Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BIRGIR Ísleifur Gunnars-son seðlabankastjóri seg-ir að í ræðu sinni dragiseðlabankastjóri Nýja- Sjálands fram kosti og galla þess fyrir lítið ríki eins og Nýja-Sjáland að tengjast myntbandalagi eða taka upp gjaldmiðil annars ríkis eða ríkjahóps. Helst hafi verið rætt um myntbandalag við Ástralíu eða að taka upp Bandaríkjadal. Þótt ræðan mótist auðvitað fyrst og fremst af aðstæðum á Nýja-Sjá- landi þá sé þó mjög margt líkt með þeim sjónarmiðum sem hann setji fram og þeim sjónarmiðum sem reifuð hafi verið hér á landi varð- andi Efnahags- og myntbandalag Evrópu. „Ég vil í því sambandi rifja upp að 1997 gaf Seðlabanki Íslands út rit um Efnahags- og myntbanda- lagið þar sem m.a. var fjallað um kosti þess og galla að Ísland yrði aðili að bandalaginu og reifað hvaða kosti við hefðum í gengis- málum. Þótt nú séu bráðum fimm ár liðin síðan þetta rit var gefið út stendur það vel fyrir sínu,“ sagði Birgir. Hann sagði að áður en hann viki að þeim kostum og göllum sem Donald Brash nefndi í ræðu sinni vildi hann vekja athygli á nokkrum atriðum sem fram kæmu í máli hans. „Í fyrsta lagi bendir hann rétti- lega á að hugsanleg ákvörðum um að leggja af nýsjálenska dollarann sé fyrst og fremst pólitísk. Sama gildir hér á landi. Hlutverk Seðla- banka Íslands er að upplýsa ráð- herra, ríkisstjórn og Alþingi um allar efnahagslegar hliðar Mynt- bandalagsins, jafnt kosti sem galla, og greiða fyrir almennri umræðu um málið. Hlutverk Seðlabankans er ekki að vera með eða á móti ákveðinni lausn heldur fyrst og fremst að upplýsa. Donald Brash bendir einnig á að það sé firra, að lítil ríki séu á ein- hvern hátt svo viðkvæm, að erfitt sé fyrir þau að vera með sjálfstæð- an gjaldmiðil nú á dögum. Samlík- ingin við árabát í ólgusjó sé ekki rétt. Auðvelt sé að benda á smáríki með sjálfstæðan gjaldmiðil sem hafi vegnað vel og nefnir hann Singapore og Sviss í því sambandi. Hann bendir á að miklar sveiflur geti einnig orðið á gengi stóru gjaldmiðlanna. Myntbandalag eyði nafngengisóvissu vegna viðskipta innan þess, en ekki gagnvart við- skiptum við lönd utan þess. Sama gengisóvissa verði áfram fyrir þá sem eiga viðskipti við svæði utan myntbandalagsins. Í því sambandi má benda á að útflutningur Íslands til Efnahags- og myntbandalags Evrópu var 46,5% á fyrstu 9 mán- uðum síðasta árs, en innflutningur 32,6%. Meirihluti vöruviðskipta Ís- lendinga var því við lönd sem eru utan Myntbandalagsins. Í gildandi gengisskráningarvog íslensku krónunnar, en þar er einnig tekið tillit til þjónustuviðskipta, vegur evran aðeins 31,66%,“ sagði Birgir. Ekkert myntbandalag getur tryggt raungengisvissu Hann sagði að Donald Brash benti einnig á að ekkert mynt- bandalag gæti tryggt raungengis- vissu, þ.e. stöðugt gengi að teknu tilliti til verðbólgu. „Hann nefnir eftirfarandi kosti við myntbandalög. Kostnaður vegna gjaldeyrisyfirfærslna spar- ast. Vextir myndu lækka en gætu þó aldrei orðið lægri en í mynt- bandalaginu. Hann bendir á að ekki sé hægt að slá því föstu að frammistaða hins aðilans í efna- hagsmálum verði ávallt betri en Nýja-Sjálands. Aðild að mynt- bandalagi eyði nafn- gengisóvissu í viðskipt- um milli landa innan bandalagsins og sé líkleg til að efla viðskipti bandalagslandanna inn- byrðis. Hann nefnir það sem stóran ókost við aðild að myntbandalagi að viðkomandi land missi alla stjórn á eigin peningamálum. Ekk- ert