Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Baldur Guðjóns-son fæddist á Eyrarbakka 23. jan- úar 1924. Hann lést á hjúkrunardeild Sjúkrahúss Akraness 31. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson, verslunar- maður á Eyrarbakka og síðar verkstjóri hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, f. 18. júní 1893, d. 5. júlí 1972, og Jóhanna Benediktsdóttir, f. 19. maí 1890, d. 7. febr. 1924. Fóst- urforeldrar Baldurs voru Ólafur Helgason, kaupmaður og hrepp- stjóri á Eyrarbakka, f. 21. júlí 1888, d. 29. sept. 1980, og Lovísa Jóhannsdóttir, f. 30. okt. 1893, d. 14. júlí 1980. Tvíburabróðir Bald- urs var Jóhann Benedikt Guðjóns- son d. 29. maí 1947. Uppeldisbróð- ir Baldurs var Jóhann Ólafsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 19. ág. 1917. Hinn 17. júní 1946 kvæntist Baldur Ragnhildi Í. Þorvaldsdótt- ur, f. 17. júní 1925, d. 26. ág. 1998. Dætur Baldurs og Ragnhildar eru: 1) Júlía, f. 2.3. 1946, maki Ólafur Theódórsson, börn þeirra eru Baldur Ragnar, giftur Auði Líndal Sigmarsdótt- ur, sonur hans er Ólafur Dór og dóttir þeirra er Alexía Mist; Guðrún Ellen, gift Guðjóni Theó- dórssyni, synir þeirra eru Jökull og Birkir; og Ragnhild- ur Ísleifs, sambýlis- maður hennar er Birgir Guðmundsson og sonur hennar er Ísak Darri. 2) Jóhanna, f. 17. júní 1952, maki Kjartan Arnórsson, d. 17. mars 2001, börn þeirra eru, Agnar, sambýliskona hans er Dagný Jónsdóttir; Arna María, sambýlis- maður hennar er Sigurður Tóm- asson og börn þeirra eru Bryndís og Davíð Örn; María Sigríður, sonur hennar er Kjartan Breki; Baldur Ólafur; Jóhann Hersir og Melkorka Jara. Útför Baldurs fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mér er þakklæti og virðing efst í huga þegar ég kveð tengdaföður minn og vin eftir nærri 40 ára kynni, en þá giftist ég dóttur hans, Júlíu. Búskapur okkar Júlíu hófst í ná- grenni við tengdaforeldra mína og samgangur var alla tíð mikill. Heim- ili þeirra Baldurs og Ragnhildar var ekki hefðbundið heimili kjarnafjöl- skyldunnar heldur bjuggu þar líka móðir Ragnhildar og móðurbróðir. Þar þótti líka sjálfsagt að barna- börnin ættu sitt annað heimili. Á heimilinu var alla tíð gestkvæmt og oft á tíðum glatt á hjalla. Baldur var fæddur og uppalinn á Eyrarbakka en móðir hans lést frá honum og tvíburabróður hans tveggja vikna gömlum. Ólust þeir bræður upp á Eyrarbakka sitt í hvoru lagi, Jóhann hjá föðurfólki sínu en Baldur hjá sæmdarhjónun- um Ólafi Helgasyni og Lovísu Jó- hannsdóttur. Reyndust þau honum sem bestu foreldrar og ávallt talaði hann um þau af mikilli hlýju og virð- ingu. Þar eignaðist hann líka eldri fósturbróður, Jóhann. Baldur hafði líka mikil samskipti við tvíburabróð- ur sinn og t.d. var haldið upp á fermingarveilsu þeirra sameigin- lega. Einnig hafði hann mikið af föð- ur sínum að segja og var mörg sum- ur í vinnu hjá honum í síldinni á Siglufirði ásamt bróður sínum og fósturbróður. Sá tími var honum mjög eftirminnilegur. Ungur fór Baldur að starfa við herstöð Bandaríkjamanna í Hval- firði og voru þau ár honum sérstak- lega