Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJAMENN leita nú ákaft að manni sem talinn er standa næstur Sádí-Arabanum Osama bin Laden en talið er að honum hafi ver- ið falið að tryggja áframhaldandi starfsemi útibúa al-Qaeda-hreyfing- arinnar um heim allan. Jafnframt þykir hugsanlegt að maðurinn, Abu Zubeida, hafi verið sá sem hélt uppi tengslum milli bin Ladens og ann- arra sem skipulögðu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september sl. og síðan þeirra sem framkvæmdu þau. Zubeida, sem sagður er heita réttu nafni Zain al-Abidin Muhammad Husain, er talinn standa á þrítugu. Það hefur að vísu reynst erfitt að slá nokkru föstu um þennan huldumann en bandarísk yfirvöld fullyrða þó að hann sé Palestínumaður og að hann eigi rætur að rekja til Gaza-strand- arinnar. Ekki er útilokað að Zubeida sé þessa stundina við hlið bin Ladens sem reynir að fara huldu höfði (þ.e.a.s. ef hann er ekki fallinn) á meðan hans er leitað dyrum og dyngjum. Yfirvöld í Bandaríkjunum óttast hins vegar að Zubeida hafi, ólíkt bin Laden og hans nánasta að- stoðarmanni, Ayman Zawahiri, sloppið frá Afganistan til Pakistan og að þaðan hafi hann getað farið nánast hvert sem er í því skyni að blása lífi í grasrót al-Qaeda-samtak- anna. Fullyrt er að Bandaríkjamenn álíti Zubeida hættulegri en Zawahiri sem fyrst og fremst er sagður kenni- maður. Er m.a. talið að Zubeida hafi nú tekið að sér hlutverk Mohamm- eds Atef, sem féll í loftárásum Bandaríkjanna á Afganistan í des- ember, sem helsti hernaðarsérfræð- ingur al-Qaeda. Zubeida mun hafa sterk tengsl við ýmsa selluleiðtoga al-Qaeda í öðrum löndum en þau hefur hann ræktað sem tengill yfirstjórnar samtakanna við hinar ýmsu landsdeildir. Þessir menn hafa áreiðanlega getað séð Zubeida fyrir öruggu húsaskjóli, fjárhagslegum stuðningi og nægum mannskap til þess að tryggja framtíð al-Qaeda, jafnvel þó að bin Laden verði handsamaður eða drepinn. Vitna bandarískir stjórnarerind- rekar hér til plaggs, sem fannst í Afganistan, sem tekur fram að til- teknir forystumenn al-Qaeda verði ávallt að koma sér undan á flótta, sé vígi þeirra við það að falla, svo tryggja megi að samtökin lifi til að láta til sín taka á nýjan leik. „Zubeida er eins konar yfirmaður alþjóðatengsla fyrir al-Qaeda,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður The Los Angeles Times en hann staðfesti að yfirvöld legðu nú allt kapp á að hafa hendur í hári Zubeidas. „Starf hans fólst m.a. í því að stýra starf- semi þjálfunarbúða al-Qaeda. Hann smyglaði hryðjuverkamönnum til Afganistan, þjálfaði þá og kom síðan aftur til heimalanda þeirra, eða til þeirra landa þar sem al-Qaeda vildi að þeir tækju sér bólsetu.“ „Hann er afar mikilvægur hlekkur í vélinni og væri sannarlega líklegur kandídat til að taka við af bin Laden, hverfi hann af sjónarsviðinu,“ bætti heimildarmaðurinn við. Zubeida er sagður hafa átt beinan þátt í skipulagningu flestra, ef ekki allra, helstu verka al-Qaeda á und- anförnum árum. Má þar nefna hryðjuverkin við sendiráð Banda- ríkjanna í Mózambík og Kenýa sum- arið 1998, þar sem 224 fórust, og til- raunir til að sprengja upp alþjóðaflugvöllinn í Los Angeles. Sömuleiðis er talið að hann hafi átt þátt í árásinni á bandaríska herskip- ið Cole í Jemen í hitteðfyrra, en þar létust 17 hermenn. Hefur notast við ótal dulnefni Af þeim sem standa bin Laden næst er Zubeida sá sem flakkar heimshorna á milli til að gæta að því að allt sé með felldu í starfsemi al- Qaeda. „Hann er afar góður í þessu, þ.e. að ferðast um heiminn í dular- gervi og með fölsk vegabréf. Ég held ekki að neinn viti hvar hann heldur sig núna en sannarlega myndu allir vilja hafa hendur í hári hans,“ sagði heimildarmaður sem starfaði að rannsókn hryðjuverka í stjórnartíð Bills Clinton Bandaríkjaforseta. Er talið að Zubeida hafi notað a.m.k. 37 önnur nöfn á ferðum sínum og hefur hann notast við vegabréf út- gefin í Tyrklandi, Egyptalandi, Jórdaníu, Sádí-Arabíu, Súdan og Marokkó. Ef marka má gögn FBI er nafnið Osama Sweden meðal þeirra dul- nefna, sem hann hefur notað, en vit- að er að nokkrir íslamskir öfgamenn frá Svíþjóð voru við þjálfun í búðum al-Qaeda í Afganistan þegar Zubeida var yfirmaður þeirra árið 1998. Bandaríkjamenn leita manns sem talinn er hugsanlegur arftaki Osama bin Ladens Sagður reyna að blása lífi í gras- rót al-Qaeda Reuters Afganskur hermaður les í kóraninum þar sem hann stendur vörð um þjóðveginn milli Kabúl og Bagram- flugvallar í útjaðri borgarinnar. Bagram-flugvöllur er eini alþjóðaflugvöllurinn