Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUGAVEGI, S. 511 1717 KRINGLUNNI, S. 568 9017 Menn: Diesel mao Matinique 4 you Paul Smith Van Gils Dico Konur: Kookai Nice girl Laura Aime Diesel Imitz Tark French Connection Skór: Billi Bi Done shoes Seller Trend design Vagabond Lung Pao Zinda ÚTSALAN hefst í dag 30-60% afsláttur Opið til kl. 21.00 Kringlunni fimmtudag Dæmi: Nýtt kortatímabil HVAÐ á að gera við svona bönd eins og Creed? Með fyrstu plötu sinni, My own Prison (’97), lögðu þeir línurnar að eins konar síðgruggi, þar sem þeir hljómuðu eins og straum- línulagaðir Pearl Jam, hvar Scott Stapp söngvari tók hina oft og tíðum óþolandi grugg- rödd til nýrra hæða („I’ve created my own prisooooojo- jojoooooooooon yeeaaaahh!“). Það þarf kannski ekki að koma á óvart að þetta endurunna grugg sló í gegn og um þessar mund- ir er Creed ein vinsælasta rokksveit heims, mörgum „alvöru“-þenkjandi tónlistaráhugamönnum til gremju. Ég var í þeim hópi, svo sannar- lega, alveg þar til ég var eitt sinn að hjóla í vinnuna, hlustandi á X-ið. Í eyrunum var „With Arms Wide Open“ af Human Clay (’99) og skyndilega laust því í hausinn á mér. Var ég ekki farinn að „fíla“ Creed allt í einu! Ég sór strax að segja ekki neinum frá – þar til nú. Creed er að virka á tveimur stig- um. Í fyrsta lagi eru þeir hlægilegir – myndböndin uppskrúfuð dramatík, hvar Stapp baular upp í vindinn, ber að ofan í leðurbuxum. En – ég veit ekki, kannski er þetta einhver angi af pervertisma – er frekar erfitt að heillast ekki af því hvað meðlimir sjálfir virðast alvörugefnir í þessu. Nema að þeir séu að grínast sjálfir. Sem ég efast reyndar stórlega um. Að þessum forsendum gefnum eru Creed að virka – 100%. Maður brosir út í annað, um leið og maður bara hristir hausinn og leyfir rokkinu að ná taki á manni. Að sjálfsögðu er ekkert verið að finna upp hjólið á þessari nýjustu plötu, hér eru menn við sama sölu- vænlega heygarðshornið. En út- færslan er frábær. Rokkararnir rokka og ballöðurnar … humm … ballaða. Maður leyfir sér svei mér þá bara eina slettu hérna í lokin og seg- ir: Creed „rúla“!  Tónlist Uppveðrað og ógurlegt Creed Weathered Wind Up/Epic Þriðja plata Creed. Sígilt hetjurokk sem virkar, bæði á kómískan hátt og ekki. Já ... þetta er skrýtið líf. Arnar Eggert Thoroddsen UPPISTAND er vaxandi grein inn- an íslensks skemmtanaiðnaðar, en það lýsir sér þannig að grínisti stendur einn uppi á sviði fyrir framan hóp áhorfenda og reytir af sér gamansögur og leitar skop- legra hliða á lífsins amstri. Þeir Fóstbræður, Sigurjón Kjartansson og Þorsteinn Guð- mundsson, eru orðnir sjóaðir í grínvolkinu og hafa verið að troða upp að undanförnu á Sportbarnum við gríðarlegan fögnuð. Ég hringdi í Sigurjón Kjartansson, sjálfan her- togann, og forvitnaðist um til- högun þessara kvölda. Þægilegheit Hvað kom til að þið hófuð þetta uppistand? „Já … þetta voru bara svona þægilegheit sem réðu þessu. Sport- kaffi uppgötvuðum við í kringum Fyndnasti maður Íslands keppnina og sáum að þetta væri algerlega frábær klúbbur til að fremja uppi- stand í. Eins og best gerist erlend- is. Okkur datt því í hug að það gæti verið gaman að koma þarna fram og troða upp. Mér sjálfum finnst best að vera á sviðinu í svona 30–40 mínútur og Steini er á sama róli. Þannig að til að fá eitt gott kvöld út úr þessu er mjög sniðugt að slá þessu saman í eitt kvöld, skilurðu?“ Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa … „O nei.“ En þið eruð þá ekki saman uppi á sviðinu? „Nei nei. Það er ekki uppistand. Það er bara eitthvað svona … Halli og Laddi. Nei … við erum ekki Baldur og Konni!“ Þetta er kannski sígild spurning. Er ekki erfitt að standa svona ber- skjaldaður og segja brandara? „(Hlátur) Þetta er mjög sígild spurning einmitt. Ja … það fer nú bara eftir því hvað er í gangi. En … nei, ég held að þetta sé ekk- ert erfitt. Ja … sko, kannski er þetta erfitt fyrir einhvern Gunnar úti íbæ. En þegar maður er orðinn vanur þessu þá verður þetta bara skemmtilegt.“ Nú er ég með spurningu úr sal (eða frá samstarfsmanni réttara sagt). Er þetta allt saman spunnið eða eruð þið með fyrirfram skrifað efni? „Nei … þetta er nú ekki spurn- ing sem þú spyrð uppistandara að. Nei, auðvitað (hlær) er þetta yf- irleitt … allt uppistand er skrifað fyrirfram. En út frá því spinnst oft eitthvað. Ég veit ekki um neinn uppistandara sem fer á sviðið með ekkert í höndunum. Maður er allt- af með einhvern grunn.“ Kvöldið Hið grínaktuga og galgopalega glens hefst í kvöld kl. 22 en húsið verður opnað kl. 20. Aldurstak- mark er 20 ára en aðgangseyrir er 1.000 kr. Morgunblaðið/Ásdís Algert uppistand Sigurjón Kjartansson og Þorsteinn Guðmundsson með uppistand á Sportbar Sigurjón og Þor- steinn voru að mála er ljós- myndara bar að garði, en höfðu þó tíma til að gægjast upp úr dollunum. arnart@mbl.is Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.