Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSÖLUR eru í fullum gangi þessa dagana og víða hægt að gera góð kaup bæði á fatnaði og skó- taui. Þessi unga stúlka hafði greinilega fest sjónir á hinum einu réttu skóm. Morgunblaðið/Kristinn Tími hinna hagsýnu HANNES Hlífar Stefánsson hef- ur tekið forystuna í einvíginu við enska stórmeistarann Nigel Short. Hann sigraði eftir harða baráttu í annarri skákinni, sem tefld var í gærkvöldi, en varnir Shorts hrundu smám saman þegar fór að líða að fyrstu tímamörkunum. Hannes fylgdi vel á eftir og Short gafst upp eftir 46 leiki í gjörtapaðri stöðu. Það er óhætt að segja að einvígið hafi tekið óvænta stefnu með þessum sigri Hannesar og verður spennandi að fylgjast með framhaldi þess. Short er hins vegar gamall einvíg- isrefur, firnasterkur og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það er því ljóst að áhorfendur þurfa ekki að kvíða stuttum stórmeistarajafntefl- um í þessu einvígi. Hver skák verður tefld til þrautar. Önnur skákin fylgir hér á eftir. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Nigel Short Spænski leikur- inn 1.e4 e5 Short hefur mikið dálæti á Franskri vörn, 1. -- e6, en hann geymir hana til betri tíma. Ef til vill hefur hann hræðst góðan undirbún- ing Hannesar fyrir skákina eins og í fyrstu skákinni, en þar slapp Short naumlega með jafntefli. 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 a6 4.Ba4 Rf6 5.0–0 Be7 6.He1 b5 7.Bb3 0–0 8.a4 -- Hannes sér ekki ástæðu til að gefa Short færi á Marshallárásinni, sem upp kemur, eftir 8. c3 d5 o.s.frv. 8. -- b4 9.d3 d6 10.a5 Be6 11.Bc4 -- Í 1. skákinni í heimsmeistaraeinvíg- inu, Kasparov–Short, London 1993, varð framhaldið: 11.Rbd2 Hb8 12.Bc4 Dc8 13.Rf1 He8 14.Re3 Rd4? 15.Rxd4 exd4 16.Rd5 Rxd5 17.exd5 Bd7 18.Bd2 Bf6 19.Hxe8+ Bxe8 20.De2 Bb5 21.He1 Bxc4 22.dxc4 h6 23.b3 c5 og hvítur stendur betur, enda vann Kasparov skákina. Í skýr- ingum í einvígisbók enska stórmeist- arans Keene er haft eftir Kasparov, að besta áætlun svarts sé 14. -- Bxc4 (í stað 14. -- Rd4?), ásamt R-d8-e6, með jöfnu tafli. 11...Dc8 12.Rbd2 He8 13.Rf1 Rd8 14.Bg5 Bxc4 15.dxc4 Re6 16.Bxf6 Bxf6 17.Re3 Hb8 18.Rd5 -- Þennan nýja leik hefur Hannes undirbúið fyrir skákina. Hann tapaði fyrir Sor- okin á ólympíuskákmótinu í Elista 1998, eftir 18.Dd2 c6 19.h4 Rc5 20.Rf1 Hd8 21.b3 d5 22.exd5 e4 23.Rd4 cxd5 24.Had1 dxc4 25.De3 Bxd4 26.Hxd4 Hxd4 27.Dxd4 cxb3 28.cxb3 Rxb3 29.Dxe4 Rxa5 o.s.frv. 18...Bd8 19.Dd2 b3 20.c3 c6 21.Rb4 Be7 22.Dd1 g6 23.Ha3 Db7 24.Rd2 Rc5 Svarta staðan er traust, en hann hefur tvo veikleika, sem erf- itt getur orðið að verja til lengdar, peðin á b3 og d6. Það er ef til vill ástæðan fyrir því, að Short er að tefla of glannalega í framhaldi skák- arinnar. 25.Dg4 Bf8 26.Dh3 Dc8 27.De3 f5!? 28.Hd1 -- Það virðist koma sterklega til greina fyrir hvít að leika 28.exf5, t.d. 28. -- gxf5 29.Rd3 Rxd3 30.Dxd3 e4 31.Dg3+ Bg7 32.Hxb3 o.s.frv. 28...Kh8 29.Df3 Hb7 30.Haa1 Hc7 31.Rd3 d5? Sjá stöðumynd 1. Short leggur allt undir og tapar. Hann hefði líklega átt að reyna 31...fxe4 32.Rxe4 Rxe4 33.Dxe4 Hf7 34.Rb4 c5 35.Rd5 Bg7 36.Hd2 Hef8 37.Dh4 Dd8 38.Dg3 og svartur hefði átt möguleika á að bjarga sér, þótt hann eigi enn ýmis vandamál óleyst, svo sem hinn geysisterka hvíta ridd- ara á d5. 32.Rxc5 Bxc5 33.exd5 e4 34.Dg3 Hb7 Eða 34. -- cxd5 35.cxd5 e3 36.Rxb3 exf2+ 37.Kh1 He2 38.d6 Hc6 39.Rxc5 Hxc5 40.d7 Dd8 41.Dd3 Hce5 42.Hf1 og hvítur á yf- irburðastöðu. 