minnisstæð og kær. Hann var svo sendur á meiraprófsnámskeið á Akranesi þar sem hann kynntist Ragnhildi. Á Akranesi hóf hann störf við verslun Þórðar Ásmunds- sonar hf. og starfaði þar til ársins 1963 er hann ásamt fleirum stofnaði verslunina Skagaver. Fáum árum síðar fór ég að starfa hjá þeim fé- lögum Baldri og Karli, sem lést fyrir fáeinum mánuðum. Það var lær- dómsríkt og ánægjulegt að vinna með þeim félögum og aldrei bar skugga á samstarf okkar. Alla tíð fylgdi versluninni góður andi, enda áttu margir þar langan starfsaldur og eru enn þann dag í dag tengdir fjölskyldunni. Baldur var sérstak- lega traustur og trúr. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en gat gefið góð ráð ef til hans var leitað. Það var mjög sterkt í fari hans að tala ekki illa um náungann og ræða ekki um fólk að því fjarstöddu. Baldur hafði mikið yndi af því að ferðast og nutum við fjölskyldan góðs af því. Hann hafði mikinn áhuga á listum og var mjög bók- hneigður maður bæði á bundið og óbundið mál og átti mikið safn bóka. Baldur fékk Alzheimer-sjúkdóm fyrir nokkrum árum sem ágerðist mikið við fráfall Ragnhildar fyrir þremur árum. Dvaldi hann á hjúkr- unardeild Sjúkrahúss Akraness. Hann hélt alla tíð reisn sinni og virðingu. Margir voru til þess að létta honum þennan erfiða tíma og má þar sérstaklega nefna Önnu Ol- geirsdóttur, Björgvin Hjaltason og síðustu mánuðina einnig Sigríði Helgadóttur að ógleymdu yndislegu starfsfólki sjúkrahússins og systr- unum Öldu og Sjöfn sem alla tíð hafa stutt við bakið á fjölskyldunni. Þessu fólki vill fjölskyldan þakka sérstaklega. Ég vil að lokum þakka Baldri samfylgdina og allt það sem hann var fjölskyldu minni og óska honum góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Ólafur Theódórsson. Látinn er afi minn Baldur Guð- jónsson. Hann kenndi okkur svo margt, en notaði til þess svo fá orð. Hann inn- rætti okkur gildismat með lífsstíl sínum. Hann byggði líf sitt af lít- ilræði, lifði í æðruleysi. Hann nærð- ist af hógværð, hann var sparsamur og sló ekki um sig. Hann var fámáll, en í þögninni ríkti friður. Ekkert fékk truflað hugarró hans. Við barnabörnin dvöldum löngum stundum á heimili afa og ömmu á Bakkatúninu og þangað vorum við alltaf velkomin. Þaðan á ég ótal margar ljúfar minningar, ekki bara um fólkið, heldur líka af leikjum í sundinu og nánasta umhverfi. Það er samofið æsku minni. Þetta var yndislegt heimili þar sem saman bjó stórfjölskyldan og heimilið öllum op- ið, alltaf einhver til að deila með gleði og sorg og svo margir hvers- dagslegir hlutir sem fastir punktar í tilverunni. En allt hefur sinn endi og nú heyrir „Bakkatúnið“ fortíðinni til. Afi greindist með Alzheimer- sjúkdóm fyrir nokkrum árum. Sjúk- dómurinn reyndist afar löng og ströng þrautaganga til móts við dauðann. Hann hófst með minnis- glöpum og erfiðleikum með einföld, hversdagsleg verkefni. Með tíman- um versnaði honum og þurfti aðstoð í stóru sem smáu í daglega lífinu. Sú aðstoð kom að mestu leyti í hlut mömmu, sem hefur á síðastliðnum árum víxlað hlutverkum við afa og orðið