í Afganistan. Washington. Los Angeles Times. BARÁTTA múllans Abdelrrahuf gegn grimmd og kúgun í Afganistan hefur fyrir löngu tryggt honum sess í hjarta íbúa Kabúl. Allar þær stjórn- ir, sem ríkt hafa í landinu síðustu tuttugu árin, hafa hins vegar séð ástæðu til að fangelsa hann og pynta enda hefur hann fordæmt þær allar fyrir grimmdarverk. Abdelrrahuf, sem á sínum tíma kallaði Burhanuddin Rabbani, fyrr- verandi forseta Afganistan, „morð- ingja“ og Mohammed Omar, leiðtoga talibanastjórnarinnar, „emír allra glæpamanna“, hefur áunnið sér virð- ingu Afgana fyrir staðfestu sína. „Fólkinu líkar vel við mig því ég veiti þeim hjálparhönd og af því að ég styð við bak þeirra. Þeir sem veita öðrum liðsinni er sjálfum launað með velvild,“ segir hann, þegar hann er beðinn um að útskýra vinsældir sín- ar. Stjórnvöldum hefur hins vegar ekki verið jafn vel við Abdelrrahuf, og skiptir þá engu hver hefur verið við völd. Var hann fangelsaður þrisv- ar sinnum í tíð talibana, sem réðu ríkjum í Afganistan 1996-2001. Alþjóðasamfélagið þarf að hafa auga með Hamid Karzai Grimmastir voru þó útsendarar kommúnistans Najibullah sem pynt- uðu Abdelrrahuf miskunnarlaust. Hefur hann þrjú stór ör á fótleggj- unum því til sönnunar, tvö á þeim hægri og eitt á þeim vinstri, risavax- in göt í holdið sem undirmenn Naji- bullahs veittu honum. „Ég var andsnúinn kommúnista- stjórn Najibullahs en þegar Rabbani komst til valda [1992-1996] var ég honum líka andsnúinn því hann sagðist ætla að drepa alla kommún- ista – þurrka þá út – og af því að hann sakaði íbúa Kabúl um að hafa verið flugumenn Sovéthers,“ segir Abdelrrahuf nú. „Þeir lögðu Kabúl í rúst, eyðilögðu heimili fólks. Þess vegna kalla ég Rabbani morðingja,“ bætir hann við. Talibanar voru þó grimmari en Rabbani, segir hann. „Þeir drápu fólk, börðu það og niðurlægðu. “Íbú- ar Kabúl bera allir mikla virðingu fyrir Abdelrrahuf. Dá konur hann t.a.m. fyrir að mótmæla opinberlega þeim tilskipunum talibana að konur ættu ávallt að bera búrku til að hylja líkama sinn og andlit, og að þær mættu ekki vinna utan heimilisins eða stunda nám. Lýsti Abdelrrahuf þeirri skoðun sinni opinberlega í síðasta mánuði, þegar bráðabirgðastjórn Hamids Karzais tók við völdum, að konur ættu aftur að fá að gerast fullgildir meðlimir samfélagsins. Abdelrrahuf á skiljanlega erfitt með að treysta nokkrum valdhöfum, en hann segist þó mun rórri eftir að Karzai tók við stjórnartaumunum, enda fylgist Bandaríkjamenn, Frakkar og önnur stórveldi grannt með gjörðum hans. „Fólk er ánægt með Karzai af því að það veit að hann nýtur stuðnings alþjóðasamfélags- ins.“ Hann varar hins vegar við því að Karzai sé umkringdur þeim sömu mönnum og lögðu Afganistan í rúst á árum áður og segir að umræddir menn myndu endurtaka leikinn ef þeir fengju færi til þess. „Ef alþjóða- samfélagið er ekki á bremsunni þá munu bandingjarnir og blóðbaðið snúa til baka,“ sagði múllann Ab- delrrahuf. Íbúar Kabúl hafa múllann Abdelrrahuf í miklum metum Ávallt verið þyrnir í augum valdhafa Kabúl. AFP. MARJAN, fimmtugt karlljón sem býr í dýragarðinum í Kabúl, á von á hjálp frá alþjóðlegri sendi- sveit sérfræðinga sem eru á leið til borgarinnar til þess að huga að þeim fáu dýrum sem eftir eru í dýragarði borgarinnar. Marjan hefur dvalið í dýragarðinum í 47 ár og missti annað augað þegar afganskur skæruliði kastaði handsprengju inn í búrið til hans. Sérfræðingahópurinn er vænt- anlegur til Kabúl í dag, en hann hefur notið góðs af mikilli samúð sem vaknaði í Ameríku og Evr- ópu þegar herför Bandaríkja- manna í Afganistan leiddi í ljós hvernig málum var komið í dýra- garðinum og bágt hlutskipti dýr- anna þar, sem mörg dóu í stjórn- artíð talibanahreyfingarinnar. Hefur almenningur látið þúsundir punda og dollara af hendi rakna til að endurbyggja megi dýra- garðinn. Sérfræðingarnir héldu frá London í gær, og eru á vegum Heimssamtaka um dýravernd og forystumenn hópsins eru Gerard Huertas og John Walsh, en þeir hafa báðir mikla reynslu af því að meðhöndla dýr sem orðið hafa fórnarlömb stríðsátaka. Einnig munu sérfræðingarnir kanna ástand dýra annars staðar í land- inu, t.d. búpenings og flækings- hunda. Er hópurinn reiðubúinn til að veita dýrunum fyrstu hjálp, þ. á m. við hungri og vökvask- orti. Heimssambandið hefur þegar komið á reglulegum matarsend- ingum til dýranna í garðinum í Kabúl – sem áður fyrr var vel þekktur – en þar eru, auk Mar- jans, t.d. björn, úlfar og apar. Reuters Dýrin í Kabúl fá hjálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.