35.Rf1 Hf7 36.Df4 Hf6 Ekki geng- ur 36...g5 37.Dxg5 f4 38.dxc6 Dxc6 39.Hd5 Bf8 40.Dh5 og hvítur á vinn- ingsstöðu. 37.dxc6 Dxc6 38.Hd5 Bd6 39.Dd2 Dc7 40.Hd1 Bf4 Nú er tímamörk- unum náð og Hannes á unnið tafl. 41.Hd7! -- Sjá stöðumynd 2. Nú nær hvítur tökum á 7. reitröð og það ræður strax úrslitum. 41. -- Db8 42.Dd5 Dc8 Hvítur hót- aði 43. Hb7 Dc8 44. Dd7 Dxd7 45. Hdxd7 og svarta staðan hrynur. 43.Dd4! Be5 44.Da7 Hff8 45.Hxh7+ Kg8 46.Hdd7 og svartur gafst upp, því að við hótuninni 47. Hdg7+ Bxg7 48. Dxg7+ mát er ekk- ert skynsamlegt svar. Þriðja skákin verður tefld í dag í Ráðhúsinu í Reykjavík og hefst tafl- mennskan klukkan 17. Short stýrir þá hvítu mönnunum, en alls verða tefldar sex skákir. Minnispeningur um einvígi Hannesar og Shorts Samhliða einvíginu stendur yfir sýning á ýmsum munum sem tengj- ast heimsmeistaraeinvígi þeirra Fischer og Spassky, sem fram fór hér á landi fyrir þrjátíu árum. M.a. má sjá þar sýnishorn af umfjöllun Morgunblaðsins um einvígið, afrit af skorblöðum kappanna og ýmsa minjagripi sem gefnir voru út í tilefni af einvíginu. Sýning þessi hefur vak- ið verðskuldaða athygli og hefur t.d. ýmsum þótt fróðlegt að sjá rithönd Fischers. Taflfélagið Hellir fetaði í fótspor skipuleggjenda heimsmeist- araeinvígins og gaf út minnispening í takmörkuðu upplagi um einvígi þeirra Hannesar og Shorts. Minn- ispeningurinn er seldur á keppnis- stað. Hannes sigraði SKÁK Reykjavík VIII MÓT GUÐMUNDAR ARASONAR 8.1. - 13.1. 2002 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. TÆPLEGA fertugur karlmaður var í gær sviptur ökurétti í átta mánuði og sektaður um 70.000 krónur fyrir að aka ölvaður aftan á bíl í Kópavogi í byrjun september. Hjón sem voru í bílnum, sem hann ók á, töldu hann áberandi ölvaðan og óskuðu eftir að- stoð lögreglu þrátt fyrir þrábeiðni mannsins um að láta það ógert. Mað- urinn ók þá á brott og yfir umferð- areyju og þurfti vitni að víkja sér undan bifreiðinni. Lögreglumenn, sem fóru að heim- ili mannsins, fundu bifreið hans þar fyrir utan og var vélarhlífin heit. Þeir börðu að dyrum og hringdu í heimilssímann en fengu ekkert svar. Maðurinn gaf sig fram á lögreglu- stöð tveimur tímum síðar. Þá mæld- ist áfengi í blóði hans 2,46‰. Mað- urinn neitaði á hinn bóginn að hafa ekið undir áhrifum en sagðist hafa drukkið tvo bjóra eftir að akstri lauk og að því búnu farið í göngutúr um hverfið til að jafna sig. Fyrir dómi sagðist hann að auki hafa drukkið hálfa flösku af líkjör. Deildarstjóri á rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði taldi útilok- að að fullorðinn karlmaður mældist með þvílíkt magn alkóhóls í blóði eft- ir að hafa drukkið aðeins tvo bjóra. Ekki væri óhugsandi að slíkar nið- urstöður fengjust, hefði maðurinn einnig drukkið líkjör. Ólöf Pétursdóttir héraðsdómari taldi framburð mannsins ótrúverð- ugan og reikulan auk þess sem ljóst væri af framburði vitna að hann hefði verið sýnilega ölvaður. Auk refsingarinnar var honum gert að greiða skipuðum verjanda sínum, Kristjáni Stefánssyni hrl., 40.000 krónur í málsvarnarlaun. Karl Vilbergsson fulltrúi flutti málið f.h. sýslumannsins í Kópavogi. Refsað fyrir að aka ölvaður og flýja af vettvangi FULLTRÚAR Félags íslenskra heimilislækna, FÍH, og heilbrigðis- ráðherra ræddust við í gær vegna ágreinings þeirra um greiðslur fyrir