honum eins og móðir. Hún setti upp stundaskrá og skipulagði hvern dag fyrir afa, þar sem margir komu við sögu. Það var erfitt að horfa upp á afa missa tengsl við raunveruleikann og gleyma venjum og siðum í margs konar félagslegu samhengi. En mamma las allt sem hún komst yfir um sjúkdóminn og reyndi eftir fremsta megni að finna viðfangsefni sem afi gat tekið þátt í, en þeim kostum fór stöðugt fækk- andi. Allir lögðust á eitt með að gera honum lífið bærilegra. Það var farið í ferðir og heimsóknir og þótt þetta félli strax í gleymsku hjá honum var þetta afar mikilvægt. Fortíð, nútíð og framtíð blönduðust í einum hrærigraut – afi hafði ekkert tíma- skyn. Dagarnir runnu saman og hann vissi ekki hvað tímanum leið. Það fór samt ekki á milli mála hvernig birti yfir honum þegar hann fékk heimsóknir og þegar hann fór út. Þetta var áminnig um að lífið hefur tilgang þótt maður verði gleyminn og ruglaður. Og einmitt vegna þess hve hann var gleyminn var enn þá mikilvægara að leggja rækt við líðandi stund . Afi upplifði ekki lokastig sjúk- dómsins þar sem hann hefði orðið alveg utan við heiminn og hvorki borið kennsl á sína nánustu eða sjálfan sig. Honum var hlíft við því. Hér skilja leiðir elsku afi, takk fyrir samfylgdina, vináttuna og leið- sögnina. Ellen Ólafsdóttir. Á síðasta degi ársins kom kallið. Rétt um hádegi kvaddi afi Baldur þennan heim. Alveg er ég viss um að hann var hvíldinni feginn, en mikið er tómlegt nú þegar þau eru bæði horfin af Bakkatúninu hann og amma Ragga sem lést fyrir rúmum þremur árum. Ég var svo heppin að fá að kynnast þessum heiðurshjón- um og njóta þeirrar umhyggju sem þau voru svo rík af. Mér og mínum reyndust þau bæði einstök. Ekki var nú verra þegar við fluttum á Reyni- staðinn og vorum í kallfæri við þau, þar sem lóðirnar lágu saman. Stefán Orri og Óli Dór hurfu oft á Bakka- túnið. Fá sér smákökur hjá ömmu, hjálpa afa að slá blettinn eða þá bara að hitta þau og eyða með þeim tíma. Vinnudagur Baldurs var ætíð mjög langur. Farinn fyrir klukkan 7 á morgnana og kominn heim um 7 að kvöldi. Þótt aldurinn færðist yfir var aldrei slakað á. Fram á síðasta vinnudag kom hann fyrstur og fór síðastur úr Skagaveri. Og oftar en ekki fór hann á kvöldin bara til að athuga hvort allt væri í lagi. Aldrei man ég eftir að mikið hafi farið fyrir Baldri en hann var mjög athugull og fylgdist með meðbræð- um sínum. Í gegnum starf sitt fylgd- ist hann með þeim sem minna máttu sín og ef hann taldi að aðstoðar væri þörf var hún veitt og voru þau hjón samhent í því. Þegar Stefán Orri lenti í umferðarslysi og óhætt var að koma í heimsókn komu þau með Óla og Júllu þótt heilsu ömmu Röggu væri farið að hraka. Mikil var gleðin hjá Stefáni sem þótti svo vænt um þau hjón og voru þau sérstakir vinir hann og amma Ragga. Því við köll- uðum þau aldrei annað en ömmu og afa. Þegar sambúð minni og Baldurs yngri lauk hringdu þau til að láta mig vita að ég og strákarnir ættum þau alltaf að. Þau vildu að ég hefði þetta alveg á hreinu. Þegar ég sagði Stefáni Orra og Óla Dór að afi Bald- ur væri dáinn