndi í Þorpum í rúmlega 20 ár,
fyrst í sambýli við foreldra sína en tók
alfarið við búinu við lát föður síns fyr-
ir tveimur árum og segist aldrei hafa
upplifað neitt þessu líkt.
Missti 17 kindur úr votheysveiki
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugs
Björn Pálsson í fjárhúsunum í Þorpum.
Strandir
JÓN Ingi Jónsson kvaddi jólin með
því að sprengja nokkra flugelda. Jón
Ingi segir að það sé eitt það skemmti-
legasta sem hann geri að skjóta upp
flugeldum bæði um áramót og þrett-
ánda. Þessi áramót eru öðruvísi en
mörg undanfarin áramót að því leyti
að ekki er hægt að nota snjóskafla
sem skotpalla heldur þurftu menn að
nota ýmis ráð. Eins og myndin sýnir
límdi Jón Ingi nokkrar tveggja lítra
flöskur saman og fyllti allar af vatni
nema eina sem var skotið úr.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Jón Ingi kveikir í flugeldi.
Jólin kvödd
Fagridalur
STYRKTAR- og menningarsjóður
Sparisjóðs Vestmannaeyja sem
stofnaður var til minningar um Þor-
stein Þ. Víglundsson, fyrrverandi
sparisjóðsstjóra, styrkti í lok ársins
nokkra aðila eins og undanfarin ár.
Að þessu sinni rann styrkurinn til
fjögurra aðila og stofnana.
Myndlistarmenninrnir Steinunn
Einarsdóttir og Bennó Ægison
fengu viðurkenningu fyrir framlag
sitt til menningarmála á sviði mynd-
listar, sérstaklega vegna framlags
síns til eflingar myndlistar í Vest-
mannaeyjum með námskeiðahaldi
sem þau hafa staðið fyrir á umliðnum
árum. Steinunn hefur einnig staðið
fyrir námskeiðahaldi í A-Skaftafells-
ýslu og Höfn og hlotið viðurkenningu
fyrir þau störf. Báðir listamennirnir
hafa haldið einkasýningar í Eyjum
og tekið þátt í samsýningum. Stein-
unn er borin og barnfæddur Vest-
mannaeyingur fædd í Steinholti
1940, en Bennó fæddist í Prag í
Tékklandi 1945 og fluttist til Vest-
mannaeyja 1969.
Jón Björnsson frá Bólstaðahlíð
fékk styrk vegna framlags hans til
varðveislu heimilda um íslensk skip.
Hann hóf skipulagða söfnun árið
1979. Bókaflokkurinn Íslensk skip
kom út í tvennu lagi árin 1999 og
2000 og eru 9 bindi í flokknum. Jón
vinnur nú að upplýsingasöfnun um
allan Eyjaflotann frá áraskipum til
skipa dagsins í dag.
Selma Ragnarsdóttir er ungur
fatahönnuður sem fæddist í Eyjum
1972. Selma, sem er lærður kjóla- og
klæðskerameistari, hefur getið sér
gott orð sem hönnuður. Henni er
veitt viðurkenning vegna framlags
hennar til menningarmála á sviði
fatahönnunar. Sérstaklega fyrir
störf hennar við framkvæmd sýning-
arinnar Midnight Sun Fashion Show
sem fram fór í Eyjum sl. sumar og
fékk gríðarlega kynningu í tísku-
blöðum og sjónvarpsþáttum um
tísku víða um heim.
Rannsóknarsetri Háskóla Íslands
í Vestmannaeyjum undir stjórn Páls
Marvins Jónssonar líffræðings var
einnig veitt viðurkenning. Styrkur-
inn er veittur sem framlag til tækja-
kaupa vegna sjávarrannsókna við
Vestmannaeyjar en á því sviði hefur
setrið unnið að margvíslegum verk-
efnum og verður styrkurinn notaður
til að greiða upp í fjarstýrðan kafbát
sem rannsóknarsetrið hefur ráðist í
að kaupa.
Það var formaður stjórnar Spari-
sjóðs Vestmannaeyja, Þór Í. Vil-
hjálmsson, sem afhenti styrkina.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sparisjóður Vestmanna-
eyja veitir styrki
Vestmannaeyjar