tæki verði þá til lengur til að hafa áhrif á og milda eftirspurn- arsveiflur og þar með geti landið haft lítil áhrif á verðbólgustigið. Hann nefnir það einnig sem ókost að myntsláttuhagnaður myndi tap- ast ef land tengist einhliða mynt- bandalagi en væntanlega myndi slíkur mynthagnaður haldast inni í landinu ef um beina aðild að mynt- bandalagi væri að ræða. Hann lýkur ræðu sinni á því að benda á að meginspurningin sem svara þurfi sé sú hvort kostirnir vegi upp ókostina. Til þess tekur hann ekki afstöðu en leggur áherslu á að myntbandalag sé eng- in töfralausn og geti í raun ekki tekið þá ábyrgð frá innlendum stjórnvöldum að hafa efnahagsmál sín í lagi. Þetta eru auðvitað í grundvall- aratriðum þær spurningar sem Ís- lendingar standa frammi fyrir þeg- ar rætt er um aðild að evru- svæðinu, en til viðbótar kemur að aðild að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu er útilokuð nema að ganga í Evrópusambandið fyrst. Einhvers konar aukaaðild að Myntbandalaginu er vafalaust óraunhæfur kostur. Fyrir okkur Íslendinga eru því ekki fyrir hendi neinar töfra- eða skyndilausnir í gengismálum, sem taka fram því kerfi sem við búum við í dag,“ sagði Birgir Ísleifur. Svipuð umræða og hefur farið fram hér á landi Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að þau viðhorf sem reifuð séu í grein nýsjálenska seðlabankastjórans, séu ekki ókunn hér þar sem svipuð umræða hafi farið fram hér á landi. Hins vegar sé mikill akkur í því að fá að heyra af sjónarmiðum í ríki sem búi við svipaðar aðstæður og við að mörgu leyti, t.d. væri það tiltölulega fámennt eyríki með einhæfan útflutning. „Þetta innlegg breikkar umræðuna hér á landi og getur hjálpað okkur til að átta okkur betur á því hvaða kostum við stöndum frammi fyrir,“ sagði Hannes. Hann segir að kjarninn í viðhorfi nýsjálenska seðlabankastjórans komi í raun fram í fyrirsögninni að myntbandalag sé engin töfralausn. Þá sé athyglisvert að hann skaplega lítinn greinarmun bandalagi annars vegar vegar einhliða upptöku gjaldmiðils. Í þeirra tilvik okkar yrðu þeir það s áhrifalitlir í myntbandalag lítið tillit yrði tekið til h þeirra. „Síðan rekur hann kosti og það er þar eins og hér þessir kostir og gallar er og metnir leiða þeir ekk hlítrar niðurstöðu út frá hagsmunamati. Kostirnir tengjast öðrum gjaldmiðli upp annan gjaldmiðil veg kostina við að vera með ei ingastefnu og það er ekki ljós mismunur á þessum ko það leiði til einhlítrar niðu sagði Hannes ennfremur. Hann sagði að við værum búnir að taka upp nýja peningamálum. Hún hefði stað með miklum óróleika ætti eftir að sýna sig betur þessi skipan hentaði okku hins vegar litið væri lengr tímann myndu aðstæður lega breytast þegar evr stækkaði, bæði með því a andi aðildarríki Evrópusa ins, sem væru mikilvæg v lönd okkar, myndu taka u og einnig með stækkun sambandsins til austurs myndi þá vega mjög þung ríkisviðskiptum okkar og stæður myndu hafa áhri ræðuna og hagsmunamat landi. Aðild að evru yrði með vaxandi hlutdeild v okkar við evrusvæðið. Engin töfralausn Rannveig Sigurðardótt fræðingur Alþýðusamban lands, segir að það athy asta í erindi nýsjálensk bankastjórans fyrir umræ á landi sé að hann bendi ré að það sé engin töfralau gengismálum. Rannveig sagði að í g væri farið yfir kosti og g að vera með eigin gjaldm ars vegar eða taka upp gjaldmiðil. Niðurstaða ha að það sé engin töfralausn andi gengisskráningu freka Efnahagssérfræðingar segja rök seðlabankast Engar tö til í gen „ a g u i „…áhættuþóknun í formi vaxtamunar við útlönd hverfi og að nafngengisóvissu sé út- rýmt. Allt þetta álít ég að eigi einnig við hér- lendis.