ræddum við lengi um gamla manninn og vildu þeir fara upp á sjúkrahús til að kveðja hann, sem við og gerðum. Mikill missir er að þeim heiðursmanni sem nú er genginn og þökkum við honum sam- fylgdina og alla þá góðmennsku sem hann sýndi okkur. Elsku Júlla, Óli, Hanna og fjöl- skyldur. Ykkur sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um afa Baldur lifir með okkur um ókomna tíð. Sigrún og fjölskylda. Á síðasta degi ársins kvaddi heið- ursmaðurinn Baldur Guðjónsson þennan heim. Baldur var ferðbúinn því undanfarnir mánuðir höfðu verið honum erfiðir. Það er með þakklæti og virðingu sem fjölskyldurnar frá Vesturgötu 32 kveðja hann. Virðingu fyrir ljúf- mennsku og þá þolinmæði sem hann sýndi ávallt, þakklæti fyrir að heim- ili hans var okkar stóru fjölskyldu ávallt opið. Heimili þeirra Baldurs og Ragn- hildar Þorvaldsdóttur eiginkonu hans var um margt sérstakt. Ein- stakt fyrir myndarbrag húsfreyj- unnar, en þó sérstaklega fyrir fórn- fýsina sem þar ríkti þar sem þrír ættliðir deildu saman sætu og súru. Tengdamóðir Baldurs, Júlía, bjó á heimilinu og einnig Agnar bróðir hennar. Baldur sýndi þessu fólki mikla umhyggju og ræktarsemi og lýsir það Baldri best hversu sjálfsagt honum þótti að deila heimili með þessu ágæta fólki sem var vina- margt og því alltaf mikill gestagang- ur á heimilinu. Um áratugaskeið rak Baldur ásamt Karli Sigurðssyni verslunina Skagaver á Akranesi. Skagaver var undir þeirra stjórn um margt nú- tímaleg verslun. Löngu áður en það varð algengt í öðrum verslunum, var boðið upp á heitar máltíðir í Skaga- veri. Þetta var ekki aðeins vinsælt fyrir útivinnandi fólk, þetta var einnig ómetanlegt fyrir aldraða og sjúka sem treystu á matarsendingar frá Skagaveri. Fyrir þetta framtak fannst mörgum að þeir ættu Hauk í horni hjá Baldri og Kalla í Skaga- veri, því þeir gerðu mörgum kleift að búa á eigin heimili lengur en ella vegna þjónustunnar sem þar var að fá. Skagaver var um margt líkt fé- lagsheimili á þessum árum þar sem fastur hópur mætti reglulega til að kryfja málin til mergjar í kaffihorni verslunarinnar. Baldur var aldrei margmáll og ekki sá sem fyrstur var með frétt- irnar. En hann var góður hlustandi, heiðarlegur og traustur. Jafnaðar- geði hans var við brugðið og skop- skynið var frábært. Hann kunni vel að meta líf og fjör þó stilltur væri sjálfur. Klukkuna var hægt að stilla eftir honum á morgnana, á mínút- unni var farið í vinnu, alltaf á sama tíma. Það var engin hætta á því að hann væri tekinn fyrir of hraðan akstur á E-12, á honum var enginn asi. Vinnutíminn var eftir því sem þurfa þótti og ekki talið eftir sér þó hann drægist á langinn. Gæfa Baldurs var Ragga kona hans, en hana missti hann fyrir fáum árum. Dætur þeirra hjóna, Júlía og Jóhanna, eru glæsilegar dugnaðarkonur sem báðar eiga orð- ið stórar fjölskyldur. Jóhanna gekk í gegnum miklar raunir á síðasta ári er hún missti mann sinn frá ungum börnum. Hún hefur sýnt einstakan kjark og dug. Fjölskyldur dætranna voru skjól og skjöldur Baldurs þeg- ar sjúkdómar sóttu hann heim. Það var fagurt að fylgjast