læknisvottorð. FÍH og Læknafélag Íslands telja að heilbrigðisráðherra hafi ekki verið heimilt að ákveða með reglugerð gjald fyrir læknisvottorð án samráðs við lækna. Ráðuneytið hefur óskað eftir því við kjaranefnd að hún endurskoði launakjör heilsu- gæslulækna. Fulltrúar ráðuneytisins og lækna áttu hvorir tveggju fundi með fulltrúum kjaranefndar í gær. Þórir Björn Kolbeinsson, formað- ur Félags ísl. heimilislækna, og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, sögðu í samtali við Morgunblaðið að fundur þeirra hefði verið gagnlegur. Báðir aðilar hefðu skýrt sjónarmið sín og ákveðið hefði verið að ræða málin aftur næsta mánudag. Þórir sagði heilsugæslulækna óánægða með að ráðuneytið skyldi einhliða ákveða breytingar á vott- orðagjöldum. Það þýddi tekjulækkun fyrir lækna, sem væri að vísu ein- staklingsbundin og misjöfn eftir starfsstöðvum, en gæti verið á bilinu 5–10–20 þúsund krónur á mánuði. Leggja þyrfti vinnu í útgáfu vottorða og yfirleitt þyrftu heilsugæslulæknar að vinna hana utan venjulegs vinnu- tíma. Því væri ekki um það að ræða að telja þetta sem hluta af daglegum störfum og þar með kjörum eins og kjaranefnd hefði ákveðið. Þórir sagði menn myndu sætta sig við að málið hefði verið falið kjaranefnd til um- fjöllunar og að ráðuneytið hefði í framhaldi af því getað ákveðið breyt- ingu. Í bréfi frá kjaranefnd til Félags ísl. heimilislækna 2. janúar er greint frá erindi heilbrigðisráðuneytisins um að nefndinni sé falið að endurskoða launakjör heilsugæslulækna. Er fé- laginu boðið að tjá sig um erindið og gefinn tveggja vikna frestur til þess. Læknafélagið kvartar til umboðsmanns Alþingis Læknafélag Íslands sendi umboðs- manni Alþingis kvörtun í mars á síð- asta ári um ákvörðun heilbrigðis- ráðuneytisins að „ákveða einhliða með reglugerð gjald fyrir heilbrigð- isvottorð“, eins og segir í bréfi Læknafélagsins. Í fyrradag skrifar Sigurbjörn Sveinsson, formaður LÍ, umboðsmanni á ný og ítrekar fyrri kvörtun. Segir hann einnig að ein- hliða ákvörðun heilbrigðisráðherra um hvert vottorðagjöld skuli renna sé að mati samtaka lækna dæmi um óvandaða stjórnsýsluhætti ráðuneyt- isins þar sem hvorki hafi verið haft samband við lækna, kjaranefnd eða viðkomandi stofnanir. Greiðsla fyrir heilbrigðisvottorð Ræða ágrein- ing sinn frekar TVÆR konur sluppu með smávægi- leg meiðsl þegar bíll þeirra valt út af veginum skammt innan við Þingeyri í Dýrafirði í fyrradag. Krap var á veg- inum og sviptivindasamt þegar bíll- inn valt. Hann stöðvaðist fyrir neðan veginn, en djúpt ræsi er þar skammt frá og þykir ljóst að verr hefði farið hefði bíllinn oltið þar ofan í. Konurn- ar fóru heim eftir læknisskoðun. Bílvelta við Þingeyri ♦ ♦ ♦ Á FUNDUM framkvæmdastjórna VT-skólans og Rafiðnaðarskólans varð að samkomulagi að Jón Árni Rúnarsson, skólastjóri skólanna, myndi hætta störfum. Jón Árni er einnig skólastjóri Margmiðlunar- skólans og mun hann einnig hverfa úr því starfi. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að undanfarna mánuði hafi staðið yfir vinna við endurfjármögn- um skólakerfisins og samfara því verið unnið að skipulagningu næsta starfsárs. Hann segir að nýr skóla- stjóri muni verða ráðinn en mönnum liggi ekki á í þeim efnum, enda séu starfandi rekstrarstjórar í hverjum skóla fyrir sig. Skólastjóri Rafiðnaðar- skólans hættir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.