“ Yngvi Harðarson „…upptaka annarrar myntar [mun] ekki að- eins festa nafngengi heldur einnig leiða til stöðugra raungengis ef mikil viðskipti eru innan myntsvæðanna.“ Ásgeir Jónsson Donald T. Brash, bankastjóri Seðla myntbandalaga og fyrirkomulag ge ræðu sem birt var í Morgunblað hagfræðinga og sérfræðinga í efn röksemdir hans ættu e Umræðan um kosti og galla nauðsynleg ÞÁTTTAKA KVENNA Í STJÓRNMÁLUM Í Morgunblaðinu í gær var umfjöll-un um viðhorf stjórnmálaflokk-anna til þess hvort reglur um hlutfall kynjanna á framboðslistum séu nauðsynlegar til að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum. Þar kom fram að ráðherraskipuð nefnd um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum hefur beint þeim tilmælum til allra stjórn- málaafla á Íslandi sem hyggjast bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í vor að fyrsta og annað sætið verði skipuð karli og konu. Í greininni er vísað til bréfs nefnd- arinnar til allra stjórnmálafélaga á landinu, en þar segir m.a.: „Karlar og konur hafa að mörgu leyti ólíkan bak- grunn, uppeldi og reynslu. Það er í þágu jafnréttis og lýðræðis að bæði konur og karlar taki þátt í að móta samfélagið sem við búum í. Það er því eftirsóknarvert að fleiri konur taki þátt í stjórnmálum.“ Um þetta virðast allir vera sammála, ef marka má þá af- stöðu sem fulltrúar stjórnmálaaflanna lýstu í greininni, en ekki eru þó allir á eitt sáttir um aðferðir til að ná þessu markmiði fram. Ljóst er að mörgum í íslensku sam- félagi eru svonefndir fléttulistar eða fyrirfram ákveðin skipting í sæti eftir kynjum þyrnir í augum. Margir telja slíka skipan andlýðræðislega í eðli sínu og líta svo á að með þeim hætti sé kynferði sett ofar manngildi. Tilmæli ráðherraskipaðrar nefndar geti t.d. ekki haft forgang, þegar valið er á framboðslista með prófkjöri í ein- hverri mynd. Aðrir, svo sem Ásta R. Jóhannes- dóttir, þingmaður Samfylkingar, benda á að nokkuð seint sé að grípa til slíkra ráða nú þegar konum er loksins að fjölga á þingi og ef slíkur háttur yrði ofan á gæti það jafnvel orðið til þess að kjörnum fulltrúum kvenna fækkaði hjá einhverjum stjórnmála- hreyfingum. Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, sem einnig er þingmaður Samfylk- ingarinnar, telur þó fléttulista „tilraunarinnar virði“, og segir hags- muni heildarinnar verða að vega þyngra en persónulega pólitíska hags- muni í kjördæmum. Umræðunni sem nú á sér stað hér má að nokkru leyti líkja við þá um- ræðu sem átti sér stað í Bandaríkj- unum þegar farið var að stunda „já- kvæða mismunun“ til að auka hlutfallslega þátttöku þeirra sem telj- ast til minnihlutahópa, svo sem kvenna og fólks af afrískum og asísk- um uppruna, í háskólum og stjórnkerf- inu. Mörgum fannst vegið að gildi ein- staklingsins og þar með lýðræðisins, en þrátt fyrir það varð sú skoðun ofan á að jákvæð mismunun væri nauðsyn- leg til þess að ryðja þeim þjóðfélags- hópum braut sem ekki höfðu átt nægi- lega eða sanngjarna hlutdeild í mótun samfélagsins fram til þess tíma. Litið var til þess að margir þeirra sem til- heyrðu þessum hópum höfðu ekki haft sambærileg tækifæri til menntunar, þeir höfðu heldur ekki sömu tengsl og þeir, sem fyrir voru, og áttu t.d. erfitt með að