með hvað Júlla dóttir hans sýndi föður sínum mikla virðingu og elskusemi, hún sparaði aldrei tíma né fyrirhöfn til að létta honum lífið. Hún vakti svo sannarlega yfir velferð hans til síð- ustu stundar. Gömlu vinirnir sem bjuggu lengst af á Bakkatúni 6 hafa nú allir kvatt. Við horfum ekki lengur niður Bakkatún til að athuga hvað líði heimilisfólkinu. Þau hafa fengið ný heimkynni sem okkur sem lifum er ekki ætlað að sjá. Þá má vera fallegt í þeim heimkynnum ef það jafnast á við undurfögur vorkvöld í Bakka- túni. Við vottum dætrunum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúð og þökkum Baldri löng og góð kynni. Haraldur Sturlaugsson og fjölskyldurnar frá Vesturgötu 32. Baldur minn, kæri vinurinn. Ég sé þig núna fyrir mér á fallegum stað, mikil birta er í kringum þig og Ragnhildur við hlið þína. Þið leiðist um gullna akrana og þú ert ekkert að flýta þér. Það er svo margt sem gleður augað. Síðastliðin ár hefur þú ekki gengið heill til skógar en samt notið þess að taka þátt í daglegu lífi. Þér líkaði það vel að ferðast um og skoða umhverfið, rifja upp liðna daga, hitta fólkið, bara gleyma sér örlítið. Alltaf varstu til í að fara eitt- hvað ef veðrið var fallegt og lundin létt, þá gekk allt. Hæst standa upp úr ferðirnar austur á Eyrarbakka, sjálfar æskustöðvarnar, þar kunnir þú vel við þig. Margar ferðir fórum við líka í Borgarnes. Þú bara baðst um það, áttir þitt sæti í Hyrnunni. Þar gast þú horft á alla umferðina, spáð í hvaðan fólkið væri að koma og hvert það væri að fara. Aðallega eftir útbúnaði bílanna. Bestu dag- arnir voru þegar staðurinn var full- ur af fólki. Oft hittir þú gamla kunn- ingja þar og svo var kaffið svo gott. Á yngri árum vannst þú í Hval- firðinum. Þangað fórst þú oft og rifj- aðir upp þennan tíma. Í haust fórum við þangað. Þú labbaðir um staðinn, innan um braggana. Sagðir mér frá ýmsu skemmtilegu. Stundum fórum við Dragann til baka og Svínadalinn heim og þú rifjaðir upp bæina, ábú- endurna og margt margt. Heima á Bakkatúni leið þér vel, varst iðinn við að slá lóðina meðan kraftar leyfðu. Komst svo inn, settist í stól- inn þinn í stofunni og horfðir út um gluggann. Ég held að það útsýni svíki engan. Göngutúrarnir í Skóg- ræktinni gerðu þér gott. Ég get rifj- að upp svo margt og margt. Baldur minn. Síðustu mánuðirnir voru þér ekki léttir en þú fékkst góða hjálp. Svo var það útiveran, bíltúrarnir og svo margt annað ótal- ið sem létti þér stundirnar. Nú skilja leiðir okkar, ég ylja mér við minningarnar, þú mátt gjarnan láta vita af þér. Ég þakka þér fyrir alla þína hlýju í minn garð, það verður seint endurgoldið að fullu. Ég sakna þín. Guð veri með þér – alltaf. Elsku Júlla, Hanna og fjölskyld- ur. Guð vaki yfir velferð ykkar allra Anna Þórdís Olgeirsdóttir. BALDUR GUÐJÓNSSON ,    /6++*5/     -      ,      .  /  % 4    & *  ! +   7   & )   )  (  - ,  "  %   "     #+ 8            & '%            & $      /       :# 4&;4 !    5      (      5 ( +&< ( & 5 ( )      )  (= & '        2 ($ &* (  5 ( . -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.