finna farveg til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Eftir því sem fleiri fulltrúar minni- hlutahópa fengu tækifæri til að kom- ast til metorða á mikilvægum sviðum þjóðlífsins kom í ljós að þessir hópar gátu iðulega ekki, eða vildu ekki, sam- sama sig þeirri orðræðu og aðferða- fræði sem mótast hafði á löngum tíma, þrátt fyrir að þeir nytu nú hliðstæðrar menntunar og/eða starfstækifæra, enda var hún ekki sniðin til að end- urspegla sjónarmið þeirra eða reynsluheim. Að lokum leiddi þetta til þess að t.d. hefðbundin akademísk orðræða var endurskoðuð og varð mun fjölraddaðri en áður gerðist, og sjón- armið minnihlutahópanna voru tekin til greina í vaxandi mæli í samfélag- inu. Hér á landi má segja að konur séu sá hópur sem þessi sjónarmið eigi að einhverju leyti við um. Eins og fram kemur í fyrrnefndri umfjöllun hér í blaðinu í gær virðist vera erfiðara að fá konur til að taka sæti á framboðs- listum stjórnmálaflokkanna en karla. Þannig var það raunar mestan hluta síðustu aldar og átti ekki bara við um skipan framboðslista heldur um þátt- töku í stjórnmálastarfi almennt. Að hluta til stafar það af félagslegum að- stæðum í okkar samfélagi, svo sem því að konur voru og eru enn bundnari heimili og börnum en karlar, en einnig má gera ráð fyrir að hluti kvenna veigri sér við að taka þátt í þeim hefð- bundna opinbera vettvangi stjórnmál- anna sem karlar hafa átt mestan þátt í að móta í gegnum tíðina. Ef svo er höfum við enn ríkari ástæðu en ella til að hvetja konur til starfa í stjórn- málum. Þær hafa að sjálfsögðu jafn- mikið fram að færa í þjóðmálumræðu hér í landi og karlar, þótt sá farvegur sem þeirri umræðu er markaður henti þeim ef til vill ekki að öllu leyti fyrr en þær hafa fengið viðunandi tækifæri til að móta hann sjálfar til jafns við karla. Raunverulegt jafnræði í íslensku samfélagi næst ekki fyrr en hlustað er á allar þær raddir er samfélagið býr yfir af sömu virðingu. Í því felst t.d. að málefni séu ekki flokkuð sem „mjúk“ mál eða „hörð“ og kyngreind eða forgangsraðað í samræmi við það. Öll málefni sem skipta sköpum fyrir heill meirihluta þjóðarinnar eru alvar- leg mál þegar þau koma til umræðu meðal kjörinna fulltrúa hennar, hvort heldur um er að ræða dagvistarmál eða sjávarútvegsmál, félagsþjónustu eða utanríkismál, svo dæmi séu nefnd. Vonandi velkist enginn lengur í vafa um það að konur eigi jafn brýnt erindi inn á vettvang stjórnmála og karlar og að átak til að auka hlut kvenna í þeim sé nauðsynlegt. Hins vegar er ekki nema eðlilegt að menn greini á um hvernig stuðla eigi að slíkri fram- kvæmd. Almenn þátttaka kvenna í at- vinnulífi og stjórnmálum á sér ekki langa sögu og því eru margir ólíkir þættir sem taka þarf tillit til þegar staða kvenna sem minnihlutahóps inn- an stjórnkerfis landsins er metin. Um- ræða um þennan vanda er þó afar mikilvæg og hvetjandi í sjálfu sér og verður vonandi til þess að skila ein- hverjum árangri þegar til lengdar er litið. Það er undirstöðuatriði að konur og karlar eigi jafnan hlut í því að móta íslenskt samfélag og sjálfsagt að stefna að jafnræði milli kynjanna þeg- ar verið er að kjósa fulltrúa í sveit- arstjórnir og á Alþingi. Slíkur jöfn- uður er einungis vitnisburður um lýðræðislegt þjóðfélag sem starfar í samræmi við eðlilegar kröfur nú- tímans. En þetta verður að gerast á grundvelli lýðræðislegra leikreglna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.